Morgunblaðið - 29.04.1976, Side 3

Morgunblaðið - 29.04.1976, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1976 3 ÞANNIG var umhorfs að Skógum f öxarfirði, þegar sr. Sigurvin Elfasson á Skinnastað, frétta- ritari Morgunblaðsins, átti þar leið um með myndavél sfna ekki alls fyrir löngu. Flóðin við bæinn hlutust sem kunnugt er af þvf, að f leysingunum undanfarið kom mikið vatn f Jökulsá á Fjöllum og rann vatn úr ánni f Skógakflinn, sem reyndar gerði Skógabændum skráveifu fyrr f vetur eftir jarð- skjálftahrinuna. Flóðin nú hafa hins vegar komið Skógabændum f meiri vanda en áður, þar eð vatn hefur flætt upp að og inn f úti- húsin. Hafa bændur orðið að Skðgar undlr vatnl flytja fénað þangað sem land er hærra, og vakað þar yfir honum, þar sem sauðburður er nú að hef j- ast. Sfðustu daga hefur þó sjatnað mikið f kflnum, og er orðið gengt f fjárhúsin og aftur orðið hægt að hýsa þar fénað. Flóðin hafa hins vegar valdið miklum spjöllum kringum húsin, svo að þar er um- hvorfs sem f eldgfg, að sögn Skógabænda. Hafa þeir lagt áherzlu á að þeir þurfi að fá sér- fræðilegt álit vatnafræðings til að koma f veg fyrir að frekara tjón hljótist af vatnagangi f kflnum. Offi fékk fóstur í Mosfeflssveit Offi f höndum lögreglunnar SAGAN af honum Ofeigi eða Offa eins og lögreglan f miðborgar- stöð kallaði hann, er hann barst henni f fyrrakvöld, vakti gífur- lega athygli, er Morgunblaðið kom út f gær. Offi, sem er á að gizka mánaðargamall hvolpur, sem einhver maður ætlaði að fleygja f höfnina á Ægisgarði sfðastliðinn fiistudag, var svo lánsamur, að maðurinn missti hann og sjómaður náði honum. Þrfr aðrir hvolpar drukknuðu f höfnini. Strax og Mbl. barst kaupend- um sínum, tók siminn í mið- borgarstöð lögreglunnar að hringja og þagnaði hann naumast fyrri hluta dagsins. Allir vildu fóstra Offa og eftir- spurnin virtist gífurleg. Lögreglan hafði beðið Mbl. að láta það boð út ganga, að Offi væri aðeins falur þeim, sem byggju á svæði, þar sem hunda- hald væri leyft og þvi var obbi hringingana frá svæðum utan Reykjavíkur. Jónas Jónasson, varðstjóri sagði að sá, sem vildi fá Offa og bjó lengst i burtu hafa búið norður í Strandasýslu, en einnig var hringt norðan úr Húnavatnssýslu, austan úr Rangárvallasýslu og síðan frá stöðum nær Reykjavík. Þá kvað lögreglan einnig hafa borið á því, að menn, sem áttu hvolpa og vildu gefa þá, hefðu samband við lögregluna í mið- borgarstöð og óskað efti'r að komast i samband við aðila, sem vildu hvolp. Jónas Jónas- son sagöi að i slíkum tilfellum hafi lögreglan liðsinnt fólki, ef ljóst var að viðkomandi byggi utan svæðis, sem hundabann gildir. Þótt við getúm ekki stuðlað að því að fólk haldi hunda — sagði Jónas, höfum við ekkert á móti hundahaldi, þar sem það er leyft. Þannig varð miðborgarstöð lögreglunnar i Reykjavík i gær eins konar hundamiðlun — og eins og einn lögreglumannanna á stöðinni sagði, virtist svo vera sem talsverð eftirspurn væri eftir hvolpum. Það er ábyggi- lega hægt að gera „stór- business" úr þessu — sagði iögregluþjónninn og hló. En hvað varð svo um Offa — hvolpinn lánsama. Jú hjón á Álafossi í Mosfellssveit tóku hann í fóstur og þar ku hann una hag sinum vel. Ófeigur — og kallaður Offi Bændur leyfðu borun... gegn einum sekúndulítra A SÍÐASTLIÐNU ári fór fram tilraunaborun eftir heitu vatni með bornum Jötni í landi Litla- Lands i Ölfushreppi, en þar hafði sveitarfélagið áður kevpt vatns- réttindin, með hitaveitu fyrir Þorlákshöfn I huga. Þessi borun bar eigi árangur og ráðlögðu sérfræðingar næstu borun annarsstaðar. Þess vegna var á síðastliðnu hausti aflað nýrra vatnsréttinda. Leitað var til eigenda 11 jarða í Ölfushreppi og með undirskrift sinni lýstu allir sig reiðubúna að leyfa borun eftir heitu vatni og virkjun þess gegn 1 sekúndulítra af 100 heitu vatni til eigin þarfa í endurgjald. Þessi afstaða bændanna er eins- dæmi og mjög til fyrirm.vndar og sýnir góðan skilning þeirra á mál- inu, segir i frétt frá hreppsnefnd Ölfushrepps. Gert er ráð fyrir að boruð verði 1200—1400 m djúp hola á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.