Morgunblaðið - 29.04.1976, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 29.04.1976, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRlL 1976 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. APRIL 1976 17 fHwgtmliIiifetfe Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johahnessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, *í*ri 10100 Aðarlstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Islenzk húsgögn Nú stendur yfir sýn- ing á íslenzkum hús- gögnum og innréttingum i Reykjavík. Það eru 32 ís- lenzk fyrirtæki sem kynna vöru sína og vilja framleið- endur meö sýningu þessari leyfa húsgagnakaupmönn- um og almenningi að sjá það nýjasta, sem þeir hafa upp á að bjóða í fram- leiðslu sinni, að því er segir í fréttum. Þannig geta hús- gagnakaupmenn kynnt sér það nýjasta, sem framleitt er á íslandi í þessari iðn og það, sem ekki er síður mik- ilvægt: Almenningur getur séð, svart á hvítu, að ís- lenzkir iðnaðarmenn fylgj- ast vel með og íslenzkur iðnaður er fyllilega sam- keppnisfær við útlendan iðnað, ekki sízt húsgagna- framleiðslu. Að sjálfsögðu eigum við að leggja höfuðáherzlu á það, ekki sízt nú þegar við eigum undir högg að sækja hvað gjaldeyrisforða snert- ir, að kaupa íslenzka fram- leiðslu og auka með því vinnu innanlands á sama tima og við spörum dýr- mætan gjaldeyri. Það er ekki sízt nauðsynlegt nú, þegar íslendingar eiga í hatrammri baráttu við Breta út á við og þurfa við aó etja mikla erfiðleika á efnahagssviðinu inn á við, sem nauðsynlegt er að staldra við, líta í eigin barm og efla það sem ís- lenzkt er. Sumir hafa viljað halda því fram að aðildin að EFTA hafi haft þaó í för með sér, að íslenzkri fram- leiðslu hafi hrakað og hún standi illa að vígi í sam- keppni við innfluttar iðn- aðarvörur. En gleðilegt er, að þeir, sem helzt þekkja til, hafa lýst því með rök- um, hvernig t.a.m. hús- gagnaiðnaðurinn hefur blómgast á íslandi undan- farin ár. í því sambandi er ekki úr vegi að vitna í ræðu iðnaðarmálaráðherra, Gunnars Thoroddsens á ársþingi iðnrekenda ný- lega, en þar sagði hann m.a. um samkeppni við inn- flutning: „Húsgagna- og innréttingasmíði er stærst hinna vernduðu greina, bæði að því er tekur til mannafla og veltu. í þess- ari grein hefur orðið stöð- ug framleiðsluaukning frá árinu 1969 og er talið, að fram til ársins 1975 hafi framleiðslumagnið í þess- ari grein aukizt um nálægt 80%, og jafnvel á síðasta ári var um framleiðslu- aukningu í þessari grein að ræða, þrátt fyrir samdrátt þjóðarframleiðslu og tekna. Starfsmönnum hef- ur einnig fjölgað í þessari grein, en þó mun minna en nemur aukningu fram- leiðslu og því hefur orðið talsverð framleiðniaukn- ing í greininni. Sama er einnig að segja um greinar eins og fatagerð, sælgætis- gerð og veiðarfæraiðnað, þótt framleiðsluaukning í þessum greinum hafi ekki verið eins ör og í húsgagna- smíði, og framleiðsla sæl- gætis hefur lítillega dreg- ist saman síðustu tvö árin, og í fatagerð var fram- leiðsla 1975 sennilega óbreytt frá fyrra ári.“ Á það ber að leggja höf- uðáherzlu að íslenzkur iðn- aóur standist þá sam- keppni, sem hann fær er- lendis frá. íslenzki iðnaður- inn hefur sýnt, að hann er fyllilega fær um það hlut- verk, sem honum er ætlað og raunar er okkur nauð- synlegt að auka starfsem- ina í öllum greinum iónað- ar. Iðnaður veitir fjölda fólks atvinnu, hann sparar gjaldeyri og sióast, en ekki sízt, er góóur iðnaður tákn um menningarlegt hlut- verk þjóða, arfleifð þeirra og þá kröfu, sem við hljót- um að gera á hendur okkar sjálfra — að styðjast sem mest viö eigin framleiðslu. Ashkenazy Asumardaginn fyrsta var birt i Morgunblað- inu l'rétt og forystugrein um mál Davíðs Ashke- nazys, föður Vladimirs, og verður það ekki tíundað hér, en einungis á það bent, að blaðið skoraði á Þjóóviljann aó taka í for- ystugrein af alefli undir óskina um, að Sovétstjórn- in leyfi David Ashkenazy að koma í heimsókn til sonar síns hér á íslandi, tengdadóttur sinnar og barnabarna. Þessi ósk er hér með ít- rekuð, því að hún virðist, a.m.k. enn sem komið er, hafa farið fram hjá mann- réttindariddurum Þjóðvilj- ans. / Lesbók Morgunblaðsins dags. 24. mars 1976 birtust í fyrsta sinn á íslensku skjöl bandaríska utanríkisráðuneytisins frá 1949, þar sem m.a. er fjallað um aði/d íslands að Atlantshafsbandalaginu. Síðan hafa orðið töluverðar umræður um skjölin. Þjóðviljinn hefur lagt sig fram um að nota þau til að ófrægja þá, sem stóðu að viðræðunum við Bandaríkja- menn á þessum tíma. Grein sú, sem hér birtist er sú fyrsta af þremur er Björn Bjarnason hefur ritað um bandarísku „leyniskýrslurnar" í samanburði við opinber íslensk gögn frá þessum tíma og með hliðsjón af skrifum Þjóðviljans síðustu vikur. Önnur greinin birtist hér í b/aðinu á morgun, föstudag 30. apríl, og sú þriðja laugardaginn 1. maí. Undanfarið hefur athygli manna enn einu sinni beinst að því, sem gerðist á árinu 1949, þegar ísland gerðist stofnaðili Atlantshafs- bandalagsins. Ahugann á þessu máli nú er að rekja til þess, að á síðasta ári gaf utanríkis- ráðuneyti Bandaríkjanna út nýtt bindi í ritröð sinni: Foreign Relations of the United States IV bindi 1949. 1 þessu bindi er fjallað um samskipti Bandaríkjanna við Vestur-Evrópu á árinu 1949, og þar með einkum þátttöku Bandarikjanna í Norður-Atlantshafsbanda- langinu, sem stofnað var 4. apríl 1949. Þann 24. mars s.l. birti Lesbók Morgunblaðs- ins í fyrsta sinn á íslensku hluta af þeim köflum þessarar bókar, sem snerta ísland. Þjóðviljinn birti 2. og 3. apríl skýrslu úr bók- inni um samskipti Bandaríkjanna og islands, og birtist hún að hluta í Lesbókinni 4. apríl. Loks birti Þjóðviljinn 15. apríl þann hluta frásagnarinnar af viðræðunum í Washington, sem Lesbókin hafði ekki birt. Frá því að fyrstu kaflarnir úr bókinni birt- ust í Lesbókinni, hefur Þjóðviljinn reynt að gera þessi gömlu skjöl sem tortryggilegust, og lagt í þau þá merkingu, sem blaðið telur best henta söguskoðun sinni nú á tímum. Til dæmis um skrif Þjóðviljans um þessi bandarísku skjöl má nefna eftirfarandi kafla í forystu- grein blaðsins 10. apríl: „1 ritskoðunarlöndum tíðkast það að stjórnarvöld komast hjá því að óþægilegar staðreyndir komist í hámæli. Það hugarfar sem þar ríkir ríkir einnig á ritstjórnarskrif- stofum fhaldsblaðanna hér á landi. En sem betur fer tekst þeim ekki að loka sig inni: Krafa fólksins um afdráttarlaus svör brýtur um síðir niður þagnarmúrinn.“ í þessari stuttu klausu úr Þjóðviljanum er raunar ekki heil brú, þegar grannt er skoðað. I ritskoðunarlöndum hefðu skýrslur sem þessar aldrei verið birtar. Ef Morgunblaðið hefði viljað þegja um þessi merkilegú gögn, hefði það ekki orðið fyrst íslenskra blaðatil að birta úr þeim kafla. Telji Þjóðviljinn einhverjum spurningum ósvarað eftir lestur bandarísku gagnanna, á blaðið auðvitað að snúa sér til bandarískra stjórnvalda með spurningar sínar. Skýrslurnar eru ritsmíðar bandarískra emb- ættismanna og hafa að geyma viðhorf þeirra og það, sem þeir töldu á árinu 1949 nauðsyn- legt að leggja áherslu á við mótun utanríkis- stefnu Bandaríkjanna gagnvart íslandi. Þjóðviljinn og áhangendur hans eru greini- lega mjög vonsviknir yfir því, að Morgunblaðið skuli hafa orðið fyrst til að vekja athygli á þessum gögnum hér á landi. í blaðagrein segir Svava Jakobsdóttir: „Morgunblaðið birti hluta af skýrslum þessum í Lesbók sinni og skipar þeim þar með á bekk með venjulegum fróð- leiks- og afþreyingargreinum...“ Af þessum orðum og öðrum skrifum Þjóðviljamanna um bandarisku gögnin, má sjá, að þeir hafa vafa- litiú orðið fyrir ámæli eigin stuðningsmanna fyrir að standa svo illa á verðinum i „sjálf- stæðisbaráttunni“, að láta þessi gögn, sem rit- stjóri Þjóðviljans kallar „einhver merkustu plögg um islenska utanríkisstefnu og sam- skipti Bandaríkjamanna og is'lenskra stjórn- valda, sem nokkru sinni hafa birst, hvorki meira né rninna" og Svava Jakobsdóttir lýsir á þennan veg „þessar skýrslur og upplýs- ingarnar, sem þar koma fram, má hiklaust telja til helstu stórfrétta í íslenskri stjórnmála- sögu frá stofnun lýðveldisins", fram hjá sér fara, þegar þau voru gefin út i Bandaríkjunum á síðasta ári. Auðvitað var sá kostur fyrir hendi hjá rit- stjórum Morgunblaðsins, þegar þeir tóku ákvörðun um að birta kafla úr riti bandaríska utanrikisráðuneytisins, að láta fylgja köflun- um skýringar og útlistanir. Skjölin voru hins vegar birt athugasemdalaust, og þar með gat hver, sem las þau, dregið eigin ályktanir af Þær eru margar leyriiskýrslurnar í veröld- inni að mati Þjóðviljans ef öll erlend rit, sem ekki finnast á Landsbókasafninu, á að setja í þann flokk. En fyrir þá, sem vilja eignast þá bók, sem hér um ræðir, skal þess getið, að samkvæmt því, sem i henni sjálfri segir, þá kostar hún 11,15 dollara, og er seld í bóksölu Bandaríkjastjórnar i utanríkisráðuneytinu í Washington. XXX í formála bókarinnar er því lýst hvaða starfsaðferðum er beitt við að safna efni í ritröð bandarfska utanríkisráðuneytisins, For- eign Relations of the United States, utanríkis- samskipti Bandarikjanna, sem hefur að geyma opinbera greinargerð um utanríkisstefnu Bandaríkjanna. í ritröðinni er að finna öll þau skjöl, sem heimil eru til birtingar af öryggis- ástæðum, og nauðsynleg eru til að gefa yfirlit yfir meiriháttar ákvarðanir utanríkisráðu- neytisins um utanríkismál. Auk þess hafa ritin að geyma skjöl, er varða þær staðreyndir, sem stuðluðu að stefnumótuninni. Sé talin ástæða til þess að afla frekari gagna frá öðrum stjórnarstofnunum til þess að öðlast fullan skilning á þeim málefnum, sem um er rætt, er leitað eftir þeim. Sagnfræðiskrifstofa bandaríska utanríkis- ráðuneytisins annast ritstjórn ritraðarinnar. Um val á efni skal fylgt sagnfræðilegri óhlut- drægni. Engum textum má breyta, engu má sleppa nema það kom skýrt fram hvar stytting er gerð. og hvergi má láta þær staðreyndir falla niður, sem skipta miklu við töku ákvarðana. Engu má sleppa í þeim tilgangi að því, að íslendingar muni hafa fyrirvara á aðild sinni að Atlantshafsbandalaginu. í fjórða lagi eru birtar skýrslur bandarískra embættismanna, annars vegar um öryggishags- muni Bandaríkjanna, og hins vegar um sam- skipti þeirra almennt við ísland. Fyrri skýrsl- an er skrifuð 29. júlí 1949, eða tæpum fjórum mánuðum eftir að Íslendingar voru orðnir aðilar að Atlantshafsbandalaginu, og sú síðari 23. ágúst 1949, eða tæpum 5 mánuðum eftir að aðildin var samþykkt á Alþingi, þannig að hvorug skýrslanna gat legið til grundvallar ákvörðuninni um að bjóða Íslendingum aðild að bandalaginu, heldur sýna þær afstöðu við- komandi embættismanna Bandaríkjastjórnar eftir að Atlantshafsbandalagið var stofnað. Þessar dagsetningar er nauðsynlegt að hafa í huga. XXX Fyrsta skeytið frá bandaríska sendiherr- anum í Reykjavík Richard Butrick, til banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sem birt er í skýrslum utanríkisráðuneytisins 1949 er dag- sett 12. jan. 1949. Í þessu sambandi er rétt að rifja það upp, að í nóvember 1948 birtust um það fréttir, t.d. bæði í London Times og Daily Express, að stjórnir Bandaríkjanna, Breta og Kanada, og e.t.v. fleiri, mundu snúa sér til íslensku stjórnarinnar um þátttöku islands i varnarbandalagi rikjanna við Norður- Atlantshaf. I ræðu, sem Bjarni Benediktsson, þáv. utan- ríkisráðherra, flutti við vantraustsumræður á ríkisstjórn Stefáns Jóh. Stefánssonar 28. mars 1949 rakti hann aðdraganda þess, að islandi Aðdragandinn þeim. Slik skjöl verða ekki skýrð svo viðhlít- andi sé, nema í löngu máli og með samanburði við fjölmörg önnur gögn, og er hæpið að fræði- legar útlistanir af því tagi eigi heima í dag- blöðum. Með því að láta skjölin sjálf tala, var athyglinni á engan hátt beint frá þeim sjálfum. Skrif Þjóðviljans um þetta mál hafa hins vegar einkennst af þvi, að slíta efni skýrslanna úr samhengi og leggja út af þeim samkvæmt hefðbundinni söguskoðun sinni. Eftir á gefur það skýrslunum á sinn hátt aukið gildi, að skoða hver viðbrögð Þjóðviljans við birtingu þeirra hafa verið. Hér verður ekki ráðist í það að rekja efni allra þessara gagna lið fyrir lið, heldur verður einkum fjallað um þau með hliðsjón af þeim atriðum, sem helst hafa komið við kaun sagna- meistara Þjóðviljans, og þeir hafa lagt megin áherslu á, frá því að Lesbók Morgunblaðsins birti bandarísku gögnin. Dregin verða fram opinber íslensk gögn um aðildina að Atlants- hafsbandalaginu og atburðina 1949. XXX Nafngift Lesbókarinnar á greinaflokki sínum, „Ur bandarískum leyniskýrslum", gefur ranga hugmynd um það efni, sem hér er á ferðinni. Ritstjóri Þjóðviljans er meira að segja sannfærður um, að þetta séu ekki leyni- skýrslur, hann segir í blaði sinu 11. april: „Eins og af rælni, hringdum við á Landsbóka- safnið —og viti menn: Þar var bókin til með skýrslum um samskipti íslands og Bandaríkj- anna á árinu 1949. Þar með er varla hægt að tala um leyniskýrslur." Um aðildina að Atlantshafs- bandalaginu og leyniskýrslumar" Fyrsta grein eftir Björn Bjarnason fela það, sem einhverjir kynnu að telja mistök við stefnumótunina. Hins vegar er heimilt að sleppa gögnum í eftirfarandi tilvikum: í þvi skyni að koma í veg fyrir birtingu á efni, sem kynni að spilla fyrir yfirstandandi samninga- viðræðum við önnur riki eða öðrum við- skiptum; til þess að draga efni skýrslunnar saman og koma í veg fyrir endurtekningu óþarfa smáatriða; til þess að tryggja traust einstaklinga og erlendra ríkisstjórna á utan- ríkisráðuneytinu; til þess að koma i veg fyrir að aðrar þjóðir eða einstaklingar séu móðgaðir að þarflausu; til þess að þurrka út persónu- legar skoðanir, sem fram koma i sendiskýrsl- um, og ekki er tekið tillit til af ráðuneytinu. í þessu sambandi skal taka tillit til þess, að varðandi meiriháttar ákvarðanir er æskilegt, þar sem það er unnt, að draga fram þá kosti sem kynntir voru ráðuneytinu áður en ákvörðun var tekin. Til þess að fá heimild til að birta það efni, sem sagnfræðiskrifstofan telur eiga heima í ritröðinni, á hún að snúa sér til viðkomandi deilda innan utanríkisráðuneytisins og annarra rikisstofnana með þau gögn, sem talið er að þurfi heimild til birtingar á. Sé um gögn erlendis frá að ræða, þarf að leita heimildar hjá erlendum rikisstjórnum, til þess að birta sem hluta af ritröðinni skjöl, sem ekki hafa áður verið birt og eiga rætur að rekja til erlendra ríkisstjórna. Þetta eru þær meginreglur, sem fram eru dregnar í formála ritsins og þær giltu um val á því efni, sem snertir ísland, og í því birtist. Við þetta er einnig að bæta, að skjöl mega ekki birtast fyrr en eftir ákveðinn tíma, og gilda um það mismunandi reglur eftir því hvers eðlis þessi skjöl eru. Það rit, sem hér um ræðir, fjallar um árið 1949, og var útgefið 1975, eða 26 árum eftir að atburðirnir gerðust, sem lýst er. XXX Sé litið yfir efni þeirra skjala, sem Banda- rikjamenn birta um samskipti sín við Island á árinu 1949, má flokka þau niður í fjóra þætti. í fyrsta lagi eru birtar frásagnir af við- ræðum bandaríska sendiherrans í Reykjavík við utanríkisráðherra íslands, um það hvernig íslensk stjórnvöld bregðast við, þegar þeim er ljóst, að islandi verður formlega boðið að gerast stofnaðili Atlantshafsbandalagsins. Og skeyti frá Washington um aðildina. í öðru lagi eru birtar frásagnir af viðræðum íslensku sendinefndarinnar í Washington, þar sem hún leitar eftir skýringum Bandarikja- stjórnar á því hvað í raun felist í ýmsum ákvæðum fyrirhugaðs Atlantshafssáttmála. I þriðja lagi er birt símskeyti frá utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna til sendiráðs þeirra á Íslandi, um viðbrögð Bandaríkjastjórnar við var boðin aðild að bandalaginu og sagði: „Eftir að umræður höfðu hafist um, að is- land kynni að eiga kost á því að ganga i Atlantshafsbandalagið, bar það tvisvar á góma i viðræðum milli mín og sendiherra Bandaríkj- anna hér, en þá lá enn ekkert efnislega fyrir tim málið, svo að ekkert var um það að segja. Það var ekki fyrr en 5. janúar s.l., sem sendiherra Bandaríkjanna ræddi málið efnis- lega við mig. Þann sama dag sagði ég fyrir um minnisseðil um það, sem fram fór. Þar segir: „Miðvikudaginn 5. janúar 1949, kom sendi- herra Bandaríkjanna, Mr Butriek. á skrifstofu niína, samkvæmt beiðni sinni. Erindi hans var að afhenda mér minnisblað með frásögn um Norður-Atlantshafs- bandalagið. Er ég hafði lesið frásögnina, sagði ég, að afstaða Islendinga til máls þessa mundi vera komin undir nánari vitneskju varðandi nokkur atriði, og dytti mér þá fyrst i hug, án þess að vilja segja nokkuð um málið á þessu stigi, hvort ætlunin væri, að Islendingar hervæddust sjálfir og skuldbyndu sig til þess, og einnig hvort hér ætti að dvelja her á friðartímum.““ XXX Hér er rétt að staldra við tvö atriði. Það fyrra er, að Bjarni Benediktsson nefnir, að frá því í nóvember 1948, þegar minnst var á það i erlendum blöðum, að Islandi kynni að verða boðin þátttaka i nýja varnarbandalaginu, hafi bandariski sendiherran tvisvar sinnum minnst á málið við sig. I því bindi bandaríska utanríkisráðuneytis- ins i þeirri ritröð, sem hér um ræðir, er nær yfir árið 1948, er birt skeyti bandaríska sendi- herrans í Reykjavík frá 11. desember 1948. Af því skeyti má ráða, að sendiherrann hafi hitt islenska ráðherrann að máli 7. des. 1948, en síðan hafi ráðherrann kallað sendiherrann á sinn fund 11. desember. Frásögn af þeim fundi er birt. Þar segir sendiherrann, að islenska ríkisstjórnin hafi rætt hugsanlega þátttöku islands. Viðhorf stjórnarinnar sé það, að ef til þess komi, að tslandi verði formlega boðin þátttaka eða skýrt verði frá áformum um það opinberlega, óski stjórnin eftir því, að samráð verði haft við hana áður. Auk þess telji stjórn- in mjög æskilegt, að bæði Noregur og Dan- mörk verði þátttakendur í bandalaginu, ef búist sé við aðild Islands. I skeyti sendiherrans frá 11. desember 1948 kemur einnig fram, að Bjarni Benediktsson hafi lýst því yfir, að ekki komi til álita, að Bandaríkjamenn fái aðstöðu fyrir herafla á íslandi, ef svo kynni að fara, að Island gerðist aðili að bandalaginu. Hitt atriðið, sem athygli er vakin á, er, að hvergi er i bandarísku gögnunum frá 1949 birt frásögn af viðræðum islenska utanríkisráð- herrans og sendiherranS 5. janúar 1949. Stafar Ráðunevti Stefáns Joh. Stefánssonar 1947—49. Frá vinstri: Jóhann Þ. Jósefsson, fjármála- og atvinnuniálaráðherra. Bjarni Benediktsson. utanríkis- og dómsmálaráðherra, Stefán Joh. Stefánsson. forsætis- og félagsmálaráðherra, Emil Jónsson, samgöngu- og viðskiptamálaráðherra, Eysteinn Jónsson. menntamála- og kirkjuniála- ráðherra, Bjarni Ásgeirsson, landbúnaðarráðherra. það vafalítið af þvi, að sendiherrann lýsti því í skeyti sínu 11. desember 1948, að ekki kæmi til greina að Islendingar leyfðu Bandaríkjamönn- um að hafa herstöð í landi sínu. Nauðsynlegt er að vekja athygli á þessum atriðum hér í upphafi, m.a. til að gera lesend- um betur ljóst, hve slík skjöl frá einu ári gefa ófullkomna mynd. Heildarmyndin fæst ekki. fyrr en sagan er skoðuð í heild. I þvi sambandi er gott að vita til þess, að Þór Whitehead. sagnfræðingur, vinnur nú að ritun doktorsrit- gerðar, sem fjallar um ísland í síðari heims- styrjöldinni og þá atburði, sem mestu hafa ráðið um mótun ísienskrar utanríkisstefnu. XXX Verður þá þræðinum haldið áfram og enn stuðst við ræðu Bjarna Benediktssonar í van- traustsumræðunum 28. mars 1949. Hann lýsir atburðarásinni þannig: „Eftir að málið hafði verið íhugað innan ríkisstjórnarinnar, þá tilkynnti ég hinn 12. janúar 1949 sendiherra Bandaríkjanna form- lega fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, að stjórnin mundi ekki geta ákveðið afstöðu sína til þátt- töku íslands í samningsgerð Norður- Atlantshafssáttmála fyrr en ákveðnari upplýs- ingar væru fyrir hendi um það aukna öryggi, sem fyrir Island væri fólgið í slíkum samningi, svo og þær skyldur, sem þessu væri samfara, og þess vegna væri nauðsynlegt að þessi atriði — ásamt hinni sérstöku aðstöðu íslands — væru skýrð með frekari viðræðum. Um leið og ég las þessa orðsendingu fyrir sendiherranum, átti ég samtal við hann, og tók ég þá meðal annars fram: „að sú skoðun væri ákaflega rík, bæði hjá fyigjendum rikis- stjórnarinnar og stjórninni sjálfri, að það væri of dýru verði keypt að láta hermenn dvelja hér á friðartimum fyrir það öryggi, sem við slikt fengist.““ Fyrsta skeytið i skýrslum Bandarikjanna 1949 er einmitt um fundinn 12. janúar 1949, og efnislega er skeytið samhljóða lýsingu Bjarna Benediktssonar. I frásögn sinni leggur sendi- herrann áherslu á óskina um frekari viðræður, og segir: „Hann (utanríkisráðherrann) taldi, að það kynni að vera heppilegt að fá banda- rískan og breskan viðmælanda, með tilliti til landa, sem fram til þessa hafa tekið þátt í undirbúningsviðræðum um sáttmálann. til að koma til íslands til að ræða málið við stjórn- málaforingja eða valinn hópur Islendinga færi til Washington eins hljóðlega og kostur væri, i sama tilgangi." (Hér vil ég gera þá athuga- semd, að þýðing mín á skýrslunum kann að vera önnur en í Lesbók Morgunblaðsins eða Þjóðviljanum, siðar verður sýnt fram á, hve erfitt er að þýða skjölin.) Þjóðviljinn hefur vakið sérstaka athygli á óskinni um, að þessar frumviðræður um aðild að bandalaginu færu fram „hljóðlega". Ekkert er grunsamlegt við slíka málsmeðferð, þegar haft er í huga, að íslenska rikisstjórnin hafði alls ekki á þessum tíma tekið afstöðu til aðildar og vildi því ekki efna til umræðna á þessu stigi, sem gætu gefið það til kynna að ákvörðun hefði verið tekin. Viðræður við breska og bandariska embættismenn. sem mikið væri látið af út á við, hefðu vafalitið verið túlkaðar á þann veg, að Islendingar hefðu tekið ákvörðun um aðild að bandalag- inu. I skeyti bandaríska sendiherrans til utan- rikisráðherra síns 8. febrúar 1949 kemur óviss- an um afstöðu tslendinga fram, þegar sendi- herrann lýsir áhyggjum sínum yfir fundi, sem hann átti við utanríkisráðherra Islands þann sama dag, en þar hafi ráðherrann sagt: „Að Island óskaði eftir því að fá að vita fyrirfram um sérhvert boð um aðild að Norður- Atlantshafssáttmálanum, svo að það gæti tíma- sett formlega afstöðu sina. Hann sagði einnig. að hann væri ekki viss um, að Island óskaði eftir aðild. Eg lét i ljós mikla undrun og kvað þetta virtust snögg umskipti frá því. sem mér hefði áður verið talin trú um, og minnti sér- staklega á opinberar yfirlýsing.ar forsætisráð- herrans (Stefáns Jóhanns Stefánssonar). og Ólafs Thors. Hann sagði að engu að síður hefðu aðstæður á Islandi breyst verulega og að hlutleysisstefnunni hefði aukist mjög fvlgi og stjórnin sé nú ekki viss um slöðu sina. Eg hef ekki ráðfært mig við forsætisráðherra." Siðan rekur sendiherrann hvernig kommún- istar hafi æst menn til andstöðu á þeini grund- velli að dvöl erlends herliðs á Islandi mundi eyðileggja islenska menningu. Og i lok skevtis- ins badir hann við: „Þótt taka verði mjög mikið tillit til orða utanríkisráðherrans, er aðeins hugsanlegt, að hann sé að reyna að bæta samningsaðstöðu Islands." XXX Undrun sendiherrans stafar e.t.v. ekki sist af því. að þann 27. janúar 1949 barst honum skeyti frá Dean Acheson. sem |)á var nýorðinn utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Acheson tók við af Marshall. hershöfðingja, 21. janúar 1949, eftir að annað kjörtímabil Trumans, for- seta. hófst. 1 þessu skeyti visar Acheson til frásagnar sendiherrans frá 25. janúar. þar sem því er lýst að vandi íslensku ríkisstjórnarinnar felist i því að tryggja örvggi landsins án her- setu. Segir Acheson: „We most emphatically do not wish to station forces in lceland and would be prepared to send them there only in acute emergency.” (Við leggjum á það höfuðáherslu að við óskum ekki eftir þvi að hafa herlið á islandi, og munum aðeins vera reiðubúnir að senda það þangað í brýnustu neyð). Og Acheson bætir við: „Norður-Atlantshafssáttmálinn er saininn með það fvrir augum að tr.vggja samræmdar varnaráætlanir. Sérstök vandamál allra aðila verða tekin til athugunar. Varðandi Island er ráðgert, að eftir að sáttmálinn hefnr tekið gildi, verði samdar áætlánir til þess að tryggja öryggi Islands, ef hættuás*an'1 «k:m:ist, þ.á m. um það t.d. hvaða mannvirki þvrfli að reisa þar fyrirfram, hvaða landhersveitir, flota- sveitir eða flugsveitir mundu verða nauðsyn legar til varnar landinu i neyð, hver myndi láta slíkan liðsafla í té. o.s.frv. Vinsamlegast skýrið þetta f.vrir íslensku rikisst jórninni." Gera verður ráð fvrir þvi. að bandariski sendiherrann hafi hlý't þessiim fyritmæluin utanríkisráðherra síns og greint islenskti rikis- stjórninni frá þesstim viðhorfum hans Gefur sendiherrann það og til kynna í skeyti sínu frá 8. febrúar. Fróðlegt er að sjá hvernig Þjóðviljiiin leggur út af þessu skeyti Achesons. 1 blaðinu 30 mars s.l. er rætt um simskeytið frá 27. jainiar 1949 og sagt; „Þar segir ennfremur (þ.e. í skeytimii að eftir að NATO-samningurinn er genginn i gildi verði athugað hvaða aðstöðu þurfi að skapa á Islandi og hvaða her. flota og flugvélar þyrfti að hafa til taks til varnar." Siðan segir Þjóðviljinn. að vegna ótta Bjarna Franihald á hls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.