Morgunblaðið - 29.04.1976, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1976
19
75 ára:
Svan-
hild Guð-
mundsson
í dag, 29. apríl, er unglingurinn
Svanhild Guðmundsson 75 ára. I
tilefni dagsins vil ég senda henni
mínar bestu þakkir fyrir
skemmtileg kynni í rúman ára-
tug.
Svanhild kom fyrst til Íslands
1930 og var þá kokkur hjá dr.
Classen lækni, er bjó í Aðalstræti
12. Eftir stutta viðdvöl fer hún
aftur út til heimabyggðar sinnar,
Arna við Bergen, í Noregi. Dvölin
heima varð ekki löng, því aftur
kom hún til íslands 1932 og vann
þá við matseld hjá sænska kon-
súlnum.
Matargerð hefur verið henni líf
og yndi og margur svangur skóla-
sveinninn hefur notið hennar
góðgerða.
Fimm árum eftir að Svanhild
kom hingað fyrst til landsins,
kynntist hún eiginmanni sínum,
Bjarna Guðmundssyni frá Hest-
eyri. 7. mars 1936 giftu þau sig og
héldu þau Bjarni og Svanhild upp
á 40 ára hjúskaparafmæli sitt 7.
mars s.l. Bjarni var lengi sjómað-
ur og siðar verkstjóri hjá Togara-
afgreiðslunni i tæp 30 ár. Hann
hefur alla tíð verið hinn mesti
dugnaðarforkur og góður verk-
stjóri. Bjarni var 75 ára 26. júlí
1975.
Þeim Bjarna og Svanhild hefur
ekki orðið barna auðið, en Svan-
hild hafði í mörg ár kos'tgangara,
oft námsmenn sem hún lítur oft á
sem fóstursyni. Alltaf er gaman
að koma i heimsókn til Svahild og
rifja upp gamlar ánægjustundir.
Misjafnlega man hún eftir kost-
göngurum sínum. Oft talar hún
þó um þá Hauk lögregluþjón,
Magnús í Skeifunni, Gumma
Dóra, Jón klaka, Jón súa og
Stranda Jón. Þeir þrír síðustu
voru allir Sigurðssynir og þurftu
því aðgreiningar við. Sá síðasti í
röðinni er Svanhild hve hugfólgn-
astur. Hann var henni sem sonur,
glettinn og gamansamur, dó fyrir
aldur fram rúmlega tvítugur.
Eftir hina löngu dvöl á Islandi
hefur Svanhild safnað að sér vin-
um. Þó hefur hún ekki slitið
tengslin við föðurland sitt. Oft
hafa þau hjónin farið til Noregs
og átt þar ánægjustundir^ Elska
hennar á íslandi er þó falslaus.
Um leið og ég þakka Svanhild
fyrir liðnar ánægjustundir og
ekki sist fyrir hina léttu lund vil
ég senda henni kveðjur með
hennar eigin máltækjum.
Þakka þér fyrir allt du ert svo
trúfast elskan mín.
Gamall kostgangari
Sigvaldi Ingimundarson
Þeir eru ófáir landshornastrák-
arnir sem dvalist hafa við nám í
Reykjavík sem frú Svanhild hef-
ur tekið til sín og fætt og kætt
með mat og hlátri, og færi ég
þessum lifsglaða unglingi
hamingju óskir á afmælisdaginn.
Hjertelig takk for god modtag-
else og den gode mad Svanhild
mín.
Kostgangari
Jófríður Asmundsdóttir
Gunnlaugsstöðum 95 ára
Jófríður Asmundsdóttir á
Gunnlaugsstöðum í Stafholts-
tungum er 95 ára i dag. Löng ævi
er að baki og mikið starf en þeir
endast ekki alltaf verst, sem
mikið hafa á sig lagt.
Jófríður er Þverhlíðingur,
hædd á Höfða hinn 29. apríl 1881,
dóttir hjónanna Ásmundar
Einarssonar og Þorbjargar
SVeinsdóttur, sem þar bjuggu.
Hún hefur ekki gert víðreist um
ævina, flutti sig rétt yfir hreppa-
mörkin, þegar hún hóf búskap
með eiginmanni sínum, Jóni Þór-
ólfi Jónssyni frá Gunnlaugs-
stöðum, árið 1902, og á Gunn-
laugsstöðum hefur hún átt
heimili síðan. Þau Jón og Jófriður
létu af búskap árið 1942 og seldu
búið i hendur Guðmundi syni
sínum, en lengi síðan annaðist
Jófríður heimilisstörfin ásamt
dætrum sínum. Nú er hún þar hjá
Guðmundi og Kristrúnu konu
hans og hefur staðið sig rheð
ágætum i bardaganum við Elli
kerlingu, heidur góðri sjón og
heyrn og óskertri hugsun. Jón
lést árið 1959.
Þau Jón og Jófríður eignuðust
sextán börn, barnabörnin eru 56
og hamingjan má vita hvað næstu
kynslóðir þar á eftir eru fjöl-
mennar. Þessi geysistóri fjöl-
skylduhópur er mjög samheldinn
og hefur um mörg ár haldið ættar-
samkomur. Á siðastliðnu sumri
komu þau saman i samkomuhúsi
Þverárhliðar, og þá var Jófriður
með í hópnum. Öll eru systkinin
sextán á lifi og má það teljast
óvenjulegt þegar þess er gætt, að
hið yngsta er komið nærri
fimmtugu. Enn sem löngum fyrr
er Jófríður umkringd börnum, i
þetta sinn barnabörnum, sem eru
að alast upp á Gunnlaugsstöðum.
Kona, sem einu sinni hafði
verið vinnukona á Gunnlaugs-
stöðum, var spurð að því siðar,
hvort ekki hefði verið erfitt að
vera á svo barnmörgu heimili. Nei
sagði hún, þar var alltaf hver
hlutur á sinum stað. Og vist er um
það, að dugnaður, snyrtimennska
og nýtni Jófriðar átti sinn stóra
þátt í því að það tókst að fram-
fleyta þessari stóru fjölskyldu á
kostalítilli jörð án nokkurra opin-
berra styrkja. Verður það að
teljast þrekvirki. Tvö barnanna
voru að mestu alin upp annars
staðar, hin að öllu leyti heima.
Það var jafnan nóg um leik-
félaga þegar komið var að Gunn-
laugsstöðum, og þar mátti líka
leika sér. Um langt árabil var
farið milli Gunnlaugsstaða og
Steina um hver jól og vakað við
glens og leiki sína nóttina á
hvorum bæ. Það var merkur
áfangi í lifi hinna yngstu á báðum
bæjum, þegar þau voru orðin
nógu stór til þess að fara með, því
bæjarleiðin var drjúglöng. Þótt
Jófríður væri í ýmsu af gamla
skólanum og ekki ginnkeypt fyrir
hverri nýjung, þá þoldi hún vel
æskuna og glensið, sem henni
fylgdi og hvatti fremur en latti,
og raunar þau hjón bæði.
Gunnlaugsstaðír hafa breyst.
Mýrar hafa orðið að túni og
búskaparlag tekið sömu stökk-
breytingum og annars staðar. En
gamli steinbærinn stendur enn.
og þangað sendum við Jófríði á
Gunnlaugsstöðum okkar bestu af-
madiskveðjur og þökkum henni
fyrir öll kynni, gömul og ný. Þrátt
fyrir sinn háa aldur mun hún
taka á móti gestum einu sinni
enn, hinn fyrsta mai næst-
komandi. Megi sá dagur og allir
þeir er á eftir koma, veita henni
ánægju.
Gömlu Steinasystkinin.
Hjólbarðasólunin
H/F
Dugguvogi 2,
símar: 84111 og 84248
BIFREIÐAEIGENDUR
Við viljum vekja athygli á því, að við höfum umboðsmenn víða um land, sem
eru reiðubúnir að veita alla þá þjónustu, sem þið óskið. Það er nýjung að
Bandag getur nú boðið ykkur sólaða fólksbílahjólbarða,
í stærðum 12-16 tommu. Þið sparið ykkur stórar fjárhæðir
með því að aka á Bandag. Ef þessar fáu línur vekja áhuga
ykkar, hafið þá samband við næsta um
umboðsmann Bandag.
Umboðsmenn:
Keflavik:
Selfoss:
Vestmannaeyjar:
Hornafjörður:
Neskaupstaður:
Seyðisfjörður:
Húsavik:
Akureyri:
ísafjörður:
Akranes:
Útsölustaður i Reykjavik:
Útsölustaður i Garðabæ:
Gúmmfviðgerðin hf. Stmi 1713.
Gúmmívinnustofa Selfoss. Sími 1626.
Hjólbarðastofa Guðna. Sími 1414.
Vélsmiðja Hornafjarðar. Sími 8340.
Bifreiðaþjónustan. Sími 7447.
Jón Gunnþórsson, Firði. Sími 2305.
Vöruafgr. Aðalgeirs Sigurgeirssonar. Sími 41510.
Hjólbarðaþjónustan, Glerárgötu 34. Sfmi 22840.
Bflaleiga Akureyrarsf Tryggvabraut 14. Sími 23515
Hjólbarðaviðgerðin. Sími 3501.
Gúmmíþjónusta Sigvalda, Dalbraut 1 3. Slmi 1 777.
Hjólbarðastöðin, Grensásvegi 18. Sími 33804
Nýbarði. Sími 50606.