Morgunblaðið - 29.04.1976, Page 22

Morgunblaðið - 29.04.1976, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1976 | raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar tilkynningar ÆTTARMINNINGAR- SJÓÐUR HALLDÓRU ÓLAFS Úr sjóðnum verður veittur styrkur, stúlku til verslunarnáms og ættingja til fram- færslu eða náms. Umsóknir sendist Guðmundi Ólafs, Tjarnarg. 37, fyrir 10. maí n.k. Orðsending frá berklavarnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur Til að stytta biðtíma þjónustuþega berkla- varnadeildar og jafna starf deildarinnar, hefur verið ákveðið að koma á tíma- pöntunum. Eru þeir, sem þangað þurfa að leita, því vinsamlega beðnir að panta tíma áður. Tímapöntun I síma: 22400 — kl. 8.20—16.15. Sumaráætlun Akraborgar frá 1. maí Frá og með 1 . maí verða ferðir Akraborg- ar sem hér segir: Frá Akranesi kl. 8.30, 1 1 .30, 14.30 og 17.30. Frá Reykjavík kl. 1 0, 1 3, 1 6 og 1 9. Afgreiðsla í Reykjavík, sími 1 6420. Afgreiðsla á Akranesi, sími 2275. Framkvæmdarstjóri sími 93-1 996. Talstöðvarsamband við skipið og af- greiðslur á Akranesi og í Reykjavík FR bylgja rás 2. Útför INGIBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR. frí Vik i Mýrdal. sem lést 21 apríl, fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 30. apríl kl. 1:30 Einar SigurSsson, Edda Fortier. Sigrún Sigurðardóttir. t Útför móður okkar og tengdamóður. GUONÝJAR JÓNASDÓTTUR, Naustakoti, Vatnsleysuströnd. fer fram frá Kálfatjarnarkirkju, laugardaginn 1 maí kl 1 30 Elin Björg Gisladóttir. Eirikur Jónas Gíslason, Þorgerður Þorleifsdóttir. Guðríður Gísladóttir, Haukur Einarsson. Hrefna Gísladóttir. Ingimundur Ingimundarson, Lóa Gisladóttir. Geir Valdimarsson t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BRYNJÓLFUR BRYNJÓLFSSON, skósmiður andaðist i Landakotsspitala, þriðjudaginn 27 april Guðriður Sigurðardóttir, Hrefna Brynjólfsdóttir, Gisli Ólafsson. bamaböm, tengdabörn og barnabarnabörn. + Bróðir okkar, KRISTINN PÁLL FRIÐRIKSSON, er andaðist 22 apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudag- inn 30 apríl kl 10 30 Bjami Friðriksson, Jón H. Friðriksson, Þorgrímur Friðriksson. + Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, INGRID SVEINSSON, Kirkjumýrarbletti 10, við Sigtún. Ásmundur Sveinsson, Ásdis Ásmundsdóttir, Helgi E. Helgason, Heiga Jenssen og barnabörn. Þökkum mnilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og bróður JÚLÍUSAR BOGASONAR, Fjólugötu 14, Akureyri Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki. Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri og samstarfsmönnum hans á Bifreiðastöðinni Stefni Hrafnhildur Vilborg Sokka, Haraldur Júlíusson, Svandís Júliusdóttir, Jónína G. Júlíusdóttir, Stefán Jóh. Júlíusson. Finnsdóttir Oyvind Sokka, Halldóra Eiriksdóttir, Ragnar Sigurður Ólafsson, Finnbogi Júliusson, barnabörn og systkini hins látna. Steingrímur Matthías Sigfússon — Minning F. 12. júní 1919 D. 20. apríl 1976 Vinur minn Steingrímur M. Sig- fússon, organisti, andaðist I Reykjavik þann 20. þ.m. eftir mjög erfiða sjúkdómslegu. Hvíld- in hefir því orðið honum líkn í þraut. Steingrímur var fæddur að Stóru-Hvalsá í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu 12. júní 1919. Foreldrar hans voru Kristín Guðmundsdóttir og Sigfús Sigfús- son er þar bjuggu. Steingrímur var á miðjum aldri sinna systkina en þau voru mörg. I samfylgd foreldra sinna var hann til 3 ára aldurs, en þá fór hann í fóstur að Bæ í sömu sveit til systkinanna Guðlaugar, Guðrúnar og Jóns Jónsbarna er þar bjuggu, og ólst þar upp sín bernskuár. Þessum tímamótum ævi sinnar lýsir Steingrímur skemmtilega i bók sinni Blíð varstu bernskutíð, er út kom hjá Leiftri 1959. Á þessu æskuheimili sínu mun hann hafa orðið fyrir fyrstu tengslum sínum við tónlist, er síðar varð ríkur þáttur í lífi hans og starfi alla tíð. Innan við tvítugsaldur kom Steingrímur hingað til Patreksfjarðar. Mun það að einhverju leyti hafa verið fyrir áeggjan Einars Sturlaugs- sonar, er þá var sóknarprestur hér á Patreksfirði. Samhliða því að hann þá hóf nám í málaraiðn og lauk því námi, gerðist hann organisti hér við Patreksfjarðarkirkju, og gegndi því starfi allt til þess tíma að hann fluttist héðan 1961. Hinn 1. október 1938 kvæntist Steingrímur fyrri konu sinni Guðrúnu Þórarinsdóttur frá Patreksfirði, og bjuggu þau sín samfylgdarár hér á staðnum allt þar til hún lést hinn 10. nóv. 1959. Guðrún var væn og elskuleg Útfaraskreytlngar blómouol Groðurhusið v/Sigtun simi 36770 kona, er féll frá langt fyrir aldur fram frá 6 börnum þeirra hjóna, er flest voru á erfiðu aldursskeiði, og því mikill missir góðrar og umhyggjusamrar móður og konu, manni og börnum. Þau Guörún og Steingrímur áttu saman 8 börn. Tvö þeirra létust nýfædd, en þau sem eftir lifa eru: Elma búsett að Hafra- lækni Aðaldal, gift Ásgeiri Þór- hallssyni. Magni, Patreksfirði, kvæntur Sigríði Gísladóttur. Sig- fús, Reykjavík, kvæntur Björgu Benjamínsdóttur. Sjöfn, Reykja- vik, gift Daníel Guðmundssyni. Jóhann, Akureyri, kvæntur Önnu Þorgilsdóttur. Ólafur, Patreks- firði, kvæntur Kolfinnu Guð- mundsdóttur. Eins og að líkum lætur var veraldlegt ríkidæmi ekki ráðandi afl á heimili þeirra hjóna, en það var hlýlegt að koma til þeirra, og þau áttu flesta að vinum, er náið kynntust þeim. Barnahópurinn var stór og oft erfiðar aðstæður sem þau bjuggu við, húsnæðislega og á annan veg. Hér að framan hefi ég sett í ramma sögu vinar míns Stein- grims, um uppruna hans og starf- sögu meðan hann dvaldist hér á Patreksfirði, en inni í þessum ramma er miklu stærri mynd af manninum sjálfum, en henni verða ekki gerð nein tæmandi skil í þessum línum, þótt ég leitist við aðeins nánar. Ég kynntist Steingrími mjög fljótt og náið eftir aö ég gerðist búsettur hér á Patreksfirði 1951. Ég fann fljótt að í manninum bjó merkur og margbreytilegur per- sónuleiki. Steingrímur var greindur vel, og margfróður þrátt fyrir takmarkaöa skólagöngu, og á sjálfsmenntunarbraut sinni náði hann langt á mörgum svið- um. Hann var næmur á íslenska tungu og ritaði fagurt og skemmtilegt mál. Hann hafði einnig gott vald yfir Norðurlanda- málum og ensku. Fyrir þessa sjálfsmenntun sína vissi hann margt, og jók þekkingu sína með lestri góðra, menningarlegra bók- mennta. Steingrímur var hrif- næmur og því var það tónlistin á sínum margbreytilegu sviðum, er hreif hann mest, og mun hafa átt hug hans sterkast til hins síðasta, enda lagði hann mikið fram til þeirra mála með lögum sfnum, bæði á sviði kirkjulegra tónsmiða, almennra sönglaga og léttra dans- laga, og mun á því sviði vera til mikið safn, er ekki hefur áður komið fram fyrir almennings- sjónir. Ufn nokkurt skeið ritaði Stein- grímur smásögur og að minnsta kosti tvær bækur undir dulnefn- inu Valur Vestan og árið 1959 kom út bók hans Blíð varstu bernskutfð, undurfalleg barna- bók, er lýsir í grunntóni æsku hans og uppvexti. Hann ritaði einnig nokkrar greinar um tón- listarmál og tónlistarfræðslu. Hann samdi einnig sjálfur marga texta við danslög sín, og sýndu þeir að honum var létt um að rita jafnt í bundnu máli og óbundnu. Steingrímur var i orðsins fyllstu merkingu sjálfsmenntaður lista- maður á margvíslegu sviði. Nú hin síðari ár átti Steingrím- ur he.ima á Húsavík ásamt síðari konu sinni, Guðbjörgu Þor- bjarnardóttur, ættaðri frá Bakka- koti i Borgarfirði. Á Húsavík starfaði hann við Tónlistarskól- ann sem skólastj. en áður var hann skólastjóri Tónlistarskólans á Fáskrúðsfirði og kirkjuorganisti þar um nokkurt skeið. Starfssaga Steingríms hér á Patreksfirði verður ekki rakin til hlítar í þessum minningahug- leiðingum mínum, en það var merkt og mikið starf, sem hann lagði fram, oftast lítt eða ólaunað, við kirkju staðarins, kirkjukór, og aðra félagslega starfsemi hér á staðnum, og fyrir það allt eru þeir Patreksfirðingar er með honum störfuðu honum þakklátir. Steingrímur átti við margvisleg vandamál að stríða í lífi sinu eins og oft vill verða. Þar toguðust á tvö öfl, veikleikinn og styrkleik- inn, og á tíma var vart hægt að sjá hvort aflið yrði hinu sterkara, en styrkleikinn bar þó sigur af hólmi. I bréfi til mín rakti Stein- grímur þessa baráttu sína, og var sigurglaður að vonum. Þar lét hann fögur orð um það f-alla, að kona sín, Guðbjörg hefði átt þar sterkustu aðstoðina, enda væri hún kærleiksríkur förunautur og reyndust það orð að sönnu í erfiðri sjúkralegu hans, þegar Guðbjörg fylgdi honum eftir til Reykjavíkur til að geta létt hon- um siðustu stundirnar. Steingrímur er genginn á fund feðra sinna. Starfi hans í þessu lífi er lokið. I heimkynnum al- mættisins mun hann eiga endur- fund við ömmuna góðu, er hann lýsir svo fagurlega í bók sinni, Blíð varstu bernskutíð, og alla aðra ástvini sína, og í samfylgd þeirra mun hann eiga fyrstu jólin heima. Að lokum votta ég og fjöl- skylda mín börnum Steingríms, tengdabörnum og eiginkonu hans, Guðbjörgu, okkar dýpstu samúð og biðjum þeim blessunar guós. Steingrími sé þökk fyrir samfylgdina, vináttu hans og við- mót, Agúst H. Pétursson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.