Morgunblaðið - 29.04.1976, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRlL 1976
Á hættu-
slóðum í
ísraeF" K
Sigurður
Gunnarsson þýddi
María kinkaði kolli til Óskars og
hvíslaði: „Líttu á Ester... Nú hefur hún
sagt honum það...“
„Og hann henni, María,“ bætti Óskar
við. Óskar langaði til að gera að gamni
sínu, en hann langaði líka til að gráta, af
því að Andrés gat ekki verið með þeim.
Allt í einu tók óskar eftir skartgripa-
búð, sem var á næsta götuhorni. Og þar
sem hann hafði dálitla peninga, datt
honum í hug að kaupa gjöf handa Maríu,
— gjöf sem gæti a.m.k. að einhverju leyti
komið í staðinn fyrir eyrnalokkinn, sem
tekinn hafði verið af henni.
Hann bað Jesemel að stanza stundar-
korn. En María hlaut að hafa skilið, hvað
r COSPER----------------------\
— Og þá er dagskránni lokið I kvöld. Góða
nótt, góða nótt.
hann hugaði eða ætlaði að gera, því að
hún sagði:
„Nei Óskar, — ég vil engan skartgrip
eiga annan en þann, sem ég átti.“
Já, hún var líka dálítið. hnuggin.
Svo óku þau út úr Hafífa, til Jórdanar-
dalsins og að landamærunum.
Sabbatsdag nokkurn gerðist merkileg-
ur atburður á samyrkjubúinu við Djúpa-
vatn: Það tók að rigna. Þetta var i
september og því enginn venjulegur
rigningatími. Sólin hafði sífellt skinið á
heiðum himni allan liðlangan daginn og
hellt, eins og fyrr, sínu undursamlega,
en þó raunar alltof mikla geislaflóði yfir
láð og lög, yfir réttláta og rangláta. Og
svo hafði myrkrið dunið yfir svo furðu-
lega fljótt, með allan hinn óskiljanlega
stjörnuskara á dökkbláum næturhimnin-
um, yfir land og sjó, yfir Gyðinga og
Araba — og einmana, norskan pilt,
undrandi og hrifinn. En regniö hafði
verið víðs fjarri. Og svo rigndi allt í einu
svo óvænt og unaðslega!
En það var líka meira sem gerðist
þennan sama dag á samyrkjubúinu.
Ester og Míron ætluðu aö gifta sig. Það
var fyrsta brúðkaupið í þessu samyrkju-
búi. Undirbúningur var því mikill og
hafði raunar staðið i marga daga, því að
bjóða átti fjölda fólks úr nágranna-
samyrkjubúunum Og þegar veizlan hófst
voru meira en þrjú hundruð gestir
samankomnir af þessu tilefni.
Já, þetta var mikill hamingjudagur.
Míron hætti aö vinna aðeins skömmu
áður en athöfnin hófst, og Ester ætlaði
alveg að hætta umsjónarstarfi sínu í
hænsnahúsinu, — sumir töluðu meira að
segja í hljóði um það, að hún hefði hætt
við þá fyrirætlan sína að verða prófessor.
En glaðastur allra þennan dag var pró-
fessorinn frá Ameríku, því að hann hafði
hátíðlega verið tilnefndur sem yfirmaður
hænsnabúsins. Og svo gerðust hin miklu
og óvæntu tíðindi: Það tók að rigna.
Það var furðulegt, að dómi allra, sem
til þekktu, að sjá sumarský á himni á
þessum slóðum. Það sveif hægt yfir frá
norðri, eins g það kæmi gegn vilja sínum,
eins og einhver framandi vindur þving-
aði það hér suður eftir. Og allt í einu
þakti það himininn, og þá seytlaði regnið
niður, öllum til yndis og gleði. Þaö steypt-
ist ekki niður eða fossaðist, eins og vetr-
Mffinu 11 J «
rauði tónninn sem ég meina —
heldur þessi!
A árinu, sem ég borgaði síðasta
iðgjald fvrir, kom aldrei eldur
upp I fyrirtækinu!
Dóttirin er að syngja fyrir
foreldra sfna.
Móðirin: — Finnst þér ekki
Emilfa syngja af tilfinningu?
Faðirinn: — Jú, en ég held
nú samt, að tilfinningarnar séu
ekki eins hræðilegar og þær
hljóma.
★
— Villi, ég var að heyra að þú
hefðir slegið annan strákinn I
næsta húsi og gefið honum
glóðarauga.
— Já, en líttu á, þeir eru
tvfburar, og ég varð að merkja
annan þeirra til þess að þekkja
þá f sundur.
★
— Hvernig stóð eiginlega á
því að þessi klukka þín vann
verðlaun?
— Hún gekk klukkutímann á
15 mfnútum og sló met.
Lögregluþjónninn: — Um
leið og ég sá yður beygja fyrir
hornið, sagði ég við sjálfan
mig: Sextíu að minnsta kosti.
Daman f bílstjórasætinu: —
Hvernig dirfist þér að segja
slfkt? Það er bara þessi hattur,
sem gerir það, að ég Ift út fyrir
að vera svo gömul.
★
Lftill drengur var að lesa
kvöldbænirnar sfnar í lágum
hljóðum.
— Ég heyri ekki til þfn, góði
minn, sagði móðir hans.
— Ég er ekki heldur að tala
við þig, mamma, svaraði snáði.
★
Falleg stúlka: — Þú hlýtur
að hafa sýnt fádæma hreysti og
hugrekki við að bjarga mér.
Slökkviliðsmaðurinn: — Já,
þvf er ekki að neita, ég varð að
slá fjóra aðra niður, sem ætl-
uðu að gera það.
Arfurinn í Frakklandi
Framhaldssaga eftir Anne Stevenson
Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi
52
— Ég hef aldrei haft á tilfinn-
ingunni að hann hrærist f fortfð-
inni, sagði Helen.
— En samt eru kransar og
draugar allt f kringum hann,
sagði David. — Ef þú gáir grannt
að sérðu þá f augum hans.
Þegar dögunin kom svipti sólin
burt skýjunum og hellti geislum
sfnum vfir daginn. Þegar þau
fóru um Careassonne risu veggir
hinnar gömlu borgar upp úr
mistrinu eins og skip.
— Við fáum okkur morgunverð
í Narbonne, sagði David.
— Ég get ekki beðið aðrar þrjá-
tfu mflur, sagði Helen. — Ég er
að verða veik af sulti.
— Allt f lagi Ijósið mitt, sagði
hann alúðlega. — Þú stoppar
þegar þú vilt.
Þau höfðu aftur skipt um sæti.
Helen ók. David hafði ekki haft
uppi nein mótmæli f þetta sinn,
þegar hún stakk upp á að hvfla
hann um stund. Hann hallaði sér
aftur f sætinu og Ivgndi aftur
augunum. Hún vissi ekki hvort
hann var sofandi en hún bjóst
ekki við að svo væri. I dagsbirt-
unni var andlit hans fölt og tekið
og dökkir baugar undir augum
hans. Hún var farin að hafa
þungar áhyggjur af honum og
hræddist að hann mvndi skyndi-
lega gefast upp, og hnfga útaf.
Hún gerði sér f hugarlund þann
óttalega atburð ef hann dæi allt f
einu f höndunum á henni hér
vegna þess að hún hafði verið
svoddan fálki að láta eftir honum
að þau færu þessa ferð. Hún fór
lfka að velta fyrir sér hvort það
væri ekki eintóm vitleysa að
Maria Gomez væri sama mann-
eskjan og Maria Desgranges.
Kannski var þetta allt ein hringa-
vitleysa frá upphafi til enda.
Kannski voru engin tengsl þar á
milli og hún var á villigötum með
sárþjáðan mann með sér sem
helzt ætti heima á sjúkrahúsi. Og
allt var henni að kenna.
David hafði fest blund. Hann
hrökk upp og uppgötvaði að þau
höfðu numið staðar og Helen var
komin út úr bflnum.
— Ég bað þá að búa til eggja-
kökur handa okkur, sagði hún.
— Heldurðu að þú treystir þér
til að koma inn.
Hann var með náladofa f fót-
unum, en þvf var ekki að heilsa
með handlegginn. Hann stundi af
sársauka þegar hann brölti út úr
bflnum og beit hart á vör sér.
Helen hafði ntimið staðar við litla
kaffistofu f úthverfi þorps eins.
David var svo sárþjáður að hann
hafði enga matarlyst, en hann
borðaði þó eggjakökuna til að
geðjast Helen og honum leið mun
skár. Hann svolgraði f sig úr
þremur hollum af kaffi og tók
tvær verkjatöflur til viðbótar og
fannst nú sem Ifðan hans hefði
batnað stórlega.
— Gætirðu hugsað þér að hvfla
þig f klukkutfma, sagði Helen. —
Þeir hafa gistiherbergi hér.
— Ef ég færi f rúmið núna,
sagði David — myndi ég ekki
vakna næstu vikuna. Við höldum
áfram.
Engu að sfður tóku þau sér
góðan tfma að snæða morgunverð-
inn. Énginn var til að angra þau
og úti varð himinninn enn blárri
þegar sólin leið lengra upp á
hvolfið.
— Þú ekur ekki lengra vona ég,
sagði Hclen.
— Hvers vegna segirðu það?
— Af þvf að ég held það hafi
orðið þér meiri raun en þú bjóst
við.
— Ekki meiri raun. Heldur
jafnmikil.
— Meðan þú sofnaðir áðan,
sagði hún, — Reyndi ég að aka og
beita aðeins annarri hendinni.
— Það var reglulega bjánalegt,
sagði David.
— Og ég varð alveg kúgupp-
gefin. Þreytan fór svo f herðarnar
á mér og það lá við ég fengi eins
miklar þrautir f vinstri höndina
og hina hægri og þó er ég ekki
með skotsár f handleggnum.
— Ertu að reyna að segja mér
eitthvað?
— Að þú eigir ekki að aka
meira.
Hann brosti við.
— Ég ætlaði ekki að gera það.
Þú hefur á réttu að standa. Ég
þoli það vfst ekki.
Helen varp öndinni af fegin-
leik.
— Þú ert nú Ijómandi þægi-
legur að mörgu leyti. Margir aðrir
gætu ekki látið hjá lfða að geta
þess að það væri meira átak að
sitja f bfl með kvenmann undir
stýri eða eitthvað f þeim dúr.
Gallinn við mig er sá, sagði
David — er að ég segi alltaf sann-
leikann. Og hver sem væri gæti
ekið næstu hundruð kflómetra
eða hvað það nú er — bara ekki
ég.
— Þú ættir ekki að orða þetta
svo, þegar þú hefur nú mig við
hlíð þér.
— Og þú sofnaðir örlftið. Ég
vona að það hafi verið tilgangur-
inn.
— Ég veit það ekki, sagði Helen
og horfði á hann yfir kaffiboll-
ann. — Ég held þú sért of göfugur
fyrir mig.
Sólin var enn heitari þegar þau
óku yfir landamærin við La Jun-
quera. Tollverðirnir komu leti-
lega til móts við þau og iitu á