Morgunblaðið - 29.04.1976, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 29.04.1976, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRIL 1976 29 VELVAKAIVIDI Velvakandi svarar í 'símé 10-100 kl. 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags 0 Ríkisstarfsmenn annars flokks fénadur? Þetta er yfirskriftin á bréfi frá J.Ö. Péturssyni, sem hér fer á eftir: Ég þakka upplýsingar Jóhanns Jónssonar út af klausu minni i dálkum þinum nýlega. Mér skilst að hann eigi við kennarastéttina, þegar hann telur hóp ríkisstarfs- manna hafa 3—4 mánaða sumar- leyfi. Ég byrjaði sem farkennari hjá ríkinu fyrir hartnær hálfri öld og hafði 7 þús. kr. í árslaun, minus framlag í lífeyrissjóð. Mér þótti þetta Iítið og hætti eftir 6 ár. En þá — og einnig nú, er tíl þess ætlazt, að kennarar noti sumar- leyfin til að afia sér frekari menntunar með ferðum erlendis eða námskeiðum innanlands, og sé það gert, klippist nokkuð af tima og launum, en það er svo mál menntamálaráðuneytsins, hvort þetta er gert, eða kennarar vinni e.t.v. á fullu kaupi við önnur störf, sem ég þekki að vísu dæmi til. Um fjölda þessa starfsmanna- hóps rikisins má að líkum fá upp- lýsingar hjá fræðslumálaskrif- stofu eða menntamálaráðuneyti. Og svo eru það ekkjurnar á nær tvöföldum launum við óbreytta starfsmenn ríkisins. Ég bað J.J. hvorki um nöfn eða nafnnúmer, en hefði í lengra máli getað beðið hann um að upplýsa, hvort þetta væru ekkjur ráðuneytisstjóra, símastjóra, landsverkfræðinga e.þ.u.l. sem á sinum tíma munu hafa verið á 5—8 þús. kr. árslaun- um. Ef ekkjur slíkra láglauna- manna geta fengið laun sem svar- ar til launa l'A fjölskyldu í opin- beru starfi í dag, þá er um að ræða veilu i „kerfinu". Ég skil vel, að eftir að sjónvarp- að var handsölum Halldórs E. Sig. og Kristjáns Thorlaciusar um olíusamninginn (6% á árunum) en síðan var gengið frá 15—30% hækkun hjá flestum öðrum starfs- hópum, án tillits til olíuverðs, hafi Kr. Th. orðið vonsvikinn og fengið mörg háðs- og illyrði í eyra. Því get ég skilið stífni hans nú, þótt J.J. geri það ekki. 0 Á læstu launum Það þarf ekki í neina graf- götu um það, að opinberir starfs- menn, að undanteknum „toppun- um“, eru með lægst launuðu stéttum nú á dögum, og er mér þá persónulega kunnugt, að á nokkrum síðustu árum hafa ýmsir beztu starfskraftar opinberra stofnana sagt upp starfi sinu og horfið til einkastofnana, þrátt fyrir hin margumtöluðu lífeyris- réttindi. Þetta vitum við, sem enn höngum hjá hinu opinbera á laun- um, sem er hlegið að, og í mörgum tilfellum bönnuð eftirvinna, þótt verkefni og skriffinnska aukist með misvitrum lagaboðum. Hér munu þó starfsmenn bæjar- og sveitarfélaga vera betur á vegi staddir, bæði um launakjör og umsamin aukavinnuréttindi. Ég tel, að ríkisstarfsfólk eigi ekki að vera neinar hornrekur um launakjör, svo sem það hefur \erið eftir olíusamningana. En hinsVegar tel ég verkfallsrétt ekkert atriði, auk þess sem ætti að takmarka hann frekar hjá sum- um öðrum stéttum. Hafi svo ráðizt við siðustu neyðarsamninga, að rikisstarfsmenn einir héldu áfram að vinna við það sem aðrar stéttir kalla sultarlaun, þá er full ástæða til að huga að því, hvernig kerfinu er komið. Fáir munu þvi fylgjandi, að læknar, ljósmæður, starfsfólk sjúkrahúsa, barna- og elliheimila, starfsfólk pósts og síma, slökkvilið og lögregla og t.d. áhafnir björgunar- og gæzluskipa fái verkfallsrétt. Þessu ætti að mega firra með því að launakjör opinberra starfsmanna séu eigi það verri en annarra, að vanir og góðir starfskraftar hverfi til þeirra sem betur bjóða. í síðustu kjarasamningum var byrjað á endurskoðun lífeyris- kerfisins, þ.e. stefnt að verðtrygg- ingu alls lífeyris og sé ég því ekki ástæðu til að svara J.J. um 16 þús. kr. ellilaun kvenna. Ég hef fylgzt með útsvarsskrá í minu bæjar- félagi undanfarin ár, sem er ein- hver gleggsti mælir á tekjur manna sem við eigum völ á, og þar hafa opinberir starfsmenn aðrir en fógetar, fulltrúar, bæjar- stjórar og verkfræðingar, venju- legast 60—100 þús kr. útsvör, en uppmælingaaðallinn, verktakar, sjómenn og læknar 100—200 þús. og sumir meira. 0 Kauphækkun, ekki verkfall eða matur Reyni svo að stytta mál mitt. Ég tel að veita eigi opin- berum starfsmönnum i la'gri launaflokkum kaupbækkun, en engan verkfallsrétt. Ríkið er þegar búið að tapa mörgurn góðum starfskröftum í hendur einkaframtaksins fyrir hand- vömm og skammsýni forustu- manna „hins opinbera". Og að lokum: Verðhækkanir ríkisstofn- ana um 40% sem J.J. nefnir. koma okkur starfsmönnum rikis- ins jafn míkið á óvart og honum. Þeim er skallt á áður en við starfsfólkið fáum nokkra launa- hækkun og rýra þvi lífskjör ókkar meira en annarra þjóðfélags- stétta, sem áður fengu sin 20—40%. Og hvað varðar mat- gjafir ríkisins, er J.J. tæpir á, eru þær mér ókunnar, hef aldrei notið þeirra né heldur óska eftir þeim. vegabréfin og skjöl bflsins og slógu Helen kurteislega gull- hamra og sfðan gátu þau haldið leiðar sinnar. Enn var ekki telj- andi umferð á vegunum og dagur- inn enn svo ungur að ferða- mannasægurinn f Frakklandi var ekki farinn að streyma niður á spænsku baðstrendurnar. Sem þau óku lengra inn f Spán fyllti hitinn bflinn. Þau námu staðar við tavernu f grennd við Sarriá og fengu sér fskalt vfn að drekka f loftkældu herbergi. I fjarska gnæfðu hrjóstrug gróður- vana fjöll við himininn og mót- uðu allan sjóndeildarhringinn svo langt sem augað eygði. Þau keyptu sér vatnsflösku og ávexti og óku síðar af stað. Nokkru sfðar óku þau út af veginum og komu sér fyrir f skuggsælu rjóðri og hvfldu sig um stund og Helen hjálpaði honum úr peysunni og hugði að sáraumbúðunum. — Hvað er að? spurði David og leit niður á handlegginn. — Þetta er bara storknað blóð sagði hann svo, — það skiptir engu máli. — Við verðum að láta athuga það þegar við komum til Barcelona. — En við ættum að vefja það HOGNI HREKKVÍSI „Rektu fjandans köttinn út úr garöinum okkar!“ DX<^TrMn{£5©TTf5j®[]Rí] Laugalæk 2, REYKJAVIK, simi 3 5o2o Lambaframhryggur 61 6 kr. kg. Lambasaltkjöt 525 kr. kg. Lambasúpukjöt 456 kr. kg. Lambakótilettur 560 kr. kg. Lambalærisneiðar 616 kr. kg. Lambalæri 502 kr. kg Lambahryggir 512 kr. kg Útbeinuð hangikjötslæri 1 200 kr. kg. Allt á gamla verðinu. Nautahakk 530 kr. kg. Nautahakk 590 kr. kg. Kindahakk 490 kr. kg. Saltkjötshakk 495 kr. kg. Kálfahakk 460 kr. kg. Einnig ýsuhakk 330 kr. kg Nautasnitzel 1100 kr. kg. Nauta Roast-Beef 1040 kr. kg. Nautafille — Mörbrá 1480 kr. kg Nautagullasch 980 kr. kg. Nauta T.Bone 840 kr. kg. Nauta Bógsteik 555 kr kg Nauta grillsteik 555 kr. kg Nýtt hvalkjöt 21 9 kr. kg. Kálfalæri 370 kr. kg. Kálfahryggir 300 kr. kg. Kálfakótilettur 370 kr kg. Nýr Svartfugl 140 kr. kg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.