Morgunblaðið - 29.04.1976, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRIL 1976
31
— Yfirlýsing
Framhald af bls. 2
þá hvern fyrir sig. Við gerðum
orðalagsbreytingar á samnings-
uppkasti stjórnar Vængja h/f og
færði ég síðan niðurstöður okkar
einnig inn á það eftir því sem
hægt var. Einnig merkti ég við
greinar úr samningsuppkasti
flugmanna sem bæta átti inn í
uppkast stjórnar Vængja h/f
I lok þessa fundar okkar voru
engin mál óafgreidd sem ágrein-
ingur hafði áður verið um, en
aftur á móti voru atriði sem við
ekki gátum gengið frá, s.s. hvaða
lífeyrissjóð flugmenn fengju inn-
göngu í og dagpeningar erlendis.
Áður en við lukum þessum fundi
bað ég Viðar Hjálmtýsson að lesa
yfir það sem ég hafði bókað og
bað hann að leiðrétta ef ekki væri
rétt eftir haft, og einnig ef hann
vildi einhverju bæta við sem
honum fyndist vanta í samnings-
uppkast þetta. Viðar kvað eftir að
hann var búinn að lesa uppkastið,
að það væri i samræmi við niður-
stöður okkar og kvaðst hann engu
hafa við að bæta.
Kl. 21.00 hafði ég samband við
stjórnarformann Vængja h/f og
kynnti fyrir honum samningsupp-
kastið með þeim breytingum sem
við vorum búnir að gera á því.
Eftir að hann hafði kynnt sér það
kvaðst hann geta fallist á það eins
og það væri óbreytt.
Hafði Hreinn Hauksson sam-
band við Bárð Danfelsson og
kynnti fyrir honum samningaupp-
kast þetta og féllst hann á fyrir
sitt leyti að undirritað yrói bráða-
birgðasamkomulag. Ég óskaði þá
eftir því við Hrein að við hefðum
samband við Ómar Ólafsson og
Viðar Hjálmtýsson og það yrði
Fóst
laun Flugstjóri
Ar á DHC 6
1 160.000,-
2 165.000,-
3 170.000,-
4 175.000,-
5 180.000,-
undirritað bráðabirgðarsam-
komulag með fyrirvara um sam-
þykki aðila.
Eftir þetta gerði ég svo tilraun
til að ná i Viðar Hjálmtýsson i
síma til að boða hann á okkar
fund til að undirrita bráðabirgða-
samkomulag til staðfestingar
samningstilraunum okkar, en
tókst mér það ekki.
Ég hafði símasamband við
Ómar Ólafsson og tilkynnti
honum að stjórnarformaður
Vængja hf. gæti fyrir sitt leyti
samþykkt uppkast að kjarasamn-
ingi þeim sem við hefðum verið
að vinna við. Einnig sagði ég
Ómari frá því að stjórnarfor-
maður Vængja h/f hefði haft
samband við Bárð Daníelsson og
hefði hann getað samþykkt fyrir
sitt leyti að undirritað yrði bráða-
birgðasamkomulag. Ennfremur
óskaði ég þess við Ómar Ólafsson
að hann kæmi til fundar við
okkur Hrein að Stðumúla 21 í
Reykjavík kl. 22.00 til að und-
irrita þetta bráðabirgðasam-
komulag með fyrirvara. Kvaðst
Ómar mundu koma og gera
tilraun til að ná i Við-
ar. Við Hreinn biðum til kl.
22.45 án þess að Ómar eða Viðar
kæmu, né hefðu samband við
okkur. Næsta dag, þriðjudaginn
27. apríl 1976 kl. um 09.00 hafði
ég samband við Viðar í síma og
tilkynnti ég honum að stjórnar-
formaður Vængja h/f og Bárður
Daníelsson hefðu fyrir sitt leyti
getað samþykkt samningsuppkast
það er við vorum búnir að gera.
Sagði Viðar Hjálmtýsson mér þá
að það yrði ekki samið af flug-
mönnum við stjórn Vængja hf.
nema í gegn um F.I.A. Um annað
yrði ekki að ræða frá þeirra hálfu.
Kaup það sem samkomulag
varð um með flugmönnum á
fundi þessum og síðan samþykkt
af stjórnarformanni Vængja hf og
Bárði Daníelssyni var sem hér
segir:
Aðstoðarflm.
á DHC 6
120.000,-
123.750,-
127.500,-
131.250,-
135.000,-
Aðstoðarflugmaður sem ráðinn
er á reynslutíma skyldi hafa kr.
80.000.- að fyrstu 4 mán. eftir það
færi hann I fyrsta árs skalla
aðstoðarflugmanns kr. 120.000.-.
Virðingarfyllst,
Eðvarð Árnason.
Flugstjóri
B/N2
145.000,-
150.000,-
155.000,-
160.000,-
165.000,-
Naumur
sigur hjá
Liverpool
LIVERPOOL bar sigurorð af
belgfska liðinu FC Brugge f fyrri
leik liðanna f úrslitum UEFA-
knattspvrnukeppninnar. Sigur-
inn varð þó ekki nema 3:2 og
kann að reynast erfitt fyrir Liver-
pool að verja það forskot sitt í
seinni leik liðanna, sem fram fer
f Brugge að 20 dögum liðnum.
Eftir aðeins 12 minútna leik var
staðan orðin 2:0 fyrir Brugge og
þannig stóð i leikhléi. Mörk Belg-
anna skoruðu þeir Lambert eftir
slæm mistök Phil Neals og Cools
með hörkuskoti eftir góðan undir-
búning Lamberts.
Seinni hálfleikinn byrjuðu leik-
menn Liverpool af miklum krafti
og höfðu fljótlega skorað þrjú
mörk. Fyrst Ray Kennedy með
þrumuskoti af 20 metra færi, þá
Jimmy Case sem kom inn á sem
varamaður og loks Kevin Keegan
úr vítaspyrnu á 64. mínútu eftir
að brotið hafði verið á Heighway.
Öll 3 mörk Liverpool voru skoruð
á 5 mínútna leikkafla.
XXX
1 Englandi fóru nokkrir leikir
fram í gærkvöldi og urðu helztu
úrslit þessi:
2. deild:
Bolton Wanderes —
Bristol Rovers 3:1
3. deild:
Crystal Palace —
Chesterfield 0:0
Hereford Utd. —
Preston North Erid 3:1
Crvalsdeildin f Skotlandi:
Dundee Utd. — Hibernian 2:0
— Böðun
Framhald af bls. 2
viðræðurnar og þeim hefði verið
vinsamlega tekið af ráðuneytis-
mönnum. Þeir hefðu skýrt mál-
stað sinn fyrir viðkomandi emb-
ættismönnum, og af hálfu ráðu-
neytisins hefði komið fram skiln-
ingur á þessum sjónarmiðum, svo
og hjá yfirdýralækni, sem setið
hefði þessa fundi.
Stefán sagði ennfremur, að allir
gerðu sér ljóst að þarna væri
orðið um dálitið vandamál að
ræða, sem ekki væri auðleyst en
engu síður þyrfti að leysa. Björn á
Löngumýri hefur að vísu lýst þvi
yfir nú síðast, að hann væri reiðu-
búinn að kalla til hlutlausa menn
til að skoða fé sitt til að ganga úr
skugga um hvort þar væri kláða-
maur að finna eða ekki. Stefán
sagði um þessa yfirlýsingu, að
þetta væru ný viðhorf, þar sem
Björn hefði neitað þessu hingað
til, en Stefán sagði, að ef Björn
ætlaði að fara að lögum, eins og
hann hefði lýst yfir, þá ætti dýra-
læknirinn að kveðja þessa menn
til.
— Alþýðubanka-
málið
Framhald af bls. 2
hálfu embættisins, en örðugt væri
að segja fyrir um hversu langur
tími liði þar til niðurstaða lægi
fyrir. Kvað hann það mikla vinnu
og verk að fara yfir öll gögn varð-
andi málið, enda málsskjölin
mörg sem kanna þyrfti. Sagðist
Þórður geta sagt það eitt að niður-
staðan fengist ekki alveg á næstu
dögum.
Aðalfundur Mjólkurbús Flóamanna:
Vantaði 66 millj. á að bændur
fengju umsamið verð fyrir mjólk
FJÖLMENNI var á aðalfundi.
Mjólkurbús Flóamanna sem hald-
inn var að Leikskálum i Vfk f
Mýrdal sl. þriðjudag. 1 skýrslu
mjólkurbústjórans, Grétars
Símonarsonar, kom fram:
Innvegin mjólk hjá búinu var
tæplega 37 millj. lítra, en það var
4,97% minna en á árinu 1974.
Mjólkurframleiðendur voru 824.
Þeim hafði fækkað frá árinu áður
um 37. Mjólkurkúm fjölgaði aftur
á móti um 176, en þær voru á s.l.
ári 12.521. Meðal kúaeign hvers
framleiðanda var 15,2 kýr, en var
1974 14,34 kýr. Mjólkurmagn á
hvern framleiðanda var á s.l. ári
44.809 lítrar eða 216 1 minna en
árið áður. Bændur á Suðurlandi
hafa því um 96 millj. kr. minna í
tekjur fyrir mjólkina á sl. ári
vegna minni nytar í kúnum en
árið áður.
Á árinu voru seldir 22,1 millj. 1
af nýmjólk og 631 þús. 1 af rjóma.
Framleitt var í búinu 365 lestir af
smjöri og 988 lestir af skyri. í
árslok voru til hjá búinu 78,2
lestir af smjöri, sem seldust fljót-
lega upp úr áramótum. Nú er
hafin smjörframleiðsla á ný hjá
búinu. Meðalverð til bænda að
þessu sinni var kr. 46.18 á litra,
sem er tæplega kr. 1.80 lægra en
grundvallarverðið. Þar skortir því
á um 66 millj. kr., að bændur
fengju umsamið verð fyrir mjólk-
ina. Aðal ástæðan fyrir lægra út-
borgunarverði' er samdráttur í
mjólk úr framleiðslunni, þvi
fastur kostnaður á hvern inn-
veginn I hefur hækkað af þeim
sökum. Heildartekjur mjólkur-
búsins voru 2.230 millj. kr.
Launagreiðslur 126 millj. kr. en
heildargreiðsla til bænda fyrir
ínnvegna mjólk var 1.705 millj.
kr.
Eins og fyrr segir, var brúttó
útborgunarverð til framleiðenda
kr. 46.18 á 1, en til frádráttar
koma ýmis sjóðagjöld og flutn-
ingskostnaður til búsins, þannig
að nettógreiðsla var kr. 42,97 fyrir
hvern mjólkurlítra. Flutnings-
kostnaður á hvern 1. til búsins var
kr. 2.15 á s.l. ári, en árið áður 1.56.
Á s.l. ári voru 45 framleiðend-
ur, sem lögðu inn hjá búinu meira
en 100 þús. lítra hver.
Eftirfarandi framleiðendur
voru með yfir 150 þús. ltr.:
Jósep Benediktsson. Ármóti 287.957
Laugardælahúið 263.529
Kjartan (íeornsson. Ólafsvöllum 165.137
Fólagsbúið á Brúnastöðum 163.145
(iuðni Kristinsson, Skarði 158.234
Miklar umræður urðu á
fundinum um skýrslu stjórnar og
mjólkurbústjórans. Bændur voru
óánægðir yfir þvi, hve mikið
vantaði á grundvallarverðið, en
þetta er hlutfallslega það mesta
sem vantað hefur upp á að grund-
vallarverð næðist. Fjölda margar
ályktanir voru bornar fram á
fundinum. i þeim var lögð áhersla
á að finna leiðir til að koma í veg
fyrir álíka kjaraskerðingu og að
þessu sinni. Ennfremur komu
fram ákveðnar óskir um að það
yrði kannað, hvort ekki væri til-
tækt að greiða bændum fyrr en
verið hefur fyrir mjólkina.
F’undur stóð langt fram á
kvöldið, en aðalfundir Mjólkur-
bús Flóamanna eru fjölmennustu
fundir, sem haldnir eru á vegum
bænda og þeirra samtaka. í stjórn
búsins eru: Eggert Ólafsson, Þor-
valdseyri, formaður, Ágúst Þor-
valdsson, Brúnastöðum, Jón
Egilsson, Selalæk, Hörður Sigur-
grímsson, Holti og Magnús Sig-
urðsson, Birtingaholti.
ae
3.— 4. BIFREIÐAR EFTIR VALI, 1 MILLJ. KR.
5 —11. BIFREIÐAR EFTIR VALI, 500 ÞÚS. KR.
12. UTANLANDSFERÐ EFTIR VALI
13 —14. UTANLANDSFERÐIR EFTIR VALI, 150 ÞÚS. KR.
15,—29. UTANLANDSFEROIR EFTIR VALI, 100 ÞÚS. KR.
30.—39. HÚSBÚNAÐUR EFTIR VALI. 50 ÞÚS. KR.
40,—59. HÚSBÚNAÐUR EFTIR VALI, 25 ÞÚS. KR.
60.-500. HÚSBÚNAÐUR EFTIR VALI, 10 ÞÚS. KR.
KR. 2 000 000 00
KR. 3.500.000.00
KR. 250.000.00
KR. 300.000.00
KR. 1.500.000.00
KR 500.000.00
KR. 500.000.00
KR. 4.410.000.00