Morgunblaðið - 08.05.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.05.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1976 7 Keflavíkur- göngur AlþýSubandalaginu hef- ur aS flestra dómi farnazt meS óllkindum illa „sem forystuflokki stjómarand- stöSunnar" ð íslandi. Á efnahagskrepputfmum. þegar almannakjör rýrna meS minnkuSum kaup- mætti útflutningstekna þjóSarinnar, er eSa ætti aS vera meSvindur I segl stjórnarandstöSu. Engu aS slður hefur AlþýSu- bandalaginu tekizt að steyta á skeri hverju. sem orSiS hefur á leiS þess I þjóðmálaátökum undan- fariS. Því er enn gripið til gamalla herópa: „Ísland úr Nato — herinn burt" og meira að segja „nýrr- ar" Keflavikurgöngu. Alþýðubandalagið undi sér sem rós á lækjarbakka I tveimur vinstristjórnum. innan Nato og hið næsta hernum. þvl engin breyt- ing varð á stöðu hans ð stjómarárum þess. Og Keflavlkurgöngur lögðust af á þeim Ijúfu dögum. Þíngmenn og ráðherrar Alþýðubandalagsins rufu síður en svo stjórnmála- samband við Breta I fyrri þorskastrlðum, þvert á móti, þeir greiddu allir sem einn atkvæði með veiðiheimildum þeim til handa á árinu 1973, 130.000 tonn á ári af verst stadda fiskstofnin- um, þorskinum, tvö ár fram i tlmann, þrátt fyrir aðvaranir islenzkra fiski- fræðinga og funda Norð- austuratlantshafs- fiskveiðiráðsins árið áður (1972), — gjörið þiS svo vel. Þeir tóku einnig kaupgjaldsvísitöluna úr sambandi, gott ef þeir lækkuSu ekki gengiS nokkrum sinnum, svona um leið og þeir hækkuðu söluskattinn (af þvi aS hann lagðist jafnt á allar neyzluvörur almennings). Þá var AlþýSubandalagið I rlkisstjómarskapi og naut valda og „virðingar". Nú blæs þetta „gamla og góða" Alþýðubandalag I rySgaSan herlúSur frá tlmum fyrri Keflavlkur- gangna. Tónninn er máski eilltið falskur, sem gefur aS skilja. en allt er hey I harðindum segir máltæk- iS. LeiSarar og forslSur Þjóðviljans eru teknar undir herkvaðninguna, og nú er annar svipur á en á sælum tlmum stjórnar- setu. Og nú skal aftur gengiS frá Keflavlk til Reykjavlkur. Roy Hattersley. Þjóðviljinn og Hattersley Þjóðviljinn I gær (klippt og skorið fjallar um full- yrSingar Roy Hattersleys. aðstoSarutanrlkisráðherra Breta, þess efnis, að Bret- ar hafi sent íslendingum hvorki meira né minna en fimm eSa sex samningstil- boS, sem öll hafi faríð fram hjá islenzkum rðð- herrum, aS þeirra sögn. Og að sjálfsögðu kemur höfundi I hug öll ÞjóSvilja- skrifin um Geir Hallgríms- son, forsætisráðherra, sem hafi haft sin áhrif bæði út á við og inn á við. og kunni I þessu efni að hafa haft meiri áhrif en slæmt fjarskiptasamband. ÞjóSviljinn segir: „Þar á Stóra norræna aS visu engan hlut aS máli. En Bretar gætu hafa Fréttastjóri Þjóðviljans (svo) metiS stöSu mála þannig, aS bezt væri aS senda samningstilboðin til Gunnars Thoroddsen, þar sem staða forsætisráS- herrans væri völt innan Sjálfstæðisflokksins." ÞaS er bragð aS svona málflutningi, hald i svona rökum, reisn yfir slíkri háttvisi! En hvað um þaS — full- yrðingar Hattersleys falla eins og flis að Þjóðviljan- um og eiga sannarlega heima innan um aðrar slikar á síðum hans. ÞjóS- viljinn segir Hattersley meS „svartan blett á tungunni", eða lætur á því liggja. Máski hefur þeim ÞjóSviljamönnum af þvi tilefni komiS i hug kvæSi Tómasar GuS- mundssonar, þess efnis, aS „hjörtum mannanna svipi saman i Súdan og Grimsnesinu". iHeöóur á morgun Guðspjall dagsins Jóh. 16, 16.—23: Ég mun sjá yður aftur. Litur dagsins er hvítur. Litur gleðinnar. DÓMKIRKJAN Messa kl. 11 árd. Séra Óskar J. Þorláksson dómprófastur. Messa kl. 2 síðd. Séra Þórir Stephensen. ÁSPRESTAKALL Messa kl. 11 árd. að Norðurbrún 1. Séra Grímur Grimsson. FELLA- OG HÖLASÓKN Guðþjónusta í Fellaskóla kl. 2 síðd. Séra Hreinn Hjartarson. LAUGARNESKIRKJA Messa kl. 2 síðd. Séra Garðar Svavarsson. LANGHOLTSPRESTAKALL Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Arelíus Nielsson. Sóknar- nefndin. HALLGRÍMSKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Messa kl. 2 síðd. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar. Altarisganga. Séra Karl Sigurbjörnsson. Kirkju- kaffi eftir messu í safnaðar- heimili kirkjunnar í umsjá Kristilegra skólasamtaka og Kristilegs stúdentafélags. Les- messur á miðvikudögum kl. 10.30 árd. Beðið fyrir sjúkum. 'Prestarnir. FRlKIRKJAN í Reykjavík Messa kl. 2 síðd. Séra Þorsteinn Björnsson. FÍLADELFÍUKIRKJAN Al- menn guðþjónusta kl. 8 síðd. Einar J. Gíslason. ARBÆJARPRESTAKALL Guðþjónusta i Arbæjarskóla kl. 2 síðd. (fermingarmyndir af- hentar). Séra Guðmundur Þor- steinsson. NESKIRKJA Guðþjónusta kl. 2 siðd. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. GRENSASKIRKJA Kirkjudag- ur Grensássóknar: Guðþjónusta kl. 11.00. Kaffisala Kvenfélags- ins kl. 15.00—18.00. Kvöldvaka kl. 20.30, fjölbreytt dagskrá; m.a. flytur biskupinn, hr. Sigurbjörn Einarsson, ræðu, Manuela Wiesler leikur einleik á flautu, Jón G. Þórarinsson leikur á orgel ofl. Sóknarnefndin. DÓMKIRKJA KRISTS Kon- ungs, Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. HATEIGSKIRKJ-A Lesmessa kl. 10 árd. Séra Arngrímur Jónsson. Messa kl. 2 siðd. Séra Jón Þorvarðsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL Messa í Breiðholtsskóla kl. 2 siðd. Séra Lárus Haildórsson. ELLI- OG HJÚKRUNAR- HEIMILIÐ Grund. Guðþjón- usta kl. 10 árd. Séra Lárus Halldórsson prédikar. BÚSTAÐAKIRKJA Guðþjón- usta kl. 11 árd. Vinsamlega athugið breyttan messutíma. Séra Ólafur Skúlason. KIRKJA ÖHAÐA safnaðarins. Messa kl. 11 árd. Séra Emil Björnsson. FÆREYSKA Sjómanna- heimilið. Samkoma verður kl. 5 síðd. Johann Olsen. DIGRANESPRESTAKALL Guðþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11 árd. Séra Þorbergur Kristjánsson. KARSNESPRESTAKALL Guð- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 2 siðd. Prestur Jón Bjarman. Séra Árni Pálsson. GARÐAKIRKJA Guðþjónusta kl. 2 e.h. Þórhildur Ólafs, stud. theol., prédikar. Frumfluttir verða helgisöngvar eftir séra Hauk Ágústsson. Séra Bragi Friðriksson. KEFLAVlKURKIRKJA Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Vor- tónleikar Tónlistarskóla Kefla- víkur kl. 5 síðd. Séra Ólafur Oddur Jónsson. EYRARBAKKAKIRKJA Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA Guðþjónusta kl. 2 siðd. Séra Sigfinnur Þorleifsson prédikar. Kirkjukór Stóra-Núpskirkju syngur. Sóknarprestur. FlLADELFlA Selfossi við Austurveg. Almenn guðþjón- usta kl. 4.30 síðd. Ræðumaður: Einar J. Gislason. Hallgrimur Guðmannsson. BERGÞÖRSHVOLSPRESTA- KALL Messa í Voðmúlastaða- kapellu kl. 2 siðd. Séra Páll Pálsson. Flóamarkaður Okkar vinsæli flóamarkaður verður kl. 2 1 dag að Freyjugötu 14. Komið og gerið góð kaup. Kvenfél. Karlakórs Reykjavíkur. Útgeðarmenn — Skipstjórar Höfum ávallt fyrirliggjandi humar, fiski- og spærlingstroll af ýmsum gerðum og stærðum. Reynið viðskiptin. Netagerð Njáls og Sigurðar Inga s.f., Vestmannaeyjum. Sími 98-1511, heimasími 1 700 — 1 750. Pólskir Vorum að fá aftur pólsku jarðtætarana. Verð með drifskafti kr. 129.000,- Pantanir óskast sóttar sem allra fyrst. VELABORG, Klettagörðum 1. Simi 86655 og 86680

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.