Morgunblaðið - 08.05.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.05.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAl 1976 31 llngt og eínilegt pressulið gegn reynslumikln landsliði PRESSULEIKUR í knattspyrnu fer fram á malarvellinum í Kaplakrika á þriðjudagskvöld. og voru bæði liðin valin f gær. Landsiiðið skipa að stofni til reynslumiklir leikmenn, sem þegar hafa gert garðinn frægan með fslenzka landsliðinu flestir hverjir. Pressuliðið er hins vegar að mestu skipað ungum leik- mönnum, sem fæstir hafa leikið f landsliði. Á þriðjudaginn fá þeir tækifæri til að sanna getu sfna og ef tii vill spila einhverjir sig inn f landsliðið með góðum leik. Yngsti leikmaðurinn f þessum tveimur liðum er Skagamaðurinn Pétur Pétursson, en hann er á fyrsta ári f 2. flokki. Landsliðið verður skipað þessum leikmönnum á þriðjudag- inn: Markverðir Árni Stefánsson Fram, og Sigurður Dagsson Val. Aðrir leikmenn: Ólafur Sigur- vinsson ÍBV, Vilhjálmur Kjartansson Val, Jón Pétursson Fram, Marteinn Geirsson Fram, Gísli Torfason ÍBK, Ásgeir Elías- son Fram, Teitur Þórðarson lA, Hörður Hilmarsson og Janus Gulaugsson verða báðir f pressu- liðinu á þriðjudaginn. Matthías Hallgrímsson ÍA, Guðmundur Þorbjörnsson Val, Stefán Halldórsson Vfkingi, Árni Sveinsson lA, Jón Gunnlaugsson ÍA, Magnús Bergs Val, Ólafur Fram náði ekki í aukastig og leikur Vals og Víkings því úrslitaleikur FRAMARAR SIGRUÐU Ármann í Reykjavíkurmótinu í knatt- spyrnu f fyrrakvöld, en aðeins eitt mark var skorað i leiknum og var Ágúst Guðmundsson þar að verki strax í byrjun leiksins. Ármenn- ingar sóttu þó heldur meira í fyrri hálfleiknum, en í þeim síðari réðu Framarar lögum og lofum á vell- inum. Þeim tókst þó ekki að skora fleiri mörk og fengu ekki auka- stig eins og þeir höfðu ætlað sér. Framarar hafa nú lokið leikjum sínum í Reykjavíkurmótinu og eru með 8 stig. Valur og Víkingur eru einnig með 8 stig og leiða saman hesta sína í hreinum úr- slitaleik á Melavellinum klukkan 19 á mánudaginn. í dag mætast KR og Þróttur klukkan 14 á Mela- vellinum. Júlíusson ÍBK, Steinar Jóhanns- son IBK og örn Óskarsson IBV. Pressuliðið skipa eftirtaldir: Markverðir Jón Þorbjörnsson Þrótti og Þorbergur Atlason Fram. Aðrir leikmenn: Eiríkur Þorsteinsson Víkingi, Símon Kristjánsson Fram, Janus Guðlaugsson FH, Róbert Agnars- son Víkingi, Sigurður Björgvins- son IBK, Halldór Björnsson KR, Hörður Hilmarsson KA, Pétur Pétursson IA, Ingi Björn Alberts- son Val, Óskar Tómasson Víkingi, Jóhann Jakobsson KA, Albert Guðmundsson Val, Pétur Ormslev Fram, Kristinn Björnsson Val og Karl Þórðarson IA. Eins og sést á þessari upptalningu eru 18 manns í lands- liðinu en 17 í pressuliðinu. Er stefnt að þvf að allir þessir leik- menn fái að spreyta sig i leiknum. Liðsstjórar pressuliðsins verða væntanlega þeir Guðmundur Jónsson og Jóhannes Atlason þjálfarar Fram. Fyrirliði pressuliðsins verður Hörður Hilmarsson en í pressu- liðinu er einnig annar Akpreyr- ingur. Það er Jóhann Jakobsson eða Donni eins og hann er tíðast nefndur á Akureyri. Þá er vert að geta þess í sambandi við pressu- liðið að annar markvarða þess er Þorbergur Atlason markvörður Fram, en fyrir nokkrum árum var allt útlit fyrir að Þorbergur yrði að hætta knattspyrnuiðkunum vegna meiðsla, en með eljusemi og dugnaði hefur hann náð sér það vel að hann er af fréttamönn- um talinn einn af fjórum beztu markvörðum landsins. I pressu- liðinu eru 6 unglingalandsliðs- menn, þeir Róbert, Sigurður, Jón Albert og Pétrarnir báðir. Tveir að norðan í nnglingalanösliðið RAÐAÐ hefur verið f riðla f úrslitakeppni EM unglinga, sem fram fer f Ungverjalandi f lok þessa mánaðar. Lenda tslendingar f frekar hagstæðum riðli, en andstæðingarnir verða Tyrkir, Spánverjar og Svisslendingar. Þó er rétt að taka undir orð Tony Knapps á blaðamannafundi hjá KSt f gær, en hann sagði að lið þessara þjóða væru skipuð piltum sem væru komnir á atvinnumannasamning og væru þvf engin lömb að leika við. En hvað um það, fslenzka unglingalandsliðið hefði getað fengið erfiðari andstæðinga f keppninni, t.d. Engiendinga eða Þjððverja. Fjórum piltum hefur verið bætt við 16 manna unglingalandsliðshópinn, sem æft hefur meira eða minna saman sfðastliðið ár. Tveir þessara leik- manna koma frá Reykjavfk, úr Val og Fram. Hinir tveir eru að norðan, annar frá Siglufirði, hinn frá Húsavfk, en Tony Knapp fylgdist með leik tveggja norðienzkra ungiingaliða á Ákureyri á miðviku- daginn. Hinn kraftlegi víkingur Mac Wilkins kastár 70,86 metra í kringlukasti og var þar með fyrstur til að þeyta kringlunni yfir 70 metra. Heimsmetaregn í frjálsum íþróttum FRJÁLStÞRÓTTAMENN vfða vegar f heiminum keppast þessa dagana við að tryggja sæti sfn á Ólympfuleikunum f Montreal og hver árangurinn öðrum betri lftur dagsins ljós. Um sfðustu helgi voru sett þrjú heimsmet f frjálsum fþróttum og eitt heimsmet var jafnað. I annað skipti á að- eins einni viku setti Mac Wilkins (Super Mac) nýtt heimsmet í kringlukasti. Hann varð fyrsti maðurinn í heiminum til að kasta kringlunni lengra en 70 metra (70,86), en sjálfur átti hann eldra met- ið, sem var 69,16. Auk þess að vera heimsins bezti kringlukastari er hann einnig mjög góður i kúluvarpi, spjótkasti og sleggju- kasti. I kúlu á hann bezt 20,84 m, í spjót- kasti 78,43 m og í sleggjukasti 58,74. En næstu mánuðina mun hann bara ein- beita sér að kringlu- kastinu og að sjálf- sögðu þykir „Super Mac“ líklegastur til að hreppa gullverð- launin í greininni á Ólympíuleikunum. Hollendingurinn Jos Hermes setti tvö heimsmet um sfð- ustu helgi, en að vísu í greinum, sem ekki eru mikið iðkaðar hér á landi. I klukku- stundarhlaupi hljóp hann 20944 metra og 20 km hljóp hann á 57:24.0 á móti í Papendal í Hollandi. Hinn 18 ára gamli Harwey Glance var þó kannski sá frjáls- íþróttamaður sem mesta athygli vakti um síðust helgi. Á móti í Baton Rouge í Louisana í Banda- ríkjunum fékk hann tímann 9,83 sek. í 100 metra hlaupi og hefði sá tími verið staðfestur hefði ver- ið um nýtt heimsmet að ræða. Síðar var tíminn þó leiðréttur og Glance fékk tim- ann 9,9 sek, sem er heimsmetsjöfnun. 3. apríl í ár náði hann sama tíma. — Ég vissi áður en keppnistímabilið hófst að þessi tími var innan seilingar fyrir mig, sagði Glance, að keppninni lokinni. — Ég hafði þó ekki búist við þessum árangri svo fljótt, en nú er bara um að gera að halda þessu striki og tryggja sér sæti i bandaríska Ólympiu- liðinu, þvi til Montreal ætla ég mér, sagði Glance. Sigra stúdentar tvöfalt í blakinu Stór, stærri, stærstur. Jón Hinriksson, Hinrik Þórhallsson og Janus Guðlaugsson berjast um knöttinn f jafnteflisleik FH og Breiðabliks um sfðustu heigi. Hrifsa Haukarnir „litla bikarinn” af stórveldunum SlÐUSTU leikirnir f Litlu bikarkeppninni fara fram f dag og þó undarlegt kunni að virðast er það ekki leikur stórveldanna Akraness og Kefiavfkur sem mesta athygli vekur, heldur viður- eign Hauka og FH f Kaplakrika. Með sigri f þeim leik tækist Haukunum nefnilega að sigra f litlu bikarkeppninni og yrði það í fyrsta skipti, sem Akranes eða Keflavfk ynnu ekki f keppninni. Þó svo að með sigri Hauka f leiknum f dag færi bikarinn til Hafnarfjarðar mun það vera vfðs fjarri FH-ingum að gefa hlut sinn f ieiknum, þvf eins og venjulega yrði það erfiður biti fyrir FH-inga að tapa fyrir „litla bróður" f Hafnarfirðinum. Auk Haukanna eiga Blikarn- leika, en það verður ekki gert. ir nokkra möguleika á sigri, en þeir eru með 5 stig og hafa lokið leikjum sfnum. Vinni Akranes t.d. Keflavík og Hauk- ar gerðu jafntefli við FH yrðu þrjú lið jöfn f mótinu, Haukar, UBK, og ÍA. Vinni FH lið Hauka- og IBK vinni ÍA eða jafntefli verði í leiknum verða Blikarnir meistarar. Þannig mætti áfram telja fleiri mögu- Aðeins skal bent á að leikir Hauka og FH í Kaplakrika og ÍA gegn IBK á Skipaskaga hefj- ast báðir klukkan 14 í dag. Staðan i litlu bikarkeppn- inni: Breiðablik 4 2 1 1 7:6 5 Haukar 3 2 0 1 4:5 4 Akranes 3 1 1 1 5:3 3 Keflavík 3 1 0 2 4:4 2 FH 3 0 2 1 2:3 2 BLAKMÓTUM keppnistímabilsins lýkur I dag og á morgun með leikjum I bikarkeppninni og öldungakeppninni. I íþróttahusi Kennaraháskólans hefst klukkan 14.00 á morgun urslitaleikurinn í bikarkeppninni og mætast þar liS ÍS og Laugdæla. Að loknum þeim leik verSa verSlaun afhent fyrir bæSi 1. deildina og bikarkeppnina og verSur fróSlegt aS sjá hvort stúdentunum tekst aS sigra tvöfalt I blakinu I ár, en þeir hafa þegar sigraS I deildakeppninni. Á laugardag og sunnudag fara fram I iþróttahúsi Hagaskólans úrslitaleikimir i „öldungakeppninni" i blaki og hefst keppnin kl. 14.00 báSa dagana. Þá fer á morgun fram vormót i blaki og þátt I þvi taka stúlkur úr Vikingi. Þrótti og úr Menntaskólanum á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.