Morgunblaðið - 08.05.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.05.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1976 13 Iðnskólinn: Kynning á starfsemi verknámsdeilda í dag EFNT verður til kynningar á starfsemi verklegra deilda Iðn- skólans ásamt sýningu á verkum nemenda ( dag frá kl. 14—18. Þar munu kennarar og nemendur svara fyrirspurnum og ieiðbeina fólki um skólann. Ætlun skólanefndar með þéss- ari kynningu er að þarna gefist öllum sem áhuga hafa, tækifæri til að kynna sér þær breytingar sem orðið hafa og eru framundan í verkmenntamálum við skólann. Við Iðnskólann í Reykjavik eru reknar tvær grunndeildir verk- námsskóla, málmiðnadeild fyrir u.þ.b. 200 nemendur og tréiðna- deild fyrir u.þ.b. 50 nemendur. I báðum þessum deildum er sam- eiginlegt undirbúningsnám fyrir margar iðngreinar í málm- og tré- iðnaði. Aðstaða til framhaldsnáms, að málmiðnadeild lokinni, er komin fyrir rafvirkja, rafvélavirkja, út- varpsvirkja og bifvélavirkja. Með núverandi búnaði er hægt að taka inn 24 nemendur í rafvirkjun og rafvélavirkjun, 24 í útvarpsvirkj- un og 24 í bifvélavirkjun. Sameiginlegt grunnnám fyrir hárskurð og hárgreiðslu hófst s.l. haust fyrir u.þ.b. 20 nemendur. Verklegu námi er fléttað inn í nám samningsbundinna nema í skólanum í prentun, prentsetn- Vortónleikar Tónlistarskólans TÓNLISTARSKÓLINN f Reykja- vfk heldur vortónleika sfna f Austurbæjarbfói f dag, og hefjast þeir kl. 2.30 sd. Efnisskrá er fjölbreytt að vanda, enda koma þar fram yfir 20 nemendur skólans og flytja á annan tug verka eftir þekkt tón- skáld frá ýmsum tímum, svo sem Bach, Prókofíef, Sibelius, De- bussy, Chopin, Hindemith, Scön- berg, Brahms, Mozart og List. Velunnurum skólans er vel- komið að sækja þessa tónleika svo lengi sem húsrúm leyfir, en að- gangur er ókeypis. Ferðafélagið í fuglaskoðunarferð FERÐAFÉLAG íslands fer i fuglaskoðunarferð um Miðnes og Hafnarberg n.k. sunnudag 9.maí. Aætlað er að leggja af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10 ár- degis. Leiðsögumenn í ferðinni verða Grétar Eirfksson og Gestur Guðfinnsson. ingu og bókbandi, málun og bakstri. Höfuðþátturinn í starfsemi skólans er ennþá bóklegt nám fyr- ir samningsbundna iðnnema; auk þess má nefna nám í tækniteikn- un, meistaranám fyrir húsasmiði og múrara og ýmiss konar nám- skeiðahald. Reglulegir nemendur við skól- ann á þessu skólaári eru 1437 þar af eru 414 i verknámsskólanum. Kennarar- við skólann eru 103 þar af 54 fastráðnir. Það er von forráðamanna skól- ans að þessi kynning geti orðið gagnleg fyrir alla aðila, sem á einhvern hátt eru tengdir iðnaði eða verkmenntun og einnig fyrir væntanlega nemendur og að- standendur þeirra. Mæðrablómið á morgun Fjáröflun mæðra- styrksnefndar Á MORGUN, sunnudaginn 9. maí, er mæðradagurinn, hinn árlegi fjáröflunardagur Mæðrastyrks- nefndar Reykjavfkur. Mörg undanfarin ár hefir mæðrablómið verið selt til styrkt- ar starfsemi Mæðrastyrksnefnd- arinnar, sem er fólgin I þvi að hjálpa mæðrum, sem tii hennar hafa leitað með beiðni um aðstoð. Með breyttri þjóðfélagsskipan hafa verkefni Mæðrastyrksnefnd- arinnar breytzt nokkuð hin siðari ár þannig að nú eru þau aðallega fólgin i fatagjöfum og peningaað- stoð um jólin, einnig eru farnar orlofsferðir með efnalitlar mæður Mæðrastyrks- nefnd Kópavogs með kaffisölu SUNNUDAGURINN 9. maf er hinn árlegi mæðradagur. Þann dag hefur Mæðrastyrksnefnd Kópavogs kaffisölu f félagsheim- ilinu að lokinni guðsþjónustu f Kópavogskirkju. Nefndin hefur nú starfað í 8 ár og leitar nú enn stuðnings og vel- vilja Kópavogsbúa, sem þeir jafn- an hafa veitt á undanförnum ár- um. Kópavogsbúar, mætum öll í veizlukaffi I félagsheimilinu með fjölskylduna milli klukkan 3 og 6 á sunnudag um leið og við styrk- um gott málefni. (Fréttatilkynning frá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs) Hótel Loftleiðir í MYNDARTEXTA i blaðinu í gær, sem fylgdi frétt um 10 ára afmæli Hótel Loftleiða, var farið rangt með starfsheiti forstöðu- manna hótelsins. Erling Aspe- lund er hótelstjórinn þarna og Emil Guðmundsson aðstoðarhót- elstjóri. Félag stofnað um velferð Landhelgisgæzlumanna STOFNFUNDUR félags um vel- ferð Landhelgisgæzlumanna verður haldinn f húsi Slysavarna- félags Islands við Grandagarð á laugardag en félagar f félaginu geta samkvæmt lagadrögum aðeins orðið þeir sem eru aðstandendur starfsmanna Land- helgisgæzlunnar. Tilgangur félagsins á að verða sá að stuðla að velferð gæzlu- manna og heimila þeirra. Mark- miðinu hyggst félagið m.a. ná með þvi að halda reglulega fundi, A Ö -t V * •* oqrr>9»* fjáröflunarleiðum og með öðrum tiltækum ráðum. Fyrirhugað er að starfsmenn Landhelgis- gæzlunnar geti orðið aukafélagar I þessum félagsskap og hafa innan félagsins fullan rétt — að undanteknum atkvæðisrétti. Ekki hefur verið ákveðið, hvert nafn félagið hlýtur og er ætlazt til þess að fundarmenn komi með uppástungur, sem fundurinn siðan velji úr. Undirbúnings- nefnd hefur unnið undanfarið að stofnun félagsii UMl [CMnldEw^MRC Lögreglan býður upp óskilamuni HIÐ árlega uppboð á óskilamun- um f vörzlu lögreglunnar f Reykjavfk verður f dag, laugar- dag, og hefst það klukkan 13.30. Verður uppboðið að venju f portinu bak við Borgartún 7. Endurvakinn karlakór með hliómleika KARLAKÓRINN Stefnir f Mos- fellssveit hefur nú verið endur- reistur og hafa æfingar verið stundaðar sfðan fyrir áramót. Er nú ákveðið að kórinn haldi samsöng f kvöld kl. 21 f Félags- garði f Kjós, f Hlégarði á sunnu- dag kl. 15 fyrir styrktarfélaga og kl. 21 fyrir styrktarfélaga og aðra. Einnig syngur kórinn f Fólk- vangi, Kjalarnesi, þriðjudags- kvöldið kl. 21. Söngfélagið Stefnir var stofnað á sumrin og er sú starfsemi afar vsnsæl. Auk þess hefir Mæðra- styrksnefndin ókeypis lögfræði- legar upplýsingar á skrifstofu sinni, að Njálsgötu 3. Á morgun mun mæðrablómið verða selt f borginni og er það einlæg von nefndarinnar að borg- arbúar kaupi blómið og styrki gott og þarft málefni. Einnig eru mæður hvattar til að lofa börnum sinum að selja mæðrablómið, en það verður afhent frá kl. 10 f fyrramálið að Njálsgötu 3 og í eftirtöldum skólum; Melaskói-. Vogaskóla, Hamrahlíðarskóla, Langholtsskóla, Öldugötuskóla, Árbæjarskóla, Laugarnesskóla, Breiðholtsskóla, Austurbæjar- skóla, Álftamýrarskóla og Isaks- skóla. um áramótin 1939—1940 og starf- aði af miklum krafti fyrstu árin en á árunum eftir 1950 átti kórinn erfitt uppdráttar vegna skorts á söngmönnum og um 1960 féll starfsemin alveg niður. Lárus Sveinsson trompetleikari hefur æft kórinn í vetur og á söngskrá kórsins eru bæði lög eftir innlenda og erlenda höf- unda. Kórinn syngur m.a. lög eftir Inga T. Lárusson. Sigfús Halldórsson. Oddgeir Kristjáns- son, Pál ísólfsson og Sigfús Einarsson. Þá má nefna lög eftir Schubert, L. Spor, F. Flemming, lög úr My Fair Lady, Guðföðurnum o.fl. í Karlakórnum Stefni eru nú 47 söngmenn úr Mosfellssveit, Kjalarnesi, Kjós og Þingvalla- hreppi. Formaður kórsins er Kristján B. Þórarinsson. Málverkasýning Steinþórs að Hamragörðum STEINÞÓR Steingrímsson opnar málverkasýningu i dag kl. 3 að Hamragörðum við Hávallagötu. Á sýningunni eru 40 olíumálverk, sem öll eru til sölu. Þetta er sjötta sýning Steinþórs. Hún verður op- in daglega frá kl. 16—23 til sunnudagsins 16. mai. Að sögn Ágústs H. Kristjáns- sonar, sem hefur umsjón með mununum, eru þetta munir, sem búnir eru að liggja hjá rann- sóknarlögreglunni I upp undir ár og ekki hefur verið vitjað. Þarna verða á boðstólum hjól, úr, skart- gripir, fatnaður alls konar og ýmislegt fleira. Ekki fer allt á uppboðið, sem lögreglan fær i sinar hendur, svo sem tanngómar. Ágúst vildi koma því á fram- færi, að fólk sneri sér til rann- sóknarlögreglunnar ef það tapaði einhverjum munum, en ekki er annar aðili, sem heldur slíkum munum til haga. Agúst með nokkra þð muni sem verða ð uppbodinu ( dag. Gómurinn ( silfurfatinu verður þó ekki boðinn upp. þegar hann lítur niður á HEMPEEs þökin og sér hve fallegum Wæbrigðum mánáúrlitumhans Nú eru fyrirtiggjandi 14 gullfallegir litir af HEMPEL’S þakmálningu. Um gæði HEMPEL’S þakmálningar þarf ekki að efast. HEMPEL’S er einn stærsti framleiðandi skipamálningar í heiminum. Seltan og umhleypingarriir hér eru þvi engin vandamál fyrir sérfræðinga HEMPEL’S MARINE PAINTS. HEMPECs þakmálning Framleiðandi á Islandi Slippfélagið íReykjavík hf Málningarverksmiðjan Dugguvogi—Símar 33433 og 33414 UUUAUIUUU.I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.