Morgunblaðið - 08.05.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.05.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1976 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAl 1976 17 fltofgmiirlftfrife Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Viðhorfin í landhelgismálinu Síðustu atburðír í land- helgisdeilunni hafa vakið athygli og vaxandi áhyggjur. Hin harkalega aðför brezku freigátanna að íslenzku varð- skipunum i fyrrakvöld kemur í kjölfar tiltölulega rólegs tíma- bils á miðunum. Bersýnilegt er, að lítið hefur mátt út af bera í þetta sinn til þess að manntjón yrði af. Menn hafa að vonum veltmjög fyrirsér síðustuþróun mála í herbúðum Breta. Þannig hefur það vakið athygli, að þar til í fyrrakvöld höfðu frei- gáturnar að því er virðist, hald- ið að sér höndum og spurt er hvers vegna. Sumir hafa talið, að Bretum ógni kostnaðurinn vegna viðgerða á þeim skemmdum, sem freigáturnar hafa orðið fyrir. í sumum blöðum er talað um einnar milljónar sterlingspunda greiðslur af þessum sökum, en í öðrum um tvöfalt hærr: upp- hæð Hvor talan sem rétt er, má Ijóst vera, að hér er ekki um svo stórkostlegan kostnað að ræða á mælikvarða Breta, að hann geti valdið breyttum starfsaðferðum freigátanna á dögunum. Þar hefur eitthvað annað legið að baki Þá hefur það vakið mikla athygli er brezku togararnir sigldu á brott og kröfðust aukinnar flotaverndar og fjár- bóta. Aukna flotavernd hafa þei; fengið en viðbrögð þeirra eftir þá ákvörðun benda til þess, að brottsiglingin hafi ekki sízt stafað af fiskileysi á miðunum og að peningasjónar- miðin vegi a.m.k. jafn þungt og þörf þeirra fyrir auknar verndaraðgerðir. Allt er þetta íhugunarefni og að sjálfsögðu hljótum við íslendingar að fylgjast mjög náið með því, sem gerist í herbúðum and- stæðingsins í þessari deilu. Ákveðinn hópur manna hefur allt frá upphafi þorska- stríðsins haldið því fram og reynt að telja þjóðinni trú um, að íslendingar gætu sigrað í því, með valdbeitingu og aukinni valdbeitingu á fiskimið- unum. Þessir aðilar hafa itrekað staðhæft jafnan þegar sæmilega hefur gengið af okkar hálfu, að þarna sé vís- bending, um, að sigur sé í sjónmáli og að einungis þurfi að efla landhelgisgæzluna og auka skipaflota hennar til þess að sigur vinnist. Það er svo önnur saga, að þessir sömu menn voru ekki tilbúnir til þess að borga reikninginn, þegar til kom, eins og glögglega kom i Ijós á dögunum, og lagðist þá lítið fyrir kappana. En hámarki náði þessi áróður þó, nú fyrir tveimur sólarhringum, þegar brezku togaraskipstjórarnir sigldu á brott, eins og þeir hafa raunar gert áður, þegar þeir þurftu að knýja stjórnvöld í London til aðgerða Nú var því lýst yfir af hálfu opinberra tals- manna og í sumum fjölmiðlum, að íslendingar hefðu unnið sig- ur og þorskastríðinu væri lokið! Jafnframt hafa, af hálfu þessara sömu afla, allir þeir. sem hafa viljað líta raunsæjum augum á þessa deilu og hafa ekki viljað taka þátt í þeim leik að blekkja þjóðina um raun- verulegar staðreyndir málsins, verið stimplaðir undansláttar- menn og jafnvel fimmtu her- deildarmenn á íslandi. Atburðarás síðustu daga hefur væntanlega sannfært al- menning um, að gífuryrði og hreystiyrði þessara manna duga okkur skammt í land- helgisdeilunni við Breta. Brezku togararnir og frei- gáturnar hverfa ekki af íslands- miðum, þótt því sé lýst yfir hér i landi, að sigur sé unninn eða sigur sé í nánd og því síður verður það þorskstofninum til nokkurs styrktar. Nú hafa brezku togaraskipstjórarnir snúið aftur og hafið veiðar og brezki herskipaflotinn á íslandsmiðum hefur gerzt hálfu aðgangsharðari við varðskipin. Kannski hefur flota hennar hátignar þótt nauðsynlegt að sýna það, svo ekki yrði um villzt, eftir opinberar yfirlýs- ingar á íslandi, að hann hefði ekki verið sigraður í þessari deilu. En kjarni málsins er auð- vitað sá, eins og við höfum langa reynslu af í deilum okkar við Breta, að þau deilumál verða ekki útkljáð með vopna- valdi. Við íslendingar höfum ekki bolmagn til þess að reka Breta af miðunum, en við höf- um líka sýnt þeim og um- heiminum að við gefumst ekki upp frammi fyrir ofurefli og þrátt fyrir allt hefur okkur tekizt að gera þeim lífið leitt á fiski- miðunum eins og dæmin sanna. Atburðirnir síðstu daga hafa engu breytt um þá stað- reynd, að skynsamlegasta leiðin er friðsamleg lausn til skamms tíma, eins og áður hefur komið fram hér I blaðinu, enda hefur sú afstaða að við munum sigra með vopnum opinberazt nú síðustu sólar- hringa með átakanlegum hætti. Morgunblaðið lætur sem vind um eyru þjóta brigzlyrði þeirra, sem bíta sífellt í skjalda- rendur en þora þó ekki að horfast í augu við þann vanda sem við þjóðinni blasir. Fundum hafréttarráðstefn- unnar er lokið í New York að sinni og þar hafa hagsmunir íslands enn verið tryggðir. Það gefur tilefni til bjartsýni, enda þótt óskoraður yfirráðaréttur strandríkja yfir auðlindum innan 200 mílna sé ekki enn orðinn að alþjóðalögum. En einmitt vegna þess, hversu skammt er til úrslita í þessu lífshagsmunamáli þjóðarinnar og miklar breytingar í aðsigi á fiskimálastefnu efnahags- bandalagsins og í fiskveiðilög- sögumálum Breta sjálfra, er ástæða til þess að leita skamm- tíma lausnar og tryggja þar með, frá sjónarmiði okkar íslendinga, meiri verndun þorskstofnsins en ella, frið á fiskimiðunum og að manntjón verði ekki i þeim hættulega leik, sem háður er milli her- skipa og varðskipa Á skíðum Fyrir skömmu gengu sex félagar úr Flugbjörgunar- sveitinni þvert yfir hálendi íslands. Lögðu þeir upp frá Fljótsdalshéraði 3. apríl og komu niður til Kalmans- tungu á sumardaginn fyrsta, 22. apríl. Eins og við var að búast í slíkri ferð henti þá ýmislegt á leiðinni sem fróðlegt er að vita. Til dæmis gistu þeir eina nótt í jökulsprungu, aðra f íshelli og þá þriðju í hraungjótu. Þá hrepptu þeir oft hin verstu veður og töfðust nokkuð af þeim sökum. Alls er leiðin sem þessar kempur lögðu að baki um 360 km löng sé miðað við loftlfnu. Flugbjörgunarsveitin var stofnuð eftir Geysisslysið árið 1950 með það að markmiði að geta bjargað mönnum úr Iffsháska á hálendi Islands. Félgar sveitarinnar verða að kunna að lifa á hálendinu ef þeir ætla að geta bjargað öðrum þar, eins og fararstjóri hópsins sagði. Slfk ferð er því ákaflega heppileg til að öðlast þá reynslu og kunnáttu sem nauðsynleg er til björgunarleiðangra á hálendinu. Lagt var upp frá Grenisöldu á Fljótsdalshéraði og nærri þremur vikum seinna komið niður í Kalmans- tungu. Mestur hluti leiðarinnar var genginn á skfðum og útbúnaður dreginn á snjóþotum. Sú grein sem hér fer á eftir er hin fyrsta af þremur sem blm. Mbl. vann í sameinu við göngugarpana. Þeir skrifuðu allir dagbækur á leiðinni þannig að auðvelt var að rifja upp atburði ferðarinnar. TILGANGUR FERÐARINNAR Fararstjóri í ferðinni var Rúnar Nordquist. Eins og vant er um fararstjóra, skipstjóra og for- menn gekk hann undir ýmsum nöfnum á leiðinni, algengast var að nefna hann einfaldlega kall- inn, gamla rörið eða eitthvað áiíka. Hann er 31 árs og mjög reyndur í slíkum ferðum. Nýlið- inn í hópnum var Þór Ægisson en hann er 21 árs gamall. Þá var Jóhannes Ellert Guðlaugsson kallaður Elli, en hann er í radíó- tækni. Hann fékk þvl að sjá um neyðartalstöðina en hún var samt aldrei notuð. Arngrímur Her- mannsson Addi, er 22 ára og hefur hann verið með Flugbjörg- unarsveitinni í nokkur ár. „öld- ungurinn" í hópnum var svo Steini, Þorsteinn Guðbjörnsson, 34 ára málari í Reykjavík. Þá er aðeins ótalinn „skítkokkurinn“ eins og félagarnir kölluðu Hjalta Sigurðsson, en Hjalti átti 26 ára afmæli í ferðinni. Hann er ásamt Rúnari reyndastur þeirra félaga. Þeir hafa m.a. gengið yfir Vatna- jökul endilangan og voru 12 daga í þeirri ferð. Þá hafa þeir gengið um Hornstrandir, Landmanna- laugar og víðar og hafa farið I 7 til 10 langar ferðir um dagana. — Tilgangur þessarar farar er náttúrulega fyrst og fremst að þjálfa mannskapinn og reyna út- búnaðinn sögðu félagarnir. Þetta er okkar eigin útbúnaður að mestu leyti en nokkuð sem Flug- björgunarsveitin á. Það hefur reynzt bezt að hafa útbúnaðinn í einkaeign til að honum sé betur við haldið. — Þá er þetta gert til þess að kynnast landinu og þeim veðrum sem oft geisa á hálendingu. Einnig lærir maður að þekkja sjálfan sig og eigin viðbrögð en það er ákaflega nauðsynlegt þegar á þarf að halda. Það er líka nauðsynlegt að kynnast hver öðrum og læra að vinna saman því samvinnan er mikið atriði. Þeir félagar hafa einnig .allir mikinn áhuga á að ferðast svo þeir höfðu að sjálfsögðu mjög gaman af ferðinni. Þeim veittist tækifæri til að koma á fáfarna staði og þetta er í fyrsta sinn sem þessi leið er gengin í einum leið- angri. undirbUningur Undirbúningur þeirra félaga hófst raunverulega fyrst í október. Þá fóru þeir upp I Nýja- dal undir rótum Tungnafells- jökuls og dvöldu þar eina helgi. Dalur þessi er einnig nefndur Jökuldalur. Komu þeir þar fyrir Kort þetta sýnir leið sexmenninganna yfir hálendið. 1) Grenisalda þar sem leiðangurinn hófst. 2) Fyrsti næturstaður hópsins við Þrælaháls. 3) Annar næturstaður félaganna við Snæfeil. 4) Við Kverká þar sem gist var i tjöldum. 5) Kverkfjöll. 6) Jökulsprungan f jaðri Dyngjujök- uls þar sem tjaldað var eina nótt. 7) Gæsavötn. 8) Hverasvæðið þar sem ferðalangarnir fundu fshellinn til að gista I. 9) Jökuldalur, en þar voru félagarnir veðurtepptir um skeið. 10) Laugafell. 11) Rauðhólar þar sem tjaldað var í afar slæmu veðri. 12) Hveravellir. 13) Þjófadalir þar sem hópurinn varð að blða af sér slæmt veður. 14) 1 Hallmundar- hrauni þar sem hópurinn lét fvrir berast eina nótt f hraungjótu f slæmu veðri meðan beðið var birtingar. 15) Kalmanstunga. Þar lauk göngunni og voru þá að baki um 360 km miðað við loftlfnu og liðnir 19 dagar frá þvf að lagt var af stað frá Grenisöldu. yfir hálendið Tjöldum slegið upp á fyrsta næturstaðnum við Tröllaháls. Nokkrir félagar úr Flugbjörgunarsveit- inni gengu yfir hálendið á 19 dögum Stefnan tekin með áttavitanum. Nær er Þorsteinn Guðbjörnsson en f jær er Jóhannes Ellert Guðlaugsson með áttavitann. birgðum til að eiga þegar þeir kæmu í skálann á leiðinni yfir hálendið. Var það alls kyns þurr- matur og dósamatur sem þeir skildu eftir í skálanum. — Áhugi á þessari ferð kviknaði raunverulega þegar við gengum úr Eyjafirði og alla leið á Þingvöll f fyrra. Fórum við þá um Hveravelli, Hagavatn, Hlöðufell og á Þingvöll. Þessi leið er um 180 km eftir loftlínu, og vorum við 10 daga að fara hana. Hún var því helmingi styttri að vegalengd og tfma heldur en ferðin nú. Þeir félagar komu einnig vistum fyrir á Hveravöllum til að eiga er þangað kæmi. Ingimar Valdimarsson formaður Flug- björgunarsveitarinnar flaug með nestið fyrir þá og henti því niður f fallhlff. Páll Kristinsson vélstjóri á Hveravöllum og kona hans Auður Brynja Sigurðardóttir geymdu síðan vistirnar fyrir félagana. — Þegar við undirbjuggum þessa ferð þá gengum við að sjálf- sögðu út frá reynslu ferðarinnar í fyrra og öðrum ferðum. Þetta byggist allt á reynslu. Við verðum að reyna að þróa útbúnaðinn, það kom t.d. í ljós f síðustu ferð að við þurftum betri tjöld. I janúar pöntuðum við því sérstök tjöld frá Bretlandi sem við ætluðum að nota í ferðina. Einn félagi í sveit- inni á slikt tjald og hefur það reynzt frábærlega. Við höfum ekki enn fengið svo mikið sem svar við pöntuninni. Við urðum því að ráðast í að endurbæta tjöld- in frá í fyrra eftir mætti. í ferð sem þessari verða að vera tjöld sem hægt er að treysta í hvernig veðri sem er. Stór þáttur í undirbúningi „labbakútanna" voru skiðagöngu- æfingar. Fóru þeir um hverja helgi frá áramótum og gengu á skíðum. Þá tóku þeir þátt í þrek- æfingum Flugbjörgunarsveitar- innar einu sinni í viku. Ofan á þetta stunduðu þeir svo sund, jafnvel einu sinni á dag til að auka þrek og úthald. Margir félagar i sveitinni að- stoðuðu sexmenningana við undirbúninginn. Fleiri vildu einnig fara með en komust ekki. Sérstaklega vildu göngugarparnir geta um aðstoð fyrrverandi for- manns sveitarinnar Sigurðar M. Þorsteinssonar, en hann gaf þeim mörg góð heilræði og hjálpaði á ýmsa lund. Þá útvegaði hann þeim neyðartalstöð sem að vísu var aldrei notuð en veitti nokkurt öryggi. Þá má nefna að sfðasta tjaldið sem var endurbætt kom Helgi stormur, sveitarfélagi þeirra, með upp í vélina á síðustu stundu þegar lagt var af stað austur. ÚTBtJNAÐUR Það þarf að mörgu að hyggja þegar lagt er upp í ferð sem þessa. Nauðsynlegt ér að velja réttan útbúnað, góðan og léttan. Ot- búnaður þeirra sexmenninganna var heldur ekki af lakara taginu enda nokkru til kostað. Svefn- pokarnir einir kosta allt að 60 þúsund kr. matur, tjöld, bakpokar o.m.fl. Þá voru félagarnir á sér- stökum skfðum sem reyndust mjög vel og voru ótrúlega sterk. í farangrinum var einnig olía, sykur, kexvörur og álteppi sem sett eru undir tjöldin til ein- angrunar. Um útbúnaðinn var búið á þotum sem Flugbjörgunar- sveitin hefur látið smíða og hægt er að draga á eftir sér á skíðun- um. Heildarverðmæti útbúnaðarins var nokkuð á aðra milljón. — Oft veltum við fyrir okkur hvort við værum tilbúnir, hvort nokkuð vantaði sagði Addi. Það reyndist ástæðulaus ótti og var flogið á Egilsstaði 2. apríl. Þar kom upp fyrsta vandamál ferðar- innar sem var flugveiki. Hún reyndist þó ekki hafa nein áhrif á gang mála eftir að komið var austur. LAGT AF STAÐ Þegar komið var austur var haldið niður á Eskifjörð þar sem gist var eina nótt. Þar var birgðunum skipt á milli þeirra mjög nákvæmlega. Það var að vísu misjafnt hvað menn höfðu sem persónulegan farangur en það hafa verið um 35 til 40 kg sem komu í hlut hvers. Einnig var matnum skipt niður í dag- skammta en gerð hafði verið ná- kvæm áætlun um mataræði hvers dags. Um morguninn var svo haldið á bílum upp að Grenisöldu upp á Fljótsdalsheiði. Þar eru vinnu- búðir sem notaðar hafa verið við rannsóknir á orkuveri á þessu svæði. Ingimar bóndi á Eyrar- landi leiðbeindi leiðangrinum upp að öldunni en þar tók Einar skálavörður höfðinglega á móti þeim. Um kl. þrjú var lagt af stað og stefnt að Þrælahálsi. Hafði ný- liðinn á orði að hundurinn á Grenisöldu hefði migið yfir far- angurinn en hann var ekki tekinn alvarlega. Um átta-leytið voru svo reist tjöld við Þrælaháls en nokkurn tíma tekur að reisa tjöld- in og koma sér fyrir. Er matur var snæddur höfðu menn á orði að undarlegt bragð væri af súpunni. Hjalti „skit- kokkur“ lagði þó ekki orð í belg f þeim umræðum fyrr en allir höfðu lokið sfnum skammti. — Það fór víst nokkuð af skíða- áburði með, upplýsti hann þá. Um nóttina var logn en mugga og fór frostið niður í 8°C. FÆÐI: te og kex Áætlað var að halda næsta dag að Snæfelli. Snæfell er 1833 m hátt og mjög tilkomumikið. Það er oft nefnt konungur fjallanna til mótvægis við drottningu fjall- anna, Herðubreið. — Snæfell er gifurlega fallegt fjall, sagði Rúnar. Það er erfitt að lýsa þvf, það hafa margir góðir menn reynt en tekizt misjafnlega. En það er geysilega tignarlegt. Það er mikið verk að ganga frá útbúnaðnum eftir nótt í tjöldun- um. Tekur það oft upp undir þrjá tíma. Það var þó lagt af stað um kl. 10 f erfiðu færi. Gekk á með éljum en var mjög gott á milli. Þetta var fyrsti dagurinn sem ekkert var borðað frá morgun- verði fram að kvöldi annað en kex og te. Var nokkuð erfitt að venja sig við þetta og voru menn orðnir æði svangir þegar kom að Snæ- felli. Þar er skáli sem ferðafélag Fljótdalshéraðs á og þurfti því ekki að tjalda þessa nótt. — Það var mikill munur að geta komizt í skálann. Þar gátum við kappkynnt og þurkkað allan fatnað og útbúnað. Um nóttina var lika hörkufrost og fór þaó niður f — 14°C. Þennan dag voru lagðir að baki 27 km miðað við beina loftlínu. „FRAUSFYRIR KJAFTINN A HJALTA“ Eftir nóttina undir Snæfelli var vaknað í birtingu og farið að undirbúa daginn. Þegar lagt var af stað um 10 var kominn vestan kaldi og höfðu þvi sexmenning- arnir vindinn beint f fangið. — Þegar við komum að Jökulsá á Brú urðum við að fara yfir hana á ísbrú, segja ferðalangarnir. Við könnuðum allar ár áður en við fórum yfir. Fór „Gamla rörið“ á undan í bandi út á isinn til að prófa styrkleikann. Þegar flokkurinn kom að Kringilsárrana var veðrið að fær- ast i aukana. Þarna er landið hæð- ótt og brekkurnar torsóttar. — Þar liggur kaffibrúsinn minn, enn upplýsir nýliðinn með söknuði. — Um kl. 6 var varla stætt vegna vinds. Voru ein 8—9 vind- stig og h-9°C. Er þá kælingin svo mikil að það samsvarar +36 °C f logni. Það var líka þarna sem fraus fyrir kjaftinn á Hjalta f fyrsta sinn. Hann er með nokkurt skegg sem fraus svo saman að ef hann ætlaði að hreyfa munninn tók í það. Hann varð því bara að sætta sig við að hafa munninn lokaðan. Við mikinn fögnuð okkar hinna. — Þennan dag var ætlunin að komast að Kverká. Vegna veðurs- ins var hins vegar horfið frá þessu og tjaldað skömmu áður en þangað kom. Höfðum við þá lagt að baki um 30 km. Tjaldstæðið var undir jökul- strýtu f jaðri Brúarjökuls. Þurfti að hlaða mikla snjógarða f kringum tjöldin til að skýla þeim fyrir veðrinu. Veður var slæmt um nóttina og hörkufrost. — Strax í upphafi fóru skór nýliðans að rifna. Losnaði sólinn frá alveg aftur fyrir táberg. Er þetta Sérstaklega bagalegt þar sem bæði er erfiðara að stjórna skfðunum og einnig blotnar maður í fæturna og geta skórnir frosið stffir. I annarri grein segir frá næstu dögum göngunnar. Þá sváfu þeir m.a. eina nótt í íshelli sem hver hafði myndað, hrepptu vonzku- veður í Jökuldal og Laugafelli og ýmsu fleiru. A H Stundum varð að stoppa og skipta um áburð undir skiðunum ef færið breyttist. Þá verð einnig dyttað að útbúnaði um leið. Myndir Hjalti Sieurðsson. |Til að forðast sólbruna báru kempurnar oft á sig áburð eins og myndin ber með sér. T.f.v. Þór, Steini og Elli. Stoppað til að fá sér te og kex. Næst er nýliðinn Þór þá Addi og fjærst er Elli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.