Morgunblaðið - 08.05.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.05.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1976 Röntgendeild Borgarspítalans 10 ára: 14 hektarar af röntgenmyndum — hálf meðalræktun bújarðar RÖNTGENDEILD Borgarspít- alans átti 10 ára afmæli 1 gær og f tilefni þess höfðum við tal af Ásmundi Brekkan yfiriækni deildarinnar og leituðum frétta af starfinu. Ásmundur sagði að alls hefðu Ásmundur Brekkan yfirlæknir Röntgendeildar Borgar- spftalans ásamt einni af hjúkrunarkonum deildarinnar að vinna við röntgenmynda- töku. Ljósmynd Mbl. Friðþjófur. þeir framkvæmt 253 þús. rönt- genrannsóknir á þessu tímabili og væru þær færðar á skýrslur deildarinnar. Filmunotkun deildarinnar á þessum tíma hefur verið 140 þús. fermetrar, eða 14 hektarar Og er það álíka stórt svæði og helmingur meðalbújarðar i sveit sem er 27 ha. Upphaflegt kaupverð tækja sagði Ásmundur hafa verið 8,6 millj. kr., en núverandi endur- kaupsverð væri ekki undir 150 millj. kr. Þá gat Ásmundur þess að framleiðsluverð á þessum 253 þús. röntgenrannsóknum væri á þessum 10 árum 1200 millj. kr. miðað við verðlag i dag, en um þessar mundir starfa 40 starfsmenn á röntgendeildinni. Aðspurður svaraði Ás- mundur um aðstöðu deildarinn- ar í Borgarspítalanum: „Það má segja að öll tæki séu orðin útslitin og meira og minna úr sér gengin eftir þessa notkun og við búum við mjög þröngan húsakost, allt of þröngan. Undirbúa mótmælagöngu frá Keflavík LAUGARDAGINN 15. maí n.k. efna herstöðvarandstæðingar til mótmælagöngu gegn herstöðvum og aðild Islands NATO. Gangan hefst við aðalhlið her- stöðvarinnar í Keflavík kl. 8.30. Þar ávarpar Karl Sigurbergsson skipsstjóri gönguna. Gengið verður til Reykjavíkur í nokkrum áföngum en göngunni lýkur með útifundi á Lækjartorgi kl. 22.00. Þar flytja ræður: Sigrún Huld Þorgrimsdóttir starfsstúlka, Árni Hjartarson kennari, og Svava Jakobsdóttir alþingismaður, Fundarstjóri verður Andri tsaks- son prófessor. Á blaðamannafundi með Mið- nefnd herstöðvarandstæðinga sagði Andri Isaksson að mið- nefndin vildi eggja Islendinga til tvíefldrar baráttu gegn hersetu á Islandi, en væntanleg ganga er sú áttunda sem er farin vegna her- stöðvarmálsins. 4 göngur hafa verið milli Keflavíkur og Reykja- vikur, ein frá Hafnarfirði og ein úr Hvalfirði, en aðrar hafa verið styttri. Akranes: Karlakórinn Svanir með tónleika á sunnudag Akranesi — 7. maí. KARLAKÖRINN Svanir, sem hefur starfað hér í mörg ár, efnir nú til tónleika nk. sunnudag kl 21 í Bíóhöllinni. Allan ágóða af þeim ætla kórfélagar að láta renna til styrktar ekkjum og börnum þeirra sjómanna, sem fórust með Hafrúnu frá Eyrarbakka sl. marz. Aðgöngumiðinn kostar kr. 500 en einnig verður tekið á móti frjáls- um framlögum þeirra sem vilja leggja fram meira. Má búast við því, að Akurnesingar og fólk úr nærliggjandi sveitum noti þetta tækifæri til þess að hlusta á góðan söng og styrkja um leið gott mál- efni. —júifus. r Asgrímssýning á Akranesi Akranesi, 6. maf — I DAG klukkan 14 verður opnuð sýning á 26 verkum Ásgríms Jóns- sonar í Bókhlöðunni hér á Akra- nesi. Á sýningunni verða 18 vatnslitamyndir og 8 olíumálverk. Elzta myndin er frá árinu 1900, en sú yngsta frá árinu 1956. öll þessi verk eru fengin að láni úr Ásgrimssafni. Sýningin er opin daglega frá klukkan 16 til 22 og á laugardögum og sunnudögum klukkan 14 til 22. Sýningunni mun ljúka sunnudaginn 16. mai. — Júlfus. I kvold, laugardag, i fyrsta sinn a Islandi í Grindavík meö Paradís og Laufinu. ■ TT' TITI h *V , Laufið Föstudag 14. maí í Víkurröst Dalvík meö Galdrakörlum. Laugardag' 15. maí í Felli Husavík með Galdrakörlum. Sunnudag 16. maí í Félagsh. Blönduósi með Galdrakörlum. Skólar athugið í miðri viku er hægt að fá þessa frábæru hljómsveit. Hafið samband við Tómas Tómasson i Festi, í símum 92-8389 og 92-8255, eða í síma 1 6520 eða Helga Steingrímsson (F.í.h.) í síma 20255 kl. 2—5 Vísist á skemmtanasíðuna. Brezka hljómsveitin Red sky at night

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.