Morgunblaðið - 08.05.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.05.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1976 11 MYNTSOFNUN íslandspeningarnir hafa hækkað um 600% leikust í fyrsta sinn á sviði 77 ára að aldri ANDERS Nyborg nefnist at- hafnasamur náungi í Danmörku. Hann rekur útgáfufyrirtæki, og haslaði sér völl á Norðurlöndum með útgáfu landkynningarbækl- inga um öll Norðurlönd, en hefur nú einnig snúið sér að útgáfu minnispeninga. Safnarar minnis- peninga eiga ýmissa kosta völ frá fyrirtæki hans, en m.a. gefur hann út peninga tileinkaða ein- stökum Norðurlöndum og þar á meðal sérstakan íslandspening. Anders Nyborg A/s hóf útgáfu minnispeninga árið 1973 með sér- stökum Islands- og Grænlands- peningum. Ári sfðar bættust Dan- mörk og Færeyjar í hópinn, árið 1975 var svo gefinn út sérstakur Noregspeningur og nú í ár kom einnig út sérstakur Svíþjóðarpen- ingur. Er því Finnland nú eitt eftir en Nyborg hyggst þó bæta Finnlandi í hópinn á næsta ári. Þessir peningar í Nordisk konstmedalj serie, eins og röðin kallast, virðast hafa fengið góðar undirtektir og hafa um 3 þúsund manns gerzt fastir áskrifendur að þeim. Fyrstu íslands- og Græn- landspeningarnir frá 1973 eru uppseldir hjá útgáfufyrirtækinu en meðal myntsala í Danmörku seijast þeir nú á 800 danskar krónur eða á röskar 22 þúsund krónur. Á uppboði í október í Svíþjóð í fyrra var þessi íslands- peningur sleginn á 400 sænskar krónur eða 16 þúsund krónur, og segir í tímariti sem fyrirtækið gefur út um myntútgáfur sínar, að þetta sé 600% hækkun á upp- haflegu söluverði þessa penings. Verð á 1976 peningunum er hins vegar 125 krónur danskar. Anders Nyborg hefur haft þann háttinn á að fela einstökum nor- rænum listamönnum hönnun pen- inganna fyrir öll löndin frá ári til árs. 1 ár hefur listamaðurinn Folke Truedsson hannað Nor- rænu listmyntarröðina, og á fram- hlið Islandspeningsins sýnir Truedsson Dettifoss en á bakhlið hans sést hringiða. 1 mynttímaritinu sem áður er getið, segir að Sir Alec Guinnes, sá heimsfrægi leikari, hafi verið fenginn til þess að afhenda ís- lenzka ríkinu bronsafsteypu af ís- landspeningnum 1976 en ekki kemur fram hvenær þessi af- hending mun fara fram. Sir Alec er sem kunnugt er töluverður is- landsvinur orðinn frá því að hann eyddi hér sumarleyfi sinu fyrir fáeinum árum, og skrifaði hann til að mynda aðalgreinina í land- kynningarrit Anders Nyborg um Island núna — Welcome to Iceland 76. V-iSLENDINGURINN kunni, Joseph Thorson, fyrrum yfirdómari í fjár- málarétti Kanada og þingmaður, er um þessar mundir að skrifa ævisögu slna, enda hefur maðurinn frá mörgu að segja, að þvi er bezt verður séð á frétt i Lögbergi-Heimskringlu. Hann er nú 87 ára að aldri, en hefur þó fleiri jám i eldinum en ritstörfin, þvi að hann stendur I málarekstri gegn landstjórninni i Kanada. Honum er tungumálalöggjöf Kanadastjórnar, þar sem franska er látin jafngilda enskunni, mikill þyrnir i augum, og telur þjóðareininguna i hættu af þessum sökum. Hann höfðaði mál fyrir hæstarétti Ontario- fylkis og krafðist þess að löggjöf stjórnarinnar um notkun frönsku I opinberum stöðum skyldi felld úr gildi Hann tapaði málinu þar en rak siðan málið fyrir hæstarétti Kanada Sir Alec afhendir afstevpur af Islandspeningnum ’77. Utgáfan fyrir árið 1977 er í undirbúningi og að þessu sinni verður brugðið út af venjunni — ekki einum listamanni falin hönn- un peninganna heldur sjö finnsk- um myndlistarmönnum, og þá vafalaust í tilefni af því að þá verður í fyrsta sinn gefinn út Finnlands-peningur. Mun finnski málarinn Jaakko Sievanen hanna Islandspeninginn það árið. og hlaut þar sömu málalok. Hann hvikar þó hvergi og heldur áfram að hrella landstjórnina. Thorson sneri sér að stjórnmálum á þriðja áratugnum og var kjörinn þingmaður í kjördæmi i Winnipeg, og tók þá á þingi að berjast fyrir rétti póstafgreiðslumanna, sem sviptir höfðu verið öllum réttindum og hlunnindum eftir allsherjarverkfall i borginni 1919. Hann fór þar með sigur af hólmi, en missti um leið traust kjósanda i kjördæmi sinu, þar sem bjuggu hinir efnaðri borgarar. Féll hann þar i kosningum 1930 en sex árum siðar bauð hann sig fram að nýju i Selkirk i sambandskosn- ingum og var endurkjörinn 1941. Hlaut hann þá hlutfallslega fleiri at- kvæði Úkraínumanna en fslendinga á þessum slóðum. framhald á bls. 12 EKKI alls fyrir löngu sýndi Ungmennafélagið Gaman og al- vara sjónleikinn Mann og konu eftir Jón Thoroddsen í Ljósvetn- ingabúð. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök, að félagið fékk Gúnnar Ey- jólfsson til að setja leikinn á svið og meðal leikenda var 77 ára gam- „Maður fer nú að vara sig á svona fuglum,” segir Árni um Gunnar Evjólfsson, sem pfndi hann inn á leiksviðið. all bóndi, sem þarna steig sín fyrstu spor á leiksviði. Árni Kristinn Pétursson heitir þessi aldurhnigni nýgræðingur leiklistarinnar og við slóum á þráðinn til hans norður til að vita hvernig honum hefðu þótt faðm- lögin við Þaliu. „Ég á nú dálítið erfitt með að svara því. Ég var ekki vel friskur þegar þetta fór af stað, var lasinn af inflúensu,” svaraði hann, „en get þó sagt ykk- ur það, að þetta er voðaleg djöf... spenna." Árni lék þarna persónu að nafni Hrólfur, og fyrir hans hönd segist Árni hafa þurft að kveða þrjár vísur. Við spurðum Árna hvort honum hefði þótt gott að vinna með Gunnari Eyjólfssyni. „Já, það held ég,“ svaraði Árni, „nema hvað ég skammaði hann dálitið, þvi að ég ætlaði mér aldrei að gera þetta. Hann fékk mig út í þetta." Píndi Gunnar hann þá til að gera þetta? „Já, ég verð nú eigin- lega nærri því að játa það, því að þú getur nú ímyndað þér, að mað- ur, sem nú er þetta við aldur og aldrei hefur gert þetta fyrri, hafi nú ekki gleypt við því.“ Sýningar eru hættar fyrir nokkru en alls urðu sýningarnar níu, og Árni lét ekki alltof vel yfir aðsókninni. „En það er kannski ekki að marka, þvi að félagsheim- ilið okkar, Ljósvetningabúð í Kinn, tekur svo margt fólk. Svo var svo mikill útbúnaður sem fylgdi þessu, að það var ómögu- legt að flytja þetta nokkuð á milli. Hefur hann í hyggju að leita eftir frekari frama á leiksviðinu? „Ég! Nei-ei, ekki hef ég ætlað mér það,“ svarar Árni með þungum áherzlum. En ef Gunnar kemur nú aftur norður, heldur Árni að hann geti platað hann aftur? „Hahaha, nei, maður fer nú að sjá við svona fuglum hvað úr hverju," segir Árni fyrst en svo verður hann dálítið tvístígandi. „Annars skán- aði þetta allt saman svona með timanum, þetta eru nú stór hlut- verk i þessu leikriti og menn svona teknir I þau hingað og þang ð að, sem eru við bú og hafa aldrei komið á leiksvið áður, svo að það er varla von að það verði eins gott hjá okkur og þeim sem eru að leika á hverjum vetri — hvað þá hverju kvöldi. En fólk var ánægt með þetta, það held ég“ V-l SLE N DIN G AR Joe Thorson, yfirdómari, skrifar endurminningar sínar — og á í stappi við stjórnvöld Háskólanámið verði hagnýtara NÝLEGA fór fram rektorskjör við Háskóla íslands, þar sem Guð- laugur Þorvaldsson var endurkjör- inn rektor til næstu þriggja ára af yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem atkvæ8isrétt höfSu. Háskólinn og starfssviS hans hafa veriS í töluverSri endurnýjun undanfariS, námsleiSum hefur verið fjölgað og að þvi stefnt að efla tengsl skólans við atvinnu- vegina. Slikt er að minnsta kosti áhugamál rektors sjálfs, enda ekki undarlegt þegar hugað er að upp- runa Guðlaugs. Hann er Grindvíkingur, fæddur á Járngerðarstöðum 13. október 1924. Hann ólst þar upp ásamt fjórum systkinum sinum. Hann fór til náms i Flensborg i Hafnarfirði 13 ára að aldri en fór síðan i Menntaskólann á Akureyri, þar sem hann var þrjá vetur. „Þannig að eftir fermingu var ég litið heima í Grindavik nema þá á sumrin en bæði sem barn og ungl ingur vann ég þar við bátinn sem gerður var út frá Járngerðarstöð- um og eins við heyskap. þvi að við vorum með kýr lika. Ég kann ennþá að slá með orfi og Ijá eftir að ég hugsaði um túnið hjá pabba," sagði Guðlaugur okkur. Guðlaugur fór til vinnu fyrst eftir stúdentspróf og lét háskóla námið biða eitt ár. „Ég hafði fengið einn af þessum fjórum styrkjum, sem veittir voru 1944 eða þegar ég varð stúdent," segir Guðlaugur. „Ég var þá ákveðinn I þvi að leggja stund á landafræði og jarðfræði I Sviþjóð, en ég hafði hins vegar engan til að styðja mig og það var ekki heldur hægt að komast út á þessum árum. svo að ég ákvað að biða heima eitt ár. En síðan skellti ég mér i viðskipta- fræðideildina, beitti útilokunar- aðferðinni og vissi i rauninni ekkert hvað ég var að fara út i." Guðlaugur segist þó ekkert hafa séð eftir því hvernig námsferill hans atvikaðist. Hann lauk sinu viðskiptafræðiprófi og fór siðan strax að námi loknu að vinna á Hagstofunni og stofnaði heimili, en hann hafði þá verið trúlofaður i fimm ár. Á hagstofunni vann hann til 1966 en kenndi jafnframt við háskólann frá 1956 auk þess sem hann kenndi við Verzlunarskólann frá 1950 til 1961. „Jafnframt þessi dundaði ég við prentsmiðju- störf og jafnvel blaðamennsku á árunum frá 1946—58 og þá við Fálkann þegar Skúli (Skúlason) ritstýrði honum erlendis frá. Ég sá alveg um Fálkann i prentsmiðjum hérna, braut hann um og hvað- eina, I 11 ár og vann á þann hátt fyrir mér með náminu." Þegar hann hætti hjá Hagstof- unni varð Guðlaugur ráðuneytis- stjóri I fjármálaráðuneytinu. „Ég hafði þá i nokkur ár sem hagstofu- starfsmaður unnið mikið við fjár- lagagerð og undirbúningi að breyttum háttum við fjárlagagerð, og þekking mín á því sviði varð til þess að ég fór I fjármálaráðu- neytið. Ég var þar þó ekki nema eitt ár en svo þegar Gylfi Þ. Gisla- son ákvað að segja prófessors- stöðu sinni lausri, sem ég hafði þá um skeið að nokkru leyti annazt fyrir hann, ákvað ég að sækja um hana" Guðlaugur fékk stöðuna enda likaði honum kennslan vel enda þótt hann segist fúsastur viður- kenna það, að hann hafi aldrei búið sig sérstaklega undir það að verða háskólakennari heldur hafi það fremur atvikazt á þennan hátt. Hann segist hafa kunnað afar vel við sig í Arnarhvoli, bæði þann tima sem hann var hjá Hag- stofunni og i fjármálaráðuneytinu, „og ég hef aldrei með öllu skilið við þann hugarheim, en jafnframt held ég að það hafi verið góður undirbúningur fyrir það að takast á við rektorsstörfin hér," segir hann. Guðlaugur var kjörinn rektor Háskóla íslands I nóvember 1973. „Jú, háskólinn er orðinn hið mesta bákn og viðamikil starfsemi fer fram innan hans. en það er anzi gaman að fá að glima við stjómun hans svona um tima," segir Guðlaugur. „Núna eru i Háskólanum 2800 stúdentar og fer alltaf fjölgandi en á sama tima erum við að reyna smám saman að reyna að fjölga námsgreinum eða leiðum innan skólans." En hver eru þá helztu verkefni sem vinna þarf að innan Háskól- ans að mati rektors? „Eitt þeirra verkefna sem hvað brýnast er að vinna er að ganga frá framtiðar- skipulagi háskólalóðarinnar." svarar hann. „Það er raunar I fullum gangi um þessar mundir og ég vona að það komi eitthvað út úr þvi máli núna alveg á næst- unni. Hins vegar er það svo fram- undan að taka ákvörðun um það hvaða deildir eða greinar á að efla innan háskólans á næstunni. Það er Ijóst, að sumar hinna hefð bundnu greina háskólans eru orðnar þannig, að stúdentar eru famir að óttast atvinnuleysi i þeim og þá vaknar sú spurning hvað sé hægt að taka upp af nýjum greinum sem hafi hagnýtt gildi. i þeim efnum er raunar ýmislegt á döfinni og það sem mest er rætt um núna er kannski stórvægilegt en gagnlegt engu að siður. Ég nefni t.d. sjúkraþjálfunina, sem ég held að sé nokkuð öruggt að fari af stað I haust. Siðan er það mat- vælaefnafræðin og matvælaverk- fræðin, sem við erum mjög spenntir fyrir og við ætlum að kynna nánar alveg núna á næst- unni. Það hefur ekki fengizt fjár- veiting í þetta ennþá en við stefn- um að þvi að fara út i þetta i samvinnu við Rannsóknastofnun atvinnuveganna. Við þetta gætu til að mynda myndazt einhvers konar tengsl t.d við Fiskvinnslu- skólann og ýmsa verkmenntunar- skóla." Guðlaugur segist vera þeirrar skoðunar, að mjög mikilvægt sé og raunar nauðsynlegt að haga háskólanáminu þannig á næstu árum, að a.m.k. hluti námsins sé beinlinis hagnýtur fy.ir atvinnu- vegina. Að vísu sé um það deilt i hversu miklum mæli þetta skuli vera en hann segir það sannfær- ingu sina „að halda háskólanám- inu eins hagnýtu og við getum hér. þvi að menn fara hér á landi yfirleitt ekki i svo sérhæfð störf heldur þurfa menn fremur að hafa nokkuð breiða þekkingu á starfi sinu. En auðvitað þarf einnig að hlúta að hinu háþróaðra og sér- fræðilega lika, þvi að enginn háskóli getur verið án sliks." GUÐLAUGUR Þ0RVALDSS0N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.