Morgunblaðið - 14.05.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.05.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAl 1976 3 F riðrik teflir y ið Timman 11. umferð AFMÆLISSKÁKMÓTIÐ um dr Max Euwe var sett við hátfðlega athöfn í Van Gogh safninu f Am- sterdam síðdegis í gær. Viðstadd- ir voru þeir fjórir skákmenn, sem þátt taka í mótinu. afmælisbarnið sjálft, allmargir framámenn skákmála og f jöldi áhorfenda. I gær var ennfremur dregir um töfluröð keppenda og var Hol- lendingurinn Timman dreginn fyrstur, Bandaríkjamaðurinn Browne annar, Sovétmaðurinn og heimsmeistarinn Karpov þriðji og Friðrik Ólafsson stórmeistari er fjórði í töfluröðinni. Fyrsta um- ferðin verður tefld í dag og tefla þá saman Timman og Friðrik, Browne og Karpov, og hafa þeir fyrrnefndu hvítt. Alls verða tefld- ar 4 umferðir og lýkur mótinu 21. maí. Smvsl upplvst hjá Fylki NK I ÞESSARI viku lauk tollgæzlan rannsókn á smvgli á 204 flöskum af áfengi, 2184 flöskum af bjór og 12200 vindlingum með m/b Fylki NK 102 til Neskaupstaðar. Varningurinn. sem keyptur var í Englandi. kom til landsins í fimm ferðum bátsins á tímabilinu ágúst 1974 til nóvember 1975. Skipstjórinn á bátnum var eig- andi að meginhluta varningsins. Núverandi söluverðmæti þessa varnings mun vera á aðra milljón króna. Birna Norðdahl kvenskátameist- ari Islands í ár NÝLEGA er 'okið einvigi um Is- landsmeistaratitil kvenna í skák 1976, en á Skákþinginu á dögun- um urðu þær Svana Samúelsdótt- ir og Birna Norðdahl efstar og jafnar. Náðu þær fyrst 6 skáka einvigi, og lyktaði því með jafn- tefli, 3:3. Var þá ákveðið að sú þeirra, sem fyrr ynni skák yrði meistari. Fór svo að Birna Norð- dahl vann 7. skákina, og tryggði sér þar með meistaratitilinn. Hún hefur ekki unnið til hans áður. Auglýst eft- ir vitnum ALLTAF eru nokkur brögð að þvi að ökumenn, sem verða fyrir því að aka á kyrrstæðar bifreiðir og skemma þær, fari af vettvangi án þess að láta vita um atburðinn. Situr þá eigandinn uppi með tjón- ið og hans eina von er að vitni gefi sig fram, sem geti bent á tjónvaldinn. Er þá gjarnan aug- lýst eftir slikum vitnum hér í Mbl. Á eftir verða nefndar nokkr- ar slikar ákeyrslur að undan- förnu. Eru þeir, sem telja sig geta veitt einhverjar upplýsingar um þessar ákevrslur, beðnir að hafa samband við Slysarannsóknar- deild lögreglunnar í sfma 11166. Föstudagur 9. aprll. Ekið á bif- reiðina R-16196, Volkswagen- fólksbifreið, ’73, ljósbláa, á móts við Þingholtsstræti 11 á tímabil- inu kl. 13:00—16:10. Vinstra framaurbretti skemmt. Fimmtudagur 10. apríl. Ekið á bifr. Y-5909, Fiat 128 fólksbifr., græna að lit, árg. 1970. Stóð á Vonárstræti, við Tjarnargötu. Vinstra framaurbretti, vinstri framhurð dældað. Vélarlok gengið til og framhöggvari und- inn. Þriðjudagur 13. aprfl. Ekið aftan á bifreiðina R-35901, Ford Cortina-fólksbifreið, rauða að lit, árg. 1971, á afrennslisbrautinni frá Miklubraut að Reykjanes- braut. Sá sem ók aftan á var á Framhald á bls. 31. 1. hluti Hér eru allir hlutar Nordmende tækjanna krufnir til mergjar I rannsóknarstofum verksmiðj- anna. 2. hluti 399—704 mismunandi athug- anir ð öllum heildum tækisins. Framkvæmt eftir fyrsta hluta og óháð honum. 3 hluti Loka könnun á framleiðslu inn- volss. 20—50 einstakar athug- anir. Auk millí athuganna á ein- ingum ásamt gæðakönnun við sérstakar aðstæður. svo sem: Fall. titringur og loftslagsbreyt- ing 4 hluti Heildar móttöku athugun. 21 mismunandi athugun. Sendistöð Nordmende verksmíðjanna gerir kleift að athuga mynd- og hljóð- móttöku, jafnvel við hin verstu skilyrði. 5. hluti Önnur gæðakönnun, sem er endurtekning á fjölda athugunum, sem voru áður framkvæmdar. Erfiðasta prófið: 25. klst stanzlaust gangpróf a) 1 klst starfspróf með mjög næmum mælum gegnum tölvu við erfiðustu aðstæður. Sfðan er flutningsþol tækisins kannað, og að lokum: b) 24 klst stanzlaust próf. Nú verður tækið að sanna ágæti sitt við stanzlausa notkun. Ekkert litsjónvarp frá Nordmende fer frá verksmiðjunni sem ekki stenzt þetta próf, sem nær yfir 1000 atriði. Skipholti 19 við Nóatún, slmar 23800 — 23500, Klapparstfg 26, simi 19800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.