Morgunblaðið - 14.05.1976, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAl 1976
11
Þankar á sjötugsafmœli
Friðriks Jessonar
„Vitur maður hefur sagt að
næst því að missa móður sína sé
fátt hollara ungum börnum en að
missa föður sinn. Þó því fari
fjarri að ég taki undir þessi orð að
öllu leyti, þá sæti það síst í mér að
fara að bera á móti þeim beint."
Á haustnóttum 1923 settust ung
hjón með þrjú börn sín smá að í
kjallaraherbergi í Vestmanna-
eyjum.
Vatnsgeymir hússins (þar í
plássinu kallaður brunnur) var
hinumegin við einn vegginn og
þar sem láðst hafði að einangra
hann áður en herbergið var leigt
var svo sem ekki hætta á að hlut-
ir, sem við þann vegg stóðu, of-
þornuðu neitt að ráði.
Ekki var húsnæði fjölskyld-
unnar neitt nema þetta eina her-
bergi. Hjónarúmið í einu horninu
og eldavélin í öðru. Inngangur í
„verelsið" var gegnum sameigin-
legt þvottaherbergi allra íbúa
hússins svo að ekki var ávallt
gengt þurrum fótum inn i
„ibúðina".
Aldrei varð ég samt var við að
mýsnar létu það á sig fá. Þær voru
þarna „undir, yfir og allt um
kring“. Ófá voru þau kvöldin sem
ómurinn af bjástri þeirra fylgdi
okkur inn í svefninn.
Húsmóðirin hafði þær áhyggjur
mestar, að mús kæmist í vöggu
hvitvoðungsins. Vissi, af reynslu,
að synir hennar urðu ekki
uppvægir þó einhver músar-
anginn yrði fyrir því óhappi að
taka ekki eftir gatinu, sem stall-
systur hennar höfðu gert á
pappann í loftinu og lenti svo
mjúkri lendingu á sameiginlegri
yfirsæng þeirra bræðra. Það voru
svo sem engir veifiskatar, sem
sváfu í rúminu því, enda var
annar orðinn fullra fimm ára og
hinn kominn hátt á það þriðja.
Sjálfsagt hafa hjónin ekki ætlað
sér að verða lengi í þessu eina
herbergi. Sú varð og raunin á um
húsbóndann. Snemma á næsta ári
fékk hann lungnabólgu og dó.
Á þessum árum var Sólveig Jes-
dóttir bæjarhjúkrunarkona í
Vestmannaeyjum og hjúkraði
hún sjúklingnum meðan hann iá
banaleguna.
Henni hefir víst ekki litist of
vel á aðstæður ekkjunnar þvi hún
tók eldri soninn heim með sér. Sú
dvöl átti upphaflega ekki að vera
nema ein eða tvær vikur, en ein-
hvern vegin tognaði úr henni svo
að heimilið sleppti ekki af mér
hendinni þann rúma áratug, sem
ég átti eftir að eiga heima í
Eyjum.
Það skal ósagt látið að ég hafi í
annan tíma gengið meiri gæfu-
spor en þennan spotta milli
Stakkholts og Hóls þó mín fyrsta
ganga þar á milli sé með öllu
horfin í óminni bernskunnar. Á
Hóli kynntist ég þeirri fjölskyldu
sem hafði meiri og heilladrýgri
áhrif á líf mitt, en flest það fólk,
er ég hefi hitt siðar á ævinni og
var hlutur húsfreyju þó mestur.
Tveir voru karlmenn á þessu
heimili. — Húsbóndinn Jes A.
Gislason. Hann var bara þarna.
Hans orð voru lög. Að breyta
viljandi gegn óskum hans var jafn
fáránlegt og að láta sér detta í
hug að flytja Heimaklett. — Þótti
mér vænt um hann? — Ég veit
það ekki. Veit heldur ekki hvort
mér þótti vænt um sólina.
Og svo var hann Figgi. Goðið,
sem ég tignaði öll mín bernskuár.
Fyrsta endurminning min um
hann — (eða er Jiún um hann?)
— er þegar hann kom frá námi í
Kaupmannahöfn. Án efa hefir
verið mikið um að vera þegar
hann kom. Ég man það ekki. Hitt
man ég, að einhvern tíma í þessu
umstangi dró hann upp úr
farteski sinu húfu. — Og hvílik
húfa. — Þá hafði ég aldrei séð
skólahúfu en verið rekinn til að
vera með einhverja prjónafrollu á
hausnum þegar kaldast var að
vetrinum. Ég fékk að KÁFA á
þessari húfu, sem var jafnvel
ennþá finni en pólitíhúfa (sem nú
er kölluð lögguhúfa) en það var
það höfuðfat, sem ég bar þá mesta
lotningu fyrir.
Og hvað var svo gert við þessa
forláta húfu? Hún var hengd upp
á snaga inni í skáp. Hvílík for-
smán. Þegar maður átti svona
fína húfu átti maður auðvitað að
setja hana upp og fara svo út að
„spásséra" og helst ekki koma
meira inn þann daginn. En það
var þá, eins og oftar, að sínum
augum litur hver á silfrið.
Vetur tók við af sumri og sumar
af vetri. Figgi kenndi leikfimi,
starfaði að félagsmálum og setti
met í íþróttum. Hann hljóp
hraðar og hoppaði hærra en aðrir
menn á landinu, var burðarásinn
í fótboltaliðinu, gerðist glímu-
kóngur, var syndur sem selur og
„eigi var sá leikur að nokkur
þyrfti við hann að keppa“, eins og
sagt var um bónda einn i Rangár-
þingi.
Svo fóru að gerast ískyggilegir
hlutir. Figgi hætti að fara beint
heim af æfingum. Hann var vist
trúlofaður — og það henni Möggu
í Langholti — sem ekki var einu
sinni i handbolta hvað þá öðrum
íþróttum. Slikt varð naumast
fyrirgefið.
Stóru strákarnir sögðu raunar,
að þetta væri helv.. . sæt stelpa.
Pu — eins og þessar stelpur væru
ekki allar eins. Og þó að andlits-
maturinn á einni væri kannski
eitthvað skárri en á annarri gat ég
ekki séð hverju það breytti. —
Nei, það voru stelpurnar í hand-
boltaliðinu, sem eitthvað var
varið í og auðvitað kom engin
önnur til greina upp á goða-
stallinn hjá Figga.
Sumarið 1930 var ég í sveit og
kom heim seint í september. Auð-
vitað þurfti að heilsa öllu fólkinu,
en það varð heldur lítið úr því að
ég heilsaði Möggu og Figga. Mér
hefir aldrei verið neitt stirt um
mál, en þarna varð ég orðlaus.
Magga lá í rúminu og Figgi var
hálfboginn yfir nokkurra daga
krakkagerpi í vöggu — og það
stelpu.
Sko, þetta hafðist upp úr þvi að
vera að giftast þessum stelpum,
sem ekki gátu einu sinni verið í
handboltaliðinu. Ætli að honum
hefði ekki verið nær að fara inn á
völl og setja met í 100 metra
hlaupi eða stangarstökki.
Það tök mig þó nokkurn tima að
fyrirgefa Figga þetta giftingar-
flan og ég var löngu af barnsaldri
þegar ég áttaði mig á því, að hann
hafði ekki einungis verið að gera
rétt heldur einnig verið svo
heppinn að fá stóra vinninginn í
þessu mikilvægasta happdrætti
lifsins, sem makavalið óneitan-
lega er.
Jæja- — ég stóð þarna eins og
illa gerður hlutur og vissi hreint
ekki hvað ég átti af mér að gera.
Þá kom Ágústa, mamma Figga, og
bætti gráu ofan á svart með því að
segja mér að ég mætti líta á
barnið.
Það er alveg klárt að i þetta
skipti hefðu bæði von Papen og
Talleyrand mátt öfunda mig af
„diplomatiskri" framkomu.
Ég vissi svo sem hvað mundi
gerast ef ég segði það sem mér bjó
í brjósti. Ágústa mundi horfa á
mig og segja mér hve sér þætti
leiðinlegt að hlusta á dregni, sem
hefðu ljótt í munninum.
Það var annars merkilegt hvað
sú kona heyrði vel. Hún var aldrei
úti nema hún ætti einhver erindi
og þó var hún alltaf að heyra að
strákar hefðu verið að gera hitt og
þetta. Svo var ég þá spurður hvort
ég vissi nokkuð um málið. Stund-
um fannst mér heppilegast að játa
strax, en stundum vildi ég ekki
við neitt kannast. Þá horfði hún á
mig steinþegjandi og mér fór að
verða eitthvað svo heitt innan í
mér. Þegar svo málið var upplýst
kom bara þetta, sem ég vissi upp á
hár, að henni þætti afskaplega
leiðinlegt að ég skyldi taka þátt í
slíku.
Verst var þó þegar málið var
þannig vaxið. að ekki kom til
greina að játa neitt hvernig sem
að var farið. Þá stóð hún kannski
upp og sagði: „Jæja, Gunni minn,
þú veist að ég trúi þér og mikið er
ég fegin, að þú varst ekki i
þessu." Eftir slík málalok leið
manni illa í sálinni í marga daga.
Matthías Joehumsson segir um
móðursina:
„Mitt andans skrúð var skorið
af þér,
sú skyrtan best hefir dugað mér
við stormanna helið og hjúpinn."
Sennilega get ég ekki tekið
árinni eins djúpt í um Ágústu,
en grunnsniðið gerði hún og því
miður verður að játa, að það hefir
aflagast i meðförunum.
Hvert hefir verið ævistarf
Figga? Það getur orðið með svar
við þeirri spurningu eins og hjá
þeim góða sóknarnefndarfor-
manni Tuma Jonsen: „Ef stórt er
spurt verður oft lítið svar.“
Framhald á bls. 23
Sartwinnuferöir
TIL SÓLARLANDA
Costa del Sol
mai juni júli agust sept. okt,
Meðalhiti S|ávar: 17.4 20.7 20.9 24.2 21.2 18.3
Meðalhiti lofts: 19.0 22.3 26.5 27.6 24.4 20,9
Algarve
mai juni júli agust sept. okt.
Meðalhiti Sjávar: 22.0 23.0 25.1 26.5 26.5 23.0
Meðalhiti lofts: 22.5 25.0 28.0 28.5 26.5 23.5
Samvinnuferðir bjóða viðskiptavinum sín-
um aðeins nýtísku og fyrsta flokks hótel,
íbúðir og smáhýsi á bestu stöðum á
Costa del Sol, sem þúsundir íslenskra
ferðamanna hafa gist á undanförnum ár-
um og á Algarve, sem fáir íslenskir ferða-
menn þekkja ennþá en er þó einn af feg-
urstu og unaðslegustu ferðamannastöð-
um álfunnar.
Komið — hringið — skrifið og við veit-
um allar nánari upplýsingar fljótt og ör-
ugglega.
.'ís/íi‘ÍSk.
iiin
COSTA DEL SOL
ALCARVE
27. jum 3 vikur
2. agúst 2 vikur
16. ágúst 2 vikur
30. águst 2 vikur
13. sept. 2 vikur
27. sept. 2 vikur
18. juii
3 vikur
9.ágúst 3 vikur
30.agúst 3 vikur
20. sept.
3 vikur
Samvinnuferöir
Sambandshúsinu simi 27077