Morgunblaðið - 14.05.1976, Page 16

Morgunblaðið - 14.05.1976, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAl 1976 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAl 1976 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, ssiri 10100 Aðarlstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlantís. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. 200 mílur, NAT0 og öfgamenn Baráttan fyrir 200 milna fisk- veiðilögsögu íslendinga hefur verið bæði hörð og erfið, enda við andstæðinga að kljást, bæði heima fyrir og út á við. Þessi barátta hófst á miðju sumri 1973 með áskorun nokkurra þekktra forystumanna f sjávarútvegi þess efnis, að islenzk fiskveiðilögsaga yrði færð út I 200 sjómflur. Áskorun þessi hlaut þá þegar eindreginn stuðning Sjálf- stæðisflokksins, sem tók sfðan ótví- ræða forystu um útfærslu í 200 mílur. Haustið 1973 fluttu þing menn Sjálfstæðisflokksins tillögu á Alþingi þess efnis. Útfærsla f 200 sjómílur fyrir árslok 1974 var eitt helzta baráttumál Sjálfstæðisflokks- ins f þingkosningunum vorið 1974 og f viðræðum um stjórnarmyndun sumarið og haustið 1974 lagði Sjálf- stæðisf lokkurinn að sjálfsögðu megináherzlu á framgang þessa stefnumáls, en gekk inn á það til samkomulags við stjórnarmyndun dð útfærslan kæmi til framkvæmda fyrir árslok 1 975. Eins og menn muna var ekki ein- hugur um þessa stefnumótun sumarið 1973 og alveg sérstaklega sýndi Alþýðubandalagið útfærslu f 200 sjómílur Iftinn áhuga og var raunar beinlínis andvfgt henni. Jafn- an eftir það voru kommúnistar drag- bftará útfærsluna. Ástæða er til þess að rifja þessa sögu upp nú og þá ekki sfður að íhuga meðferð núverandi ríkisstjórn- ar á fiskveiðideilunni við Breta frá því að útfærslan tók gildi hinn 15. október 1975. Því er stundum haldið fram, ekki sízt af kommún- istum, að þeir hafi verið harðari bar- áttumenn fyrir útfærslu fiskveiðilög- sögu en aðrir. En sagan sýnir allt annað. Þannig er t.d. eftirtektarvert, hvort sem menn vilja segja það nú- verandi rfkisstjórn til lofs eða lasts, að hún hefur verið mun harðsnúnari f viðureigninni við Breta en aðrar rfkisstjórnir hafa verið við svipaðar aðstæður. Um þetta má nefna ýmis dæmi. í fyrsta lagi er Ijóst, að undir forystu Sjálfstæðisflokksins var, eins og að framan er rakið, mörkuð mun einarðari afstaða til útfærslu f 200 sjómílur en vinstri flokkarnir vildu. í öðru lagi fer ekki á milli mála, að f tfð núverandi rfkisstjórnar hefur landhelgisgæzlunni verið beitt af meiri hörku en gert var f hinum fyrri þorskastrfðum. í þriðja lagi er einnig augljóst, að núverandi rfkis- stjóm hefur verið ósveigjanlegri f samningaviðræðum við Breta en for- vera hennar og má segja, að til þess liggi þær eðlilegu ástæður, að nú hafa íslendingar miklu minna svig- rúm til samninga við Breta en við áður höfðum, vegna ástands þorsk- stofnanna í fjórða lagi hefur núver- andi rfkisstjórn gripið til harkalegri stjórnmálalegra aðgerða en t.d. vinstri stjómin og má þar nefna slit á stjómmálasambandi við Breta og kæru til Öryggisráðsins. Af þessu má sjá, að telji menn þa nn samanburð einhverju skipta, hvort rfkisstjórn undir forystu Sjálf- stæðisflokksins eða vinstri stjóm sé „harðari" f landhelgisdeilum við Breta, fer ekki á milli mála, hverniq þeim málum er háttað. Verkin tala. Hitt er ekki sfður eftirtektarvert, að kommúnistar tala nú á annan veg í stjórnarandstöðu heldur en þegar þeir voru f rfkisstjórn. Nú tala þeir t.d. afdráttarlaust um það, að engir samningar komi til greina við Breta, en haustið 1973 réttu allir þing- menn kommúnista upp hönd til þess að samþykkja samninga við Breta. Nú tala kommúnistar um það að hóta eigi úrsögn úr Atlantshafs- bandalaginu eða segja ísland úr Atl- antshafsbandalaginu vegna fram- ferðis Breta, en meðan þeir sjálfir voru f stjóm var slfk hótun aldrei sett fram. Um það hefur Einar Ágústsson utanrfkisráðherra, sem gegndi sama embætti f vinstri stjórninni, sem Al- þýðubandalagið átti fulltrúa f, borið vitni f ræðu á Alþingi f febrúar- mánuði sfðastliðnum. Nú krefjast kommúnistar lokunar varnarstöðvar innar á Keflavfkurflugvelli vegna hernaðarofbeldis Breta, tn sam- kvæmt vitnisburði sama ráðherra var slfk hótun aldrei sett fram af vinstri stjórninni sem Alþýðubandalagið átti fulltrúa í. Og af þessu má marka, hver hugur fylgir máli hjá kommún- istum. Einn einu sinni hefur komið til alvarlegra átaka á fiskimiðunum. Það er að sjálfsögðu mikið alvöru- mál, ef það reynist rétt. að brezku Nimrodþoturnar séu vopnaðar og ef svo er, væri þar um að ræða veru- lega stigamögnun af Breta hálfu f þorskastrfðinu. Þess vegna er nauð- synlegt, að fslenzk stjórnvöld geri tiltækar ráðstafanir til að afla upp- lýsinga um það. Vegna síðustu átaka á íslandsmiðum hafa orðið nokkrar umræður f Bretlandi og eftirtektar- vert er, hve hávaðasamir öfgamenn tala í svipaðri tóntegund í Bretlandi og á íslandi. Þannig sagði einn af þingmönnum brezka Verkamanna- flokksins f ræðu f brezka þinginu í fyrradag, að sig hryllti við „sjóræn- ingjahegðan NATO félaga Breta" á íslandsmiðum og er bersýnilegt, að öfgamenn I Bretlandi beita sömu röksemdum og öfgamenn á íslandi þegar þeir blanda saman þorska- strfði, Nato og öryggismálum. En um leið er Ifka athyglisvert, að eina atriðið, sem virðist valda Bretum áhyggjum f deilunni við íslendinga, ef marka má þessar umræður f brezka þinginu, er aðild íslands að Atlantshaf sbandalaginu og er það enn ein staðfesting á þvf, að sú aðild er okkar sterkasta vopn f landhelgis- deilunni við Breta Þess vegna var það að sjálfsögðu rétt ákvörðun hjá rfkisstjórninni að utanrfkisráðherra skuli fara á ráð- herrafund NATO f Ósló f næstu viku til þess að flytja mál íslands þar. Þess vegna kemur auðvitað ekki til greina að sinna þeim kröfum kommúnista, að sendiherra íslands hjá Atlantshafsbandalaginu verði kallaður heim eða ísland segi sig úr Atlantshafsbandalaginu. Með slfkum aðgerðum mundum við gera hvoru tveggja í senn, slá sterkasta vopnið úr eigin hendi og skaða öryggishags- muni okkar. Sfðustu atburðir á Ís- landsmiðum breyta engu um þá staðreynd að stefna ber að friðsam- legri lausn í landhelgisdeilunni við Breta. Allt bendir til, að með þeim hætti náum við betri árangri við verndun fiskstofnanna en ella Með núverandi ófremdarástandi er sýnt, að Bretar rótast um í ungfiskinum og þarf ekki að fara mörgum orðum um þá hættu, sem af því stafar, en með skammtfma samkomulagi gætum við haft stjórn á þeim veiðum, sem Bretar stunda hér við land. I hita átakanna megum við ekki gleyma þvf, að fiskveiðilögsagan var færð út til þess að vernda þorskinn, en ekki til að stofna manns'ffum f hættu. EINU ári eftir valdatöku Rauðu Khmeranna ber- ast fáar fréttir frá Kambódíu aðrar en þær sem flóttamenn færa þegar þeir koma til Thai- lands eftir margar vikur f frumskóginum. En sög- urnar sem þeir segja eru hræðilegar og sýna að stjórn Rauðu Khmer- anna er ein grimmasta ógnarstjórn sem um get- ur í heiminum. Hér segir frá nokkru því sem handaríska ritið Time hefur dregið saman um ástandið í landinu. Rauðu Khmerarnir, sem landsmenn kalia Angka (Sam- tökin), reyna enn að treysta sig í sessi með glórulausri ógnar- stjórn. Morð eru meðalið sem er beitt. I Kambódíu fyrirfinnast ekki byltingarsöngvar, vígorð, ljóð, flokksmálgögn og „endur- menntastöðvar“ til að útskýra tilgang og hugsjónir byltingar- innar. Þess i stað fara fram þögular hreinsanir, búferla- flutningar, nauðungarvinna og banatilræði sem ná til sak- lausra jafnt sem sekra. Síðan kommúnistar komust til valda hafa pólitískar hefndaraðgerðir, sjúkdómar eða hungur orðið 500—600.000 manns að bana eða einum tólfta hluta þjóðarinnar og fátt bendir til þess að þessi tortimingaralda liði hjá í bráð. Fyrsti þáttur ógnarstjórnarinn- ar hófst þegar Phnom Penh féll 17. apríl í fyrra. Allir borgar- búar fengu skipun um að yfir- gefa borgina og þeir sem hikuðu voru skotnir án dóms og laga. Meðal þeirra sem var skip- að að taka þátt í þessum búferlaflutningi voru 25.000 sjúklingar úr sjúkrahúsum, þúsundir munaðarlausra barna og aðrir sem þjáðust af van- næringu. Gífurlegur fjöldi dó af völdum sjúkdóma, sára og hungurs. Áætlað er að 100.000 hafi látizt úr kólerufaraldri sem gaus upp suðvestur af Phnom Penh 15 dögum eftir að flutningarnir hófust. YFIRMENN DREPNIR Síðan hafa íbúar allra helztu borga verið fluttir á brott og neyddir með vopnavaldi til að vinna á hrísgrjónaekrum. Öll- um verzlunum, skólum og sjúkrahúsum hefur verið lokað. I Phnom Penh hófust nýir bú- ferlaflutningar í desember þótt aðeins örfáir verkamenn í verk- smiðjum væru eftir í borginni og borgarbúum hefur fækkað úr 2.7 milljónum, þegar íbúa- talan var mest og stríðið stóð sem hæst, í 45.000. Um svipað leyti gáfu Rauðu Khmerarnir út skipun urn að allir foringjar í hernum og allir embættismenn, sem gegndu ábyrgðarstörfum á dögum fyrr- verandi stjórnar, skyldu drepn- ir ásamt fjölskyldum þeirra. I fylkishöfuðborginni Battambang var hundruðum fyrrverandi liðsforingjum smalað saman í skólahúsi undir því yfirskyni að þeir ættu að taka á móti þjóðhöfðingjanum, Sihanonk fursta. Siðan voru þeir bundnir, færðir í vöru- flutningabifreiðar og skotnir til bana með vélbyssum fyrir utan borgina. Annars staðar voru skotfærin spöruð og fórnar- lömbin ýmist myrt með barefl- um, grafin lifandi með jarðýt- um, kæfð með plastpokum sem voru bundnir um höfuðið eða stungnir til bana með byssu- stingjum. NAUÐUNGAR- VINNA Mörgum þeirra sem eftir lifðu var skipað niður i 10 til 15 manna vinnuflokka sem urlagi. Stundum létu Rauðu Khmerarnir verkamenn flýja og myrtu þá síðan úr laun- sátri.“ Annar segir: „Eini kost- urinn sem eftir var var að vinna og bíða dauða síns.“ í september fyrirskipuðu Rauðu Khmerarnir aðra búferlaflutninga. Að þessu sinni voru 200—300 þúsund manns frá svæðinu suður af Phnom Penh sendir um 250 km f norður til nágrennis Battambang. Þúsundir dóu úr hungri og sjúkdómum á leið- inni. Síðan sendi stjórnin frá sér víðtækustu útrýmingar- skipunina í janúar: myrðið alla sem hafa einhverja menntun, allt frá óbreyttum hermönnum upp í æðstu yfirmenn, alla þá sem gætu tekið þátt í aðgerðum gegn Rauðu Khmerunum. Fyrst í stað trúði fólk því ekki, að venjulegir borgarar yrðu drepnir, en fljótlega sá það bet- ur og betur að það var í hættu. Vitni segir svo frg: „Þeir tor- tíma öllu í Kambódíu — venj- um, trúarbrögðum, samúð og stolti þjóðarinnar." Annar sem komst undan segir: „Líf her- manna Rauðu Khmeranna er verðmætt og líf Kambódiu- manna lítils virði. Þeir telja sig græða lítið á þvi, ef einhver okkar yfirgefur þá ekki. Þeir tapa engu, ef þeir kála einum okkar.“ Annar flóttamaður segir að hræðilegasta einkenni nýju valdhafanna hafi ef til vill ver- ið það, að „við vissum aldrei hvað fyrir þeim vakti. Þeir kunnu ekki að skrifa og lesa. Það eina sem þeir höfðu lært utanbókar var byltingarheim- speki. Einu sinni héldum við Sihanouk fursti, þjóðhöfðing- inn, sem hefur sagt af sér. Kambódíumenn að við gætum talað saman og skilið hver ann- an. Það var aðeins draumur." Enn einn flóttamaður segir: „Tvisvar á mánuði þurfum við að hlusta á þá fordæma gömlu stjórnina fyrir spillta stuðn- ingsmenn þeirra. Okkur var sagt að eftir 15 ár yrði Kambódia mjög nýtizkulegt land og fólk fengi allt sem það langaði í.“ SVÖRTU SLÖNGURNAR Lítið hefur verið um and- spyrnu. en leifar hersins hafa safnazt saman í Thailandi og reyna að sameinast öðrum öfl- um fjandsamlegum Rauðu Khmerunum. í febrúar létu samtök, sem kalla sig Svörtu kobraslöngurnar og Hvítu treflarnir, til skarar skriða og sprengdu upp skotfæra- geymslu. Rauðu Khmerarnir kenndu bandarískum F-lll sprengjuþotum um skemmdirn- ar, en þær hafa fyrir löngu ver- ið kallaðar heim frá Indókína. Að minnsta kosti 20.000 Kambódiumenn hafa flúið land: ella hefðu þeir verið myrtir eða dáið úr hungri. Sumir telja skýringuna á villimannlegri ógnarstjórn vopnaðir hermenn höfðu eftir- lit með. Matarskammtur þorps- búa á svæðum sem lengi höfðu verið á valdi Rauðu Khmeranna, var tvær litlar hrísgrjónadósir á dag, en fyrr- verandi borgarbúar fengu að- eins eina dós. Matarskammtur- inn var skertur í ágúst 1975 þannig að margir fengu aðeins eina dós annan hvern dag og þúsundir hrundu niður. Meðal fanganna voru margir sveitamenn, einkum ef þeir voru efnaðir, og þeir voru gerð- ir að þrælum. Körlum og kon- um var haldið aðskildum við vinnuna. Konum var reglum samkvæmt bannað að giftast yngri en 25 ára og körlum bannað að kvænast fyrr en þeir næðu 32 ára aldri. Fólkið var annaðhvort sett í vinnu á ökr- unum eða við áveitufram- kvæmdir, sem allt að 25.000 Kambódíumenn unnu að i einu. Vinnukrafturinn var notaður þangað til fólkið gat ekki meir og þá losuðu Rauðu Khmerarn- ir sig við það. Eins og einn flóttamannanna segir: „Ef ein- hver verkamaður gerði skyssu eða gagnrýndi verk var hann fjarlægður og sást ekki framar. Stundum voru þeir barðir til bana, stundum skotnir að næt- Ein af aftökuaðferðum Rauðu Khmeranna. Rauðu Khmeranna þá, að sigur- vegarnir hafi verið svo óörugg- ir um sig að þeir hafi ekki treyst þjóðinni. Þegar Phnom Penh féll bjuggu aðeins 3 milljónir af 7.3 milljónum íbúa landsins á yfirráðasvæði þeirra. Sérfræðingar telja að í her Rauðu Khmeranna hafi aðeins verið 100.000 manns og helmingurinn hafi verið stuðningsmenn Sihanouks. „Rauðu Khmerarnir óttuðust gagnbyltingu," segir flótta- maður, „Þeir höfðu skipun um að vera ekki einir á ferli á nóttunni og stöðva bila sina þegar einhver veifaði." Utan- rikisráðherranum, Ieng Sary, segir að ef íbúar Phnom Penh hefðu ekki verið fluttir burtu hefðu Rauðu Khmerarnir drukknað í stjórnsýsluvanda- málum, sem þeir hefðu ekki ráðið við, þar sem þeir voru illa menntaðir og oft ótrúlega ungir. KENNING FORINGJANS Lítið er vitað um foringja þeirra, Khieu Samphan, sem nú hefur verið skipaður forseti, annað en það að hann er menntamaður og lifir mein- lætalifi. Fyrrverandi kunningj- ar hans segja að hagfræðikenn- ingar stjórnarinnar líkist þeim sem hann setti fram í doktors- ritgerð í París fyrir 20 árum. Sérfræðingur i hreinsunum í Kambódiu segir: „Þær eru sam- bland marxisma, trú á stokka og steina og trúarhreinsunar. Hver annar en maður með er- lenda menntun gæti aðhyllzt slíka heimspeki?“ Sérfræðing- ar benda einnig á að undir ró- legu yfirborði Khmeranna hafi alltaf búið grimmd og þess vegna hafi Frakkar heldur kos- ið kambódíska. hermenn en laótíska eða vietnamska þegar þeir réðust í Indókína. Utlendingahatur nýju vald- hafanna er gegndarlaust og þeir sem höfðu samband við Rauðu Khmeranna áður en þeir sigruðu í striðinu minnast þjóð- ernisofstækis þeirra. Flótta- menn minnast þess ekki að nafn Mao Tse-tungs hafi verið nefnt nema örfáum sinnum og Ho Chi Minh var aldrei nefnd- ur á nafn. Nú hefur öllu fólki af víetnömskum uppruna, 500.000 talsins, verið skipað að flytjast til Víetnams. Þetta eru mestu búferlaflutningar þjóðarbrota siðan Stalin sendi 500.000 Volgu-Þjóðverja til Siberíu 1941. LOKAÐ LAND Aðeins sjö lönd hafa sendiráð í hinu lukta landi, Kambódíu: Norður-Kórea, Kúba, Kina, Al- banía, Norður- og Suður- Vietnam og Júgóslavia. Leið- togar Rauðu Khmeranna hafa litið farið til útlanda siðan þeir unnu sigurinn. Þó fór Ieng ut- anríkisráðherra á fund hlut- lausra landa í Perú i ágúst og til Thailands í Nóvember. Að- eins tvær mikilvægar kínversk- ar sendinefndir hafa komið til Kambódíu og meðan þær dvöld- ust þar fyrirskipuðu Rauðu Khmerarnir útgöngubann. Samskiptin við Víetnam hafa versnað til muna og fréttir ber- ast af skotbardögum á austur- landamærum Kambódiu. Eini vestræni stjórnarfulltrú- inn, sem komið hefur til Kambódiu hinna nýju vald- hafa, er sendiherra Svíþjóðar í Peking, Kaj Björk. Hann kvað byltinguna ,,talsvert“ róttækari en þá kínversku. „Nýju vald- hafarnir tala hvorki um sósíal- isma né kommúnisma heldur nýjar sameignarhugmyndir. Þeir leggja á það áherzlu að þurrka út allt sem minnir þá á gamla þjóðfélagið." Annar sér- fræðingur tekur dýpra í árinni. „Hefndir hafa alltaf átt sér stað, en ég get aðeins kallað þetta þjóðarmorð." Rauðu Khmerarnir eru þöglir sem gröfin: þögn dauðans er eina svar þeirra. Snillingur finnskrar byggingarlistar látinn FINNSKI arkitektinn Alvar Henrik Aalto fæddist f bænum Kuortane I Finnlandi árið 1898. Hann gegndi herþjónustu árið 1918 og nam slðan arkitektúr f Helsinki og lauk prófi árið 1921. Næstu tvö ár fór hann til náms og kynningar til Mið- Evrópu og um Skandinavfu. Meðal fyrstu verkefna hans var að taka þátt i undirbúningi Gautaborgarsýningarinnar 1923. A sýningu þeirri bar fundum Aaltos og Eriks Gunn- ars Aspelunds, þekktasta arki- tekts Finna um þær mundir, saman og sagði Aalto, að hann hefði þá þegar orðið fyrir verð- mætum og miklum áhrifum af Aspelund. Aalto opnaði sjálfstæða teiknistofu árið eftir, fyrst f JyvSskyla, siðan i Turku og loks I Helsinki. Með honum starfaði á teiknistofunni frá upphafi fyrri eiginkona hans Aino Aalto, þar til hún lézt árið 1949. Hann kvæntist aftur nokkrum árum siðar og var sú eiginkona hans, Elissa, einnig þekktur arkitekt. Aalto vakti fyrst á sér veru- lega athygli, þegar hann fluttist til Turku árið 1929 og hóf sam- vinnu við Erik Bryggmann og samvinna þeirra leiddi til margra og fagurra nýjunga f finnskri byggingarlist. A næstu árum jókst mjög eftirspurn inn- an Finnlands eftir teikningum Aaltos og þótti hann fara inn á nýjar og merkar brautir í teikn- ingum sinum, og ekki leið á lögnu unz frægð hans tók að berast vitt um heim, og hann var brátt óumdeilanlegur for- ystumaður funkis-stefnunnar í byggingarstíl. Hér á Islandi er Aalto án efa kunnastur fyrir Norræna húsið sem ber ýmis beztu og smekk- legustu einkenni hans sem arkitekts. Meðal margra þekktra verka hans má nefna Finnska leikhúsið i Turku, Menningarhús Helsinkiborgar og Óperuhúsið í Essen í Þýzka- landi. Aalto gerði og skipulag af nýja miðbænum i Helsinki sem þótti takast með afbrigðum vel. Hann lagði einnig fyrir sig að teikna húsgögn og húsbúnað sem jók orðstir hans enn og átti sinn þátt í þvi, ásamt hinum stílfögru og sérkennilegu bygg- ingum hans sem risið hafa i mörgum löndum, að bera hróð- ur hans viða um lönd. Menningarmiðstöðin f Helsinki Skipulag Aaltos af nýja miðbænum I Helsinki — Luns í ræðu Framhald af bls. 1 Hann kvaðst ekki telja að Rússar hygðu á árás en sagði að — Kosið aftur Fram hald af bls. 32 Sigurðsson var settur til að gegna prestakallinu áfram, unz séra Sveinbjörn kæmi. Mun séra Bjarni því áfram gegna prests- störfum í Mosfellsprestakalli, unz prestkosningar hafa farið fram og nýr prestur tekur við. Kvað Nimrod- vélina óvopnaða FRANSKI sendiherrann, sem er umboðsaðili Breta hér á landi, kom þeim boðum til íslenzkra stjórnvalda í gær að brezka Nim- rod þotan við landið á miðvikudag hefði ekki verið vopnuð og hótun- in frá flugvélinni hefði ekki verið um það að skotið yrði frá vélinni, heldur að brezku herskipin myndu hefja gagnaðgerðir ef is- lenzka varðskipið héldi áfram skothríð að brezka togaranum. Ber þessu ekki saman við segul- bandsupptöku landhelgisgæzl- unnar af samtali brezku foringj- anna. fyrirætlanir gætu breytzt og mis- tök gætu átt sér stað. Luns lýsti þessum skoðunum sínum í ræðu sem hann flutti i bandaríska klúbbnum í Brússel. Luns ræddi einnig þann mögu- leika að kommúnistar kæmust i ríkisstjórn á ítaiíu og kvað það síður en svo víst. En hann sagði að enginn gæti láð bandamönnum að þeir hefðu áhyggjur af þeim möguleika að til valda kæmist flokkur sem stæði í sterkum hug- sjónalegum og ef til vill pólitisk- um tengslum við það land sem bandalagið beindist gegn. Hann nefndi Italíu ekki með nafni. Heimildir i aðalstöðvum NATO herma að ef kommúnistar komist í stjórn á ítalíu verði fulltrúum landsins sennilega meinað að taka þátt i störfum kjarriorkumála- nefndar bandalagsins sem gerir áætlanir um hvernig bandalagið beitir kjarnorkuvopnum ef til styrjaldar dregur. — 500 bátar Framhald af bls. 2. Morgunblaðið fékk það einnig upplýst i gær, að grásleppuveiðin hefði gengið mjög vel á Vopna- firði. Þar væri nú búið að salta um 700 tunnur af hrognum, en á sama tima í fyrra var búið að salta um 500 tunriur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.