Morgunblaðið - 14.05.1976, Side 22

Morgunblaðið - 14.05.1976, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAl 1976 Móðir mín. + MARGRÉT ODDSDÓTTIR COLLIN. Lauganesvegi 34, lézt 1 3 maí Kristín Collin Guðmundsdóttir. + Eigmkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, INGUNN GUNNARSDÓTTIR, Vogabraut 1, Akranesi, lézt á Sjúkrahúsi Akraness 4 maí Jarðarförin hefur farið fram Magnús Kristjánsson, Helgi Magnússon Magnús Magnússon, Steinunn Ása Björnsdóttir Gunnar Magnússon, Kristín Magnúsdóttir, Guðlaugur Þórðarson og barnaböm. + Eigmmaður mmn, ÓLI ORN ÓLAFSSON. Vesturgötu 143, Akranesi, verður jarðsungmn frá Akraneskirkju laugardagmn 1 5 maí kl 13 30 Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hms látna, er bent á Sjúkrahús Akraness c . .. . . _ 1 Fyrir hond vandamanna, Gíslína Magnúsdóttir. Helgi Hjálmars- son — Minning Þriðjudaginn 13. april s.l. fór fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum útför Helga Hjálmarssonar, Kárastig 14 Reykjavík. Helgi var fæddur i Efrikotum, Vestur-Eyjafjöllum hinn 13. október 1880, en lézt hinn 6. apríl á 96. aldursári eftir fárra mánaða sjúkdómslegur á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Foreldrar Helga voru hjónin Kristín Sveinsdóttir og Hjálmar Eiríksson, sem kunnur var á sín- um tíma fyrir smíðisgripi sína og ljöðagerð. Systkini Helga eru öll látin, en þau voru: Eiríkur. Þórunn, Þorgerður, .Sigurbjörg, Hjálmn'm, Guðrún og Guðni. Helgi var einn þeirra fjölmörgu ungu manna er fluttu úr lág- sveitum Rangárvallasýslu til Vestmannaeyja, þar sem þeir eygðu von um betri framtíð í ört vaxandi útgerðarbæ. Var þetta á þeim árum þegar áraskipin voru að vikja af hólmi fyrir vélbátun- um, sem að vísu voru ekki nema fimm til níu rúmlestir og þóttu færir í flestan sjó. Stundaði Helgi sjó í mörg ár og var m.a. með hinum kunna formanni Magnúsi Jónssyni á Sólvangi. A þeim árum fóru margir Eyjasjómenn austur á fjörðu á sumrin og reru þar til hausts en héldu síðan heim. Heigi var einn þeirra er lögðu leið sína til Austfjarða og reri frá Seyðis- firði. Milli vertiða stundaði hann smiðar, enda var hann hagleiks- maður, svo sem verið hafði faðir hans. 1 Vestmannaeyjum kynntist hann Guðbjörgu Vigdísi Guð- mundsdóttur frá Sigluvík á Barðaströnd. Gengu þau í hjóna- band árið 1915 og bjuggu i húsinu Hamri í Vestm.eyjum. Helgi og Guðbjörg eignuðust fimm börn: Hermann, vélstjóra, kvæntur Sigurlaugu Guðmundsdóttur, Magnús vélstj. kvæntur Sólveigu Þorleifsdóttur, Hjálmar verzlunarm. kvæntur Elínu Sumarliðadóttur, Agúst Ingi fisk- matsm. i Vestm.eyjum kvæntur Lovisu Guðjónsdóttur, Guðbjörg gift Páli Beck kennara. Konu sina Guðbjörgu missti Helgi éftir tæplega áratugar sam- búð. Hún lézt þ. 26. ágúst árið 1924 frá fimm ungum börnum, það yngsta, dóttirin Guðbjörg, var aðeins viku gamalt. Var hún tekin í fóstur af systur Helga, Guðrúnu, og manni hennar Guðmundi Þórðarsyni á Akri í Vestmanna- eyjum. Sama ár réðst sem bústýra til Helga Sigríður Sigurðardóttir Sveinssonar frá Beigaldri í Borgarfirði. Gengu þau siðar í hjónaband og eignuðust sjö börn. Þau eru: Sigurður, ókvæntur og hefur búið með foreldrum sínum að Kárastíg 14, Hlöðver, bif- reiðastj. kv. Katrínu Jónsdóttur, Gústaf, ókv. Hugó, alinn upp hjá móðursystur sinni búsettri í Sví- þjóð, Laufey g. Káre Grandehaug í Oslo, Unnur g. Kjeld Gundersen í Oslo, Sigrún g. Sæmundi Inga Sveinssyni bifreiðastj. Rvík. Helgi og Sigríður fluttust frá Vestmannaeyjum að Efri-rotum, Eyjafjöllum og síðar að Berjanes- koti, en þaðan fluttust þau til Reykjavíkur árið 1943. Undirritaður kynntist Helga ekki fyrr en hann var kominn á áttræðisaldur. Hann var þá vel ern og að lokinni læknisaðgerð um það leyti fékk hann þá heilsu sem margur áratug yngri hefði kalláð góða. Var hann mikil á ferli, vann sér til afþreyingar í smiðaherbergi sinu, las mikið og fylgdist með gangi þjóðmála. Án efa ræður viljastyrkur nokkru um það hvernig menn bera aldur sinn og af honum átti Helgi nóg til hinstu stundar. A uppvaxtarárum og starfsárum hans var Island ekki það velferðarríki, sem við þekkjum í dag og hafði það mótað skapgerð hans og hert, en látið hann óbugaðan. Hann var að eigin ósk jarðsettur í Vestmanna- eyjum, þar sem hann ungur að árum hafði fyrst leitað sér lífs- starfs. Páll Beck. + Elskulegur eiginmaður mmn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN Á SUMARLIÐASON, fyrrv. bifreiðaeftirlitsmaður, Kópavogsbraut 5, Kópavogi, sem andaðist föstudaginn 7 maí verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju, mánudaginn 1 7 maí kl 1 5 00 Hrefna Ólafsdóttir, Ólafur Reynir Jónsson, Sigrún Kristinsdóttir, Guðrún Sif Jónsdóttir, Davíð Guðmundsson, Hallgrímur Smári Jónsson, Jóhanna B. Hauksdóttir, og barnaböm. + Jarðarför móður okkar DÝRLEIFAR PÁLSDÓTTUR, frá Möðrufelli sem andaðist i Landspítalanum 8 þ m fer fram laugardaginn 15 þ m frá Fossvogskirkju kl 10 30fh Guðný Aradóttir, Páll Arason. + Þökkum hjartanlega fyrír auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför. GUNNARS JÓNS ENGILBERTSSONAR, Dóra María Aradóttir og börnin. foreldrar, systkini og tengdaforeldrar. + Þökkum mnilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður, dóttur og tengdadóttur GUÐRÚNAR MARGRÉTAR INGIMARSDÓTTUR, Sigluf irði, Bjórn Jónasson, Rakel Björnsdóttir, Hrefna Hermannsdóttir, Elsa Bjömsdóttir, Jónas Björnsson, Ingimar Þorláksson Lokað í dag vegna jarðarfarar HERVALD EIRÍKSSON, Heildverzlun, Laufásvegi12. Gunnlaugur B. Krist- insson — Kveðja Þann 24. apríl fór fram útför Gunnlaugs Bjarna Kristinssonar en hann andaðist í Landakosts- spítala 12. s.m. Hann fæddist í Miðengi i Grímsnesi 24. ágúst 1906, sonur hjónanna Sigríðar Bjarnadóttur og Kristins Guðmundssonar. Sigriði og börn- um hennar kynntist ég sem barn, eftir að hún var orðin ekkja og flutt til Reykjavíkur. Ekki get ég + Þann 11 þ m. andaðist að Elli- heimilinu Grund, faðirokkar, BJÖRN BJORNSSON, frá Múla MagnúsG. Bjömsson, Inga Pála Björnsdóttir. hugsað mér elskulegra fólk, man ég eftir því að hún vildi öllum gott gera og hvers manns vanda leysa, það var sama hvort það var smáfólkið, eins og ég var þá, eða þeir sem voru komnir til vits og ára eins og sagt er, og þessa eigin- leika erfði sonur hennar i ríkum mæli. Gunnlaugur, eða Billi eins og hann var alltaf kallaður af þeim sem þekktu hann, var einstakur maður á margan hátt. Hann var alltaf glaður á hverju sem gekk, við vissum að hann gekk ekki alltaf heill til skógar, því hann var búinn að vera höfuðveikur frá því hann var barn, og ýmis veik- indi steðjuðu að á lífsleiðinni, en hann bar það með karlmennsku, og lét engan bilbug á sér finna. Ég sakna þess innilega að koma í heimsókn á Mánagötuna, að eiga ekki eftir að finna hans trausta handtak og glaða viðmót, en við verðum að sætta okkur við það, í LOKAÐ milli kl. 1 4 og 1 5 í dag vegna jarðarfarar VERKSMIÐJAN MAX H/F SJÓKLÆÐAGERÐIN H/F, SKÚLAGÖTU 51 bili. Við eigum eftir að takast í hendur siðar. Billi var einstaklega hjálpfús, hann mátti ekki vita að neinn af sínum vinum eða vandamönnum ætti í einhverjum vanda, svo að hann væri ekki boðinn og búinn til að rétta fram hjálparhönd. Hann var mikill hagleiksmaður, bæði i huga og hönd og mörg eru handtökin sem vinir og ættingjar eiga honum að þakka, og erum við hjónin ein þar á meðal. Ekki er hægt að minnast Billa, svo ekki sé minnst á hans góðu konu, en hún er Ragna Bjarna- dóttir, það var þeirra gæfuspor er þau gengu í hjónaband 11. október 1930. Þau eignuðust einn son, Bjarna, en urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa hann á fyrsta ári. Sambúð þeirra hjóna var alltaf einstakiega innileg, og í gegnum lífsins mótlæti og með- læti ljómaði alltaf ástríki og gagn- kvæmur skilningur í augum þeirra beggja. Ragna hefur átt við mikla vanheilsu að stríða undan- farin ár, og tók hann það mjög nærri sér og gerði allt sem hann gat til þess að létta henni sjúk- dómsbyrðina. Margir hafa notið gestrisni þeirra hjóna, enda voru þau sam- hent í því eins og öðru, að taka vel á móti gestum sem að garði bar, og eigum við margar góðar minningar frá þvi, þegar setið var við spil fram eftir kvöldum og leið þá tíminn fljótt. Nú þegar komin er kveðju- stund, viljum við hjónin þakka áratuga vináttu við okkur og fjöl- skyldu okkar, og Ragna mín, við biðjum þér Guðs blessunar á ókomnum árum. Far vel vinur, friður Guðs þig blessi. Q.ö. VtKNÁ FLOKk JÚDÓDEILD ÁwNIA ÁRMÚLA 32

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.