Morgunblaðið - 14.05.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAI 1976
31
Fyrsti leikur íslandsmótsins í knattspyrnu:
Stórsigur KR-inga
gegn nýtiðum Þróttar
KR-INGAR unnu Þrótt í fyrsta leik íslandsmótsins I knattspyrnu 6 nýja
grasvellinum I Laugardal I gærkvöldi. Úrslitin urSu 4:1, en I leikhléi var
staSan 1:0 KR-ingum I vil. Fyrsta mark islandsmótsins I ár skoraði
Bjöm Pétursson, og Jóhann Torfason skoraði slðan mark númer 2 I
byrjun seinni hálfleiksins. NýliSar Þróttar skoruðu slSan sitt fyrsta
mark I 1. deildinni I ár úr vltaspyrnu Þorvaldur Þorvaldsson. en
KR-ingar svöruSu meS tveimur mörkum frá Birni Péturssyni og Ottó
GuSmundssyni.
Aðstæður voru erfiðar I Laugar-
dalnum I gærkvöldi, sex vindstig og
rigning, sem gerði leikmönnum og
áhorfendum lífið leitt Knattspyrnan
sem liðin sýndu var þó yfirleitt betri
en þessi lið sýndu I Reykjavikurmót-
inu
Höfðu KR-ingar það helzt fram
yfir Þróttara að þeir voru mun bar-
áttuglaðari og auk þess llkamlega
sterkari Þróttarar áttu hins vegar
mjög falleg skot i fyrri hálfleiknum
er þeir léku undan vindinum, fyrst
Sverrir Brynjólfsson og siðan Gunn-
ar Ingvason tvivegis en I KR-markið
vildi knötturinn ekki í fyrri hálfleikn-
um. Með vindinn I bakið I seinni
hálfleiknum réðu KR-ingar lögum og
lofum á vellinum, en tækifæri Þrótt-
ara voru sárafá
— Mesti leki
Framhald af bls. 1
anna (UNEP) í Nairobi hafa látið
í ljós alvarlegan ugg vegna máls-
ins og UNEP skorar á allar ríkis-
stjórnir að undirrita samninga er
hamli gegn mengun sjávarins.
Tólf litil herskip og þyrlur
dældu hreinsiefnum umhverfis
flak Urqiola og öllum öðrum
skipum var bannað að sigla inn i
höfnina. 37 mönnum-var bjargað
af skipinu sem strandaði á skeri
en skipstjórans er saknað og hann
er talinn af.
Megn olíustybba er í bænum og
öldruðu og veikluðu fólki hefur
verið ráðlagt að halda sig innan
dyra. Flutningaflugvélar sem
hafa komið með hreinsiefni hafa
ekki getað lent á flugvellinum í
Coruna vegna reyks og hafa
neyðst til að lenda i Santiago de
Compostela sem er í 50 km fjar-
lægð.
Einhver mestu skelfiskmið
álfunnar eru undan ströndinni,
en auk skelfiskiðnaðarins er
ferðamannaiðnaðurinn í hættu.
Strönd Galizíu hefur verið vinsæl
-^f ferðamönnum sem hafa viljað
flýja hitann á Suður-Spáni.
Yfirmaður ferðamála í hérað-
inu, Luis Perez Diaz-Teran, segir
að áhrifanna geti gætt í mörg ár.
Hann benti á að ferðamönnum
hefði þegar fækkað um 15 af
hundraði það sem af er árinu og
slysið gæti riðið starfseminni að
fullu.
I Madrid er sagt að ekkert sé
hægt að segja að svo stöddu um
orsök slyssins en rannsókn á því
sé hafin. Sagt er að Urqiola hafi
alltaf getað lagzt að bryggju i
Coruna án erfiðleika.
— Fjögur ítölsk
Framhald af bls. 1
í dag I heimsókn til jarðskjálfta-
svæðanna á Norður-ítalíu,
skömmu eftir að bandarfska
öldungadeildin samþykkti 25
milljón dollara fjárveitingu til
hjálparstarfsins þar.
Jafnframt hefur ítalska þingið
samþykkt 459 milljón dala fjár-
veitingu til hjálparstarfsins. For-
seti fylkisstjórnarinnar í Frinuli,
Antonio Comelli, sagði þegar
hann kom til Udine frá rikis-
stjórnarfundi í Róm, að þessi fjár-
veiting væri aðeins fyrsta skrefið.
Nú er talið að 900 hafi látizt i
jarðskjálftunum, 1607 liggja slas-
aðir i sjúkrahúsum og um 23.650
hús hafa skemmzt eða eyðilagzt í
40 bæjum og þorpum. Öttazt er að
300 til viðbótar hafi farizt og
150.000 hafa misst heimili sín.
Mikill skortur er á tjöldum og
fólk óttast fleiri jarðskjálfta. Um
15.000 manns hafa enn ekki feng-
ið viðunandi húsaskjól og aðbún-
aður fólks sem býr i tjöldum er
slæmur vegna kulda og rigninga,
sem hafa valdið skriðuföllum.
Spáð er sama veðri út vikuna.
Fjárframlög hafa borizt frá
mörgum löndum, þar á meðal
Bretlandi, Kanada, Vestur-
Þýzkalandi, Austurriki og Banda-
ríkjunum. Rauða krossinum í
Róm hefur borizt 500 tjöld frá
sovézka Rauða krossinum auk
annarra hjálpargagna.
Sjálfboðaliðar hafa staðið fyrir
fjársöfnun um alla ítalíu. Um 50
hjólhýsi komu til jarðskjálfta-
svæðanna í dag frá Milano.
Við komuna tli Udine i dag,
sagði Rockefeller að hann vildi
kynnast brýnustu þörfum fórnar-
lamba jarðskjálftasvæðanna til að
geta skýrt Ford forseta frá þeim.
Hann kvað bandarisku þjóðina
vilja hjálpa til við viðreisnarstarf-
ið. . .______
— Kæra á Breta
Framhald af bls. 1
miðum hafi verið fjölgað og að
yfirgangur þeirra hafi aukizt.
Ásiglingin á varðskipið Tý er
kærð sérstaklega í bréfinu en þar
segir að hún sé aðeins eitt dæmi
af mörgum um ofsann í þeirri
allsherjarárás sem var gerð á
varðskipin þegar brezku togar-
arnir sneru aftur á miðin á dög-
unum.
Á það er bent að nokkrar ásigl-
inganna hafi átt sér stað þegar
engin tilraun var gerð af hálfu
varðskipanna til að koma í veg
fyrir veiðar brezkra togara og tog-
araflotinn var ekki á næstu grös-
um.
Sagt er að þetta framferði
brezku herskipanna og aðstoðar-
skipanna stofni lífi áhafna ís-
lenzkra varðskipa í hættu.
Ingvi Ingvarsson sagði í samtali
við Mbl. i gær að þetta væri fjórða
bréfið sem væri sent Öryggisráð-
inu þar sem kvartað væri yfir og
bent á yfirgang Breta á miðunum,
siðan árásin á varðskipið Þór var
gerð í desember.
Öryggisráðið dreifir slíkum
bréfum sem opinberum skjölum
til allra fastanefnda ráðsins.
— Bretar senda
Framhald af bls. 1
þotnanna yrði aukið og jafnframt
hefur sjóherinn ákveðið að senda
tvær freigátur til viðbótar á miðin
við ísland þannig að alls verða
þar sex brezk herskip auk fjög-
urra dráttarbáta.
Freigátan Lowestoft, sem oft
hefur komið við sögu i þorska-
stríðinu, var í flýti send á vett-
vang strax eftir atburðina í fyrra-
dag og var væntanleg á miðin
einhvern tima i gær.
Atburðirnir hafa greinilega
leitt til harðari afstöðu þing-
manna til stefnu stjórnarinnar í
deilunni. James Johnson, for-
maður sjávarútvegsnefndar
þingsins, sagði í gær að hann
mundi ganga á fund Anthony
Croslands utanríkisráðherra til að
ræða við hann um siðustu atburði
í þorskastriðinu.
Johnson lýsti hneykslun sinni á
aðgerðum Ægis og sagði blaða-
mönnum: „Kurteislegt orð um
þetta er sjórán. íslendingar leika
sér að eldinum. Verið getur að við
verðum að sýna meiri hörku til að
binda enda á svona nokkuð.“
Mbl. spurði í gær talsmann
brezka varnarmáiaráðuneytisins
hvort sú frétt væri rétt, sem birzt
hefur í Guardian og Daily Mail að
beitiskipið Blake væri þess albúið
að láta úr höfn og stefna á is-
landsmið hvenær sem þurfa
þætti. Talsmaðurinn sagði að
þessi frétt væri „alröng".
Aðspurður um hvort einhverjar
frekari ráðstafanir hefðu verið
ákveðnar af hálfu brezka flotans
um aðgerðir gegn íslenzkum varð-
skipum, til dæmis hvort þau
hefðu fengið fyrirmæli um að
beita byssum sínum, sagði tals-
maðurinn: „Það hefur engin
breyting orðið á þeim fyrirmæl-
um sem brezku herskipin hafa
haft hingað til.“
Er talsmaðurinn var spurður
hvort Bretar myndu fjölga
ferðum Nimrod-véla yfir íslands-
mið sagði hann: „Enginn
ákveðinn fjöldi véla er bundinn
við störf á þessu svæði. Á þvi
hefur engin breyting orðið.“
Er talsmaðurinn var að því
spurður hvort fleiri herskip væru
síðan á leiðinni á Islandsmið
svaraði hann: „Nei, svo er ekki.“
— Listahátíð
Framhald af bls. 32
staðinn hefur verið fundin
skemmtileg lausn undir rit-
stjórn Guðrúnar Jónsdóttur.
Aftan á skemmtilegu plakati er
dagskráin prentuð. Plakatið er
unnið af Leifi og Friðriku í
Myndiðn og á þvi er ljósmynd
eftir Sigfús Eymundsson af
Öxará, tekin 1885, þegar „Öxar
við ána“ var fyrst flutt, og eru á
myndinni tónskáldið Helgi
Helgason og 3 ungir hljóðfæra-
leikarar, Helgi Jónsson, Gísli
Árnason og Páll Árnason. Á
hljómleikum og oftar munu svo
gefnar út dagskrár á einföldum
fjórblöðungum.
Sagði Knútur m.a. að reynt
yrði að stefna sem flestu fólki á
Kjarvalsstaði til þess m.a. að
stuðla að því nú, að þar verði
lifandi listamiðstöð. Sagði hann
að e.t.v. væri íslenzk tónlist
ekki eins mikil og oft áður, sem
stafaði af því að strax á eftir
Listahátíð taka við Norrænu
músíkdagarnir með fjölbreyttri
norrænni tónlist og 2—3
sinfóniutónleikum. Á meðan er
hlé á Listahátiðinni, sem
stendur frá 4.—16. júni, en á
eftir eða 29. júní verður þó
eftirmáli við listahátíð, jazztón-
leikar Cleo Laine og John
Dankworths.. Þannig að allan
mánuðinn verður mikið fram-
boð af góðri list.
Lögð hefur verið áherzla á að
fá íslenzkt listafólk, sem getið
hefur sér orðstír erlendis, til að
flytja list á hátíðinni. Og einnig
er að því stefnt að eftir að
Listahátíð í Reykjavík er vel
komin á alþjóðlegt blað, þá
verði farið að reyna að stuðla að
því að íslenzkir listamenn kom-
ist á framfæri erlendis. Hefur
Listahátíðanefnd í þeim til-
gangi nú boðið hingað dr. Eck-
hardt frá Listahátið Berlínar,
sem er ein af þekktustu hátið-
um í Evrópu. Mun hann þvi
verða gestur á Listahátíð i
Reykjavík 1976.
Baldvin Tryggvason fulltrúi
Reykjavikurborgar i nefndinni,
sagði að eftir þessa Listahátíð
og sex ára starf ættum við
möguleika á að gerast meðlimir
í Sambandi evrópska listahá-
tíða, en því fylgdu ýmsir kostir,
svo sem að komast í alþjóðlegar
listadagskrár og njóta margs-
konar fyrirgreiðslu. I kjölfar
þess gæti Listahátið í Reykja-
vik verið búin að afla sér þann
sess að það væru orðin með-
mæli að hafa komið þar fram.
Á dagskrá Listahátiðar eru
fjölmörg atriði, sem ekki verða
hér talin, enda kynnt smám
saman. A skránni eru þrír höf-
uðþættir, þ.e. listsýningar, leik-
sýningar og tónlist. Listsýning-
ar eru á Kjarvalsstöðum, Lista-
safni islands, Norræna húsinu
og höggmyndasýning i Austur-
stræti. Listsýningar, sem ekki
hefur áður verið sagt frá, eru
yfirlitssýning á grafik og einn-
ig sýning islenzkra arkitekta á
teikningum og líkönum bygg-
inga, sem aldrei hafa risið, und-
ir nafninu Skýjaborgir og loft-
kastalar á Kjarvalsstöðum. Og í
fyrsta sinn er islenzk nytjalist
sýnd á Listahátíð í Norræna
húsinu og boðið tveimur kunn-
um finnskum hönnuðum sem
heiðursgestum.
Af tónlist má telja svo eitt-
hvað sé nefnt Michala-tríóið frá
Danmörku, sem kemur i boði
Norræna hússins, en með því er
ungur heimsfrægur blokk-
flautuleikari, Michala Petri, og
tónsmiðju Svíans Gunnars
Waltare, sem hefur ferðazt víða
um heim og kynnt sér hljóð-
færagerð frumstæðra þjóða og
kemur hér fram á Kjarvalsstöð-
um. Einnig er vert að nefna
söngkonuna Gisellu May frá
Austur-Þýzkalandi, sem er ein
þekktasta Brecht-söngkona í
heimi og starfaði með Brecht.
En hún kemur fram i Þjóðleik-
húsinu og á Kjarvalsstöðum. Og
af leikhúsverkum má t.d. nefna
Litla prinsinn eftir Saint
Exupery sem fluttur verður í
Þjóðleikhúsinu með brúðum og
sænska leikaranum Michael
Meschke. Og einnig merka
frumsýningu á sögu Dátans
eftir Stravinsky, sem Kammer-
sveit Reykjavíkur og Leikfélag
Reykjavikur setja á svið.
í listahátíðarnefnd eru Knút-
ur Hallsson, Baldvin Tryggva-
son, Vigdis Finnbogadóttir,
Guðrún Jónsdóttir, Mai Britt
Imnander og Þorkell Sigur-
björnsson. Framkvæmdastjóri
er Hrafn Gunnlaugsson.
— Auglýst
Framhald af bls. 3
rauðri stórri leigubifreið og ók á
brott eftir áreksturinn, þetta
gerðist um kl. 16:00.
Þriðjudagur 13. aprfl. Ekið á
bifr. R-44514, Simca 1100 fólks-
bifr., gula að lit, árg. 1975, á bif-
reiðastæði við Landspítalann,
Eiriksgötumegin, á tímabilinu kl.
14:30—16:00. Vinstri afturhurð
dælduð.
Fimmtudagur 15. april. Ekið á
bifr. R-40055, Citroen-fólksbifr.,
hvita að lit, á bifr. stæði Land-
spítalans við álmu fæðingardeild-
arinnar á tímabilinu kl.
15:00—15:45. Hægri afturhurð
dælduð.
Föstudagur 16. aprfl. öku-
maður R-21055 kvaðst hafa ekið
bifr. sinni, sem er af gerðinni
Toyota-fólksb., í Kjós síðdegis
þennan dag og mætt blárri Saab-
bifr. Árekstur hefði orðið milli
þeirra. Saab-bifreiðin var með E-
skrásetningarnúmer, en vantar
aðrar upplýsingar um þann aðila.
Dældir og rispur á vinstri hlið
bifreiðarinnar.
Fimmtud. 20. aprfl. Ekið á bifr.
R-44713, Austin-Mini fólksb., vin-
rauða að lit, árg. 1975 á Kalkofns-
vegi norðan Tryggvagötu. Dæld á
skottloki og afturaurbretti hægra
megin að aftan dældað. Tímabil
kl. 15.00—15.30.
Miðvikud. 5. maf. Ekið á bifr.
G-8765, Toyota-Corona-fólksbifr.,
árg. 1974, appelsínurauða að lit, á
bifreiðastæði við Kirkjuhvol, eða
við Hallveigarstaði á Garðastræti
á milli kl. 13.00—17.00. Hægri
framhurð dælduð.
Föstud. 7. maf. Ekið á bifr. Y-
3523, Ford Galaxie-fólksb., hvíta
að lit, árg. 1965, á bifreiðastæði
við Austurbæjarbarnaskólann,
gegnt húsi nr. 27 við Bergþóru-
götu. Hægra afturaurbretti
skemmt. Vitað var um rauða
sendiferðabifreið við hlið
þessarar bifreiðar, en sú var með
X-númeri og gæti verið Ford
Transit eða Bedford.
Miðvikud. 12. maí. Um kl. 23.25
var ekið á bifreiðina, R-980 sem er
af gerðinni Mazda-fólksbifreið, en
þessi bifreið stóð á bifreiðastæði
við húsið nr. 8 við Austurberg.
Ekið var aftan á bifreiðina og
kastaðist hún áfram og lenti á
bilskúrshurð og er bifreiðin
mikið skemmd bæði aftan og
framan. Það eru taldar líkur á að
þarna hafi verið að verki stór
amerísk bifreið, en mikið heyrðist
í vél og ískur í hjólbörðum, þegar
þessari bifreið var ekið á brott, en
tilkynnandi hafði ekki séð tjón-
valdinn.
— íþróttir
Framhald af bls. 30
stofu sambandsins þrjá daga í
viku. Frá og með næstu mánaða-
mótum verður hann á skrifstof-
unni allan daginn alla virka daga
vikunnar til ágústloka.
Gerviefni á
Laugardalsvöll 1978
Frjálsíþróttaforystan sagði að
það væri mjög eðlilegt að keppnis-
fólkið færi utan til æfinga þvi
aðstaðan hér heima væri mjög
bágborin. Vilyrði hefðu þó fengist
fyrir því núna að setja gerviefni á
nýja frjálsíþróttavöllinn vestan
við Laugardalsvöllinn sumarið
1978. Myndi það breyta mjög
miklu og möguleikar þá opnast til
að halda hér stórmót með alþjóð-
legri þátttöku.
FRJALS VERZLUN
Frjáls verzlun fjallar að þessu sinni um Svíþjóð. Sagt er
frá velferðarrikinu i orði og á borði, sænskum efnahags-
málum og skattabyrðinni, sem sænskur almenningur
kvartar sáran undan. Ýmsum öðrum þáttum í sænsku
þjóðlífi eru og gerð skil í blaðinu
Byggðaþáttur fjallar að þessu sinni um Suðurnes. Gerist
áskrifendur að Frjálsri verzlun. Frjáls verzlun kostar kr.
395 og er eingöngu seld í áskrift.
Til Frjálsrar verzlunar, Laugavegi 178 pósthólf 1193
Rvfk. Óska eftir áskrift.
Nafn
Heimilisfang
FRJALS VERZLUN