Morgunblaðið - 14.05.1976, Blaðsíða 32
FRUARLEIKFIMI
Nýtt námskeið
hefst 18. maí.
Júdódeild Ármanns.
AL'GLÝSIMGASÍMINN ER:
22480
jftUrounblflbtb
FÖSTUDAGUR 14. MAl 1976
Framkvæmdastofnun ríkisins:
Breytingartillaga
við stjórnarfrum-
varp felld á jöfnu
ÞAU óvenjulegu tiðindi gerðust í
neðri deild Alþingis í gær að við
lá að breytingartillaga við stjórn-
arfrumvarp um Framkvæmda-
stofnun ríkisins væri samþykkt í
nafnakalli. Hér var um að ræða
Næturfundur
um Z-una
VINNUDAHUR þingmanna
hefur verið langur undanfarna
daga, frá því árla dags fram á
rauðar nætur. Auk þingfunda í
báðum deildum i gær þar sem
fjöldi mála var á dagskrá var
fundur í sameinuðu þingi í
gærkveldi, sem hófst kl. 8 síð-
degis, almennar stjórnmála-
umræður, útvarpsumra'ður.
Að loknum þeim fundi var síð-
an ráðgerður fundur í neðri
deild Alþingis, þar sem fara
áttu fram framhaldsumræður
(í 3ju umræðu) um frumvarp
Gylfa Þ. Gíslasonar o.fl. um
íslenzka stafsetningu, eða um
hið svokallaða Z-mál. Mikið
málþóf hefur verið um þetta
mál i þinginu undanfarna
daga. (Sjá nánar um málið á
þingsíðu).
breytingartillögu frá Ellert B.
Schram (S) um einn fram-
kvæmdastjóra Framkvæmda-
stofnunar og val þans, sem felld
var með 17 atkvEgðum gegn 17, 5
greiddu ekki atkvæði og einn var
fjarverandi. Aðrar breytingartil-
lögur voru og feildar en með
meiri atkvæðamun. Sjá nánar um
þetta mál og nafnakallið á þing-
siðu i dag, bls. 14.
1FYRSTA MARKIÐ — KR-ingurinn Björn Pétursson sendir knöttinn framhjá
Þrótturunum Gunnari Ingvarssyni og Jóni Þorbjörnssyni markverði, Baldvin Elías-
son fylgist með. Þetta var fyrsti leikurinn í íslandsmótinu í knattspyrnu í ár og
jafnframt fyrsti leikurinn á nýja grasvellinum í Laugardal. KR-ingar unnu 4:1, sjá
íþróttir á bls. 30 og 31.
Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra um för utanríkisráðherra:
„Sókn gegn Bretum fyrir
forkastanlegt framferði”
,Stjórnarandstaðan lyppast niður og þorir
ekki að mæta Bretum á alþjóðavettvangi”
„EINAR Agústsson utanríkisráðherra mun skýra okkar
mál og flytja okkar málstað á fundi utanríkisráðherra
Atlantshafsbandalagsins í Ósló,“ sagði Geir Hallgríms-
son forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi þegar hann var inntur eftir fregnum af ríkis-
stjórnarfundi í gær þar sem m.a. var fjallað um för
utanríkisráðherra á ráðherrafundinn.
„Utanríkisráðherra," hélt Geir
áfram, „mun gera grein fyrir for-
kastanlegu framferði Breta og er
það m.a. tilgangurinn með för
hans. Ég hef oft sagt það að við
eigum ekki að einangra okkur.
Við eigum að notfæra okkur þessa
aðstöðu sem vettvang inn á við
gagnvart öðrum þjóðum. Atlants-
hafsbandalagsins sem vilja
standa með okkur og út á við á
alþjóðavettvangi. A fundi sem
þessum í Ósló gefst tækifæri til
blaðamannafunda og kynningar á
málstað okkar með áhrifamiklum
hætti gagnstætt því sem fjarvera
okkar myndi ef til vill aðeins fá
1V4 línu í alheimspressunni. Það
er enn frekari ástæða til þess
eftir hótanir Nimrod-þotunnar í
kjölfar atburðanna á miðunum
s.l. miðvikudag. Slíkir atburðir
mega ekki fara fram hjá öðrum
þjóðum og allra sízt mega þeir
vera kynntir eingöngu af and-
stæðingum okkar í þessu máli.
Það er eftirtektarvert og lær-
dómsríkt eftir öll stóru orðin, sem
stjórnarandstaðan hefur viðhaft í
landhelgismálinu, að hún lyppast
ámátlega niður fyrir ofbeldis-
aðgerðum Breta á miðunum og
hótunum og þorir ekki að mæta
þeim á alþjóðavettvangi. Slík
minnimáttarkennd er ekki væn-
leg til sigurs í landhelgismálinu.
Forræði manna, sem vilja draga
sig i skel sína og grafa höfuðið í
sandinn, færir okkur ekki sigur.
Hins vegar er fyrir áð þakka
einbeittri stjórnarstefnu, hag-
stæðri þróun alþjóðaréttar og
góðs árangurs fulltrúa okkar á
Hafréttarráðstefnunni, að sigur
er í -sjónmáli þótt þolgæði sé enn
þörf til að ná markinu."
Mosfellsprestakall:
Endurtaka verð-
ur prestkosningu
NU HEFUR það gerzt I Mosfells-
sveitinni, að ungur prestur, sem
skipaður var sóknarprestur I Mos-
fellssveitarprestakalli, hefur
ákveðið að taka ekki við presta-
kallinu. Er þess að vænta að
Dagskrá Listahátíðar fullbúin:
Leikflokkar frá Grænlandi, Portúgal,
Akureyri og F æreyjum í fyrsta sinn
LOKADAGSKRÁ Listahátfðar
1976 er tilbúin og var lögð fram
af Listahátfðarnefnd á blaða-
mannafundi I gær. Dagskráin
er allmikil að vöxtum, og hafa
einstök atriði komið fram I
fréttum og boðuð koma margra
frægra iistamanna. Meðal nýj-
unga má nefna að nú mun I
fyrsta skipti koma söng-, dans-
og lejkflokkur frá Grænlandi,
Færeyingar koma I fyrsta sinn
með leikdagskrá og frá Portú-
gal kemur leikflokkurinn
Communa. I fvrsta sinn kemur
nú einn leikflokkur á Lista-
hátfð utan af landi, Leikfélag
Akureyrar með Glerdýrin. Dag-
skráin er annars mjög fjöl-
breytt og var leitað víða fanga
og hafa margir lagt þar hönd að
og stutt Listahátfð, sem hefur
minni fjárráð en venjulega. Is-
lenzkir listamenn gefa í þetta
sinn vinnu sfna, Norræna húsið
leggur að venju mikið fram og
nú nærri eins mikið og rfkið og
Reykjavíkurborg og Frakkar,
Austur- og Vestur-Þjóðverjar,
Bandarfkjamenn og Portúgalar
veita stuðning, svo fá megi góða
listamenn frá þeim löndum.
Knútur Hallsson, formaður
UNNIÐ að undirbúningi Listahátfðar: Frá vinstri: Guðrún Jóns-
dóttir, Maj-Britt Imnander, Knútur Hallsson, Baldvin Tryggva-
son, Vigdfs Finnbogadóttir og Hrafn Gunnlaugsson.
Listahátíðarnefndar, skýrði
fréttamönnum svo frá að þar
sem Listahátíð hefði verið loks
heimiluð með því skilyrði að
gætt yrði hófs í útgjöldum,
mest fyrir forgöngu íslenzkra
listamanna, þá væri reynt að
halda kostnaði niðri eins og
hægt væri, án þess að slaka á
listrænum kröfum. Til dæmis
yrði nú engin opnunarhátið, en
I staðinn Sinfóníutónleikar þar
sem blökkumaðurinn Paul
Douglas Freeman frá Detroit
stjórnar Sinfóníuhljómsveit ís-
lands og Unnur María Ingólfs-
dóttir leikur einleik og er það
frumraun hennar. Þá verður
einnig flutt íslenzkt verk eftir
Atla Heimi Sveinsson.
Iburðarmikil sýningarskrá er
líka spöruð í þetta sinn, en í
Framhald á bls. 31.
biskupinn yfir tslandi auglýsi
prestakallið faust til umsóknar og
að þar verði að fara fram prest-
kosning á ný nú í sumar.
Prestkosning í Mosfeilspresta-
kalli fór fram í febrúarmánuði í
vetur er leið. Þá hafði sóknar-
presturinn, séra Bjarni Sigurðs-
son, verið skipaður lektor við guð-
fræðideild háskólans.
Við prestkosninguna hlaut
enginn umsækjendanna lögmæta
kosningu, en séra Sveinbjörn
Bjarnason, sem verið hefur
starfandi prestur i Skotlandi,
hlaut flest atkvæði. Skipaði
kirkjumálaráðherra hann sóknar-
prest. Þar eð séra Sveinbjörn gat
ekki komið heim og tekið til
starfa í prestakallinu fyrr en með
vori, varð það úr að séra Bjarni
Stuggað við
Bretum
ÞAÐ var tíðindalitið af miðunum
í gær frá landhelgisgæzlunni.
Brezku togararnir 29, sem nú eru
við landið, höfðu safnazt saman
úti af Suðausturlandi þar sem
5—6 freigátur voru til verndar
ásamt öðrum skipum brezku
veiðiþjófanna.
Samkvæmt upplýsingum land-
helgisgæzlunnar voru íslenzku
varðskipin á svæðinu við það að
trufla Bretana við veiðar, eða
stugga við þeim eins og það var
orðað.