Morgunblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAI 1976 3 Kissinger um Asheville-báta: Bandaríkj astjóm tók ekki afstöðu Formleg beiðni barst ekki — aðeins fyrirspurn segir blaðafulltrúi ráðberrans ósló 21. maf Frá blm. Mbl. Magnúsi Finnssvní HENRÝ Kissinger, utan- ríkisráðherra Bandaríkj- anna, sagði á blaða- mannafundi, sem hann hélt hér f dag að loknum ráðherrafundinum, að hann hefði í morgun rætt við Anthony Crosland, utanríkisráðherra Breta og þar hefði brezki ráð- herrann skýrt sér frá þeim umræðum, sem fram hefðu farið við ís- lendinga hér í Ósló á meðan fundir ráðherr- anna hafa staðið. Kiss- inger sagðist einnig hafa átt stuttan fund með Einari Ágústssyni. Kissinger sagði, að bandarísk stjórnvöld hefðu áhyggjur af ástandinu milli Islands og Bret- lands og hann kvaðst vona af heilum hug, að þessar gömlu bandalagsþjóðir og vinaþjóðir næðu samkomulagi. Kissinger var þá spurður að því, hvers vegna Bandaríkjastjórn hefði ekki leigt eða lánað íslending- um Asheville-bátana svo- nefndu. Svar Kissingers kom Islendingum, sem voru á blaða- mannafundinum, spánskt fyrir sjónir, en hann sagði, að Banda- rikjastjórn hefði alls ekki tekið opinbera afstöðu til þessa máls. Meira sagði ráðherrann ekki um þetta atriði. Turner, sem er einn af blaðafulltrúum Banda- rikjanna hér, sagði i viðtali við Morgunblaðið er það spurði m.a. um för Kissingers til Afríku, en á leið þangað kom hann við á flugveili í Grimsby og samkvæmt fréttum átti hann þar að hafa fullvissað Crosland um að Bandaríkjastjórn myndi ekki láta þessi skip i té, að hann myndi ekki eftir þessu, a.m.k. hefði hann ekki lesið slíka yfir- lýsingu Kissingers „og samt les ég allt sem fram fer," sagði hann. Turner sagði að það væri rétt, sem ráðherrann hefði sagt á blaðamannafundinum, að Bandarikjastjórn hefði ekki tekið opinbera afstöðu til máls- ins. Hann kvað ástæðuna vera þá að formleg beiðni hefði aldrei borizt, aðeins fyrirspurn og því hefði Bandaríkjastjórn ekki þurft að taka opinbera og formlega afstöðu til málsins. Hins vegar sagði hann, að stjórnin hefði boðizt til að koma íslenzkum stjórnvöldum í sam- band við framleiðendur skip- anna. Fjöída spurninga var beint til dr. Kissingers á fundinum og voru þær m.a. um bandarísk stjórnmál og komandi kosning- ar. Hann var einnig spurður um Spán og hvort hann teldi að Spánn ætti að fá inngöngu í bandalagið. Kissinger sagði, að hann væri þeirrar skoðunar og svo væri stjórn hans, að Spán- verjar ættu að taka þátt í öllu því samstarfi vestrænna þjóða sem unnt væri. Þá spurðu menn Kissinger mjög um væntanlegar kosn- ingar á ítalíu og reyndu að flækja honum sem mest i Framhald á bls. 31. Einar Agústsson utanrfkisráðherra ásamt utanrfkisráðherra Norð- manna f Akerhuskastala sl. fimmtudag. Haraldur Kröyer um ummæli Turners: Formleg beiðni var lögð fram — og henni var hafnað VEGNA umæia Turness, blaðafulltrúa Kissingers. við blaðmann Mbl. þess efnis, að Bandarfkjastjórn hefði aldrei borizt formleg beiðni um leigu eða lán á Asheville-bátum til gæzlu- starfa, heldur aðeins „fyrirspurn", sneri Mbl. sér til Haralds Kröyer, sendiherra í Washington, og spurði hann um málið. — Þetta er einhver mis- skilningur eða röng fram- setning, sem kemur mér einkennilega fvrir sjónir, sagði sendiherrann. — Ég Framhald á bls. 31. Luns á blaðamannafundi: Þakkaði Norðmönnum frumkvæði að málamiðhm Ósió 21. maf. Frá blm. Mbl. Magnúsi Finnssyni JOSEPH Luns, fram- kvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins, hélt blaðamannafund rétt á undan fundi Kissingers. Hann fjallaði þar um fréttatilkynningu, sem gefin var út í lok ráð- herrafundarins, en svar- aði síðan spurningum. I inngangsorðum sinuin hrós- aði hann mjög norsku ríkis- stjórninni fyrir að reyna á skynsamlegan og heiðarlegan hátt að koma á samningavið- ræðum milli Islands og Bret- lands. Norðmenn hefðu með frumkvæði sfnu að málamiðlun unnið vel að því að finna lausn á þessu mikla vandamáli milli tveggja mjög mikilvægra aðildarþjóða NATO. Luns var spurður að því, hve mikið hann teldi það kosta aðildarþjóðirnar, ef tsland færi úr bandalaginu. Hann hefur áð- ur nefnt töluna 22 milljarða dollara. Luns sagði að það væru fremur hernaðarsérfræðingar bandalagsins sem gætu svarað þessu, hann vissi ekki ná- kvæma tölu, og þetta gæti eins kostað bandalagið 21 eða 26 milljarða dollara. Voru þetta tölurnar sem hann nefndi. Þá var Luns spurður hvort hann teldi — þar sem tslendingar ættu við efnahagsvanda að glíma — að þeir ættu að leigja Bandaríkjunum aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli. Luns sagði: „Það er ekki mitt að gefa íslenzku ríkisstjórninni ráð — eins og við vitum öll er hún fullkomlega fær um að sjá um sig sjálf og hagsmuni lands sins." Þá var Luns spurður að því, hvort hann hefði ekki áhyggjur af því hve floti Bandaríkjanna væri bágborinn, þegar hann gæti ekki lánað eða leigt Is- lendingum örfáa Asheville- báta. Luns brosti og kvaðst ekki vita um ástand þessara báta en sagði svo: „Gæti ekki verið ein- hver önnur ástæða fyrir þvi að Bandaríkjastjórn bregzt svona við. Volkswagen ■ wm w m - auói bilasýmng verður í sýningarsal okkar að Laugavegi 172, laugardag frá kl. 12.00 til kl. 19.00 sunnudag frá kl. 10.00 til kl. 20.00 Þar verða sýndir: Audi Passat Volkswagen 1200 — sendibílar Kynnum sérstaklega hinn nýja LT SENDIFERÐABÍL VCo^'ð' A‘JÖ' Q0 Volkswagen QQOO Auói -og LT-sendibílinn HEKLAhf Laugavegi 170—172 — Slmi 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.