Morgunblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22..MAÍ 1976 11 Mótmælastaða við brezkt her- skip í Árósum tslendinganna segir m.a. um aðgerðirnar: „Dagana 14.—18. maí var brezka herskipið HMS Intrepid í „kurteisisheimsókn" í Árós- um. í tilefni af því ákváðu ts- lendingar hér í borg að sýna hug sinn til aðgerða Breta á tslandsmiðum og efndu til mót- mælastöðu við skipið sunnu- daginn 16. maí kl. 14—16, en þá var skipið opið almenningi til sýnis. Samið hafði verið dreifibréf um landhelgismálið og var þvf dreift til þeirra, sem komu að skoða skipið. t þessum aðgerð- Boði um borð hafnað. um tóku þátt tæplega hundrað manns, sem er meirihluti Is- lendinga f Árósum. Var leyfi fengið hjá lögreglunni og fóru aðgerðirnar f allastaði friðsam- lega fram. Er hópurinn kom að skipinu tók á móti honum brezkur offi- seri og spurði hvað til stæði. Er honum var tjáð hverrar þjóðar viðmælendur hans væru bauð hann hópnum um borð, þó með því skil.vrði að mótmælaspjöld yrðu eftir f landi. Var þvf boði að sjálfsögðu hafnað. Aðgerðir tslendinganna vöktu mikla at- hygli f Danmörku." Gengið fylktu liði til mótmæla. Mótmælaspjöld voru á ensku og dönsku. tSLENDINGAR búsettir í Ar- ósum efndu til mótmælastöðu sunnudaginn 16. maf sl. við brezka herskipið Intrepid, sem var f kurteisisheimsókn f borg- inni. Aðgerðirnar fóru friðsam- lega fram og vöktu mikla at- hygli f Danmörku og beindu sjónum manna að málstað ls- lendinga f baráttunni við brezka flotann á tslandsmiðum. Morgunblaðinu hefur borizt bréf og myndir af mótmæla- stöðunni frá þeim sem tóku þátt f henni, svo og myndir frá Aarhuss Stiftstidende. t bréfi Rennir listgripi úr trjábútum 1 bókasafni Norræna hússins stendur um þessar mundir sýning á listmunum, renndum úr margs konar viðartegundum. Stig Pettersson frá Fröslöv á Skáni hefur árum saman safnað ýmiss konar trjábútum, rótar- hnyðjum og öðru, sem vinna má úr fagra hluti, og nú hefur hann lagt land undir fót og tekið með sér nokkra af smíðisgripum sinum hingað til lands. Efni- viðinn hefur hann sótt beint i sænsku skógana og einnig í ýmsa Stig Pettersson fr& Skðni með nokkra af munum sfnum sem han•> sýnir f Norræna húsinu. trjágarða, og tínt þar við, sem hefur brotnað af trjám eða fallið. Hann hefur á þennan hátt viðað að sér fjölmörgum tegundum, og í munum þeim sem hann sýnir í Norræna húsinu má sjá allt frá venjulegri sænski furu, álmi og gullregni, til sedrus frá Himalaja og alparósar frá Kóreu. Stig Pettersson er bifvélavirki að iðn. Á stríðsárunum var lítið að gera i þeirri iðnrein og til að drýgja tekjurnar fékk hann sér sög sem hann tengdi við bílvél og ferðaðist um og sagaði niður eldi- við fyrir fólk. Við þetta starf komst hann bókstaflega talað í snertinu við ýmsar viðartegundir og varð þess brátt .áskynja að margur góður kubburinn varð eldinum að bráð. Þess vegna viðaði hann að sér mörgu því sem hann sá að gera mætti úr snotra hluti í stað þess að kasta þvi á eldinn. Siðan hefur hann haldið áfram að safna og fyrir nokkrum árum gat hann svo látið draum sinn rætast og farið að vinna úr efni sínu. Honum finnst viðurinn njóta sín bezt í renndum hlutum og fæst hann nú eingöngu við þá aðferð. Listamaðurinn hefur haft sýningar á ýmsum stöðum innan Svíþjóðar, t.d. á bókasöfnum i Höganás, Henán, Bjurlöv og Perstorp, og í húsakynnum gras- garðsins (Botaniska trádgárden) i Helsingborg, og þegar grasa- færðistofnun Kaupmannahafnar- háskóla efndi til hátíðahalda í tilefni 100 ára afmælis grasgarðs- ins þar (Botanisk have), átti Stig Pettersson marga hluti á sýningu þar. Sýning Stig Pettersson stendur yfir fram undir mánaðarmót. Nú fer hver að verða síðastur til að sjá yfirlitssýningu á verkum Siri Derkert í sýningarsölum hússins, en henni lýkur kl. 22:00 á sunnudagskvöld. rAndersen Ö& Lauth Vesturgötu 17, Laugavegi 39, Glæsibæ hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.