Morgunblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAl 1976 Ragnhildur Helgadóttir, forseti neðri deildar Alþingis: Jarðlagafrumvarpinu átti að vísa til ríkisstjómar til frekari athugunar Gallað í veigamiklum atriðum og gagnstætt anda stjórnarskrár Stjórnarfrumvarp tii nýrra jarðlaga var samþ.vkkt með meginþorra atkvæða úr öllum þingflokkum í báðum þingdeildum. Engu að síður hlaut það verulega gagn- rýni, einnig af þeim, sem greiddu því atkvæði. Talsmað- ur Alþýðubandalagsins, Eðvarð Sigurðsson, sagði t.d. að frumvarpið hefði þurft að fá mun betri skoðun en tími hafi unnizt til og á því væru ýmsir ágallar. Hins vegar styddi hann frumvarpið sökum þess, að það fæli engu að síður í sér margháttaðar lagfæringar frá núverandi ástandi. Ragnhildur Helgadóttir (S) flutti frávísunartil- lögu i neðri deild, svohljóðandi: „Þar sem viss ákvæði frumvarpsins ganga í berhögg við anda stjórnarskrár- innar, og frumvarpið hefur auk þess aðra alvarlega ágalla í veigamiklum greinum er lagt til að því sé vísað aftur til ríkisstjórnarinnar til frekari umfjöllunar.“ Þessi tillaga var felld að viðhöfðu nafnakalli með 29 atkvæðum gegn 6, 1 sat hjá, 4 fjarverandi. Atkvæði með tillögunni greiddu: Ragnhildur Helgadóttir (S), Gylfi Þ. Gíslason (A), Ólafur G. Einarsson (S), Pétur Sigurðsson (S), Sighvatur Björgvinsson (A) og Sverrir Hermanns- son (S). Albert Guðmundsson (S) tók frávísunartillögu Ragnhildar upp, er málið kom til efri deildar, en þar var hún felld með þorra atkvæða gegn einu (hans sjálfs). Rétt þykir að sjónarmið andmælenda frumvarpsins, sem töldu skylt að skoða málið betur, áður en að lögum yrði, fái einnig að ná augum lesenda blaðsins. Ilér fer því á eftir efnisþráður þingræðu Ragnhildar Ilelgadóttur í umræðu um málið (nokkuð st.vttur). • GKGN ANI)A STJORNARSKRAR Virt fjöllum hér um frumvarp, sem i þrjú ár hefur verið til með- ferðar í landtTúnaöarráðuneyti. Það var lapt fyrir háttvirt Alþingi í þvi formi að í þvi voru ekki fa*rri en ferns konar atriði, sem stríddu ýmist ótvírætt pegn ákva'ðum stjórnarskrárinnar eða t;epn anda stjórnarskrárinnar. Þetta sepir sina söttu um það, að það kann að vera tilefni tíl að endurskoða starfsaðferðir emb- ættismannakerfisins. Starfsað- ferðir Alþingis eru oft gagnrýnd- ar, en mér sýnist á þessu frum- varpi, að það sé ekki minna tilefni til að athuga vel starfsaðferðir stjórnarráðsins. Ég veit, að stjórn- arráðið hefur fjölmörgum mjög. vel hæfum embættismönnum á að skipa. Eg veit líka, að þetta frum- varþ hefur verið athugað af fjöldamörgum mönnum Það hef- ur verið rætt á mjög mörgum fundum að því er mér er tjáð. Það er alveg ljöst, að í frumvarpinu er fjallað um atriði, þar sem menn hafa óhjákvæmilega mjög skiptar skoðanir. Engu síður ætti eftir allan þennan tíma að hafa fundizt viðunanleg úrlausn, þannig að unnt va-ri að leggja slíkt frum- varp fram sem sæmilegt frum- varp ríkisstjórnar, sem i eru Sjálfstæðisflokkur og Eramsókn- arflokkur. — Eg hef velt þessu ntikið fyrir mér. hvernig því getur vikið við, að svo stórgallað frumvarp getur komið úr höndum svo margra færra manna. Eg held. að það sem gerzt hefur sé, að einmitt vegna þess hve margir hafa um það fjall- að, þá hafi menn hneigzt til þess að ætla hver öðrum að hafa athug- að frv. nægilega vel. M.ö.o., það hefur verið þríbjörn í tvíbjörn- reglan, sem hefur gilt við samn- ingu þessa frumvarps. Þeir sem hafa setið á einuin fundi og litið á frumvarpið hafa sennilega verið að flýta sér við athugun einhverra annarra mála og hafa treyst því að þeir, sem áður höfðu athugað málið, hl.vtu að hafa gengið frá ýmsum bæði formsatriðum og efnis, þannig að óhætt væri að leggja blessun sína yfir það. En árangurinn varð eins og oft er um störf, þar sem hver ætlár öðrum að vinna verkin. að verkið varð ekki unnið, þ.e.a.s. það verk að búa til frambærilegf frumvarp. Eg veit að það er nokkuð mikið upp í sig tekið áð segja þetta, en því miður er þetta staðreynd. • GILDISSV IÐ LAGANNA Það kann að vera, að önnur ástæða liggi til þess, að frumvarp þetta var svo úr garði gert sem raun ber vitni heldur en sú, hve margir fjölluðu um það. E.t.v. er höfuðástæðunnar að leita í öðru. Sem sé í því að uni þetta frum- varp hafa einungis fjallað aðilar, sem allir hafa sömu hagsmunina að leiðarljósi. Það eru einungis hagsmunaaðilar landbúnaðarins, sem hafa fjallað um þetta frum- varp. Arangurinn er sá, að ákvarðanir samkvæmt þessu frumvarpi, ef svo illa færi, að það yrði samþykkt á Alþingi, ákvarð- anir samkvæmt því væru einnig allar í höndum hagsmunaaðila landbúnaðarins. Þótt svo þær snerti og bitni á hagsmunum ann- ars fólks, þá eiga allar ákvarðanir annaðhvort að vera teknar af landbrh.. jarðanefnd, Landnámi ríkisins eða þá sveitarstjórnum, með hagsmuni þessara aðila fyrir augum. Ef ágreiningur verður milli sveitarstjórna og jarða- nefnda, þá á landbúnaðarráð- herra að skera þar úr. Það er sem sagt ekki hægt að finna annars stað i þessu frumvarpi, en að allar ákvarðanir eigi að vera í höndum aðila, sem hafa sömu hagsmunina að leiðarljósi. Og það er ekki ein- ungis, að allar ákvarðanir eigi að vera í höndum þessara hagsmuna- aðila, heldur er gildissvið frum- varpsins svo stórt, að það er í raun og veru verið að leggja allt landið undir stjórn þessara aðila eða a.m.k. fasteignir á öllu land- inu nema í kaupstöðum og skipu- lögðum kauptúnum. Ég veit ekki, hvort hv. þdm. hafa gert sér grein fyrir þessum hlut, en hér er um hlut að ræða, sem grípur svo al- varlega inn í mörg stór atriði í verkefnum ríkisstjórnar og f verkefnum annarra ráðherra, að það er alveg ótrúlegt, að þetta skuli hafa komizt í þessu formi inn í sali Alþingis. Þegar ég ræði um gildissvið frumvarps, þá vil ég lesa 3. gr. frumvarpsins. Hún hljóðar svo með leyfi hæstvirts forseta: „Lög þessi taka til jarða, jarðar- hluta, afréttarlanda, öræfa, lóða og landspildna", það er að vísu Kagnhildur Helgadóttir tillaga um, að orðið ,,lóða“ falli burt, ef ég man rétt, það er hér í brtt. frá n., en það skiptir engu, ég held lestrinum áfram með leyfi hæstvírts forseta. Eg hafði lesið að Iögin tækju til jarða, jarðar- hluta, afréttarlanda, öræfa, lóða og landspildna. Enn segir: „svo og til ítaka, skóga, vatnsréttinda, veiðiréttinda og hvers konar ann- arra hlunninda, hvort sem þau eru skilin frá jörð eða ekki. Þétt- býlissvæði, sem skipulögð eru fyr- ir fasta búsetu manna, sem ekki stunda landbúnað, eru undanskil- in ákvæðum laga þessara.“ Þá þarf að átta sig á, hvað sé landbúnaður. Svar við því er í þessari sömu gr. og enn segir með leyfi hæstvirts forseta: „Rísi ágreiningur um það, hvað teljast skuli landbúnaður samkvæmt 1. þessum eða um starfssvið jarðanefnda að öðru leyti, sker landbúnaðarráðherra úr um það.“ • IIVAÐ UM ORKURÉTTINDIN? Þetta var einfalt svar. Sem sagt, landbúnaðarráðherra sker nánar úr um það, hvar þessi lög skuli gilda. Veiðiréttindi, vatnsréttindi, hvers konar önnur hlunnindi, hvort sem þau eru skilin frá jörð eða ekki. Menn muna kannski eft- ir biturri reynslu í sambandi við land, sem hefur átt að taka til mikilvægra orkuframkvæmda ríkisins. Hvernig halda menn, að slíkt gæti farið eftir gildistöku þessara 1? Svo er að sjá sem hæst- virtur iðnaðarráðherra hafi ekki af þessu atriði minnstu áhyggjur. I II. kafla frumvarpsins segir í 4. gr. að í hverri sýslu skuli starfa jarðanefnd. í þessari jarðanefnd eiga að vera 3 menn, Búnaðarsam- bandið í sýslunni nefnir 2. sýslu- nefnd einn, svo að það er alveg öruggt, að hagsmunir þessara sömu stétta ráða jarðanefndinni. Siðar í frumvarpinu segir, að þóknun jarðanefnda skuli ákveð- in af landbúnaðarráðherra, það er í 20. grein, og í þeirri sömu grein segir, að kostnaður ekki aðeins laun jarðanefndarinnar, heldur kostnaður við störf jarðanefndar greiðist að hálfu af viðkomandi sýslu og Búnaðarsambandi og að hálfu úr ríkissjóði. Það er oft gerð um það krafa, a.m.k. þegar þing- menn flytja mái, sem hafa í för með sér kostnað, að slíkum frum- vörpum fylgi einhver kostnaðar- áætlun. Ég hélt kannski sem þing- maður, að það skipti einhverju máli, að það lægi fyrir einhver kostnaðaráætlun. Ég hélt kannski, að hæstvirtur fjármála- ráðherra teldi það einhverju skipta. i þessu frumvarpi eða Framhald á bls. 19 NO VALIN veggfóðrið er ofið. Það hefur þvi alveg sér- staka áferð sem einkennir aðeins NO VA LIN veggfóður. Þau eru til í mörgum gerðum og litum. Vandlátir velja því NOVALIN. Verzlun Friðrik Bertelsen, Lágmúla 7 Reykjavík sími 86266

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.