Morgunblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAl 1976
31
— Fisksölu-
fyrirtækin
Framhald af bls. 32
til hvors fyrirtækis, og það væri
ekki að vita nema þetta væri vísir
að einhverju meira.
Björn sagði, að fyrirtækin tvö
byðu ákveðið verð fyrir þetta
magn og væri það nokkru lægra
en fyrir þorskmarning, en þá
nægilega hátt til þess að vinna
mætti það með sæmilegu móti.
— Tefldi
Framhald af bls. 32
Karpov jafnvirði 230 þúsund
íslenzkra króna, Browne hlaut
160 þúsund krónur og Friðrik
og Timman 70 þúsund krónur
hvor.
— Skákin gegn Browne gjör-
breytti öllu í þessu móti. Hefði
hún gegnið eðlilega, hefði
Karpov þurft að berjast i síð-
ustu skákinni en ég hefði getað
hugsað um það eitt að ná jafn-
tefli til að sigra i mótinu, sagði
Friðrik i samtalinu við Mbl.
Vonbrigðin eru vissulega mikil,
en þótt svona slysalega hafi
tekizt til þyðir ekkert að gefast
upp heldur þarf maður bara að
stappa í sig stálinu og reyna að
gera betur næst. Vonbrigði er
nokkuð, sem maður getur alltaf
átt von á í skákinni.
Friðrik lét vel af dvölinni i
Hollandi og sagði að aðbúnaður
allur hefði verið góður og
mikill áhugi á mótinu. Kona
hans, Auður Júlíusdóttir, hefur
verið með manni sinum og sitja
þau um helgina mikil veizlu-
höld i tilefni af 75 ára afmæli
dr. Max Euwe. Þau koma svo
heim á mánudaginn. Næsta mót
Friðriks verður IBM-mótið í
Hollandi, en þar keppir einnig
Guðmundur Sigurjónsson, eins
og fram hefur komið i Mbl.
Hér er á eftir skák Friðriks
og Karpovs. Karpov hefur hvítt
en Friðrik svart:
Skýringar Margeir Pétursson
Hvftt: Karpov
Svart: Friðrik
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rc6 5. Rb5 d6 6. c4 Rf6 7.
Rlc3 a6 8. Ra3 Be7 9. Be2 0-0 10.
0-0 b6 11. Be3 Bb7 12. Db3
(Önnur leið er 12. f3 He8 13. Dd2
Hc8 14. Hfdl Re5 15. Bfl d5!? og
staðan er mjög flókin Karpov
hyggst hins vegar greinilega
forðast allar flækjur í þessari
skák og láta andstæðing sinn um
að taka áhættu.) Rd7 13. Hfdl
Rc5 14. Dc2 (Misráðið væri 14.
Bxc5 bxc5 15. Dxb7 vegna Ra5 og
hvíta drottningin er lokuð inni).
Bf6 15. Hacl Be5 16. Rabl Dh4 17.
g3 Df6 18. f4 Bd4 19. Dd2
X u ■ if
£ jj jj 1A. 1 ▲
▲ 4 1 1 á
iS r*% ii ■
jj A f'f ý. ý,f
§p Ö m ij
& m w T B H
1 mm s §§ 1
e5?!
(Svartur brennir nú allar brýr að
baki sér. Rólegra framhald var
19. ... Bxe3 20. Dxe3 Had8 og
hvítur stendur örlltið betur þótt
svartur ætti vart í vandræðum
með að ná jafntefli) 20. Rd5 Dd8
21. Rbc3 Kh8 22. f5 Rd7 23. Bf3
Bc5 24. Kg2 f6 25. Re2 a5 26. Rdc3
Hf7 27. Rb5 (Ljóst er nú að til-
raunir svarts til að flækja taflið
hafa ekki borið árangur og að
hann á í vök að verjast) Db8 28.
Rxd6 He7 29. Rb5 Bxe3 30. Dxe3
Rc5 31. Rec3 Ba6 32. Hd2 Bxb5
33. Rxb5 Hd7 34. Hxd7 Rxd7 35.
Hdl Rc5 36. Dd2 Df8 37. Dd6
Dxd6 38. Hxd6 Hc8 39. g4 Kg8 40.
h4 Kf8 (Hér fór skákin í bið.
Svartur hefur peði minna án
nokkurs sýnilegs mótspils og
slíkar stöður vefjast sjaldan fyrir
heimsmeistaranum.)
41. g5 Ke7 42. Kg3 a4 43. Hd2 Ra5
44. Ra3 Rc6 45. Rc2 Hd8 (Ef
svartur bíður átekta leikur hvítur
riddara sinum á c2 til e3 og d5
sem gerir út um skákina) 46.
Hxd8 Kxd8 47. gxf6 gxf6 48. Re3
Rb4 49. a3 Rd3 50. Kg4 (Hin
sterka kóngsstaða hvíts gerir nú
út um skákina) Ke7 51. Kh5 Kf7
52. Kh6 Kg8 53. Rd5 Rd7 54. Bh5
Rxb2 Og svartur gafst upp um
leið, því eftir 55. Be8 Rc5 56.
Rxf6+ er staða hans vonlaus.
§j 1 ■ B i
■ n & g m □
k B Jí B Aj fj
a jjj UJ
F 1 j ]
1 □ B B
1 þessari stöðu gaf Friðrik skák-
ina.
— Bretar eiga
Framhald af bis. 1
tslands f sambandi við fiskveiði-
deiluna. Ekki var rætt um, að þeir
Frydenlund og Luns miðluðu
málum.
Viðhorf Croslands
allt önnur
Meðal blaðamanna hér á ráð-
herrafundinum hefur mikið verið
bollalagt um hvað við tæki, og ef
freigáturnar færu út, hvar við-
ræður mundu verða. Menn virð-
ast álíta, að hvorki Reykjavik né
London komi til greina. Blaða-
maður Mbl. spurði forsætisráð-
herra, hvaða stað hann teldi lík-
legastan. Hann sagði, að reynt
hefði verið að ná samkomulagi
bæði í London og i Reykjavík og
þvi væri ekki óeðlilegt, að annar
hvor þeirra staða, sem blaðamenn
hefðu bollalagt um, Briissel eða
Ösló, kæmi til álita.
Einar Ágústsson, utanríkisráð-
herra, sagði að hann vildi aðeins
itrekað að sér fyndust viðhorf
Croslands til fiskveiðideilunnar
allt önnur en komið hefðu fram
hjá öðrum brezkum ráðamönnum,
sem um deiluna hefðu fjallað.
Viðræður íslenzku ráðherranna
við þessa þrjá menn, Crosland,
Frydenlund og Luns, fóru fram á
timabilinu frá kl. 14.30 til 18.00.
Fundur Croslands og íslenzku
ráðherranna var á heimili sendi-
herrans i Ósló eins og áður er
getið, en einhverjir fundir fóru
samt fram á Hotel Skandinavia.
Viðræður Einars
við Genscher
Einar Ágústsson ræddi fyrri
hluta dags i gær við Hans Dietrich
Genscher, utanrikisráðherra
Vestur-Þýzkalands, ogspurði Mbl.
hann um viðræður þeirra. Einar
Agústsson sagði: „Daginn áður en
ég fór að heiman sagði ég frá því á
Alþingi að ég myndi nota þessa
ferð til að tala um frestun á þýzku
samningunum, og það sem þar er
kveðið á um. Þetta gerði ég, en
áður en ég fór að heiman var
afráðið að ég skýrði ríkisstjórn og
utanrfkismálanefnd frá því sem
okkur fór á milli. Með tilliti til
þess finnst mér ekki rétt að víkja
frekar að viðræðunum við blöð“
Einar sagði að hann áliti að Þjóð-
verjar hefðu reynt allt hvað þeir
hefðu getað til að fá Breta til að
falla frá neitunarvaldi sínu innan
EBE. íslenzka ríkisstjórnin hefði
fylgzt reglulega með hvað gerðist.
Sagði Einar, að nýlega hefði
borizt skýrsla frá Þjóðverjum, en
hann vildi ekki ræða hana frekar.
Einar sagði, að það kæmi sér ekki
á óvart, þótt Crosland og
Genscher ættu með sér fund um
fiskveiðideiluna og bókun sex.
Skýrslan sem barst um daginn
var frá Wishnevski aðstoðarráð-
herra.
Stuttur fundur í
Akershus-kastala
Einar Ágústsson sagðist hafa
átt um það bil 10 minútna fund
með Crosland í Akerhus-kastala í
gær, en þar var þá boð fyrir ráð-
herrana, sem Frydenlund efndi
til. Einar sagði, að lítill tími hefði
gefizt til fundarhalda þar vegna
þess hve lengi hefði verið setið
undir borðum. Einar kvað allar
samningaviðræður við Breta velta
á þvi, hvort þeir kölluðu út her-
skipin eða ekki.
Fundur brezkra
ráðherra
Blaðamenn hér á ráðherra-
fundinum hafa bollalagt um fisk-
veiðideiluna milli íslands og Bret-
lands. i gærdag var haldinn í
London fundur þriggja brezkra
ráðherra, Callaghans, forsætisráð-
herra, Peart, sjávarútvegsráð-
herra, og Masons, flotamálaráð-
herra. Ekkert var látið uppi um
niðurstöðu fundarins, en vafa-
laust hefur umræðuefnið verið
hin nýju viðhorf i landhelgis-
málinu og hvort eða hvenær frei-
gáturnar yrðu dregnar til baka.
Í Reuterfrétt um fund þennan
segir, að þrýstingur frá aðildar-
ríkjum innan Atlantshafsbanda-
lagsins gæti orðið til að auðvelda
það, að samningaviðræður hæfust
á ný, í ljósi hótunar íslendinga
um að segja sig úr bandalaginu.
Þá segir einnig, að talsmaður rík-
isstjórnarinnar hafi neitað að tjá
sig um, að hvort ný skref hefðu
verið stigin til að binda enda á
þorskastríðið milli landanna.
Loks er svo vakin athygli á, að
Kissinger komi til London á
þriðjudag og muni þá væntanlega
ræða við Callaghan.
Blaðamenn og fréttaskýrendur
brezkra blaða hér í Ösló segja að
liklegast sé að fjallað verði um
þessa stöðu á ríkisstjórnarfundi
brezku stjórnarinnar á þriðjudag
og sennilegast yrði þar tekin
ákvörðun um að draga freigáturn-
ar til baka á miðvikudag án þess
að sérstök tilkynning yrði gefin
út. Þær myndu aðeins hljóðlega
daga sig i hlé.
Geir Hallgrímsson fór frá Ósló í
kvöld. Einar Ágústsson er vænt-
anlegur heim um helgina.
Þess má að lokum geta, að
norska sjónvarpið átti viðtal við
Crosland á flugvellinum um leið
og hann hélt frá Ósló. Sá sem tók
viðtalið — en þá var ekki vitað að
Geir Hallgrímsson væri í Ósló —
spurði, hvort Crosland hefði átt
annan fund með forsætisráðherra
íslands. Crosland hváði og sagði:
Forsætisráðherra íslands?"
Fréttamaðurinn leiðrétti sig þá og
sagði: „Afsakið, ég meinti utan-
ríkisráðherra íslands.“ Meðal
blaðamanna hér er mikið talað
um þessa spurningu, en svar Cros-
lands hefur alveg gleymzt — eng-
inn man hvert það var.
Bretar eru að sigra
1 skeyti frá Hull segir, að þing-
maðurinn Patrick Wall, formaður
fiskveiðinefndar Neðri málstof-
unnar, hafi flutt ræðu í kjördæmi
sinu i grennd við Hull í kvöld. Þar
hafi hann sagt, að aflatölur
sýndu, að Bretar hefðu veitt sam-
kvæmt þeim kvóta er þeir settu
sér sjálfir við island, og væru
Bretar f reynd að vinna þorska-
stríðið. Aftur á móti væri sá sigur
dýrkeyptur og bakaði tjón bæði
Bretum, islendingum og Atlants-
hafsbandalaginu. Patrick Wall
kvaðst vona, að fslenzka ríkis-
stjórnin og íslenzka þjóðin myndu
senn skilja fánýti þess að halda
streitunni áfram, einkum með
hliðsjón af þvi, að jafnskjótt og
samningar hefðu verið gerðir
myndu Islendingar fá af þeim
samstundis þann mikla ábata að
geta selt fisk sinn innan Efna-
hagsbandalagsins. Bretar væru
andvígir því að eiga í deilu við
vinaþjóð, en fylgdi önnur riki for-
dæmi islands gæti það valdið
óbeitanlegu tjóni úthafsveiðum
Breta.
— Bóluefni
Framhald
af bls. 32
nú langtum betri en þá var, og
eins hefðu læknavísindin nú
fúkkalyfin til að vinna á þeim
fylgikvilla inflúensunnar, sem
flestum mannslátunum olli, þ.e.
lungnabólgunni.
Þá benti landlæknir einnig á, að
fullvíst væri að veruleg mótstaða
væri gegn þessari inflúensu i
elztu aldursflokkunum, þ.e.a.s.
fólki sem fætt væri fyrir og í
kringum 1918 þegar spænska
veikin var hér landfarsótt en
undir venjulegum kringumstæð-
um væri það einmitt þessir
aldurshópar sem yrðu harðast úti
í inflúensufaröldrum. Að öllu
þessp athuguðu væri ekki ástæða
til að óttast, enda þótt svínain-
flúensan kæmi uþp.
Hins vegar sagði Ölafur að hér
heima yrði reynt að gera kerfis-
bundnar ráðstafanir til að mæta
inflúensunni, ef kæmi hingað til
lands, bæði með því að hafa fyrir-
liggjandi birgðir af bóluefni og
með því að prófa mótefnamynd-
unina á völdum hópi fólks hér
heima, sem raunar væri þegar
farið að undirbúa.
— Viðbrögð
Framhald af bls. 1
komizt að samkomulagi er svo
framtiðarinnar að skera úr um.“
Um viðbrögð sín við hótun
Islendinga að segja sig úr NATO
sagði Crosland: „Hún vakti ekki
ef satt skal segja mikil viðbrögð
annarra aðildarlanda NATO. Ég
held að þetta sé ekki spurning um
það hversu alvarlega ég taki þessa
hótun. Ég held að það sé frekar
spurning um hvort Islendingar og
við sjálfir viljum samkomulag og
það tel ég að viðræður okkar hafi
leitt i ljós, eins og ég sagði."
Crosland sagði, að hann og
íslenzku ráðherrarnir myndu nú
gera ríkisstjórnunum grein fyrir
málinu og kanna hvort þær teldu
grundvöll fyrir frekari viðræður.
— Formleg
Framhald af bls. 3
var sérstaklega gerður út
af örkinni til að biðja um
þetta. Fyrst settum við að-
eins fram óformlega fyrir-
spurn. Sfðan var það
áréttað á fundi með Sisco
aðstoðarutanrfkisráðherra.
Ég fæ ekki skilið þessa
yfirlýsingu, þvf að lögð var
fram formleg beiðni og
sfðan fengum við afsvar á
þeim grundvelli, að engin
skip væru tiltæk, sem væru
ekki í notkun.
— Kissinger
Framhald af bls. 3
innanríkismál þessara landa.
Hann sagði m.a. að það sem
eftir honum hefði verið haft
um ítalíu hefði hann aldrei sagt
við blaðamenn. Hér væri um
upplýsingar að ræða úr skjöl-
um, sem lekið hefðu í blaða-
menn.
— Mokveiði
Framhald af bls. 32
þessi mokveiði verið siðustu vik-
ur. Ekkert ákveðið verð er á kol-
munna á íslandi, en ef verðgrund-
völlur væri gætu skip eins og Guð-
mundur, Börkur og önnur stærri
skip hæglega sótt á þessi mið, en
t.d. hafa Norðmenn aukið sóknina
á þessi mið siðustu vikur.
— Ræða
borgarstjóra
Framhald af bls. 12
landbúnaðarráðherra eitt ein-
tak og mér annað eintak, og
eru nú fulltrúar borgarinnar
að kanna þessa skýrslu og at-
huga þá möguleika, sem hún
felur í sér. Að sjálfsögðu er
hér um að ræða mál, sem
snertir rikisvaldið allverulega,
en ég held, að það megi full-
yrða, að áhugi hlýtur að vera
hér í Reykjavík á því, að slíkt
ylræktarver verði sett upp
innan borgarlandsins, ef svo
reynist, að hér sé um hag-
stæðan atvinnurekstur að
ræða.
Fyrir þessum atriðum, sem ég
hef nú rakið, var gerð grein fyrir i
borgarráði þann 13. apríl s.l., utan
þess, sem ég hef nú rakið um það,
sem siðar gerðist. Það er því mjög
athyglisvert og þarf raunar ekki
um það að hafa mörg orð, að nú á
næsta fundi eftir að fyrir þessu
var gerð grein i borgarráði, skuli
borgarfulltrúi Björgvin
Guðmundsson flytja tillögu, sem
felur í sér nokkurn veginn það
sama og nú er unnið að á vegum
þessa vinnuhóps, að öðru leyti en
þvi að gert er ráð fyrir, að at-
vinnumálanefnd hefji nú þetta
starf, sem þegar er byrjað að
vinna á vegum vinnuhópsins.
Verður ekki annað sagt en að
Björgvin Guðmundsson sé góður
áheyrnarfulltrúi. Ljósí er, að litið
fer fram hjá honum af því sem
gerist á borgarráðsfundum, og
hann er fljótur að taka upp mál
og flytja um það tillögur í eigin
nafni, ef hann telur, að það geti
hentað honum.
Ég er eindregið þeirrar skoð-
unar, að það séu eðlileg vinnu-
brögð í þessu máli, að vinnuhóp-
urinn starfi áfram, en geri að
sjálfsögðu atvinnumálanefnd og
borgarráði grein fyrir störfum
sinum eftir því, sem þeim miðar
áfram, og að sjálfsögðu geta þess-
ir aðilar óskað eftir rannsókn til-
tekinna atriða, ef ástæða þykir til.
Ég vil því bera fram svo-
hljóðandi tillögu:
Undanfarna mánuði hefur
starfað fyrir frumkvæði borgar-
stjóra vinnuhópur embættis-
manna borgarinnar, sem athugar
atvinnuuppbyggingu á höfuð-
borgarsvæðinu, einkum mögu-
leika til nýrra atvinnutækifæra
og þá aðallega á sviði iðnaðar.
Vinnuhópurinn hefur þegar skil-
að fyrstu áfangaskýrslu til
borgarráðs. Verkefni þeirra er í
megindráttum það sama og tillaga
Björgvins Guðmundssonar gerir
ráð fyrir, að atvinnumálanefnd
vinni að. Borgarstjórn telur eðli-
legt, að vinnuhópurinn haldi
áfram störfum að sinu verkefni,
en geri að sjálfsögðu bæði at-
vinnumálanefnd og borgarráði
grein fyrir störfum sínum eftir
því, sem þeim miðar áfram, enda
geti þessir aðilar að sjálfsögðu
óákað eftir athugun ákveðinna
atriða, sem ástæða þykir til.
Borgarstjórn visar því frá fram
kominni tillögu Björgvins
Guðmundssonar.
Að lokinni ræðu borgarstjóra
tók Björgvin Guðmundsson aftur
til máls. Hann sagðist ætla gera
játningu. Skýrslu þá sem borgar-
stjóri greindi frá kvaðst hann
aldrei hafa séð. Borgarstjóri
minnti Björgvin þá á að á þessum
umrædda fundi í borgarráði hefði
hann verið. Og furðulegt væri ef
hann vildi ekki kannast við það.
Björgvin sagðist samt sem áður
ekki minnast þessa. Fagnaði hann
þvi að borgarstjóri hefði kvatt til
embættismenn til að vinna verkið
en taldi eðlilegra að atvinnumála-
nefnd fjallaði um málið. Borgar-
stjóri lagði svo fram tillögu þess
efnis að starfshópnum yrði falið
að starfa áfram. Þeir myndu svo
jafnóðum gera grein fyrir störf-
um sínum. Tillagan var samþykkt
með 9 gegn 3. Fulltrúar Fram-
sóknarflokks og Alþýðuflokks
greiddu atkvæði á móti en full-
trúar Alþýðubandalags sátu hjá.
— Verndarstefna
Framhald af bls. 15
samkomulagi áður en
islendingum þykir nauðsynlegt
að hætta aðild að NATO, eins og
ráðherra þeirra gaf til kynna."
I forsíðufrétt Financial Times
segir, að brezka ríkisstjórnin
ihugi nú að kalla freigáturnar út
úr 200 mílunum en reyni að fá
einhverjar tilslakanir i staðinn.
„Ásteytingarsteinninn er sú neit-
un íslendinga að gefa tryggingu
fyrir því að brezkir togarar verði
ekki áreittir þegar freigáturnar
eru farnar. Komið hefur í ljós að
unnt er að komast hjá þessu
vandamáli eftir tveimur leiðum.
Hin fyrsta er sú að kalla togarana
af miðunum ásamt freigátunum
með því skilyrði að skjótar við-
ræður hefjist til að leysa deiluna.
Hin leiðin er að íslendingar veiti
slika tryggingu á laun að áreitni
verði haldið í lágmarki."
Forsiðufrétt Times ber undir-
fyrirsögnina: „Þorskastríðsvonir
NATO brostnar“, en gefur annars
yfirlýsingum Kissingers um utan-
rikisstefnu Bandaríkjanna meiri
gaum en hótun Einars Ágústs-
sonar.
í forsiðufrétt Daily Telegraph
segir að yfirlýsing islenzka utan-
rfkisráðherrans hafi verið „þessi
nú gamalkunna blanda af hótun-
um og mjög óljósum vonum um
samkomulag af einhverju tagi við
einhverjar ótilgreindar aðstæður.
Hótun hr. Ágústssonar um úrsögn
úr NATO mun verða tekin með
dálitlum fyrirvara", segir blaðið.