Morgunblaðið - 25.05.1976, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAt 1976
7
Kaup á eldra
húsnæði
Á siSasta þingi vóru
samþykktar nokkrar
veigamiklar breytingar á
lógunum um Húsnæðis
málastofnun ríkisins. Ein
hinna merkari varðandi
lán til kaupa á eldra hús-
næði. Heimild til slíkrar
lánafyrirgreiðslu var fyrst
tekin i viðkomandi lög
árið 1970, en þá bundin
við 50 m.kr. heildarfjár-
hæð. Þessi fjárhæð hefur
hækkað siðan, einkum á
sl. ári. en nú er horfið frá
slikri bindingu. Er gert ráð
fyrir þvi að Húsnæðis-
málastjórn geri á hverju
ári tillögu til félagsmála-
ráðherra um þá heildar-
fjárhæð, sem hverju sinni
er heimilt að veita til
kaupa á eldra húsnæði, og
ráðherra ákvarði siðan
fjárhæðina með hliðsjón
af aðstæðum hverju sinni.
Þróunin hefur orðið sú (
sumum eldri hverfum
Reykjavíkur, að þar hafa
litlar eignabreytingar átt
sér stað, þann veg, að
ýmsar tiltækar þjónustu-
stofnánir, s.s. skólar, nýt-
ast ekki sem skyldi, þar
sem barnafjölskyldur hafa
einkum leitað i úthverfin,
m.a. vegna þess að lána-
fyrirgreiðsla Húsnæðis-
málastofnunar hefur eink-
um verið bundin við ný-
smiði húsnæðis. Hins
vegar er mun hagkvæm-
ara fyrir þjóðfélagið og
borgina, að aldursskipting
í hinum einstöku ibúðar-
hverfum verði með þeim
hætti, að sem bezt nýting
fáist á þá fjárfestingu (
þjónustustofnunum, sem
fyrir hendi eru; um leið og
það er auðveldara fyrir
ungt fólk að komast yfir
eldra húsnæði, ef lánsfjár-
möguleikar væru hlið-
stæðir og i nýsmiði.
Þá ná þessar lánaheim-
ildir nu- til endurbóta á
eldra húsnæði öryrkja og
aldraðs fólks.
Leiguíbúðir
sveitarfélaga
í hinum eldri lögum um
leiguíbúðir vóru takmark-
anir á tvennan hátt:
annars vegar að þessar
framkvæmdir skyldu vera
á vegum sveitarfélaga
einna og hins vegar að
fbúðir skyldu vera leigu
ibúðir. Nú hefur orðið á
breyting, að því er varðar
seinna atriðið. Sölufbúðir
koma og inn f þennan
lánaramma eftir laga
breytinguna. Er þetta gert
til samræmis við óskir
Sambands íslenzkra sveit-
arfélaga, sem hafði farið
þess á leit við félagsmála-
ráðherra, að slfk breyting
yrði gerðá löggjöfinni.
í lögunum er nú gert
ráð fyrir að veita lán út á
ekki færri en 1 50 íbúðir á
hverju ári næstu 5 árin
eða 750 íbúðir samtals
enda sé næg eftirspurn
fyrir hendi. Þessi tala er
miðuð við að takast megi
að Ijúka á þessu árabili
áður umsamdri byggingu
1000 „leiguíbúða" í
sveitarfélögum, til sam-
ræmis við þá fyrirgreiðslu
sem veitt var við upp-
byggingu Breiðholtshverf-
anna f Reykjavík.
Þessar íbúðir njóta betri
lánskjara en hið almenna
lánakerfi Húsnæðismála-
stofnunar, þ.e. allt að
80% byggingarkostnaðar.
Húsnæðismál
aldraðra
I upphafiegri mynd
frumvarpsins náðu láns-
heimiidir til endurbóta á
húsnæði einvörðungu til
öryrkja. Hins vegar flutti
Oddur Ólafsson (S) og
fékk samþykkta breyt-
ingartillögu þess efnis. að
þessi lánafyrirgreiðsla
nær nú einnig til ellilif-
eyrisþega. Í framsögu
með breytingartillögu
sinni sagði Oddur m.a.:
„Það vita allir hér á
hinu háa Alþingi. hvers
virði það er að fólk geti
búið sem lengst i sinum
eigin ibúðum, þvi stofn-
analif er bæði óeðlilegt og
þar að auki mjög dýrt.
Það er áhugamál okkar
allra að eldra fólkið geti
sem lengst búið við eðli-
legar aðstæður i heima-
húsum. Nú er það svo, að
við það að fólk hættir
sinni vinnu þá minnka
fjárhagslegir möguleikar
þess. En það skeður
einnig fleira. Þvi er enn þá
meiri þörf en áður að búa í
góðu húsnæði, vegna
þess að það hreyfir sig
minna, og þvi er hættara
við að fá margs konar
kvilla. En vegna hinna
rýrðu tekjumöguleika vill
oft verða svo að einmitt
viðhaid á húsnæði situr á
hakanum. Afleiðingin
verður sú að margir, sem
komnir eru á efri ár. búa i
tiltölulega lélegu hús-
næði, húsnæði, sem þó
mætti oft endurbæta og
gera vel íbúðarhæft með
tiltölulega litlum kostn-
aði. Þvi er breytingartil-
laga min flutt til að reyna
að ráða bót á þessum ann-
marka."
Akranes
Kynning á
sólarlandaferóum
Mallorca
Vegna fyrirspurna um hinar vinsælu
Úrvalsferðir til sólarlanda í sumar verður
Pétur Már Helgason sölustjóri til aðstoðar
um val á Urvalsferöum og leiðbeiningar
hjá umboði okkar á Akranesi
Miövikudaginn 26. maí kl. 13— 17
Pétur
FERDASKRIFSTOFAN
URVAL
Eimskipafélagshúsinu simi 26900
Umboð
Ólafur B. Ólafsson
Skólabraut 2
Akranesi.
Húsbyggjendur
Einangrunar-
plast
lietum afgreitt einangrunarplast á Stór-
Reykjavíkursvæðið með stuttum fyrirvara.
Afhending á byggingarstað.
HAGKVÆMT VERÐ.
GREIÐSLUSKILMÁLAR
Borgarplast hf.
Borgarnesi sími: 93-7370
Kvöldsími 93-7355.
ELDTRAUSTIR
SKJALASKÁPAR
3ja og 4ra skúffu.
SÆNSK
GÆÐAVARA
E. TH. MATHIESEN H.F.
STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919.
Hænsnarækt —
hrognkelsaveiði
Til sölu lítið íbúðarhús,
ásamt 40000 fm
eignarlandi í næsta
nágrenni Reykjavíkur.
Einnig til sölu hænsnahús
fyrir 2-3000 fugla.
Hagstæðir greiðslu
skilmálar.
IBUÐA-
SALAN
Cegnt Gamla Bíói sími 12180
Kvöld- ua helgarsími 20199
MA
Tvinninn
sem má treysta.
Hentar fyrir allar gerðir efna.
Sterkur — lipur.
Óvenju mikið litaúrval.
DRIMA — fyriröllefni
Heildsölubirgðir:
Davíð S. Jónsson
&Coh.f.