Morgunblaðið - 25.05.1976, Side 15

Morgunblaðið - 25.05.1976, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1976 15 Umbætur fyr- ír Spánarþing Madrid. 24. maf. AP. SPÆNSKA ríkisstjórnin lagði í dag sfðustu hönd á fvrstu umbðta- tillögu sína af þeim sem boðaðar hafa verið og undirbjó sig undir að koma henni gegnum hið hægri sinnaða þing (cortes) landsins. Þrátt fyrir nokkra andstöðu hægri aflanna spá heimildir inn- an stjórnarinnar þvf að umbæt- urnar, sem varða fundafrelsi, verði samþykktar með yfirgnæf- andi meirihluta. Á afgreiðslu málsins á þinginu að vera lokið á miðvikudag f síð- asta lagi. Þetta er fyrsti meirihátt- ar prófsteinninn á vilja þingsins til umbóta frá því Franco einræð- isherra lézt, og er Juan Carlos konungur jafnframt talinn leggja mikla áherzlu á að tillagan verði samþykkt fyrir opinbera ferð hans til Bandarfkjanna f næsta mánuði. Rússar og Norðmenn ræða um Barentshaf Moskvu, 24. maí. Reuter. AP. i MORGUN, þriðjudag, hefjast í Moskvu viðræður norskra og sovézkra ráðherra um fiskveiði- réttindi á Barentshafi, auðugustu fiskimiðum Evrópu. Formaður norsku viðræðunefndarinnar er Jens Evensen hafréttarmálaráð- herra Norðmanna og mun hann tilkynna Sovétmönnum að Norð- menn leggi til, að 200 mflna fisk- veiðilögsaga gildi yfir svæðið og að miðlfna verði mörkuð til norðurs yfir landgrunnið. Norð- menn leggja mikla áherzlu á ótta sinn við ofveiði og vilja gera ráð- stafanir til að vernda fiskstofn- ana. Evensen lýsti því yfir 1. maí sl., að Norðmenn myndu fylgja for- dæmi ýmissa þjóða og lýsa yfir einhliða 200 milna auðlindalög- sögu, ef hafréttarráðstefna S.Þ. næði ekki samstöðu um 200 milurnar sem alþjóðalög. Sovétmenn hafa verið tregir til að viðurkenna slíkar einhliða.út- færslur og hafa viljað bíða eftir niðurstöðum hafréttarráðstefn- unnar. Formaður sovézku nefndarinnar er Alexander Ishkov fiskimálaráðherra og er gert ráð fyrir að viðræðurnar standi i 2 vikur. Norðmenn hafa sem kunnugt er rætt um 200 mílna útfærslu við ýmsar þjóðir og er gert ráð fyrir að þeir muni á næstunni afhenda Frökkum, A- Þjóðverjum, Pólverjum og Svíum drög að samkomulagi um fisk- veiðiréttindi innan 200 mílna við Noreg. Þessi mynd var tekin í siðustu viku, er japanska eldf jallið Sakurajima byrjaði að gjðsa. Kennedy ber fram- boðsfrétt- ir til baka New Yurk, 24. maí AP. EDWARD Kennedy öldungar- deildarþingmaður sagði f viðtali við bandarfska vikuritið Time, sem út kom f dag, að hann hefði áhuga á að verða forseti Banda- rfkjanna, en það gæti ekki orðið núna af fjölskylduástæðum. Talsmaður Time sagði að viðtal- ið hefði verið tekið áður en frétt- in birtist í blaðinu New York Daily News, þar sem sagt var að Kennedy myndi gefa kost á sér sem forsetaefni demókrata, ef flokkurinn óskaði eftir þvi á flokksþinginu í New York í júli nk. Kennedy neitaði þvi að fréttin hefðí við nokkuð að styðjast og staðfesti við Time að afstaða sú er fram kemur i viðtalinu væri hin eina rétta. Viðbrögðin 1 Líbanon eru áf all fyrir Frakka París og Beirút. 24. maí. AP Reuter. FRÖNSKUM yfirvöldum hefur brugðið mjög við hin neikvæðu viðbrögð í Arabalöndunum við tilboði Valerys Giscard D’Estaing Frakklandsforseta um að senda friðargæzlusveitir til að tryggja vopnahlé til Líbanon. Talsmenn Afhenti Spánarkon- ungi trúnaðarbréf Madrid 20. maf Eínkaskeyti til Mbl. frá AP. EINAR Benediktsson, ný- skipaður sendiherra islands á Spáni, afhenti í dag Juan Carlos Spánar- konungi trúnaðar- bréf sitt við hátíð- lega athöfn i Kon- ungshöllinni. Sendi- herrann fór i við- hafnarvagni til hall- arinnar. Hann átti siðan hálfrar klukkustundar einkafund með kon- ungi að viðstöddum utanríkisráðherra Spánar, Jose Maria de Areilza. frönsku stjórnarinnar lögðu í dag alla áherzlu á að undirstrika að Frakkar myndu ekki blanda sér í innanríkisdeilurnar • í Líbanon og aðeins senda þangað friðargæzlusveitir að beiðni lögregluyfir- valda þar í landi og er tal- ið að þar sé átt við Elias Sarkis, kjörinn forseta landsins. Sögðu talsmenn- irnir, að hlutverk franskra hermanna hefði eingöngu átt að vera að tryggja að vopnahlé héldist, en ekki að koma því á. Diplomataheimildir i París hermdu að Frakklandsforseti hefði búist við þvf að vinstri- sinnaðir múhameðstrúarmenn myndu taka tilboði hans og því hefðu hin neikvæðu viðbrögð þeirra komið mjög á óvart. Franska blaðið Le Monde sagði hins vegar að forsetinn hefði undirbúið veginn fyrir tilboð sitt mjög illa og að þjóðernisviðbrögð vinstri manna hefðu hlotið að verða sterkari en andúð þeirra á ihlutun Sýrlendinga. Franskir embættismenn létu einnig f ljós óánægju með neikvæð viðbrögð vinstri manna í Frakklandi, en talsmenn kommúnista sögðu til- boð frönsku stjórnarinnar fall- byssubátastefnu. Talið er að ein af ástæðunum fyrir því að Frakk- landsforseti lagði fram tilboð sitt, hafi verið ósk um meiri frönsk itök i Arabalöndunum, einkum Sýrlandi og Líbanon. VERKFALLIÐ MIS- HEPPNAÐ, SEGIR GRÍSKA STJÓRNIN Marcos bannaði vélinni flugtak Manila, 24. maí. AP. LJÓST er nú orðið, að Marcos forseti Filipseyja hafði gefið yfirmönnum hersins í landinu fyrir- skipun um að hleypa BAC-111 farþegaflugvél- inni, sem 6 skæruliðar úr hópi múhameðstrúar- manna rændu um helg- ina, ekki í loftið, hvað sem það kostaði. Sem kunnugt er féllu 13 manns og 22 særðust, er skothríð braust skyndi- lega út um borð í flugvél- inni og sérþjálfaðir her- menn réðust að henni. Talið er að ástæðan fyrir því að flugræningjarnir hófu skot- hríðina hafi verið skyndileg ofsahræðsla, er flugmenn vél- arinnar og farþegar reyndu að stökkva út um dyr og neyðarút- ganga hennar. Þrír flugræn- ingjanna féllu, er hermenn- irnir gerðu áhlaupið og 3 særð- ust. Sprengdu skæruliðarnir einnig handsprengju í vélinni og kviknaði þá í henni og hún brann til ösku. Talið er að 9 farþegar hafi farist í sprenging- unniog brunanum. Þetta var 6. flugránið á Filipseyjum frá því að herlög voru sett í landinu af Marcosi forseta 1972, en í hin 5 skiptin kom ekki til átaka og flugræn- ingjarnir voru annaðhvort taldir á að gefast upp eða orðið var við beiðni þeirra. Síðasta flugránið var 7. apríl og fengu flugræningjarnir fjárupphæð og flugvél til að fara með þá til Líbýu. Ræningjarnir kröfðust nú 350 þúsund dollara lausnar- gjalds fyrir farþegana og lang- fleygs DC-8 þotu með vönum flugmanni til að fljúga með þá til Libýu. Marcos forseti hefur sakað yfirvöld f Líbýu um að hafa stutt uppreisnarbaráttu Múhameðstrúarmanna á Fílips- eyjum undanfarin 3!4 ár. 83 far- þegar og 5 manna áhöfn voru um borð í vélinni er henni var rænt, en ræningjarnir höfðu sleppt 4 konum og 9 börnum þeirra úr vélinni áður en til átakanna kom. Yfirvöld á Filipseyjum höfðu hafnað öllum kröfum ræningjanna. Aþenu, 24. maí. AP. Rrutrr. GRlSKA ríkisstjórnin héll þvf fram í dag, að tilraunir verkalýðs- félaga til að skipuleggja 2 sólar- hringa allsherjarverkfall í mót- mælaskyni við nýja verkalýðslög- gjöf, sem bannar verkföll af póli- tfskum ástæðum, hefðu algerlega mistekist og aðeins 10% af 1.3 milljónum félaga í verkalýðsfé- lögunum hefðu tekið þátt f verk- fallinu. I verkalýðslöggjöfinni er einnig kveðið á um að 20% af starfsfólki fyrirtækis haldi áfram störfum ef til verkfalls kemur. Verkalýðsfé- lögin höfðu í verkfallsboðun sinni lagt áherzlu á að verkfallið væri áskorun á ríkisstjórnina og að. á framkvæmd verkfallsins gæti oltið um áhrif verkalýðsins á stjórnmál landsins næstu ár. Flestir þeirra, sem tóku þátt i verkfallinu, voru starfsmenn banka og erlendra flugfélaga og varð að loka mörgum bönkum og flug erlendra flugfélaga til Grikk- lands lamaðist algerlega. Umræð- ur um hina nýju verkalýðsmála- löggjöf eiga að hefjast í gríska þinginu í kvöld. ERLENT 20 nýir kardínálar Yatfkaninu, 24. maf. AP. Reutrr. PÁLL páfi VI gerði í dag kunn- ugt, að 20 nýir kardfnálar hefðu verið útnefndir og tóku þeir við útnefningu sinni við hátfðlega og fjölmenna athöfn f Páfagarði í dag. Mest á óvænt kom útnefning Trins Nhu Khues erkibiskups af Hanoi og var honum ákaft fagnað er hann gekk fyrir páfa til að hljóta blessun hans og taka við útnefningunni. Trin var annar tveggja kardinála, sem páfi útnefndi í leyni, og er talið að hann hafi óttast að Trin fengi ekki farar- leyfi hjá yfirvöldum i Hanoi, ef skýrt hefði verið frá útnefning- unni strax. Taiið er að hinn kardínálinn sé Frantishek Tomasek biskup í Prag. II af 20 kardfnálum eru frá þróunarríkjunum og með útnefn- ingu þeirra eru aukin áhrif þróunarrikjanna í kardínála- skólanum, sem nú telur 138 manns. í ræðu sinni gagnrýndi páfi bæði hin hefðbundu öfl innan kaþólsku kirkjunnar svo og fram- faraöflin. sem hann sagði vinna starfi kirkjunnar mikið ógagn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.