Morgunblaðið - 25.05.1976, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAl 1976
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreíðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, síir i 10100
Aðarlstræti 6, simi 22480.
Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 50,00 kr. eintakið.
Einar Agústsson ut-
anríkisráöherra geröi
ríkisstjórninni í gærmorg-
un grein fyrir viöræöum
þeim, sem hann átti um
landhelgismáliö í Ósló í
tengslum við ráðherrafund
Atlantshafsbandalagsins í
síöustu viku, en Geir Hall-
grímsson forsætisráðherra
tók þátt í þeim viðræðum
að hluta til, eins og
kunnugt er. Næstu daga
munu stjórnarflokkarnir
fjalla um þau viðhorf, sem
skapast hafa í landhelgis-
deilunni við Breta eftir
þessar viðræður. Nauðsyn-
legt er, að stjórnarflokk-
arnir fjalli rækilega um
málið og leggi vandlega
niður fyrir sér þá valkosti,
sem um er að ræða. Af-
stöðu til þeirra upplýsinga,
sem fyrir liggja um viðhorf
Breta nú, verður aó taka
meó það í huga, á hvern
hátt við náum mestri frið-
un fiskstofnanna á fiski-
miðunum.
Á sl. hausti komu fiski-
fræðingar fram með nýjar
upplýsingar um ástand
þorskstofnsins, sem bentu
eindregið til þess að tak-
marka yrði mjög sókn í
þorskinn á næstu tveimur
árum. Undir forystu
Matthíasar Bjarnasonar
sjávarútvegsráðherra hef-
ur verið gripið til margvís-
legra friðunarráðstafana,
enda þótt ekki hafi verið
gripið til þeirra róttæku
aðgeróa, sem fiskifræðing-
ar telja nauðsynlegar. Til
þess liggja að sjálfsögðu
margar ástæður en ein
þeirra er sú, að það er afar
erfitt að skerða stórkost-
lega athafnafrelsi ís-
lenzkra sjómanna á meðan
fiskveiðar Breta hér við
land eru stjórnlausar. Um
leið og við næðum stjórn á
þeim með samningum um
veiöiheimildir þeirra hér
við land, mundi gjörbreyt-
ast aðstaða íslenzkra
stjórnvalda til þess að ná
heildarstjórn á fiskveiðum
við ísland. Þetta er ein af
röksemdunum fyrir því að
leita beri friðsamlegrar
lausnar á fiskveiðideilunni
við Breta. Meðan Bretar
veiða hér undir herskipa-
vernd rótast þeir um í ung-
fiskinum með ófyrirsjáan-
legum afleiðingum. í ljósi
þeirrar hættu, sem þorsk-
stofninn er í, er alveg sér-
stök ástæða til að fagna
því, að nú virðist sem víð-
tækari samstaða geti orðið
um friðsamlega skamm-
tima lausn landhelgisdeil-
unnar vió Breta en stund-
um áður. í viðtali við dag-
blaðið Vísi í gær lýsir Lúð-
vík Jósepsson, formaður
þingflokks Alþýðubanda-
lagsins, því yfir, að hann
telji koma til greina að
semja við Breta til skamms
tíma um fiskveiðar þeirra
hér við land, með vissum
skilyrðum. Þau skilyrði,
sem Lúðvík setur fyrir slík-
um samningum, eru, að
þeir renni út í haust u.þ.b.
er hafréttarráðstefnunni
lýkur og sýnist hann
byggja þau tímamörk á því,
að þá muni liggja fyrir með
einum eða öðrum hætti já-
kvæð niðurstaða hafréttar-
ráðstefnunnar. Jafnframt
telur Lúðvík, að með slík-
um samningum væri um að
ræða síðustu samninga við
Breta um veiðiheimildir
þeirra hér við land.
Raunar er það svo, eins
og bent var á í Morgun-
blaðinu fyrir nokkrum vik-
um, að Bretar eru nú að
afhenda Efnahagsbanda-
lagi Evrópu samningsrétt
fyrir sína hönd í fiskveiði-
málum. Þannig er EBE að
taka við samningaviðræð-
um við Norðmenn um
veiðiheimildir við Noreg
og allt bendir til, að í fram-
tíðinni muni íslendingar
eiga við EBE en ekki Breta
sjáífa, þegar EBE hefur
fært út fiskveiðilögsögu
sína í 200 mílur.
Þegar fjallað er um
samninga eða ekki samn-
inga, er auðvitað ljóst, að
þeir, sem eru samninga-
leiðinni fylgjandi í grund-
vallaratriðum geta haft
mismunandi skoðanir á því
hvernig standa eigi að
samningum og á hvaða
grundvelli sé fært að gera
samninga við Breta. Ríkis-
stjórnin hefur t.d. marg-
sinnis lýst því yfir, að ekki
komi til greina að taka upp
vióræður við Breta nema
með tilteknum skilyrðum
en eitt þeirra er, að Bretar
geri sér skýrari grein fyrir
því en þeir hafa gert í fyrri
samningatilraunum, að
svigrúm íslendinga til
samninga er mjög tak-
markað vegna ástands
þorskstofnsins. Megin-
atriðið er, að formaður
þingflokks Alþýðubanda-
lagsins hefur í grundvall-
aratriðum lýst sig fylgj-
andi því að fara samninga-
leiðina og gera samninga
til skamms tíma. Þá verður
að ætla að samstaða sé milli
allra þeirra stjórnmála-
flokka, sem máli skipta, um
tvennt: í fyrsta lagi að
stefna beri að samningum
við Breta og í öðru lagi að
þeir samningar verði til
skamms tíma. Það er mikill
áfangi, sem náðst hefur
með slíkri samstöðu helztu
stjórnmálaflokka landsins
um þessi grundvallaratriði
og þess vegna er þess að
vænta, að ef reynslan leiðir
í ljós, að Óslóarviðræðurn-
ar hafi leitt til þess, að
Bretar séu nú viðmælan-
legir um samninga, sem ís-
lendingar geti sætt sig við,
geti almenn samstaða orðið
um slíka samningagerð,
sannkölluð þjóðareining í
örlagaríku máli. Þess
vegna er sérstök ástæða til
að fagna yfirlýsingu Lúð-
víks Jósepssonar. Hún boð-
ar jákvæðara viðhorf Al-
þýðubandalagsins til skyn-
samlegrar lausnar fisk-
veiðideilunnar en menn
hafa átt að venjast.
Formaður þingflokks
Alþýðubandalagsins
fylgjandi samningum
Spámaður
verður
tyggjókúla
Vésleinn Lúðvfksson
„Þetta er nánast að taka
Georg Lukács og blása úr hon-
um tyggjókúlu,“ segir Vésteinn
Lúðvfksson um vinnubrögð
Helgu Kress í nýlegu Skírnis-
hefti en þar fjallaði hún um
skáldsöguna Gunnar og KjarL
an eftir Véstein. I Tímariti
Máls og menningar (1. h. 1976)
svarar Vésteinn hressilega
fyrir sig og upplýsir Helgu m.a.
um kenningar spámannsins
Lukácsar, en ein aðalheimild
Helgu í Skírni er greinarkorn
eftir Lukács frá árinu 1938 sem
nefnist Es geht um den
Realismus.
Mikil vísindakona smíðar sér
karldjöful heitir grein Vésteins
Lúðvíkssonar. Hann kveðst
langa til að gera nokkrar at-
hugasemdir við grein Helgu
Kress „af því mér blöskrar fá-
fræði, skilningsskortur og
óheiðarleg vinnubrögð höf-
undar“. Vésteinn kemst að
þeirri niðurstöðu að krafa
Helgu eigi sér „hliðstæðu í
„fagurfræði" stalínismans" og
undrist þá enginn að skuli telja
vísindakonuna verðugan arf-
taka þeirra Gunnars Benedikts-
sonar og séra Péturs í Valla-
nesi. Vésteinn er stórorður á
köflum, en tekst í grein sinni að
afhjúpa fordóma Helgu sem
auðveldlega breytast í mann-
fyrirlitningu. Það sem skilur á
milli þeirra Vésteins og Helgu
kemur ef til vill best fram í því
að Helga telur konu nokkra
djúpt sokkna af því að hún á
barn með Bandaríkjamanni af
Vellinum. Helga efast um
sósíalisma Vésteins, en hann
svarar eftirminnilega: „Sá er
lélegur sósfalisti sem telur að
kona sé „djúpt sokkin" ef hún
eignast barn með Bandarikja-
manni af Vellinum. Banda-
ríkjamenn af Vellinum eru
hvorki verri né betri en inn-
fæddir. Kona sem eignast barn
með Bandaríkjamanni af
Vellinum er ekki „dýpra
sokkin“ en sú sem eignast barn
með íslendingi. Aðrar skoðanir
á þessu efni verða ekki fundnar
í mínum verkurn.'1
Ljóst er að hér talar skáld-
sagnahöfundur, en ekki þræll
einhverra stjórnmálastefna.
Tyggjókúlan springur, en allír
vita að þegar hún springur upp
í manni límist hún við varirnar.
Ég sé ekki betur en Kristján
Jónsson sé að búa sér til rit-
deilu við Véstein Lúðviksson í
þessu sama Tímaritshefti.
Kristján skrifar um Eftirþanka
Jóhönnu eftir Véstein og
heldur því fram að sagan sé
„sálfræðileg skáldsaga, með
ónógum skýringum þar sem eitt
rekur sig jafnvel á annars
horn“. Það kemur enn betur í
ljós að skoðanabræður Vésteins
eiga erfitt með að sætta sig við
verk hans. Ef til vill hefur
Skírnisgrein Helgu Kress orðið
til að varpa skugga á verk þessa
höfundar sem að mínu mati eru
með því athyglisverðasta í
nýjum íslenskum bókmenntum.
Annars má segja að ritdómar
séu veikasta hlið Tímarits Máls
og menningar. Lengi hefur
verið notast við ónýta nt-
dómara, sem sumir hverjir eru
fullir af gremju og heiftrækni,
aðrir ekki í tengslum við sam-
timann. Ritstjóranum Sigfúsi
Daðasyni verður þó að óska til
hamingju með tvennt: Hann
skrifar sjálfur að þessu sinni
umsögn um 1 túninu heima
eftir Halldór Laxness, athyglis-
verða grein eins og vænta
mátti, og honum hefur tekist að
færa Siglaug Brynleifsson úr
skarlatsskikkju bókmennta-
gagnrýnandans í mölétna flík
þjóðmálavandalætarans saman-
ber grein hans: Forpokun ör-
eiganna — eðlisútmálun sjálf-
stæðisflokksins.
Halldór Laxness á grein í
Tímaritinu. Hún nefnist
Fáeinar athuganir um „kristin-
réttarákvæði elstu" og hefst á
þessum skemmtilegu orðum:
„Gaman væri að eiga alþingis-
tíðindi frá þeim degi þegar Þor-
geir ljósvetníngagoði sálufélagi
Einars þveræings, eða var þetta
máski sami maður, vaknaði
einn morgun á Þíngvöllum við
það að hann hafði orðið
kaþólskur í höfðinu meðan
hann svaf.“ Þessa grein þarf að
lesa í næði og íhuga vel, enda
eru i henni margar frumlegar
athuganir.
Ólafur Jóhann Sigurðsson á
tvö kvæði í heftinu. Annað
þeirra nefnist Um mann og
lygna spegla og er hugþekkur
skáldskapur eins og bestu Ijóð
Ólafs Jóhanns eru. Hitt kvæðið,
Um Ijóð, er stefnuskrá og segir
meira um skáldskap Ólafs Jó-
hanns en sérhver skilgreining.
Fyrra erindið er svona:
Sem andhlær um þÖKnina
lágværir ómar líða
þess Ijóðs sem mig dreymdi forðum.
en gleymdi að skrifa:
f sveiflunni milli (veggja
andstæðra tfða
titrar það enn í hug mér
og herst við að lifa.
Þetta er ljóð skálds sem yrkir
af nauðsyn.
Þrjú ljóð eftir Baldur Óskars-
son eru dæmigerð fyrir hinn
innhverfa skáldskap hans. Ég
held að Baldur hafi orðið fyrir
miklum áhrifum frá afstrakt-
list eins og Steinn Steinar. Það
er einhver galdur í þessum
ljóðum sem merkir að þau eru
lifuð. Þetta er okkur sýnt heitir
ljóð sem hefst svo:
Tvfbökur
á bakka sem rfs á rönd
í fölum bjarma. Og reglustikur.
tvfhökur. . .
við erum þreytt. — Við erum hætt
að spyrja.
fig horfi á hönd mfna
og rétti fram hönd þína:
þú rétlir fram hönd mína
og horfir á hönd þína.
Með þessu hefti Tímarits
Máls og menningar er Sigfús
Daóason einn ritstjóri þess.
Forvitnilegt veróur að fylgjast
meó inn á hvaóa brautir Sigfús
beinir ritinu í framtíðinni.