Morgunblaðið - 25.05.1976, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1976
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAl 1976
21
Leikni Karls það eina
Baráttuna
1 um stigin,
mörkin
ogvatnið
fyrri helgi. Þá var barizt um hvern
bolta og samleikurinn mjög góöur á
köflum. Nú var baráttan í lágmarki
og alltaf sótt upp miöjuna þar sem
Óskar var yfirleitt einn gegn tveimur
Valsmönnum. Gaf þetta að sjálfsögðu
ekki góða raun, en þetta er atriði sem
ætti að vera auðvelt að laga auk þess
sem Stefán Halldórsson, hinn skeinu-
hætti framherji Vfkinga, verður
væntanlega með í næsta leik.
Leikurinn á laugardaginn fór fram
við sérstaklega góðar aðstæður, mikill
hiti var og sólskin lengst af leiktiman-
um og völlurinn í sínum bezta skrúða.
Kunnu Valsmenn svo sannarlega að
nota sér þessar aðstæður en allt of
mikið af tíma Vfkinga fór í karp við
dómara og línuverði. Fór það t.d. mun
meira í skap Víkinga að þeir máttu
ekki fá sér vatn meðan á leiknum
stóð. Reyndar var stífni dómara í
þessu sambandi furðuleg því þö laga-
bókstafurinn segi e.t.v. að ieikmenn
megi ekki fá sér hressingu meðan á
leiknum stendur þá er það ábyggilega
meira í anda íþróttarinnar að leyfa
leikmönnum að væta kverkarnar
þegar boltinn er ekki f leik. Magnús
Bergs svaraði þessu reyndar mjög vel
þegar hann spurði Rafn Hjaltalín
línuvörð, sem hafði bannað Magnúsi
að fá sér vatn, hvort hann vildi ekki
að þeir lékju góðan fótbolta.
1 stuttu máli:
Islandsmótið 1. deild Laugardals-
völlur 22. maí.
Valur — Vikingur 3:0 (0:0)
Mörk Vals: Hermann Gunnarsson á
73. min., Atli Eðvaldsson á 85. min. og
Guðmundur Þorbjörnsson á 89.
minútu.
Brottvísun: Helga Helgasyni var sýnt
rauða spjaldið er hann mótmælti við
dómara.
Ahorfendur: 1277.
Agúst Guðmundsson, Símon Kristjánsson og Árni Guðmundsson í baráttu um knöttinn.
Grátlegt að fá
ekki bœði stigin”
KR-ingar óhressir eftir leikinn við Fram
— ÞAÐ var grátlegt að fá ekki bæði stigin í þessum leik,
sagði Halldór Björnsson KR-ingurinn járnharði að lokn-
um leiknum við Fram á sunnudaginn, en úrslitin urðu
1:1. Er hægt að taka undir þau orð Halldórs að KR hafi
verðskuldað sigurinn í Ieiknum því það var aðeins undir
lokin, að Framarar veittu þeim verulega mótspyrnu.
Texti: Agúst Jónsson.
Myndir: Friðþjófur Helgason.
KR-liðið er greinilega í mikilli
framför um þessar mundir og það
er langt síðan leikmenn KR hafa
gefið sér tíma til að spila knettin-
um í rólegheitum einsog þeir
gerðu á köflum i leiknum i fyrra-
kvöld. Undanfarin ár hafa KR-
ingar gert mun meira af því að
sparka en spila.
Um Framliðið er það að segja
að framlína liðsins er bitlaus og í
þeim tveimur leikjum sem liðið er
búið að leíka hafa framherjar
liðsins varla náð að skapa sér
marktækifæri, hvað þá að þeir
hafi skorað. Varnarmenn liðsins
eru venjulegast mjög traustir en í
fyrrakvöld var það aðeins
Marteinn Geirsson sem lék sam-
kvæmt getu.
Aðstæður til knattspyrnuiðk-
ana í Laugardalnum um helgina
voru mjög misjafnar. Á laugar-
daginn mættust Valur og Víking-
ur í glampandi sólskini, en á
sunnúdagskvöldið var rigning og
kuldi i lofti, þannig að það var allt
annað en auðvelt að leika góða
knattspyrnu. Boltinn skauzt mjög
á blautu grasinu og það var mesta
furða hvað leikmenn liðanna —
sérstaklega KR — náðu að gera í
leiknum.
Háifdán Örlygsson skoraði
fyrsta mark leiksins á 41. mínút-
unni. Hafði hann leikið á tvo
varnarmenn Fram og skaut siðan
þrumuskoti úr vítateignum
vinstra megin. Fór knötturinn í
hliðarnet Frammarksins, án þess
að Árni Stefánsson, sem nú stóð í
marki Fram, kæmi við nokkrum
vörnum.
Á 18. mínútu seinni hálfleiksins
tókst Ágústi Guðmundssyni að
jafna fyrir Fram og kom markið
nokkuð óvænt því eftir gangi
leiksins hefði frekar mátt reikna
með að KR-ingar skoruðu aftur en
að Fram tækis að jafna. Hvað um
það, þá misreiknaði Magnús Guð-
mundsson markvörður KR horn-
spyrnu frá Pétri Ormslev og
missti knöttinn yfir sig. Ágúst
Guðmundsson tók viðstöðulaust
við knettinum og sendi hann í
mark KR-inga með föstu skoti.
Hresstust Framarar við markið
og ríkti nokkurt jafnvægi í leikn-
um það sem eftir var þó svo að
tækifæri KR-inga væru hættu-
legri. Að tveimur umferðum lokn-
um hafa KR-ingar hlotið 3 stig 11.
deildinni, en Fram er með 1 stig.
Halldór Björnsson var bezti
maður vallarins framan af og
byggði þá upp margar fallegar
sóknarlotur fyrir KR-inga auk
þess sem hann barðist vel að
vanda. Halldór verður ekki með
KR-ingum tvo næstu leiki, þar
sem hann er á leið til útlanda í
sumarfrí. Verður það skaði fyrir
KR-inga að missa Halldór úr bar-
áttunni. Auk Halldórs er sérstök
ástæða til að nefna Ottó Guð-
mundsson sem var mjög öruggur í
leiknum og hefur sennilega ekki
verið betri en um þessar mundir.
Af Frömurum var Ásgeir Elías-
son lagnastur og gerði marga
hluti fallega í leiknum. Marteinn
Geirsson var sömuleiðis góður en
landsliðsmennirnir Jón Péturs-
son og Simon Kristjánsson voru
eitthvað miður sin í leiknum.
Annars er það ekki vörn Framara
sem er höfuðverkur þjálfaranna,
heldur sóknin.
1 stuttu máli:
Islandsmótið 1. deild, Laugardals-
völlur 23. mai.
FRAM — KR 1:1 (0:1).
Mark KR: Hálfdán örlygsson á
41. mínútu.
Mark Fram: Ágúst Guðmundsson
á 63. mínútu.
Áminning: Engin
sem gliaði áhorfendum
LEIKMENN jafnt sem áhorfendur höfðu litla ánægju af
leik FH og Akraness á malarvellinum í Kaplakrika á
sunnudaginn. (Jrhellisrigning var allan leiktfmann og
varð hún ekki til þess að bæta knattspyrnuna, sem
sjaldan er merkileg á malarvöllunum. Hvort lið fékk
2—3 marktækifæri, sem hugsanlega hefðu getað gefið af
sér mark en þar fyrir utan var fátt sem yljaði áhorfend-
um nema ef vera skyldi frábær leikur Karls Þórðarson-
ar, sem bar höfuð og herðar yfir alla hvað varðaði leikni
og spil, þó minnstur væri hann á vellinum. Og lokastað-
an, 0:0, verður að teljast sanngjörn eftir gangi leiksins.
Áhorfendur þurftu að bíða
lengi eftir fyrsta marktæki-
færinu. Það kom ekki fyrr en á
31. mínútu. Þetta fyrsta mark-
tækifæri leiksins féll í skaut FH,
sem hafði fram að þessu átt öllu
meira í leiknum. Bezti maður FH,
Ólafur Danivalsson, lék upp að
endamörkum hægra megin, gaf
fyrir markið til Leifs Helgasonar,
sem skaut á markið. Davíð
Kristjánsson markvörður
bjargaði í horn. Og aðeins tveim-
ur mínútum síðar fengu FH-ingar
sitt bezta tækifæri. Ölafur
Danivalsson komst inn fyrir vörn
Akurnesinga, vippaði boltanum í
háum boga yfir Davíð markvörð
svo að hann stefndi i netið. Þarna
höfðu allir viðstaddir bókað mark
nema Björn Lárusson bakvörður,
sem kom nú á fullri ferð og tókst
á ótrúlegan hátt að bjarga á mark-
línuv Var þetta stórvel gert hjá
Birni eins og margt fleira, sem
hann gerði i þessum leik. Á 41.
minútu fengu FH-ingar enn eitt
tækifæri eftir að Davíð markvörð-
ur hafði dottið og misst boltann
en Jóhann Ríkharðsson skaut yfir
af markteig.
Þó nokkur töf varð á því að
seinni hálfleikur gæti hafizt, því
Eysteini dómara fundust
áhorfendur þrengja einum um of
að vellinum. En þegar hálfleikur-
inn byrjaði var meira fjör í hon-
um en fyrri hálfleiknum. Nú voru
það Skagamenn, sem náðu tökum
á miðjunni og sóttu meira. Fengu
Skagamenn sitt bezta marktæki-
færi á 7. mínútu seinni hálfleiks
er Matthías komst einn inn-fyrir
vörn FH og skaut góðu skoti að
markinu en Ómar markvörður
var vel á verði og varði skotið.
Myndir:
Friðþjófur Helgason.
Texti:
Sigtryggur Sigtryggsson
Hann hélt ekki boltanum og Teit-
ur náði að skjóta úr þröngri að-
stöðu en boltinn rúllaði eftir
marklínunni. Nokkru síðar átti
Árni Sveinsson gott skot rétt
framhjá og Teitur skaut í stöng á
30. mínútu seinni hálfleiks. Fimm
mínútum síðar átti Matthías
skalla að marki en bjargað var á
marklinu.
Eina hættulega upphlaup FH í
seinni hálfleik kom á 90 minútu.
Skot kom á mark ÍA, Davíð hélt
ekki boltanum en Björn Lárusson
var sem fyrr á réttum stað og gat
afstýrt hættunni. Boltinn barst út
að hliðarlínu þar sem aukaspyrna
var dæmd á Akraness. Hár bolt-
inn var gefinn inn í markteiginn,
Ólafur Danivalsson skaut í stöng,
boltinn hrökk út til Jóhanns
Ríkharðssonar og hann skallaði
boltann í netið við mikil fagnaðar-
læti leikmanna og áhangenda FH.
En sú dýrð stóð stutt línuvörður
inn var með flaggið á lofti og
dómarinn dæmdi markið af. Línu-
vörðurinn sagði eftir leikinn, að
hann hefði verið að veifa á rang-
stöðu strax þegar aukaspyrnan
var tekin. Eftir leikinn mótmæltu
FH-ingar því að þeir hefðu verið
Ómar Karlsson markvörður FH handsamar boltann, en það er ekki verra að hafa Viðar bakvörð til taks ef
eitthvað skyldi fara úrskeiðis.
„Okknr sjálf-
nm að kenna”
LEIKMENN Vikings voru mjög
óánægðir me8 dómgæilu Grétars
Norðfjörð I tapleiknum i móti Val.
Fannst þeim hann hafa verið
heldur hagstæður Vatsmönnum og
þó þeir kenndu honum ekki um
tapið þð vildu þeir meina að hann
hefðí ekki gert Víkingunum auð-
velt fyrir i þessum leik.
Diðrik Ólafsson markvörðui
Vikinga var einn fárra leikmanna
liðsins, sem var á annarri skoðun.
— Mér fannst dómarinn alls ekki
dæma þennan leik vel. en hins
vegar var hann þeim ekkert hag-
stæðari en okkur, sagði Diðrík að
leiknum loknum. — Þegar lið
byrjar að mótmæla dómum er það
segin saga að dómarinn verður á
móti þvi og þannig var það I þess-
um leik. Það var ekki fyrr en seint
i seinni hálfleiknum að dómar
Grétars fóru að bitna á okkur og
það var okkur sjálfum að kenna.
um i Islandsmótinu en ekki voru
þeir Guðmundur Þorbjörnsson og
Atli Eðvaldsson ánægðir með það
að loknum feiknum við Vikinga á
laugardaginn. — Blessaður vertu,
mörkin I dag áttu að vera mikiu
fleiri, sögðu þeir og Atli bætti við
að átta stykki hefðu verið nærri
lagi - Völlurinn var mjög góður T
dag. sömuleiðis veðrið og þegar
aðstæðurnar eru svona góðar þá
er Valsliðið i essinu sinu sögðu
þeir.
eftir þvi að nýi grasvöllurinn
þeirra i Kaplakrikanum yrði til-
búinn.
Svaraði hann þvi til, að vonazt
væri eftir þvi að völlurinn yrði
tilbúinn fyrir næsta heimaleik FH.
„Næstu 3 leikir okkar fara frá ð
útivöllum en 12. júnt eigum við
heimaleik og vonumst við þá til að
geta leikiðá grasinu. Þá batnar öll
aðstaða og vonandi leikirnir lika,"
sagði Helgi.
Gula spjaldið komið niður en
Grétar Norðfjörð lyftir því
rauða ( staðinn og Heigi Helga-
son verður að yfirgefa völlinn.
Diðrik Ólafsson fær þar engu
um breytt.
„tó er
i essmu smu
VALSMENN hafa nú skorað 7
mörk i tveimur fyrstu leikjum sin-
Grasvöllurinn
tilbúinn um
miðjan júní”
LEIKMENN FH og Akraness voru
sammála um það eftir leikinn. að
það hefði skemmt mikið fyrir að
þurfa að leika á mölinni i Kapla-
krika en ekki á grasinu. Mbl.
spurði Helga Ragnarsson fyrirliða
FH að þvi hvenær mætti vonst
Þeir beztu f liðum IA og FH
Karl Þórðarson og Ólafur
Danivalsson, kljást hér um
boltann.
rangstæðir, einn Skagamanna
hefði staðið á marklínunni en
Skagamenn voru aftur á móti
vissir um að Ólafur Danívalsson
hefði verið innsti maður þegar
aukaspyrnan var tekin. Linuvörð-
urinn Garðar Guðmundsson var
viss í sinni sök og Eysteinn
dómari dæmdi markið af án þess
að hika.
Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um frammistöðu einstakra
leikmanna. Þeir léku flestir langt
undir getu, enda aðstæður til að
leika góða knattspyrnu ekki fyrir
hendi. Væri óskandi að Hafn-
firðingar lykju sem allra fyrst við
frágang á grasvelli sínum svo þeir
þurfi ekki einir að bjóða 1.
deildarliðunum upp á malarvöll,
aðstöðu sem ekki á að þekkjast í
þeirri deild. Undirritaður hefur
þá trú að FH-ingar verði við miðja
deild eða þar aðeins fyrir neðan í
sumar. í þessum leik var Ólafur
Danivalsson bezti maður liðsins,
mjög leikinn og fljótur leikmaður
en annars er liðið jafnt. Akranes-
liðið leikur aldrei vel á möl, og er
það vafalaust helzta skýringin á
slökum leik liðsins. Framlínu-
menn liðsins, Teitur og Matthías,
landsliðsmiðherjar, sáust varla og
þegar þeir fengu boltann voru
þeir alltof seinir að gefa hann frá
sér. Á miðjunni bar Karl Þórðar-
son af, dansaði eins og ballet-
dansari í kringum andstæðingana
og reyndi að byggja upp sóknar-
lotur með hnitmiðuðum sending-
um, en þær fengu alltof oft lélega
afgreiðslu.
í STUTTU MÁLI:
Kaplakrikavöllur, sunnudaginn
23. maí, 1. deild, FH — lA 0:0.
Áhorfendur: 626.
Áminning: Engin.
Það vantar ekki lifið i þessa mynd, Guðmundur Þorbjörnsson
virðist hafa náð knettinum, en aðrir á myndinni eru þeir
Róbert Agnarsson, Adolf Guðmundsson, Alexander Jóhannes-
son og Helgi Helgason.
Valur vann allt
VALSMENN sigruðu Víkinga örugglega f 1. deildinni á
laugardaginn (Jrslitin urðu 3:0, en sá sigur hefði eftir gangi
leiksins átt að verða enn stærri. Valsliðið lék þennan leik
mjög vel og skapaði sér mörg tækifæri, sem ekki nýttust.
Vfkingsliðið lék leikinn hinsvegar langt undir getu og það
var aðeins fyrstu 15 mínútur leiksins að leikmenn Víkings
höfðu undirtökin í leiknum og léku þá svipaða knattspyrnu
og gegn Fram um fyrri helgi.
Það tók Valsara 73 mínútur að
skora fyrsta markið og var Hermann
Gunnarsson þar að verki. Mínutu
síðar var Helga Helgasyni vísað af
leikvelli og léku Vlkingar 10 það sem
eftir var leiksins. Bættu Valsmenn þá
enn við yfirburði sfna í leiknum og
gerðu þeir Atli Eðvaldsson — víta-
spyrna — og Guðmundur Þorbjörns-
son tvö seinni mörk Valsmanna.
Víkingar voru betri aðilinn
upphafsmínútur leiksins, en Vals-
menn áttu einnig góðar sóknarlotur
en voru of seinir að skjóta að marki
Víkinganna þannig að varnarmenn
höfðu tima til að trufla þá. Eftir
því sem leið á leikinn náðu Valsmenn
betri tökum á miðju vallarins, stutta
spilið þeirra blómstraði og skiptingar
á milli kanta gerðu usla í vörn Vfk-
inga. Víkingarnir sóttu hins vegar of
mikið upp miðju vallarins og þó Ósk-
ar Tómasson ætti góðan leik þá mátti
hann sín ekki gegn margnum.
Beztu tækifæri fyrri hálfleiksins
áttu Guðmundur Þorbjörnsson er
hann skaut óvænt úr þröngu skáfæri,
en Diðrik náði að verja. Haraldur
Haraldsson átti skalla rétt yfir og loks
má nefna skot Guðmundar Þorbjörns-
sonar eftir hornspyrnu, en Ragnar
Gfslason bjargaði á marklínu.
DREGUR TIL TlÐINDA
Seinni hálfleikurinn var til muna
líflegri en sá fyrri og kom fyrsta
markið á 28. mínútu hálfleiksins, en
það hafði lengi legið i loftinu. Hin
hættulega þrenning f framlfnu
Vals, Hermann Gunnarsson, Guð-
mundur Þorbjörnsson og Kristinn
Björnsson, stóð að tilurð marksins,
sem var mjög skemmtilegt. Kristinn
gaf góða sendingu inn á Guðmund,
sem sendi fyrir markið og þar var
Hermann óvaldaður. Kunni hann sitt
fag og skoraði af öryggi upp í þaknet-
ið.
Texti: Ágúst Jónsson
Myndir: Friðþjófur Helgason
Á leiðinni frá búningsherbergjun-
um að loknu leikhléi hafði Hermann
reyndar sagt við Diðrik að hann yrði
til að skora fyrsta mark leiksins. Lýsti
Hermann þvf síðan fyrir Diðriki að
hann skyti af stuttu færi fyrir ofan
hann vinstra megin og þó að Dirik
snerti knöttinn yrði það ekki nóg til
að stöðva hann. Markið kom síðan
nákvæmlega eins og Hermann hafði
lýst þvf!!!
Annað markið skoraði síðan Atli
Eðvaldsson á 40. mínútu hálfleiksins
eftir að Adolf hafði brugðið
Guðmundir Þorbjörnssyni innan vita-
teigs. Skoraði Atli af öryggi úr vfta-
spyrnunni. Síðasta orðið í leiknum
átti Guðmundur Þorbjörnsson en
hann hafði verið mjög ógnandi allan
leikinn. Kristinn gaf góða sendingu á
Hermann, sem gaf fyrir markið og
Guðmundur þakkaði fyrir sig með því
að bæta við þriðja marki Valsmanna.
BASLI I BASLI
Eins og áður sagði var Helgi Helga-
son, öðru nafni Basli, rekinn af velli f
seinni hálfleiknum, nánar tiltekið á
75. mínútu leiksins. Atvikaðist það
þannig að Alexander hafði brotið á
Helga, sem lfkaði það miður vel þar
sem ekkert var dæmt. Gerði Helgi sér
lítið fyrir, sneri sér að Alexander og
gaf honum vel útilátið spark í
legginn. Grétar Norðfjörð dómari var
nærstaddur og gaf hann Helga um-
svifalaust gula spjaldið. Sagði Helgi
þá eitthvað á þá leið að þetta var ekki
hægt og sjálfsagt hefur hann eitthvað
bölvað líka. Greip Grétar þá til rauða
spjaldsins og Víkingarnir léku 10 það
sem eftir var
EINS OG SVART
OG HVlTT
Urslitaleikur Víkings og Vals í
Reykjavfkurmótinu og þessi leikur
eru eins og svart og hvítt. Þá börðust
Víkingar grimmilega og náðu tökum
á miðju vallarins. Nú voru það Vals-
menn sem réðu þessum hluta vallar-
ins og var ekki nokkur spurning hvor-
ir væru betri. Hermann Gunnarsson
var bezti maður Valsliðsins f þessum
leik ásamt þeim Guðmundi Þor-
björnssyni, Atla Eðvaldssyni og
Magnúsi Bergs. Sá síðastnefndi þurfti
reyndar að velja á milli að leika þenn-
an leik og að vera viðstaddur útskrift
stúdenta úr MR á laugardaginn. Valdi
Magnús að leika leikinn og fá heldur
stúdentaskírteinið síðar.
Um Víkingana er það að segja að
þeir voru eins og aðrir menn f saman-
burði við leik þeirra gegn Fram um