Morgunblaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1976
39
Héraðsvaka Rangæinga:
Fjölskylduhátíð
á Hvolsvelli
HÉRAÐSVAKA Rangæinga
verður haldin í Félagsheimilinu
Hvoli á Hvolsvelli laugardaginn
29. maí. Vandað verður til vik-
unnar eftir föngum og reynt að
gera hana þannig úr garði að hún
verði skemmtun fyrir alla eða
eins konar fjölskylduhátíð.
Helztu skemmtiatriði verða kór-
söngur og munu bæði Samkór
Rangæinga og Kór Rangæinga-
— Landhelgis-
deilan
Framhald af bls. 40
verði að veiða innan 200 milna
fiskveiðilögsögunnar, en Bretar
dragi til baka bæði freigátur og
Nimrod-þotur sínar. Þá segir
Reuter jafnframt að rætt sé um
að hugsanlegt samkomulag gildi
til septembermánaðar, en þá sé
jafnframt gert ráð fyrir að niður-
staða fáist af hafréttarráðstefn-
unni.
Á miðunum hefur i þrjá sólar-
hringa verið svarta þoka og því
hefur bæði verið erfitt fyrir
togarana að athafna sig, svo og
freigátur og varðskip. Varðskipið
Ægir klippti þó í gær á annan
togvír Fleetwoodtogarans
Jachinta FD 159 27 sjómilur suð-
austur af Ingólfshöfða. Togararn-
ir, sem nú eru um 40, hafa flutt
sig talsvert sunnar en þeir hafa
áður verið og var enginn að
veiðum fyrir norðan Hvalbak í
gær. Ekki var ljóst, hve margar
freigátur voru á miðunum, vegna
þess hve þokan var svört og var
því ekki ljóst hvort Leander hefði
farið heim eftir áreksturinn við
varðskipið Ver á laugardag. Sam-
kvæmt upplýsingum Gunnars
Ólafssonar hjá Landhelgisgæzl-
unni var talið víst að hann yrði að
fara heim, þar eð stefni freigát-
unnar var svo mikið laskað, en
hún var nýkomin úr 4ra mánaða
klössun eftir skemmdir á íslands-
miðum. Skemmdir á Ver urðu
talsverðar á stjórnborðshlið skips-
ins og rifnaði stór flipi úr skipinu
aftan við brúna. Beyglaðist og
stýrishús skipsins. Káeta 3. stýri-
manns á Ver skemmdist og bað-
klefi.
félagsins í Reykjavik koma fram.
Þá mun ungur og efnilegur
hljómlistarmaður. Guðmundur
Magnússon frá Mykjunesi, leika á
píanó. Einnig verða flutt ávörp,
sýnd kvikmynd, vísnaþáttur og
fleira til skemmtunar. Að lokum
leikur hljómsveitin Glitbrá fyrir
dansi. Búizt er við fjölmenni á
héraðsvökuna eins og raun varð á
vorið 1975 er slík samkoma var
haldin í fyrsta skipti.
— Meginlands-
menn
Framhald af bls. 40
hitt er svo annað að það að frysti-
húsin uppi á landi skuli gera
þetta er rýtingsstunga i bakið á
húsunum hér. Við vitum að frysti-
húsin hér hafa oft viljað borga
meira fyrir hvert fiskkiló en
húsin uppi á landi, þegar þau mál
hafa verið til umræðu á sameigin-
legum fundum frystihúsamanna,
en svo eru frystihúsamenn hér
ekki einu sinni komnir heim
þegar hinir fara að yfirbjóða þá.
Þetta nær auðvitað engri átt í
raun og veru að þessi spákaup-
mennska geti átt sér stað, því
maður myndi fremur sætta sig við
verðið samkvæmt óhagstæðu mati
ef slíkt gengi yfir alla línuna.
Hins vegar má geta þess að það
er mun meiri humarafli nú en s.l.
ár og jafnframt mun meiri fiskur
í fiskitrolliö."
— Stórfelt smygl
Framhald af bls. 40
arensen rannsóknarlögreglumað-
ur að rannsókninni.
í samtalinu við Mbl. benti
Haukur Guðmundsson á að Krist-
ján Pétursson hefði í greinum í
fjölmiðlum bent á, að nauðsyn
hefði verið á þvi að rannsaka
starfsemi tollgæzlunnar með það í
huga, að á undanförnum árum
hefði sannast að mjög mikið magn
smyglvarnings hefði borizt inn í
landið þrátt fyrir öfluga tollgæzlu
í landinu. Hafi Kristján siðast rit-
að grein um þetta mál i vetur.
Hins vegar virtist engin slík rann-
sókn hafa farið fram, þrátt fyrir
ábendingar.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Ég er sextán ára gamall og hef verið alinn upp á trúuðu
heimili.Eg vil ekki hegða mér eins og flestir hegða sér,
en ég vil ekki heldur vera neinn sérvitringur. Hvernig á
ég að fara að?
Ef til vill kallar sumt fólk þig sérvitring, af því að
þú lifir ekki eins og það. Shakespeare flutti ágæta
predikun, þegar hann sagði: „Vertu sannur við
sjálfan þig, og því fylgir eins og nóttin fylgir
deginum, að þú verður ekki ósannur við aðra.“
Ungt fólk hneigist til að semja sig að siðum
hópsins, sem það umgengst. Það tileinkar sér sið-
gæði og hegðun félaga sinna. Þetta stafar auðvitað
af vanþroska þess og af því að það kann ekki að
dæma sjálft um hlutina og taka ákvarðanir. Þú
segist ekki vilja hegða þér eins og flestir gera. Það
sýnir, að þú ert farinn að þroskast. Það þarf ekki
svo að fara að þú verðir kallaður sérvitringur. Ungt
fólk svipast um eftir öðru ungu fólki, sem getur
veitt því leiðsögn og kennt því hvernig það eigi að
lifa. Ef þú segir því ekki frá sannfæringu þinni og
breytir samkvæmt henni, þá hverfur það aftur í
,,f jöldann“ og þeirra lifshátta, sem hann temur sér.
Kynórar og siðleysi eru ekki alvarlegasta synd
unga fólksins nú á dögum. Sú synd er mest, að það
lifir tilgangslausu lifi. Heimurinn í kringum okkur
stendur bráðum í björtu báli, og samt sinnir unga
fólkið ekki tækifærunum og hlustar ekki á kallið til
að bæta heiminn. Þú getur orðið leiðtogi félaga
þinna. Hefstu handa í stað þess að láta aðra stjórna
þér.
THE OBSERVER TIIE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER
Röm — Vió Via Botteghe Oscure í
hjarta Rómaborgar er bygging,
sem sker sig lítt frá öðrum þar í
grenndinni nema hvað skraut-
leg veggspjöld með hini'm
kunnu táknum hamri og sigð,
svo og hvatningu um samein-
ingu verkamanna, draga að sér
athygli þeirra sem leið eiga hjá.
Það er þarna, sem Kommún-
istaflokkur ítaliu gerir áætlan-
ir um væntanlega þátttöku i
ríkisstjórn eftir áratuga bar-
áttu. Takmarkið virðist í aug-
sýn. Horfur eru á, að eftir þing-
kosningarnar 20. júní næstkom-
andi verði endi bundinn á
þriggja áratuga valdatíð kristi-
legra demókrata, að minnsta
kosti hafa líkurnar aldrei verið
eins sterkar frá lokum síðari
heimsstyrjaldar.
Því fer fjarri, að kommúnist-
ar boði valdatöku sína með gif-
uryrðum og loforðum um stór-
fenglegar umbætur. Helztu víg-
orð þeirra er „útrétt hönd“
gagnvart öllum lýðræðisöflum,
sem beiti sér í sameiningu gegn
því, að ríkið rambi fram af helj-
arþröminni. Þeir fjölyrða um
bræðralag, jafnvægi i alþjóða-
málum, mannlega sæmd og
sameiginlegar byrðar. Og með
eðlilegu stolti benda þeir á
ýmsa harðlínumenn úr herbúð-
um sinum, sem farið hafa með
stjórn allmargra bæja og hér-
aða í landinu um langt árabil og
tekizt það með miklum ágæt-
um.
Þeir viðurkenna fúslega, að
komizt þeir til valda á einhvern
hátt geti það skapað margs kon-
ar erfiðleika í þjóðfélaginu.
Ihaldsemi sé ríkjandi hjá milli-
stéttinni og rómversk-kaþólsku
kirkjunni, og menn óttist að
rauður fáni muni blakta yfir
borginni eilífu. Einnig geti það
vakið ótta á alþjóðavettvangi,
að þátttaka kommúnista i rikis-
stjórnum breiðist út, ef vel tak-
ist til á ítalíu. Eru þetta með-
fram ástæðurnar fyrir því,
hversu málflutningurinn frá
aðalbækistöðvunum við Via
Botteghe Oscura er hófsamur,
allt að því hughreystandi og á
lítið skylt við hávær baráttu-
hróp kommúnista.
Það eru engir smákarlar, sem
stjórna áróðursherferð komm-
únista í þesari mikilvægu kosn-
ingabaráttu. Fyrir utan kunna
flokksbrodda svo sem Renzo
Trivelli, Giancarlo Pajetta og
Paolo Bufalini má telja rithöf-
undana Alverto Moravia og
Paolo Volpini, Franco Ferraroti
þjóðfélagsfræðing og Nino
Pasti fyrrum hershöfðingja í
flughernum. Þessir menn hafa
tekið höndum saman til að
hindra í framkvæmd áætlun-
um, sem ógerningur hefur
reynzt að koma í kring í fyrri
kosningum á ítalíu.
Helztur þrándur í götu þeirra
á erlendum vettvangi eru
Bandaríkin. Stjórnin í Wash-
ington hefur ekki látið sann-
færast um að þátttaka komm-
únista í ríkisstjórn á Ítalíu geti
falið i sér lausnina á hinum
tröllauknu vandamálum lands-
ins. Sendimenn hennar á Ítalíu
fylgjast með framvindu kosn-
ingabaráttunnar af vaxandi
áhyggjum og tíunda ýmsar
haldbærar ástæður fyrir því, að
„hin útrétta hönd“ kommúnista
gæti borið dauðann i sér.
ítalskir
rauðliðar
reyna
að
ríkja-
menn
Svo virðist sem aðaláhyggju-
efni Bandaríkjamanna sé varn-
armál italíu. Þeir segja, að
tveir eða þrír ráðherrar komm-
únista í rikisstjórn italíu gætu
stórlega skaðað varnarhags-
muni landsins. Enda þótt
kommúnistar hafi ekki lýst yf-
ir, að þeir muni segja skilið við
Atlantshafsbandalagið í snatri,
eru fremur litlar líkur til að
þeir vilji verja miklu fé til
starfsemi bandalagsins. Og
flokksmenn hafa ekki farið í
launkofa með það. Sergio
Segre, sem er helzti talsmaður
flokksins í utanríkismálum,
hefur hreinskilnislega lýst
þeirri skoðun sinni og flokks-
ins, að landið hafi ekki ráð á
kostnaðarsömu hernaðarbrölti,
þar sem gengi lírunnar sé lágt
og landið þarfnist umfram allt
þjóðfélagslegra umbóta.
Italir eTu stofnaðilar Atlants-
hafsbandalagsins. Þeir eiga að-
ild að kjarnorkuráði bandalags-
ins og í landinu hafa Banda-
ríkjamenn umsjón með 1.500
kjarnorkuhleðslum. Á Ítalíu er
eina heimahöfn sjötta flota
Bandarikjamanna. Bandaríkja-
menn hafa áhyggjur af því, að
„hin útrétta hönd“ kommúnista
kunni að hrófla eitthvað við
þessari mikilvægu skipan.
Kommúnistar hafa hins veg-
ar lagt síaukið kapp á að sýna
Bandaríkjamönnum vinsemd.
Þeir eiga oft viðræður við
bandaríska sendifulltrúa á
ítalíu og hafa sótt heim þing-
menn og ýmsa embættismenn. i
þessum viðræðum fjölyrða þeir
mjög um, að engin ástæða sé til
að óttast, og þeir segja, að Atl-
antshafsbandalagið sé þýðing-
armikið til að viðhalda valda-
jafnvægi á meginlandi Evrópu.
En ef verulega dragi úr viðsjám
milli austur- og vesturveldanna
siðar meir, megi taka það til
athugunar að leysa hernaðar-
bandalögin upp.
Bandaríkjamenn hafa illan
bifur á þessum orðalagi „síðar
meir“. Þeim er mjög tamt, að
lita á Kommúnistaflokkinn sem
Mtir
Juliet
Pearee
náinn bandamann Rússa, og
telja þvi varhugavert, að þeir
fái sæti i ríkisstjórn . eins
stærsta aðildarríkis Atlants-
hafsbandalagsins í Evrópu. Þar
að auki eru þeir ekki trúaðir á,
að sundurleit þjóðstjórn sé vel
fallin til þeirrar sterku forystu,
sem Ítalir þurfa svo mjög á að
halda.
En þótt þeir fegnir vildu.
geta þeir ekki bent á neina aðra
haldbæra lausn. Kristilegir
demókratar hafa farið mjög
halloka vegna hneykslismála,
dugleysis og spillingar. Árið
1948 nutu þeir fylgis 48.5% af
þjóðinni, en fylgishrunið er
orðið slíkt, að í síðustu þing-
kosningum höfðu þeir aðeins
rúmlega 35% heildaratkvæða-
magnsins. En kommúnistar
hafa aftur á móti stöðugt unnið
á. Árið 1953 hlutu þeir 22.6%
atkvæðamagns, en í júní sl.
voru það 33.4% þjóðarinnar,
sem veittu þeim stuðning.
Umfram allt er það óttinn
við, að aðrar þjóðir fari að
dæmi Ítala, sem hefur gagntek-
ið Bandaríkjamenn. Ef komm-
únistar komast í stjórn og
„hinní útréttu hönd“ tekst að
vinna umtalsverð afrek, hvað
mælir þá gegn því, að kommún-
istar í Vestur-Evrópu vaxi al-
mennt i áliti og að vinsældum.
ítalskir kommúnistar reyna
stöðugt að hughreysta banda-
rísk stjórnvöld og með ágætum
rökum. Þeir leggja áherzlu á
stjórnsemi sína, lýðræðislega
hefð og ekki er þeim sízt tíðrætt
um, hversu óháður flokkurinn
er Moskvuvaldinu. Þeir hafa
sýnt áhuga á velferð landsins
og geta státað af flokkskerfi,
sem er heiðarlegt og laust við
spillingu, en slíkt geta afar fáið
stjórnmálaflokkar á Italíu.
Enrico Berlinguer talar um
„lýðræðislegan kommúnisma í
Evrópu“ sem virðist vera fyrir-
bæri mjög áþekkt því, sem
Tékkóslóvakar reyndu að þróa
upp á sínum tíma, en sovézkir
skriðdrekar kæfðu i fæðing-
unni. Félagar Berlinguers hafa
ýmsir haft orð á þörfinni fyrir
sterkara Efnahagsbandalag,
sem væri öflugri málsvari fyrir
sameiningu Evrópu en það er
nú.
Flokkurinn virðist höfða til
ólíkra hópa af ólíkum ástæðum
við þessar kosningar. Hann er
hörðum baráttumönnum tákn
sjálfrar byltingarinnar, en
þorri ítala, sem er þreyttur og
þjakaður á ástandi landsmála.
bindur þær vonir við hann. að
hann komi á og viðhaldi lögum
og reglu, sem þjóðin hefur
brýna þörf fyrir.
Á meðan áróðursvél komrn-
únista hefur stöðugt vaxandi
áhrif á fólk, verja hægri öflin
milljörðum af margfallinni líru
til hatrammrar baráttu, sem
miðar að því að viðhalda hefð-
hundnum lifnaðarháttun. Ítala.
En andspænis þeim vandamál-
um, sem þjóðin hefur átt við að
glima að undanförnu, hefur lít-
ið gagn verið í fornum hefðum,
og það er almennt álitið, að ný
samsteypustjórn mið- og vinstri
flokka gæti enn magnað það
ófremdar- og kreppuástand,
sem ríkir á italiu. Og italska
þjóðin hefur fengið sig full-
sadda af kreppu í hvaða mvnd
sem er.
THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER