Morgunblaðið - 04.06.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4, JUNÍ 1976
5
Sýnir töfrabrögð
og veggspjöld á
Listahátíð í Nor-
ræna húsinu
NÆSTA óvenjuleg sýning verður
sett upp í anddyri Norræna húss-
ins nú á Listahátið. Á sýningu
þessari verða sýnd veggspjöld úr
eigu finnsks sjónhverfingameist-
ara, Solmu Mákelá, en hann á eitt
merkasta safn, sem til er af mynd-
um úr sirkusheiminum og vegg-
spjöldum töframanna og trúða.
Solmu Mákelá kemur einnig sjálf-
ur hingað til íslands og sýnir
töfrabrögð af og til meðan á sýn-
ingunni stendur. Verður fyrsta
sýning hans á töfrabrögðum f
samkomusal Norræna hússins á
laugardag, 5. júní, kl. 16.
BP út —
OLÍS tekur við
ÁRIÐ 1974 keypti Olíuverzlun ís-
lands h.f. eignarhluta The British
Petroleum Company Limited,
London, í hlutafélaginu BP á ís-
landi h/f. Hefir Olíuverzlun ís-
lands h.f. þar með yfirtekið allar
eignir BP hérlendis. Framvegis
mun þvf starfsemi félagsins rekin
undir nafninu OLÍS og dreifing-
artæki, bensinstöðvar og birgða-
stöðvar merktar þvi nafni, sem
verður einkennismerki félagsins.
Á næstu vikum mun því OLÍS-
merkið tekið í notkun og koma f
stað BP-merkisins.
Félagið mun sem fyrr starfa
sem umboðsmaður fyrir bæði BP
og Mobil-olíuvörur, sem seldar
verða undir vörumerkjum þess-
ara framleiðenda, að þvi er segir i
fréttatilkynningu frá Oliuverslun
íslands.
Communa
kemur ekki
Ballet Unnar
fellur niður
PORTUGALSKI leikflokkurinn
Communa, sem væntanlegur var á
listahátið til að sýna leikinn
Máltíð og eldur, hefur nú sent
listahátíðarnefnd skeyti um að
ekki geti af því orðið. Mun flokk-
urinn ekki hafa fengið þann
stuðning til ferðarinnar heima,
sem hann vænti. Fellur þessi sýn-
ing því niður.
Þá er hætt við að sýna á ballett-
sýningunni í Þjóðleikhúsinu ball-
ett eftir Unni Guðjónsdóttur við
tónlist eftir Þorkel Sigurbjörns-
son. Er fréttamaður grennslaðist
eftir hvað ylli, kom í ljós að leik-
húsið telur sig ekki hafa ráð á að
greiða nær einn fimpita af þeirri
fjárveitingu, sem fer i alla ballet-
sýninguna, fyrir hluta af tónlist-
arflutningnum i þessu eina verki.
Fé er ekki fyrir hendi. En um
helmingurinn af tónlistinni sem
nota þurfti, er upptaka á bandi
með leik Sinfóníuhljómsveitar-
innar. Horfið var að því ráði að
sýna í staðinn annan ballet.
Fyrir fyrstu
ferðahelgi ársins
hvítasunnuhelgina
Frábært úrval af
sportfatnaði, strigaskónm
og kúrekastígvélum,-
m
' feífe:
GALLABUXUR - VESTI - STUTTJAKKAR
SKYRTUR — MUSSUR — BUXNAPILS — PILS
★ Bolir — stutterma — langerma með áprentuðum myndum eftir eigin vali
★ Jersey skyrtur — stutterma — mikið úrval ★ Blússur í ótrúlegu úrvali
★ Herrapeysur & dömupeysur ★ Stuttjakkar o.m.fl.