Morgunblaðið - 04.06.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.06.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JUNÍ 1976 Kvennaskólanum í Reykjavík slitið Nokkrir klúbbfélagar Myndlistaklúbbsins. Myndlistaklúbburinn sýnir í Valhúsaskóla MVNDLISTAKLUBBUR Sel- dóttir, Magnús Valdimarsson, tjarnarness opnar sfna 6. sýningu Margrét Guðjónsdóttir, Selma laugardaginn 5. júnf kl. 14.00 I Kaldalóns, Sigrfður Gyða Sigurð- Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. ardóttir og Sigurður Karlsson. Á sýningunni eru 166 verk eftir Klúbburinn hefur starfað frá 16 félaga klúbbsins. Þeir eru því f janúar 1971 og hefur Sigurð- Anna G. Bjarnadóttir, Anna ur K. Árnason listmálari verið Karlsdóttir, Árni Garðar Kristins- leiðbeinandi klúbbsins nær óslit- son, Ásgeir Valdimarsson, Auður ið frá stofnun hans. Sigurðardóttir, Björg Isaksdóttir, Verkin eru flest til sölu. Sýn- Garðar Ólafsson, Grétar Guðjóns- ingin verður opin alla virka daga son, Guðmundur Karlsson, frá kl. 17 — 22, en um helgar frá Jóhannes Ólafsson, Lóa Guðjóns- kl. 14 — 22 og lýkur 13. júní. Stjórn Heimdallar: Sigur fyrir stefnu Geirs Hallgrímssonar og ríkisstjórnar hans KVENNASKÓLANUM f Reykja- vfk var sagt upp laugardaginn 29. maf að viðstöddu fjölmenni. For- stöðukonan, dr. Guðrún P. Helga- dóttir, gerði grein fyrir starfsemi skólans þetta skólaár og skýrði frá úrslitum prófa. 214 náms- meyjar settust f skólann f haust og luku 18 burtfararprófi 57 landsprófi og unglingaprófi luku 61. Hæsta einkunn á burtfararprófi hlaut Kristjana G. Grimsdóttir, 9.20. Á landsprófi miðskóla hlaut Soffía Arnþórsdóttir einkunnina 9.70, sem var hæsta einkunn yfir skólann, en auk hennar hlutu 8 stúlkur ágætiseinkunnir. Meðal- tal beggja bekkjardeilda á lands- prófi var 8.00. t 3. bekk hlaut Anna Maria Sigurðardóttir hæsta einkunn 9.25, i 2. bekk Elín Ingi- björg Jacobsen 8.95 og í 1. bekk Auður Þóra Árndóttir 9.44. Við skólauppsögn voru Kvenna- skólanum færðar góðar gjafir og heillaóskir. Fyrir hönd Kvenna- skólastúlkna sem brautskráðust fyrir 50 árum, talaði frú Guðbjörg Birkis og færði skólanum fjárupp- hæð í Minningarsjóð frú Thóru Melsteð. Fyrir hönd 40 ára ár- gangsins talaði frú Sonja Helga- son, og gaf sá árgangur einnig peninga i Minningarsjóð frú Thóru Melsteð. Fulltrúi 30 ára LEIÐRÉTTING: Ursula Ingólfsson í frétt í blaðinu í gær um lista- hátíð misritaðist nafn Ursulu G. Ingólfsson, sem leikur ásamt Rudolf Bamert á hljómleikum á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 13. júni. í blaðinu féll einnig niður að hún lauk einleikaraprófi ásamt kennaraprófi við tónlistarskólann i Zíirich. Biðjum við afsökunar á þessari misritun á nafni hennar. árgangsins var frú Ásbjörg Gunnarsdóttir og gaf sá árgangur peninga í Thomsenssjóð. Fyrir hönd 25 ára árgangsins talaði frú Selma Hannesdóttir og gáfu þær peningaupphæð í Listaverkasjóð. Fyrir hönd 20 ára árgangsins talaði frú María Heiðdal og færði hennar bekkjardeild skólanum listaverkabækur til minningar um bekkjarsystur þeirra Rósu Þorsteinsdóttur, en hin bekkjar- deildin færði skólanum hljóm- plötur í plötusafn skólans. Fyrir hönd 10 ára árgangsins talaði Marsibil Ólafsdóttir og afhentu þær peningaupphæð, sem verja skyldi til bókakaupa í safn skól- ans, og fyrir hönd 5 ára árgangs- ins talaði Málfriður Finnboga- dóttir. Forstöðukona þakkaði afmælis- árgöngum alla tryggð og ræktar- semi við sinn gamla skóla. Að því búnu fór fram verð- iaunaafhending. Verðlaun úr Minningarsjóði Thóru Melsteð fyrir beztan árangur á burtfarar- prófi hlaut Kristjana Guðbjörg Grímsdóttir, verðlaun fyrir bezta frammistöðu í fatasaumi úr verð- launasjóði frú Guðrúnar J. Briem hlaut Anna Þórdís Guðmunds- dóttir. Verðlaun úr Thomsens- sjóði hlaut Anna Lísa Kristjáns- dóttir. Þá voru veitt verðlaun úr Móðurmálssjóði, en þau hlaut Kristjana G. Grímsdóttir. Danska sendiráðið gaf verðlaun fyrir ágæta frammistöðu í dönsku á burtfararprófi en þau hlutu Kristjana G. Grímsdóttir og Þóra Melsteð. Enskuverðlaun hlaut að þessu sinni Anna Þórdís Guðmundsdóttir. Verðlaun fyrir næst beztan árangur á burtfarar- prófi hlaut Jóhanna Jöhannes- dóttir. Verðlaun fyrir beztan árangur í sögu á burtfararprófi hlaut Sigurbjörg Kristmunds- MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun frá stjórn Heimdallar: Stjórn Heimdallar S.U.S. Reykjavík lýsir yfir ánægju sinni með að svo hagkvæmir samningar skuli hafa tekist við Breta í land- helgismálinu. Allir sem á annað borð vildu láta reyna samninga- leiðina hljóta að fagna því að svo jákvæður árangur skyldi nást, en þessi árangur er stór sigur fyrir stefnu Geirs Hallgrimssonar for- sætisráðherra og ríkisstjórn hans. Stjórn Heimdallar bendir á að samningurinn sem vinstri stjórn- in gerði við Breta 1973 var óhag- kvæmur í samanburði við þennan samning og telur þá menn sem samþykktu samninginn 1973, en hrópa nú gegn þessum samningi, sýna algeran tvískinnugshátt. Það er erfitt að trúa því að slíkir menn taki fyrst og fremst tillit til þjóðarhagsmuna. Með þessum samningum er af- stýrt því hættuástandi sem ríkt hefur á miðunum að undanförnu. Veiðar Breta eru verulega tak- markaðar og þeir skuldbinda sig til að hlíta ákvörðun íslenskra stjórnvalda varðandi veiðar innan 200 mílna landhelgi i framtiðinni. Það er því ljóst að á landhelgis- málinu hefur verið haldið af skynsemi og einurð og stjórnar- flokkarnir hafa sett þjóðar- hagsmuni ofar flokkshagsmun- um. Framhald á bls. 29 Sunnukórinn syngur á Suð-Vesturlandi Finnsk listakona sýnir nú 1 Eden FINNSK listakona, Oili Elín Sandström, sýnir um þessar mundir 70 olíumál- verk í Eden í Hveragerði, og eru myndefnin flest tekin úr íslenzku og finnsku landslagi, en einnig eru á sýningunni blómamyndir. Sandström var búsett hérlendis í tæp 10 ár og hefur haldið marg- ar sýningar bæði hér og i heima- landi sinu. Hún stundaði listnám við Ateneum-listaháskóla Finn- lands. Sýningin í Eden er opin frá kl. 9—23.30 daglega til 13. júnf en aðgangur er ókeypis. Vikuferð um Snæfellsnes og Vestfirði FERÐASKRIFSTOFA ríkisins efndi I fyrrasumar í tilrauna- skyni tii nokkurra hringferða um landið fyrir Íslendinga, þar sem gist var og borðað á hótelum. Ferðir þessar reyndust mjög vin- sælar, og er þegar orðið upppant- að i eina slíka ferð nú f sumar. i Ijós kom, að fjölmargir, sem ekki eiga eigin farkost og hafa ekki áhuga á eða getu til að taka þátt I þeim óbyggða- og tjaldferðalög- um, sem f boði eru, kunna mjög vel að meta þessa nýbreytni. Því hefur Ferðaskrifstofa ríkis- ins nú ákveðið að halda lengra á þessari braut og gefa almenningi kost á viku hringferðum um Snæ- fellsnes og Vestfirði. Verður fyrst farið um Snæfellsnes, en síðan haldið vestur á firði, firðirnir þar þræddir og nýi Djúpvegurinn ek- inn. Kunnugur leiðsögumaður verður með i ferðinni. Fargjaldið er 54.900 krónur og er þá allt innifalið. Ákveðnar hafa verið fimm slíkar ferðir í sumar. SUNNUKÓRINN á ísa- firöi fer um hvítasunnu- helgina í söngför til suö- vesturhorns landsins. I för með kórnum verða félagar úr Kammersveit Vestfjarða og koma þeir fram á tónleikum kórs- ins. Laugardaginn 5. júní nk. kemur kórinn fram á söngskemmtun í Keflavík en á hvítasunnudag kemur kórinn fram við messu í Landakotskirkju og flytur þar verkið MISSA BREVIS eftir Jónas Tómasson jr. Á mánudag, annan dag hvita- sunnu, kemur kórinn fram á Akranesi og klukkan 19 á þriðju- dagskvöld syngur kórinn í Aust- urbæjarbíói. Söngstjóri kórsins er Hjalmar Helgi Ragnarsson. AUGI.ÝSINGASÍMINN ER: 22480 ORÐSENDINGASKIPTI UM BÓKUN 6 EINS og fram hefur komið í fréttum, var bókun 6 mikilvægt atriði í samningagerð tslend- inga og Breta I fiskveiðideil- unni. Anthony Crosland utan- ríkisráðherra Breta og Einar Ágústsson utanrfkisráðherra skiptust á orðsendingum vegna bókunarinnar á fundunum I Osló I byrjun vikunnar. Hér fara þessar orðsendingar orð- réttar á eftir: „1. júnf 1976. Herra utanríkisráðherra. Ég leyfi mér að vísa til samn- ingsins, sem gerður var í dag um fiskveiðar Breta á hafinu umhverfis ísland og í sambandi við 8. grein hans, að taka fram eftirfarandi fyrir hönd ríkis- stjórnar Bretlands. Ríkisstjórn Bretlands mun fara þess á leit við Efnahags- bandalag Evrópu, að það hefji samningaviðræður við Island svo fljótt sem verða má um samkomulag til lengri tíma um gagnkvæm fiskveiðiréttindi. Ef ekki reynist mögulegt að gera slíkt samkomulag milli Bret- lands og Islands innan 6 mán- aða gildistíma þessa samnings mun ríkisstjórn Bretlands fara þess á leit við Efnahagsbanda- lag Evrópu, að það geri bráða- birgðasamkomulag um að bresk skip geti haldið áfram veiðum á þvf magni, sem um semst við ríkisstjórn tslands. Ríkisstjórn Bretlands mun þegar í stað fara þess á leit við Efnahagsbandalag Evrópu, að ákvæði Bókunar nr. 6 takigildi svo fljótt sem nauðsynlegar ráðstafanir hafa verið gerðar. Er það von bresku ríkisstjórn- arinnar, að ákvæðin verði fram- kvæmd framvegis. En vegna eðlis núverandi fyrirkomulags, mun ríkisstjórn Bretlands ráð- leggja efnahagsbandalagi Evrópu að ákvæðin skuli ekki vera í framkvæmd fram yfir gildistöku þessa samnings, nema viðunandi fyrirkomulag verði ákveðið fyrir lengri tíma eða þar til samkomulag til langs tíma verður gert milli Efna- hagsbandalagsins og Islands. (Anthony Crosland) Hr. utanrfkisráðherra Einar Ágústsson." „Hæstvirti utanríkisráðherra. Ég hefi móttekið bref yðar dagsett í dag. Það er álit islensku rikis- stjórnarinnar að með samningi þeim milli tslands og Stóra- Bretlands, er undirritaður hef- ur verið í dag öðlist bókun nr. 6 við samning Islands við Efna- hagsbandalag Evrópu endan- legt gildi. • Ríkisstjórn tslands álítur, að sú sé einnig skoðun Efnahags- bandalagsins. Osló, 1. júní 1976. (Einar Ágústsson) Hr. utanrfkisráðherra Anthony Crosland."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.