Morgunblaðið - 04.06.1976, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JUNÍ 1976
Gróðrarstöðina með því skilyrði
að bærinn mætti kaupa það aftur
á sanngjörnu verði ef það yrði til
sölu. Landbúnaðarráðherra sagði
í ræðu sinni í morgun að ákveðið
hefði verið að þetta sanngjarna
verð yrði hirðing trágarðs og
lands í framtíðinni. Garðyrkju-
deild Akureyrarbæjar mun fram-
vegis hafa aðsetur í Gróðrarstöð-
inni.
— Sv. P.
INNLENT
I g ktiAVgsii
FLÓKAGÖTU 1
SÍMI24647
Á Seltjarnarnesi
4ra—5 herb ibúð á 3. hæð.
Sérstaklega falleg og vönduð
íbúð. Innbyggður bilskúr.
Ránargata —
Iðnaðarhúsnæði
3ja herb. íbúð á neðri hæð í
tví býlishúsi við Ránargötu. í
kjallara fylgir ibúðarherbergi,
geymslurými og eignarhlutdeild
i þvottahúsi. Bílskúr 45 fm. með
3ja fasa raflögn.
Smáíbúðahverfi
Einbýlishús óskast til kaups i
Smáíbúðahverfi
Sumarbústaðir
Höfum kaupendur að sumarbú-
stöðum, sem þarfnast standsetn-
ingar í nágrenm Reykjavíkur
Sumarbústaðalönd
til sölu í Grímsnesi.
Helgi Ólafsson
loggíltur fasteignasali
kvöldsími 211 55.
— Söngglaðir Hafnfirðingar taka lagið á markaðstorginu i Bergen.
í BF.RGEN
Kór Öldutúnsskóla
vel tekið í Björgvin
KOR Öldutúnsskóla er nýkom-
inn heim úr velheppnaðri söng-
för.til Björgvinjar, þar sem kór-
inn tók þátt í norrænu barna-
kórakeppninni, sem útvarps-
stöðvar,Norðurlanda stóðu fyr-
ir og var liður í listahátíðinni
í Björgvin. Var útvarpað
beint frá keppninni til Noregs
Svíþjóðar og Danmerkur, en
verður siðar útvarpað hérlendis
og i Finnlandi. Sænski kórinn
frá Vásteraas sigraði í keppn-
inni, en íslenzki kórinn hlaut
ágætar viðtökur og mjög lof-
samleg ummæli fyrir söng sinn,
m.a. segir eitt dagblaðanna að
islenzki kórinn hafi í engu stað-
ið þeim sænska að baki undir
afgerandi stjórn Egils Friðleifs-
sonar. Sérstaka athygli vakti
lag Páls P. Pálssonar
„Búlúlala" við kvæði Steins
Steinars, sem hann samdi sér-
staklega af þessu tilefni.Stjórn-
andi Kórs Öldutúnsskóla er
Egill Friðleifsson.
Smíðagripir stúlknanna
vöktu mesta athygli
Reyðarfirði — l. júní.
Bí\RNA og gagnfræðaskóla
Reyðarfjarðar var slitið 30. maí.
123 börn voru í barnadeildum og
forskóla, 53 nemendur voru í
gagnfræðaskólanum, þar af luku
14 nemendur gagnfræðaprófi.
Þetta er í fvrsta sinn sem gagn-
fræðingar eru útskrifaðir hér.
Hæstu einkunn á gagnfra-ðaprófi
hlaut Anna Heiða Óskarsdóttir,
7,6. en ha'stu einkunn á unglinga-
prófi hlaut Tómas Örn Kristins-
son 8,19. sem var ha-sta einkunn
vfir skólann. Fastráðnir kennarar
voru 10, stundarkennarar voru
þrlr.
Handavinnusýning nemenda
var á uppstigningadag. Um leið
var sögusýning, sem er farand-
sýning og fer um skóla landsins.
Athygli vakti á handavinnusýn-
ingunni mvndarlegir smíðisgripir
stúlkna úr 10. bekk. en þ;er kusu
sér smíðar • !,-rem í haníla-
vinnu. t>! nýjunga i lja. að
bifvela;r;eoi vai mnnd sem val-
grein í skóianum og þótti það
takast sérlega vel.
Skólastjóri, Kristinn Þ. Einars-
son, gat í ræðu sinni við skólaslit,
að skölanum hefði borizt höfðing-
leg bókagjöf frá hjónunum
Benediktu Jónasdóttur og Jóni
Bóassyni. Gjöf þessi sem er 450
bækur, gáfu hjónin til minningar
um son sinn Bóas Jónsson,
skipstjóra frá Eyri. Einnig barst
skólanum bókagjöf frá Björgu
Einarsdóttur, Ártúni. Verða þess-
ar gjafir kærkominn stofn að
bókasafni skólans.
Skólinn er að vonum ákaflega
þakklátur fyrir þessar rausnar-
legu gjafir. í dag I. júní tók dag-
heimili til starfa í skólanum.
Forstöðukona þess er Þuríður
Guðlaugsdóttir.
— Gréta
Ókeypis námskeið
í skyndihjálp
REYK.I AVIKURDEILD Rauða
kross Islands gengst á næstunni
fyrir námskeiði í lifgunartilraun-
um með blástursaðferð og nokkr-
um öðrum meginatriðum skyndi-
hjálpar. Námskeiðið verður þrjú
kvöld (9 kennslustundir) og eru
þátttakendum að kostnaðarlausu.
Kristnihaldið
í Mývatnssveit
Björk, Mývatnssveit
2. júní.
LEIKFÉLAG Akureyrar sýndi
Kristnihald undir Jökli eftir Hall-
dór Laxness í Skjólbrekku i gær-
kvöldi. Húsfyllir var og undirtekt-
ir viðstaddra framúrskarandi góð-
ar.
— Kristján.
Akureyringum af-
hent Gróðrarstöðin
Akureyri 2. júní.
GRÓDRARSTÖÐIN A Alureyri
var f» :,!ega afhent Akurevrar-
bæ kl. 11 t morgun. Halldór E.
Sigurðsson landbúnaðarráðherra
flutti ræðu við þetta tækifæri og
afhenti Bjarna Finarssvni bæjar-
stjóra afsalið að viðstöddum bæj-
arfulltrúum og nokkrum gestum.
Síðan var Gróðrarstöðin skoðuð
undir leiðsögn Ilallgrlms Indriða-
sonar skógfræðings og Steindórs
Steindórssonar frá Hlöðum. Að
þvl loknu sátu gestir miðdegis-
verðarboð bæjarstjórnar.
Akureyrarbær keypti Gróðrar-
stöðina fyrir nokkru af Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins,
þ.e. að segja býlið Galtalæk og
stórt verkfærageymsluhús. Sjálft
Gröðrarstöðvarhúsið fylgdi að
gjöf. Á sínum tíma gaf Akureyr-
arbær 3,7 hektara lands undir
Shell í nýtt hús-
rs cn ^lí ó "P £>IriTi-s*m
IICJLUI U Uöllllll Ui
Eskifirði i júní.
NÝLEGA flutti olfufélagið Skelj-
ungur starfsemi sína í nýtt og
glæsilegt húsnæði, sem félagið
hefur byggt við Strandgötu hér á
Eskifirði. Nefnist húsið Hlíðar-
skáli og verður þar matvöruverzl-
un ásamt oliu- og benzínaf-
greiðslu. Þá er einnig verzlað þar
með ýmiss konar bílavörur og
fleira. Við húsið er einnig rúm-
gott bílaþvottaplan. Forstöðumað-
ur Hlíðarskála er Guðmundur
Svavarsson málarameistari.
—Ævar.
Fasteignasalan
^Laugavegi 18^_
simi 17374
Hafnarfjörður
4ra herb. íbúð um 100 fm á 2
hæð í tvíbýlishúsi við Hring-
braut. íbúðin er teppalögð með
tvöföldu verksmiðjugleri. Gott
útsýni. Verð 7 milljónir Utborg-
un 4,5 milljónir.
Hafnarfjörður
sérhæð um 1 15 fm efri hæð í
tvíbýlishúsi, ásamt sér þvotta- og
þurrkherbergi, geymslu og bíl-
skúr á jarðhæð. íbúðin er til sölu
eða í skiptum fyrir 2ja—3ja
herb. íbúð í Reykjavík eða Hafn-
arfirði.
Eyjabakki
vönduð 3ja herb. íbúð um 86
fm. Harðviðarinnréttingar. Suð-
ursvalir. Gott útsýni. Útborgun 5
milljónir.
Rauðilækur
5—6 herb. íbúð á 3. hæð í
fjórbýlishúsi. íbúðin er teppa-
lögð með tvöföldu verksmiðju-
gleri. íbúðin getur verið laus
fljótlega
Kaupendur
Höfum ávallt úrvals fast-
eignir á söluskrá. Leitið
upplýsinga hjá okkur.
Haraldur Magnússon viðskipta-
fræðmgur
Sigurður Benediktsson, sölu-
stjóri.
Stórt einbýlishús eða hæð
óskast til kaups
Hefi kaupanda að stóru einbýlishúsi, t.d. á
sjávarlóð eða góðri eign t.d. í vesturbænum í
Reykjavík.
Hefi til sölu nýlegt einbýlishús í Garðabæ fyrir
ofangreindan aðila. Skipti koma vel til greina.
Garðar Garðarsson lögmaður
Tjarnargötu 3, Keflavík
sími 1 733.
Falleg íbúð
Blikahólar Reykjavík
Hef til sölu 3ja herb. íbúð mjög vandaða um 95
fm að stærð. Fallegt útsýni. íbúðin er laus
strax.
Sigurður Helgason hrl.,
Þinghólsbraut 53, sími 42390.
Góð íbúð
r
Asbraut Kópavogi
Hef til sölu 4ra herb. íbúð um 110 fm að stærð
í góðu ástandi Bílgeymsla fylgir. íbúðin er laus
strax.
Sigurður Helgason hrl.,
Þinghólsbraut 53, sími 42390.
Sjávarlóð
í Reykjavík eða nágrenni óskast. Land í fallegu
umhverfi í nágrenni Reykjavíkur kæmi einnig til
greina. Tilboð merkt: „Útsýni — 3750" send-
ist M bl.