Morgunblaðið - 04.06.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JUNl 1976
31
Hvers vegna trúa kristnir menn þvf, að þeir muni lifa
eilíflega?
Vissa okkar byggist á fyrirheitum Guðs, á heilög-
um anda í hjörtum okkar og jafnvel á skynseminni. í
guðspjalli Jóhannesar er okkur sagt, að hver sá, sem
trúi á soninn, hafi eilíft líf. Þetta þýðir, að eilífa lífið
byrji á þeirri stundu, er við tökum á móti Kristi sem
frelsara og Drottni. Þessi dýrlega og endalausa
tilvera er yðar jafnvel núna, ef þér eruð kristnir. Við
getum lifað og vitað af nálægð Krists í hjörtum
okkar og vitað, að sá dagur kemur, þegar við munum
sjá hann og vera með honum um eilífð. Jesús lofar
okkur þessu. Jóhannesar guðspjall 5. kap., 24. vers:
„Sá, sem heyrir mitt orð og trúir þeim, sem sendi
mig, hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur
hefur hann stigið yfir frá dauðanum til lífsins.“ Það
er þessi vissa, sem gefur kristnum manni kraft til
þess að horfast í augu við lífið og allt, sem að
höndum kann að bera, með fullkomnu trausti og von.
Þegar þér lesið Bibliuna og vinnið þessi fyrirheit, þá
mun heilagur andi veita yður trú og vissu, sem þér
þarfnizt, því að hann útskýrir Biblíuna fyrir þeim,
sem biðja hann. Loks segir skynsemin okkur, að
þetta líf sé ekki allt. Um alla jörð er fólk, sem trúir
því fyrir víst, að líf sé að loknu þessu lífi.
nöfn foreldra þeirra hjóna og seg-
ir það sína sögu.
Á undanförnu ári og allt til
dauðadags, átti Alfreð við mjög
erfiðan sjúkdóm að stríða. Er það
mál allra, sem til þekktu, að hann
hafi sýnt mikla karlmennsku I
ójöfnu og erfiðu stríði. En þar
stóð hann ekki einn. Svo sem
mannlegur máttur leyfði, veitti
traustur lífsförunautur hans hon-
um þá aðhlynningu og uppörvun
sem hægt var. Aðstoð lækna og
hjúkrunarfólks var einnig frá-
bær.
Nú er leiðir skilja, er okkur
vinum hans og skólafélögum
söknuður í huga, en geyma
munum við minninguna um
góðan dreng og félaga.
Við Lotti vottum Dídl og börn-
um hennar innilega samúð okkar
ög biðjum guð að blessa þeim
minninguna um góðan dreng,
ástríkan eiginmann og föður.
Oddur Guðjónsson.
Aðfararnótt sunnudagsins 30.
maí s.l. lést að heimili sínu Miklu-
braut 18 í Reykjavík Alfreð Gísla-
son bæjarfógeti í Keflavík og
sýslumaður I Gullbringusýslu.
Fæddur var hann í Reykjavík 7.
júlí 1905. Sonur Gísla Þorbjarnar-
sonar búfræðings, síðar fasteigna-
sala, og konu hans Sigríðar Þor-
steinsdóttur, mætra og vel-
þekktra heiðurshjóna, sem þekkt
voru eldri Reykvíkingum. Með
þeim í hópi systkina ólst hann
upp, lengst af á Bergstaðastræti.
Þaðan átti hann ljúfar minningar,
sem oft bar á bóma við upprifjun
æskuáranna. — Hann nam við
Menntaskólann í Reykjavík, sem
þá var hinn eini í landinu. Lauk
þaðan stúdentsprófi 1927. Hóf
lögfræðinám við Háskóla íslands.
Lauk lögfræðiprófi 1932. Að námi
loknu stundaði hann lögfræði-
störf i Reykjavík m.a. hjá Ólafi
Þorgrímssyni og Garðari Þor-
steinssyni.
Árið 1937 hófust kynni mín af
Alfreð er hann sótti um lögreglu-
stjórastöðuna í Kefiavík. Leist
mér strax við fyrstu kynni vel á
manninn. Hann flutti mál sitt af
einurð og festu og á þann hátt að
traustvekjandi var. Honum var
veitt embættið og varð þannig
fyrsti lögreglustjórinn í Keflavík
og sá sem mestan svip setti á
Keflavík næstu árin. Bæjarbrag-
ur breyttist til hins betra. Sam-
hliða lögreglustjóraembættinu
gegndi hann oddvitastörfum.
Lengi var í landi voru þröngur
hagur hjá hreppum og bæjar-
félögum, þarfirnar margar. Þeir,
sem einhverra hluta vegna fóru
halloka í lífsbaráttunni, þurftu að
ganga þung spor til hins opin-
bera, spor sem þóttu niðurlægj-
andi þá, en nú þykja aldrei fuli-
greidd af því opinbera, áttu í
Alfreð skilningsgóðan embættis-
mann, sem mat af réttsýni mál
þau, sem hann fjallaði um og
greiddi úr þeim á þann hátt að
viðkomandi aðilar og embættis-
skylda hans máttu vel við una.
Þegar Keflavík öðlaðist bæjar-
réttindi 1949 varð Alfreð bæjar-
fógeti og gegndi því embætti fram
á s.l. ár (utan 1961—1962 er hann
var bæjarstjóri) er hann lét af
störfum vegna aldurs og vaxandi
vanheilsu. Samhliða bæjarfógeta-
embættinu varð hann sýslumaður
í Gullbringusýslu eftir sýsluskipt-
inguna. Þannig varð hann fyrsti
lögreglustjórinn, fyrsti bæjar-
fógetinn 'i Keflavík og fyrsti
sýslumaðurinn i Gullbringusýslu.
Fer ekki hjá því að spor hans
marka djúp för i þróunarsögu
Keflavikur á þessu timabili. Hann
tók strax eftir komuna hingað ást-
fóstri við staðinn. Vildi framgang
hans sem mestan og studdi með
ráðum og dáð framgang góðra
mála, sem verða máttu byggðar-
lagi okkar til menningar og vaxt-
ar. Má minnast malbikunar gatna,
stuðnings við iþrótta- og aesku-
lýðsmál og annars, sem verða
máttu til menningar og þrifnaðar.
i oæjarsijórn og bæjarráöi sat
hann í áraraðir, lengst af sem
forseti bæjarstjórnar. Þá sat hann
á Alþingi, sem landskjörinn þing-
maður 1959—1963, eftir framboð
á vegum sjálfstæðismanna, í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu. Fjölda
annarra trúnaðarstarfa gegndi
hann. Var í stjórn Sparisjóðsins í
Keflavik nokkur síðustu árin. í
hafnarnefnd um árabil, svo og í
flugráði.
Formaður skattanefndar í
fjölda ára, oddviti yfirkjör-
stjórnar 1951 —1959. Stofnandi
Rotaryklúbbs Keflavíkur og for-
seti hans fyrstu árin. Sat alþjóða-
þing Rotaryfélaganna á Islandi
sem umdæmisstjóri. Þá var hann í
stjórn margra þjóðþrifafélaga,
oftast sem formaður. Má nefna
Krabbameinsfélag Keflavíkur.
Rauðakrossdeild Keflavíkur og
Norræna félagið í Keflavik. Með-
limur var hann i Frimúrararegl-
unni. Auk þess sem hér er talið
gegndi hann trúnaðarstörfum í
fjölda nefnda. Af framansögðu
sést að Alfreð kom víða við og
lagði góðum málefnum lið. Störf
sin rækti hann af trúnaði og
sk.vldurækni með velvilja og góð-
vild til þeirra, sem minna máttu
sin.
Aðdáandi uppivöðslu og öfga-
manna var hann enginn. — Þetta
er í stórum dráttum lífssaga míns
látna vinar.
Hinn 12. sept. 1931 kvæntist
Alfreð sinni mikilhæfu konu Vig-
dísi Jakobsdóttur. Hófu þau
búskap í Reykjavík og bjuggu þar
uns þau fluttust alfarið til Kefla-
víkur nokkru eftir að Alfreð hóf
störf hér. Þau eiga tvö börn, Gisla
Jakob leikara og leikhúsmann við
Þjóðleikhúsið, sem kvæntur er
Guðnýju Árdal, og Önnu
Jóhönnu, sem gift er Finni
Björgvinssyni nýorðnum verk-
fræðing.
Með giftingunni eignaðist
Alfreð traustan lífsförunaut, sem
studdi hann með ráðum og dáð.
Veit ég að hann mat hana og störf
hennar mikið. Heimili þeirra var
fallegt og aðlaðandi. Gestrisni
þeirra og rausn með ágætum,
enda trúi ég að flestum er þar
dvöldu hafi liðið vel i návist
þeirra og þeirra góðu barna. Bæði
voru þau hjónin listræn og setti
það svip á heirrjilið, unnandi tón-
listar, sem meðal annars lýsti sér í
forgöngu að stofnun tónlistar-
skóla hér í bæ.
Ég sem þessar linur rita og fjöl-
skylda mín höfum löng og góð
kynni af hinum látna. Við kom-
una til Keflavíkur bjó hann um
tima hjá okkur og hófust þá
kynni, sem siðar urðu að vináttu
og allnánu sambandi milli fjöl-
skyldna okkar, sem haldist hefur
fram á þennan dag. Söknuður er
okkur í hjarta við lát hans. Alfreð
var gjörvilegur maður, góðum
kostum búinn til líkama og sálar.
Hraustur fram eftir árum, en lét á
sjá hin siðari ár. Á fyrra ári
kenndi hann sjúkdóms þess er nú
hefur dregið hann til dauða. Voru
það daprir tímar með löngum
sjúkrahúsdvölum og róttækum
aðgerðum, en upprofi á milli, sem
lofaði góðu, en alltaf sótti í sama
farið uns yfir lauk, eins og áður
sagði, með hægfara andláti
aðfararnótt 30. mai s.l. Dauðinn
sigrar alla.
Djúp er sorg konu og barna.
Huggun er þeim þó að hafa
sloppið við að horfa upp á lang-
varandi þjáningar, sem oftar
fylgja sjúkdómi þeim er dró hann
til dauða. Þau geyma góðar
minningar um góðan maka, föður
og ástríkan heimilisföður.
Við hjónin, börn okkar og fjöl-
skyldur vottum þeim innilega
samúð, og ég sem þessar línur
skrifa lít björtum augum til þess
tíma, að við hittumst handan við
gröf og dauða og rifjum upp
gömul kynni.
Blessuð veri minning hans.
Keflavík 2. júní 1976
Þorgr. St. Eyjólfsson.
í ágústmánuði 1957 átti ég að
hefja störf hjá bæjarfógeta-
embættinu í Keflavík. Það var
ekki laust við, að nokkurs kvíða
gætti hjá mér -r-' nýtt starf, sem
ég kunni ekki skil á og þar að auki
nýtt umhverfi, en ég hafði flutzt
til Keflavíkur árið 1955. En kvíði
minn var með öllu ástæðulaus. Á
illöti iliél luk Áifieö Gísiasoii,
bæjarfógeti, með sínu milda,
elskulega brosi, og prúða fasi,
sem einkenndi hann alla tíð. Á
þessum árum var bæjarfógeta-
skrifstofan ekki fjölmenn, hús-
næði var þröngt og annir miklar.
En samheldnin innáh skrifstofu-
veggjanna með góðri og öruggri
stjórn Alfreðs gerði starf okkar
allra skemmtilegt og lifandi. Við
vorum nánast sem lítil fjölskylda.
Fljótlega kynntist ég fjölskyldu
Alfreðs, og þá fyrst og fremst
dóttur hans, Önnu, sem gætti
barna minna síðar meir og þrátt
fyrir mikinn aldursmun varð
samband okkar Önnu sérlega ein-
lægt. Vigdísi, konu Alfreðs,
kynntist ég ennfremur skömmu
eftir að ég hóf störf min, og
reyndust þau hjón mér alla tíð
sem beztu vinir, bæði í vinnu og
utan skrifstofunnar. Ég bar alla
tið einlæga virðingu fyrir Alfreð,
bæði sem yfirmanni og vini. hahn
var traustur og góður vinur vina
sinna, og ég mun ætið minnast
hans og fjölskyldu hans með mik-
illi virðingu og þakklæti.
Vigdís, Anna og Gisli, ég bið
góðan Guð að vera með ykkur á
þessari stundu og æ síðar.
Kristin Sveinbjörnsdóttir.
ÞÁ er að þeim vegamótum komið
er leiðir skilja að sinni. Alfreð
Gíslason, vinur minn, hefur nú
haldið áfram eftir nýjum leiðum
og skilið okkur eftir við leiðar-
merkið á landamærum lífs og
dauða, og leyfir okkur að sýsla við
gamlar minningar og gengin
ævintýr.
Minningarnar eru margar og
margvíslegar. Ein sú fyrsta er frá
þeim tíma er ég horfði á knatt-
spyrnu. Þá tók ég eins og aðrir
eftir hinum dugmikla, prúða og
drengilega „Víking", sem bar af
öðrum á leikvellinum.
Svo líða dagar og einn þeirra
kemur fyrsti lögreglustjóri til
Keflavíkur, og það er Alfreð.
Leiðir okkar lágu snemma saman,
ekki út af því að ég væri óþjáll
lögbrjótur, Heldur af því að Alfr-
eð varð fljótt forystumaður á svo
mörgum sviðum, sem ég var að
sniglast um. En þó varð svo að við
þekktumst báðir, bæði sem yfir-
vald og mannverur og áttum, þeg-
ar á botninn var hvolft, svo margt
sameiginlegt f lífsskoðunum og
viðhorfum, enda þótt ekki væri
alltaf hnökralaust. Alfreð var
þrjóskur og þrár, því sauð oft upp
úr, þegar pólarnir mættust. En i
hverri orrustu vann annar hvor.
Forystustörfin hlóðust fljótt á
herðar Alfreð og bar hann þau
vel. Það var nokkuð til hugar-
hægðar að þar var þó einn í hans
míslitu hjörð, sem hann mátti
segja meiningu sína afdráttar-
laust. Þess vegna urðum við vinir
og verðum áfram einhvers staðar
í tilverunni.
Einhvern veginn varð það svo,
að Alfreð var treyst til forystu á
svo mörgum sviðum, að hann varð
þess vegna oft bitbein þeirra, sem
hann gerði mest fyrir. Eg vildi
gjarnan tina margt til, en að leið-
arlokum verðum við allir jafnir,
leitandi sálir með breytni okkar í
bakpoka. Ég veit að hann tekur á
móti okkur með framrétta hönd
eins og hann gerði í þessu lifi, og
ég hlakka til að hitta hann fyrir
handan fyrst að samfundum er
lokið í þessu lífi.
Helgi S.