Morgunblaðið - 11.06.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.06.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JUNl 1976 7 Aftur á bak um áratugi Það er ekki einungis blæbrigðamunur, ekki heldur stigsmunur, heldur óbrúanleg gjá á milli skoð- anahópa innan svonefnds Alþýðubandalags. Þessi gjá, sem sífellt kemur greinilegar í Ijós, virðist og nokkurs konar kyn- slóðabil. Sú staðreynd vekur furðu, en er þó einkar athyglisverð, að það eru hinir eldri í Al- þýðubandalaginu, einkum úr röðum verkafólks, sem sveigt hafa það i frjáls- lyndisátt, a.m.k. i stöku málum, sem leitt hefur til þess að Alþýðubandalagið hefur náð mun meira kjós- endafylgi en kommúnista- flokkar á Norðurlöndum öðrum. Hinir yngri sósial- istar, einkum úr röðum svokallaðra „mennta- manna", sem eru meira eða minna slitnir úr sam- hengi við hinn almenna, vinnandi mann til sjávar og sveita, eru hinsvegar smám saman að ýta Al- þýðubandalaginu aftur á bak jafnvel um nokkra áratugi. Ekki einungis aft- ur fyrir 1956, er Alþýðu- bandalagið tók við af Sósialistaflokknum, held- ur aftur fyrir 1930, er Sósíalistaflokkurinn tók við af Kommúnistaflokkn- um. Þetta eru harðlínu- menn, sem i engu vilja hvika frá kenningum bylt- ingarinnar, hinnar sósi- ölsku lífskoðunar", eins og hún heitir á máli sófa- kommúnistans. Þeir eru bókstafstrúarmenn og vei þeim sem fer línufeil í les- máli hinna marxisku fræða. Bóndinn, jörðin og bolsévisminn Ásmundur Stefánsson, hagfræðingur, skrifar at- hyglisverðan pistil i Þjóð- viljann í gær. Hann er dæmigerður fyrir sjónar- mið harðlinumanna i Al- þýðubandalaginu. Þar deilir hann hart á afstöðu þingliðs Alþýðubandalags- ins til þingsályktunartil- lögu Alþýðuflokksins um eignarhald á landinu öllu, sem hann telur íhaldsaf- stöðu, hvorki meira né minna. Hann segir við- brögð þingmanna Alþýðu- bandalagsins „hvorki skynsamlega né í sam- ræmi við sósialskar lifs- skoðanir" Og hann krefst skýringa á hiki Alþýðu- bandalagsins í umræddri aðför að eignarrétti bónd- ans. Lokaorð hans eru: „Ég trúi þvi ekki, að Stefán Jónsson tali fyrir munn þingmanna Alþýðu- bandal. Sem kjósandi Alþýðubandalagsins í síð- ustu þingkosningum og félagsmaður Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík tel ég mig eiga rétt á að krefja þingmenn skýringa. Ég tek það fram, að ég hef ekki kynnt mér tillögur Al- þýðuflokksmanna nægi- lega vel til þess að geta fjallað um þær. Afstaðan til þess grundvallaratriðis, sem Stefán fjallar um, er hins vegar í fullkominni andstöðu við mitt lifsvið- horf og ég spyr því: Er það skoðun þingflokks Al- þýðubandalagsins, að eignarréttur einstaklinga sé eina vörnin gegn yfir- gangi almannavaldsins, og það sé þvi óhjákvæmi- legt að bændur, vegna yf- irburða mannkosta, skuli fara með eignarréttinn?" íslenzkur sigur Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra skrifar í fyrradag grein í Timann um Oslóar- samninginn. Þar sem seg- ir m.a.: Q „Bundinn er endir á alvarlegt hættuástand á fiskimiðunum og þungri ábyrgð létt af íslenzk- umst jórn voldum." 0 „Friðun svæða verður virt og ungfiski þyrmt i samræmi við islenzkar reglur, eins og þær eru og kunna aðverða." 0 „Sókn Breta næstu 6 mánuði minnkar um meira en helming miðað við togarafjölda í júni—nóvember á sl. ári, og um tugi þúsunda smá- lesta, hvernig sem á málið er litið." 0 „Veiðisvæði Breta minnkar frá því sem var fyrir útfærsluna, vegna miklu stærri friðunar- svæða og vegna breytinga úr 12 i 20 og 20 í 30 milur (mörk veiði- heimilda)" 0 „Útlegð innlendra fiskiskipa af Austfjarða- miðum er lokið. . 9 »Unnt er að hefja við- gerðir á varðskipunum og efla landhelgisgæzluna á annan hátt til almenns eftirlits og gæzlu i fisk- veiðilögsögunni." % „Tollar lækka og hag- kvæmari viðskiptakjör fást i löndum EBE." Q „Gífurlegu álagi er létt af ýmsum íslenzkum aðil- um, þar á meðal Alþingi og ríkisstjórn, sem nú geta beitt sér af auknum þunga að lausn annarra aðkallandi viðfangsefna: á sviði efnahagsmála, at- vinnurekstrar, orku- öflunar o.s.frv.". Fiat 131 special 2ja dyra, árg. 1976 er til sölu. Ekinn 3000 km. DAVlÐ SIGURÐSSON H.F. Síðumúla 35, símar 38845 — 38888. Bílasalan Braut Opið frá kl. 8.00 — 19.00 alla daga nema sunnudaga J L S.V.R, CRENSASVECUR Málarinn SKEIFAN sj H*aK,rp Diinininn Skeifunnill Símar: 81502 — 81510 1976 1976 Ný sending: Sundhettur og frönsk bikini Gluggastengur úr tré og málml Elnnlg brýstlstengur Pðstsendum Laugavegl 29. slmar 24320 og 24321

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.