Morgunblaðið - 11.06.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.06.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1976 g Nýting hafsins fyrir Norðurlandi: Samræmd stefna í veiðum og vinnslu Fjórðungssamband Norðlendinga þingar um fiskveiðimál á Sauðárkróki um n.k. helgi önnur Vopnafjarðarskemman svokölluð er nú að rísa uppi í Árbæ. en þessi tvö verzlunarhús frá Vopnafirði lét Þjóðminjavörður flytja þaðan, er þau þurftu að víkja. Þetta eru mjög merkilegar og sögulegar ðyggingar, sem varðveittar eru á þennan hátt. Nú þegar grindin er komin upp, má glögglega sjá hvernig þessi hús voru byggð. Bjarni Ólafsson smiður er að setja skemmuna upp, en viðurinn var allur merktur og fluttur þannig til Reykjavíkur. FJÓRÐUNGSSAMBAND Norðlend inga beitir sér fyrir ráðstefnu um nýtingu hafsins fyrir Norðurlandi, frá Homi að Langanesi, stöðu sjávarút- vegs og fiskvinnslu I landsfjórðungn- um og framtfðarmöguleika f þessum atvinnugreinum. Markmið ráðstefn- unnar sem haldin verður á Sauðár- króki nk. laugardag, er að vinna að samræmdri stefnu i veiðum og vinnslu á Norðurlandi. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við sjávarútvegs- ráðuneytið, stofnanir í sjávarútvegi og samtök sjómanna, útvegsmanna og vinnsluaðila í fiskiðnaði á Norður- landi. í fréttabréfi FSN segir m.a. að „ráðstefnan sé liður í því starfi FSN að leita eftir breiðu samstarfi sveit- arstjórnarmanna og hagsmunaaðila um mótun heildarstefnu fyrir lands- hlutann í þeim málaflokkum, sem efst séu á baugi hverju sinni" Ráð- stefnan er öllum opin, sem hana vilja sækja, með málfrelsi og tillögurétti. í lok ráðstefnunnar verður kjörin samstarfsnefnd, er vinnur úr niðurstöð- um hennar, skipuð fulltrúum sjávarút- vegsstofnana, útvegsmanna, sjó- manna, fiskvinnsluaðila, sölusamtaka og sveitarstjórna, er mótar endanlegar tillögur í málinu fyrir næsta fjórðungs- þing FSN, sem haldið verður í Siglu- firði í ágústlok nk Erindi á ráðstefnunni verða þessi: 0 Matthías Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, greinir frá stefnu stjórn- valda í hafréttar-, fiskveiði- og sjávarútvegsmálum almennt, m a. með hliðsjón af gerðum veiðisamningum og stjórnun sóknar í fiskstofnana ^ Kristjón Kolbeins, fulltrúi hjá Framkvæmdastofnun ríkisins, gerir grein fyrir áætlanagerð í sjávarútvegi, ^ Jakob Jakobsson, aðstoðarfor- stjóri Hafrannsóknastofnunar, gefur yf- irlit um ástand fiskstofna á hafsvæðinu frá Horni að Langanesi. setur fram hugmyndir um nýtingu þeirra og ræðir möguleika á skynsamlegri veiðistjórn- un 0 Már Elisson, fiskimálastjóri, ræð- ir um fiskveiðilagarétt fyrir Norður- landi, hafréttarráðstefnuna og hafrétt- armálefni almennt, en Már var einn af þeim er undirbjó frumvarp til laga um nýtingu fiskveiðilögsögu okkar. 0 Björn Dagbjartsson, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. ræðir nýtingu sjávarafla og nýjungar í fiskiðnaði, þ.á m. nýtingu fleiri fiskteg- unda en nú eru unnar og hugsanlegar afurðir úr þeim ^ Jónas Blöndal. skrifstofustjóri, form. samstarfshóps, sem undirbjó á vegum Rannsóknaráðs ríkisins sér- staka úttekt á sjávarútvegsmálum, ræðir nýjar leiðir og markmið í fisk- veiðum. Hann mun ma fjalla um stefnumótun, er tekur mið af líffræði- legum staðreyndum og hagrænum markmiðum, með það i huga, að fisk- veiðar verði sem arðmestar i þjóðar- búinu, þrátt fyrir óhjákvæmilega afla- takmörkun. 9 Þá munu fulltrúar útvegsmanna, sjómanna, fiskiðnaðar, sölusamtaka og einstakra sveitarstjórna gera sér- staklega grein fyrir sjónarmiðum sin- um á ráðstefnunni Bæjarstjórn Sauðárkróks býður ráð- stefnugestum til hádegisverðar og far- in verður sérstök kynningarferð á veg- um Útgerðarfélags Skagfirðinqa og Framhald á bls. 18 Þrjár ísl. kvikmyndir frumsýndar á Akranesi í DAG, föstudag, verða frumsýndar í Bióhöllinni á Akranesi þrjár islenzkar kvikmyndir Allar eru myndirnar i litum og fjalla um Akranes og Akur nesinga Lengsta myndin nefnist Akranes 1 974 og er um 65 minútna löng og er i henni brugðið upp svipmyndum frá atburðum á Akranesi á þjóðhátiðarár- inu Meðal atriða i myndinni má nefna þætti úr atvinnulífinu á Akranesi, svip- myndir frá komu b v. Vers, Akraborg- arinnar nýju og kútters Sigurfara, vigslu byggðasafnsins i Görðum o.fl Þorvaldur Þorvaldsson samdi texta við myndina og er hann einnig þulur Önnur myndin er frá sameiginlegri þjóðhátið ibúa Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu og Akurnesmga að Reykholti i Borgarfirði og er myndiri 14 minútna löng Þessar tvær myndir hafa þeir Þrándur Thoroddsen og Jón Her- mannsson tekið Þriðju myndina, sem sýnd verður, tók Sören Sörensson á Akranesi fyrir um 30 árum Þessi mynd hefur ekki verið sýnd fyrr en í henni má m a sjá hátiðahöld á sjómannadegi. svipmynd frá heiðursborgaraathöfn i Akranes- Framhald á bls. 18 . mmm lii TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS ' -mv :'L •'."V- V.V,, 'i LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155 AUSTURSTRÆTI 22 ..... w,pbIUI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.