Morgunblaðið - 11.06.1976, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JUNl 1976
Þrjú landslið á æfingum
SUMARIÐ er tfmabil útiíþróttanna, eða svo hefur aö minnsta kosti verið fram að
þessu. I fvrrakvöld voru þó landslið í þremur greinum á æfingum, knattspvrnu-
landsliðið í Kópavogi, handknattleikslandsliðið í íþróttahúsi Menntaskólans í
Reykjavík og í Breiðholtsskóla var körfuknattleikslandsliðið á fullri ferð.
Á næstunni munu öll þessi landslið verða í eldlínunni. Körfuknattleiksmennirnir
leika í Hagaskólanum um helgina gegn hollenzka landsliðinu, 26. þessa mánaðar fer
handknattleikslandsliðið í viku keppnisferð til Bandaríkjanna og næsta miðvikudag
leika knattspyrnumennirnir gegn Færevingum ytra.
r
Ovœntur landsleikur gegn
Hollendingum á laugardaginn
Kolbeirui Pálsson leikur sinn 50. landsleik í körfuknattleik
ÖLLUIVI á óvart sendu Hol-
lendingar skeyti til Körfu-
knattleikssamhandsins um
síðustu helgi og óskuðu
eftir landsleik eða lands-
leikjum um helgina. KKt-
forystan brást vel við þess-
ari heiðni og klukkan 16 á
laugardaginn hefst í
íþróttahúsi Hagaskólans
landsleikur á milli íslands
og Hollands í körfuknatt-
leik. Þar mun Kolbeinn
Pálsson leika sinn 50.
landsleik f körfuknattleik
og verður hann fyrirliði
liðsins eins og oftast áður.
Enginn körfuknattleiks-
maður hefur leikið eins
marga landsleiki og Kol-
beinn.
Kolbeinn Kristinsson gelur ekki
leikið gegn Hollandi né farið til
Kanada vegna meiðsla.
Islenzka liðið sem leikur gegn
Hollandi og fer siðan til Hamilton
í Kanada 20. júní til forkeppni
Ólympíuleikanna verður skipað
eftirtiildum leikmönnum: Kol-
beini Pálssyni KR, Jóni Sigurðs-
syni Armanni, Símoni Ölafssyni
Ármanni, Jóni Jörundssyni ÍR,
Jónasi Jóhannessyni UMFN,
Torfa Magnússyni Val, Þór Magn-
ússyni Val, Ríkharði Hrafnkels-
syni Val, Bjarna Gunnari ÍS,
Birgi Guðbjörnssyni KR, Bjarna
Jóhannessyni KR.
Eins og sjá má á þessari upp-
talningu þá eru þetta aðeins 11
leikmenn, en 12. maðurinn, sem
hafði verið valinn í landsliðið,
Kolbeinn Kristinsson IR, meidd-
ist illa á æfingu fyrir nokkru og
getur hann ekki leikið körfu-
knattleik næstu mánuðina. Ekki
verður maður valinn í hans stað,
heldur munu 11 leikmenn fara til
Kanada.
Kolbeinn Pálsson nær þvf marki fyrstur körfuknattleiksmanna að hafa
leikið 50 landsleiki eftir leikinn á laugardaginn.
Þjálfarar landsliðsins eru þeir
Kristinn Stefánsson og Birgir Örn
Birgis. í viðtali við Morgunblaðið
i gær sagði Birgir að i leiknum
gegn Hollendingum ættu íslend-
ingar ekki mikla möguleika á
sigri, en með góðum leik eygðu
þeir bjartsýnustu þó smávon.
Landsliðshópurinn í körfuknatt-
leik hefur æft fjórum sinnum í
viku síðan Polar Cup mótinu
lauk, en því miður gáfu ekki allir
beztu körfuknattieiksmennirnir
kost á sér til æfinganna í sumar.
Nefna má Kristin Jörundsson,
Þorstein Hallgrímsson, Birgi Jak-
obsson og Agnar Friðriksson.
í sambandi við forkeppni Ól-
ympíuleikanna í Hamilton í Kan-
ada má geta þess að Kristbjörn
Albertsson körfuknattleiksdóm-
ari úr Njarðvikum mun dæma
þar. Standi Kristbjörn sig vel þar
er ekki óliklegt að hann verði
valinn til að dæma á Ölympiuleik-
unum.
Hancknattleiksmennirnir
í sérstakri athnpn hjá
Háskólannm næstn tvö árin
12 valdir til BanMjafarar
II andknatt leiksmennirnir
drógu ekki af sér þar sem þeir
æfðu lyftingar og leystu af hendi
ýmsar aðrar þrekæfingar í
íþróttahúsi Menntaskölans á mið-
vikudaginn. 25 handknattleiks-
menn hafa verið valdir tij æfinga
með landsliðinu f sumar, en 12
þeirra fara til Bandaríkjanna 26.
þessa mánaðar til leikja gegn
Kanada og Bandaríkjunum.
Liðið, sem þangað fer, skipa eftir-
taldir leikmenn: Guðjón Erlends-
son Fram, Birgir Finnbogason
FH, Viðar Símonarson FH, Geir
Hallsteinsson FH, Þórarinn
Ragnarsson FH, Pálmi Pálmason
Fram, Pétur Jóhannesson Fram,
Steindór Gunnarsson Val, Friðrik
Friðriksson Þrótti, Viggó Sigurðs-
son Vfkingi, Ágúst Svavarsson ÍR,
og Þorbjörn Guðmundsson Val.
Aðrir leikmenn í landsliðshópn-
um eru Árni Indriðason Gróttu,
Bjarni Guðmundsson Val, Þor-
bergur Aðalsteinsson Vikingi,
Magnús Guðmundsson Víkingi,
Ingimar Haraldsson Haukum,
Hörður Hákonarson ÍR, Jón
Karlsson Val, Hörður Harðarson
Ármanni, Björgvín Björgvinsson
Víkingi, Sigurgeir Sigurðsson
Víkingi, Gunnar Einarsson Hauk-
um, Jens Einarsson Haukum og
auk þessara þeir Páll Björgvins-
son og Hannes Leifsson, en hvor-
ugur þeirra hefur getað byrjað
æfingar vegna meiðsla. Reyndar
hefur einum markverði frá hverj-
um liðanna í 1. deildinni verið
boðið að æfa með landsliðinu, en
Pétur Bjarnason mun sjá um
markmannsæfingarnar. Meðan á
ferð landsliðsins ti! Bandaríkj-
anna stendur mun Gunnlaugur
Hjálmarsson sjá um æfingar
Þórarinn Ragnarsson fær sfna fyrstu landsleiki f ferðinni til Bandarfkjanna f lok þessa mánaðar og
dregur ekki af sér við æfingarnar, en þeir Birgir Finnbogason, Geir Hallsteinsson og Pétur Jóhannsson
fylgjast sveittir með.
þeirra sem verða eftir heima
ásamt Pétri Bjarnasyni.
Landsliðsmennirnir og lands-
liðsnefndin situr ekki auðum
höndum þó engin svör berist enn
frá Póllandi. Skipulagsstarfið er í
fullum gangi og i viðtali við Birgi
Björnsson formann landsliðs-
nefndar í gær sagði hann að þeir
væru að reyna að gera ýmsa hluti
sem hægt verður að byggja á i
framtiðinni. Þannig munu lands-
liðsmennirnir fara í athugun á 114
mánaðar fresti hjá Líffræðideild
Háskólans. Þar verður fylgzt með
þreki þeirra og líkamlegu ástandi
nákvæmlega næstu tvö árin og
það jafnt hvort sem menn verða í
landsliðinu eða ekki. Með lands-
liðsnefndinni og Jóhannesi
Sæmundssyni, sem séð hefur um
þrekþjálfunina, hefur að undan-
förnu starfað Halldór Matthías-
son og verið með ýmsar æfingar
sem fyrirbyggja meiðsli.
Landsliðsæfingar verða fimm
sinnum í viku í sumar. TVisvar í
KR-heimilinu og þrisvar sinnum i
húsi Menntaskólans.
nulandsliðið sem leiknr
ge@i Færefiiipn verilr (iDðiiil í dag
KNATTSPYRNUMENNIRNIR hafa
ekki fengið míkinn tima til æfinga
meS landsliSinu aS undanförnu
vegna erfiSs leikjaprógramms og æf
inga meS félögum. I fyrrakvöld var
þó mögulegt aS koma á æfingu á
Kópavogsvellinum, en talsverS for-
föll voru þó I landsliSshópnum. ÍBV
lék I 2. deild i fyrrakvöld. Framararn
ir léku f 1. deildinni í gærkvöldi og
gátu ekki mætt meS landsliSinu og
TONY Knapp landsliSsþjálfari ræSir viS sina menn, Jens SumarliSason er J^n Gunnlaugsson, Magnús Bergs,
álengdar. MeSal landsliSsmannanna má sjá ný nöfn en þeir eru Vilhjálmur Ólafur Júliusson og Gfsli Torfason
Kjartansson, Gísli SigurSsson, Einar Þórhallsson, Árni Sveinsson og Dýr boSuSu forföll.
GuSmundsson. Sex leikmenn. sem ekki hafa veriS
i landsliðshópnum, sem leikiS hefur
undir stjóm Tony Knapps. voru með í
þessum æfingaleik. Þeir voru DiSrik
Ólafsson Vikingi, Dýri GuSmundsson
Val. Einar Þórhallsson og Gisli Sig-
urðsson Breiðabliki, ViSar Halldórs-
son og Pálmi Sveinbjörnsson FH.
Leikur landsliSsins var óöruggur til
að byrja meS enda höfSu leikmenn-
irnir sem léku þennan leik aldrei
leikiS saman áður. Þegar leiS á leik-
inn sótti landsliSiS sig mjög og skor-
aSi GuSmundur Þorbjörnsson tvö
mörk og breytti stöSunni úr 0:2 I
2:2.
Heldur virkaði þessi tilraun sem
landsliðsnefndin virtist vera að gera
þama illa skipulögð. Leikmenn voru
látnir leika stöður sem þeir hafa ekki
leikiS áSur og vissu til að byrja með
að minnsta kosti ekki hvað þeir voru
að gera á vellinum. Þannig léku Ein-
ar Þórhallsson og Pálmi Sveinbjörns-
son sem bakverðir, GuSmundur Þor-
bjömsson sem tengiliður og fleira
mætti nefna. Sjálfsagt hefur lands
liðsnefndin haft eitthvað ákveSiS i
huga meS þessari uppstillingu sinni
og ætti það að skýrast i dag en þá
verSur liSiS tilkynnt.