Morgunblaðið - 11.06.1976, Blaðsíða 32
HflDRVSTITflEKI HF.
DODODOCD 4fl 41 4fl 4fl
SKULAGÖTU G'l - 5:13560
AUGLYSINGASIMTNN ER:
22480
Btorflxmbl-n&iti
FÖSTUDAGUR 11. JUNÍ 1976.
+ SópransönKkonan Anneliese Rothen-
berger tók hlýlega á móti aðdáanda
sínum, þessari litlu þýzku stiílku, sem
kom með foreldrum sínum inn í and-
dyrið á Hótel Holti, er ljósmyndari
Mbl., ÓI.K.Mag. var að taka þar mynd af
henni.
Sjá viðtal á bls. 3.
Nýtt hassmál
í Keflavík
Tveir ungir menn í gœzluvarðhaldi
ENN EITT hassmálið er nú til
rannsóknar f þetta sinn hjá rann-
sóknarlögreglunni f Keflavfk.
Vegna rannsóknarinnar hafa
tveir ungir menn, 20 og 21 árs,
verið úrskurðaðir f allt að 10 daga
gæzluvarðhald. Mennirnir eru
báðir af Suðurnesjum.
llrskurðaður í
20 daga gæzlu
MAÐUR sá, sem tekinn var til
yfirheyrslu vcgna nýja hassmáls-
ins, var seint f fyrrakvöld úr-
skurðaður f allt að 20 daga gæzlu-
varðhald. Eins og kom fram í
blaðinu í gær, er maður þessi á
Framhald á bls. 18
Morgunblaðið fékk það staðfest
hjá Hauki Guðmundssyni rann-
sóknarlögreglumanni seint i gær-
kvöldi, að hann væri með hassmál
i rannsókn. Varðist Haukur allra
frétta af málinu og sagði að rann-
sóknin væri á byrjunarstigi. Eftir
því sem Morgunblaðið kemst
næst, mun þarna vera um að ræða
talsvert magn af hassi, sem
umræddir menn keyptu af
varnarliðsmanni á Keflavikurflug-
velli. Voru piltarnir teknir í
fyrradag til yfirheyrslu og að
henni lokinni voru þeir úr-
skurðaðir í gæzluvarðhald.
Þetta mál er þriðja hassmálið á
nokkrum dögum, sem íslendingar
eru viðriðnir. Hassmagnið i þess-
um málum er 18—20 kg.
Nýjar ítalskar kartöfl-
ur koma eftir helgi
Skyldusparnaðarskírteini
upp á 200 millj. króna afhent
GJALDHEIMTAN í Reykjavfk
byrjaði f gær að afhenda skyldu-
sparnaðarskfrteini til þeirra 4200
manna f Reykjavfk sem voru með
það há gjöld að þeir féllu undir
ramma skyldusparnaðarákvæð-
anna. en alls er hér um að ræða
200 millj. kr.
Samkvæmt upplýsingum Sigur-
bjarnar Kristinssonar hjá Gjald-
heimtunni verða menn að sýna
persónuskilríki við móttöku
skírteinanna, en aðspurður sagði
hann að Gjaldheimtunni væri
ekki heimilt að senda skirteinin
til réttra eigenda. Eigendur
skírteinanna geta fengið þau
greidd út eftir 1. feb. 1978.
Símasambandslaust
við útlönd næstu daga
Varnarliðið lán-
ar negðarlínur
BAÐIR sæsímastrengirnir, j
Ieecan og Scotice, eru nú j
slitnir og landið er því að
mestu sambandslaust við
útlönd. „Það mætti heita
algjörlega sambandslaust
ef við hefðum ekki fengið
lánaðar 4 línur hjá Varnar-
liðinu,“ sagði Þorvarður
Jónsson hjá Landsímanum
í samtali við Mbl. í gær.
Verið er að gera við Ieecan við
Grænland og tekur það a.m.k. 2 —
3 daga. en þegar viðgerðarskip
var rétt nýkomið að biluninni við
Grænland, slitnaði Scoticestreng-
urinn við Fære.vjar, eða um það
bil á þriðjungi vegalengdarinnar
milli Færeyja og Vestmannaeyja.
A þeim fjórum talrásum sem
Varnarliðið lánar landsímanum
eru 20 ritsímasambönd afgreidd á
einni rásinni, ein er fyrir neyðar-
samtöl, ein f.vrir flugörvggisþjón-
ustu og ein fyrir Flugleiði.
Þegar Icecan verður kominn í
lag, sem væntanlega verður á
undan Scotice, opnast línur til
F.vrópu og Ameríku.
1200 manns með
garða hjá borginni
UM 1200 manns hafa nú fengið
leigð garðlönd hjá Reykjavíkur-
borg samkvæmt upplýsingum
Ingvars Axelssonar fulltrúa garð-
yrkjustjóra, en Ingvar kvað hér
um mikla aukningu að ræða frá
s.l. ári en þá fengu 925 leigð garö-
lönd. Svæði þaðsem Reykjavíkur-
borg leigir fyrir garðlönd er um
24 hektarar og stærðir garöanna
eru yfirleitt 100, 200 og 200 fm og
leigan er frá 700 til 1100 kr.
Ingvar kvað alla sem sóttu um
hafa fengið garða f ár, en nú væri
nær búið að úthluta öllu þvf landi
sem Reykjavíkurborg hefur yfir
að ráða en það er í landi Korpúlfs-
staða og f landi Reykjahlfðar f
Mosfellssveit íSkammadal.
Sigurbjöm Kristínsson hjá Ojaldheimtunni
vid hunkann af skyidusparnadarskfrteinun-
um 4200 f gær. Ijósmynd IVflbl. Emilfa.
EFTIR næstu helgi eru
væntanlegar á markað hér
nýjar ítalskar kartöflur og
er þar um að ræða kartöfl-
ur af uppskeru þessa sum-
ars. Að sögn Þorgils Stein-
þórssonar, skrifstofustjóra
hjá Grænmetisverzlun
landbúnaðarins, er verð á
kartöflum nú mjög hátt á
erlendum mörkuðum og
því örðugt um vik með inn-
kaup á nýjum kartöflum.
Gert er ráð fyrir að útsölu-
verð á þessum nýju ítölsku
kartöflum verði um 140
krónur hvert kíló en kílóið
af þeim pólsku kartöflum,
sem nú eru á markaðnum,
kostar 75 krónur út úr búö.
Þær pólsku kartöflur, sem nú
eru á boðstólum í verzlunum, eru
lftillega niðurgreiddar og því
sneri blaðið sér til Guðmundar
Sigþórssonar, deildarstjóra í land-
búnaðarráðuneytinu, og spurðist
fyrir um hvort fyrirhugað væri að
greiða ítölsku kartöflurnar niður.
Guðmundur sagði að ekki hefði
verið tekin um það ákvörðun, en
hingað til hefði verið venja að
greiða ekki niður sumarupp-
skeru, hvort sem hún væri inn-
lend eða erlend, og sagðist hann
eiga von á þvi að þeirri reglu yrði
fylgt áfram.
Sigurður Bjarnason
til London 19. júní
AKVEDIÐ hefur verið að
fslenzku sendiherrahjónin f Bret-
landi, Sigurður Bjarnason og Olöf
Pálsdóttir, haldi til London 19.
júnf n.k. Tekur þá Sigurður við
sendiherrastörfum, en sem
kunnugt er var ekkert stjórn-
málasamband milli Islands og
Bretlands seinni hluta þorska-
stríðsins. Búizt er við því, að
Sigurður Bjarnason afhendi
Elisabetu drottningu trúnaðar-
bréf sitt nokkrum dögum eftir að
hann tekur við störfum.
„Gottað vera kominn
aftur tilReykiavíkur”
segir Kenneth East, sendiherra Breta
KENNETH East, sendiherra
Breta hér á landi, kom til
Reykjavíkur s.I. þriðjudag.
Mbl. átti stutt samtal við
hann í gær, og sagði hann þá
m.a.:
„Ég dvaldist að mestu leyti í
Lundúnum meðan ég var í Eng-
landi. Vorið í Englandi er alltaf
mjög ánægjulegur tími, og ég
hafði ýmsum störfum að sinna í
utanrikisráðunevtinu í
Lundúnum, en það er gott að
vera kominn hingað til Reykja-
víkur og hafa aftur þetta fall-
ega útsýni, sem blasir við mér
þegar ég horfi út um gluggana
hjá mér.“
Um samninga Breta og Is-
lendinga og þátt sinn í viðræð-
unum sem voru undanfari
þeirra sagði sendiherrann:
„Það er mín skoðun, að þessir
samningar séu mjög skynsam-
legir. Ég var einn þeirra, sem
unnu að málinu, og reyndi auð-
vitað að gera það sem hægt var
til að leysa það, og nú er það
komið í höfn.“
Sendiherrann kvaðst ekki
hafa hitt marga Islendinga sfð-
an hann kom til landsins, en
hingað til hefði hann ekki orðið
þess var að deilan hefði skilið
eftir sig sárindi.
„Nú verðum við að byrja á
nýjum þætti í samskiptum okk-
ar, og stefnum að þvi að sá
þáttur verði góður,“ sagði
Kenneth East að síðustu.
Kenneth East