Morgunblaðið - 11.06.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JUNl 1976
13
vlytt smö a teryleneDuxum
vlý sending af leöurjökkum og
Dlússum og nýjar vörur frá
LAUGAVEGI 47 SIMI17575ÍÍ
ÞU AUGLYSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐINU
stofnað það ár og hefur frá upp-
hafi verið rekið I nánum tengslum
vi8 Globus hf, enda eigendur þeir
sömu að báðum fyrirtækjunum.
Á blaðamannafundi með for-
ráðamönnum ístékk kom m.a.
fram að á síðasta ári dróst inn-
flutningur dráttarvéla töluvert
saman og má rekja þessa breyt-
ingu til þess að Stofniánadeild
landbúnaðarins þrengdi þau lána-
kjör, sem bændur hafa búið við
hvað varðar kaup á dráttarvélum
og er nú gert ráð fyrir að bóndi fái
ekki lán út á nýja dráttarvél eigi
hann tvær dráttarvélar, 1 5 ára og
yngri. Telja bændur og vélainn-
flytjendur þetta slæma kosti, þvi
hagkvæmara sé að endurnýja vél-
arnar fyrr.
Útflutning Zetor dráttarvélanna
frá Tékkóslóvakíu annast fyrir-
tækið Motokov en vélamar eru
framleiddar hjá Zetor verk-
smiðjunum i Brno, sem eru með
stærstu dráttarvélaverksmiðjum i
Evrópu. Árleg framleiðsla verk-
smiðjunnar eru um 40—50 þús.
dráttarvélar og um 75% af fram-
leiðslunni er selt úr landi. Zetor
dráttarvélarnar munu nú vera
seldar til flestra landa heims, en
stærsti markaðurinn mun vera í
Frakklandi en þangað eru sendar
um 3000 vélar á ári. Einnig má
Framhald á bls. 11
Velta Sjávarafurða-
deildar SIS jókst um
90% á árinu 1975
FORRÁÐAMENN fyrirtækisins
ístékk afhentu nú i vikunni
þúsundustu dráttarvélina af Zetor
gerð, sem fyrirtækið flytur inn.
Kaupandi þessarar vélar var
Tómas Gíslason bóndi á Undir-
hrauni II í Leiðvallahreppi i V.-
Skaftafellssýslu, og veitti hann
vélinni viðtöku að viðstöddum
fulltrúum framleiðanda Zétor
dráttarvéla. Á síðustu sjö árum
hafa verið fluttar inn 1041
dráttarvél af Zetor gerð og lætur
nærri að V3 þeirra dráttarvéla, sem
fluttar hafa verið til landsins á
síðustu árum, hafi verið af
gerðinni Zetor.
Hingað til lands var zetor
dráttarvél fyrst flutt árið 1947 og
er vitað um eina vél frá þvi ári,
sem enn er í notkun. Þetta voru
jafnframt fyrstu diseldráttar-
velamar á pumpuðum hjól-
börðum, sem komu til landsins.
Frá árinu 1969 hefur innflutning
ur Zetor dráttarvélanna verið i
höndum íslenska tékkneska
verzlunarfélagsins, skammstafað
ístékk. En fyrirtækið ístékk var
ÞÚSUNDASTI ZETORINN — Tómas Gíslason bóndi á Undirhrauni II
heldur hér á vasa, sem forráðamenn framleiðenda Zetor dráttarvéla
afhentu honum í tilefni af móttöku þúsundustu Zetor dráttarvélarinnar.
Með honum á myndinni eru A. Imlauf (t.v.) Ámi Gestsson og F. Motal.
Ljósm. Mbl. RAX
ístékk afhendir þús-
undasta Zetorinn
AÐALFUNDIR Félags Sam-
bandsfiskframleiðenda og sölu-
fvrirtækisins Icelandic Product
Inc í Bandaríkjunum voru haldn-
ir í Reykjavfk hinn 21. maí. í
skýrslum forráðamanna Sjávar-
afurðadeildar SÍS kom fram, að
árið 1975 reyndist Sjávarafurða-
deild hagstætt og munaði þar
mest um stórfellda aukningu á
freðfisksölu á Bandaríkja-
markaði en einnig ke.vptu Sovét-
menn venju fremur mikið af freð-
fiski. Deildin hafði einnig mikil
umsvif f útflutningi fiski- og
loðnumjöls á sl. ári en mestur
hluti þess var seldur til Sovétríkj-
anna.
Heildarvelta dgildarinnar nam
6,456 milljónum króna á móti
3.392 millj. kr. árið 1974 og er
aukningin milli ára því um 90%. í
þessum fjárhæðum er ekki talin
útflutningur saltfisks sem fór
fram á vegum SÍF en sé hann
talinn með verður veltan 7.640
millj. króna á móti 3.942 millj. kr.
árið 1974. Fram kom á fundinum
að þessi mikla veltuaukning á sér
tvíþætta ástæðu, annars vegar var
mikil magnaukning í ýmsum
greinum sem að nokkru má rekja
til aukinnar framleiðslu en þó
einkum til mikilla brigða í árslok
1974 og hins vegar eru gengis-
breytingar þær sem urðu á ísl.
krónunni á árinu.
Á árinu 1975 varð framleiðsla
Sambandsfrystihúsanna af fryst-
um bolfiski 19.933 lestir á móti
17.142 lestum árið áður. Nemur
aukningin því 2.791 lest eða um
16 af hundraði. Á sama tíma jókst
bolfiskafli landsmanna upp úr sjó
um 2,7 af hundraði, þ.e. úr
408.200 lestum 1974 i 419.200 lest-
ir 1975. Að viðbættum frystum
hrognum og frystum skelfiski
nam framleiðsla frystra sjávar-
afurða hjá framleiðendum
deildarinnar 20.722 lestum árið
1975 á móti 18.499 lestum árið
1974, sem er aukning um 12 af
hundraði.
Það frystihús innan SAFF, sem
framleiddi mest á árinu, var
Kirkjusandur í Reykjavík, en
framleiðslan þar var 2.648,5 lest-
ir. Næst í röðinni var Fiskiðju-
samlag Húsavíkur með 1.544,3
lestir, síðan frystihús Kf. A-
Skaftfellinga á Hornafirði með
1.510,4 lestir, Meitillinn í Þorláks-
höfn með 1.485,6 lestir, frystihús
KEA á Dalvík með 1.409,0 lestir,
Hraðfrystihús Keflavikur með
1.289,3 lestir, Hraðfrystihús
Grundarfjarðar með 1.269,5 lestir
og Fiskiðja Sauðárkróks með
1.075,2 lestir. í þessum tölum er
innifalin framleiðsla á freðfiski,
dýrafóðri, humri, hörpudiski,
rækju, frystum hrognum og
frystri loðnu.
Endurgreiðslu deildarinnar til
frystihúsa og fiskvinnslustöðva
innan SAFF námu á árinu 56,4
millj. króna og hlutdeild sjávar-
afurðadeildar i heildarvöruút-
flutning landsmanna var 11,8%
en sé einungis miðað við út-
flutning sjávarafurða er hlut-
deildin 14,9%.
Á aðalfundi Iceland Products
kom fram að eftir erfitt rekstrar-
ár 1974 tók starfsemi fyrirtækis-
ins miklum stakkaskiptum á
árinu 1975. Birgðasöfnun var orð-
in mikið vandamál en frá miðju
ári 1975, hafa málin snúizt mjög
til betri vegar, og eru nú raunar
horfur á fiskskorti, þegar kemur
fram á árið 1976.
Á árinu 1975 jók fyrirtækið
flakasölu sína um 65 af hundraði,
en á markaðnum almennt varð
aukningin 21 af hundraði. Sé
eingöngu litið á þorskflök, er
aukningin hjá Iceland Products
71 af hundraði, en á markaðnum
almennt 26 af hundraði. Er ljóst
af þessum hlutfallstölum, að
fyrirtækið hefur mjög styrkt
stöðu sína á markaðnum. Þá
hefur áframhaldandi orðið mikil
söluaukning það sem af er þessu
ári, og lætur að líkum, að þessi
aukning sölunnar vestra hefur
mjög bætt birgðastöðu frystihús-
anna, sem og greiðslustöðu
Sjávarafurðadeildar gagnvart
framleiðendum. Hins vegar kom
fram á fundinum, að enn er mikið
starf óunnið við að treysta hag
fyrirtækisins eftir erfiðan
rekstur fyrri ára.