Morgunblaðið - 27.06.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.06.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JUNÍ 1976 Varðarferðin: Á tólfta hundrað manns í 24 bifreiðum VARÐARFERÐIN, sem um árabil hefur verið ár- legur viðburður, er farin í dag. Klukkan 08 leggja af stað 24 langferðabílar frá Sjálfstæðishúsinu við Bol- holt og eru þátttakendur á 12. hundrað manns. Benda líkur til þess að þessi Varð- arferð verði sú fjölmenn- asta, sem nokkru sinni hef- ur verið farin, að því er Vilhjálmur Vilhjálmsson tjáði Mbl. Svo sem þegar hefur ver- ið skýrt frá verður fyrst ekið á Þingvöll, en þaðan um Gjábakkaveg til Laug- arvatns og til Skálholts. Þá verður ekið að Stöng í Þjórsárdal og þaðan að Sig- öldu, þar sem mannvirkin verða skoðuð. Frá Sigöldu verður haldið í Galtalækj- arskóg og ráðgert er að ferðafólkið komi til Reykjavíkur á milli klukk- an 21 og 22 í kvöld. 7-------- Eru þeir að fá 'ann ■ Flóka Veiði hófst í Flóku 18. júní. Veiðimenn í fyrsta hollinu urðu lítið varir við lax, og var veiðin eftir því, — þó veiddu þeir tvo silunga. Þeir sem þá tóku við sáu hins vegar nokkuð af laxi og á mánudag veiddist sá fyrsti. Utlitið er því allþokkalegt í Flóku í sumar. Þess má geta að í fyrra veiddust 613 laxar i Flókadalsá og var það melveiði. Reykjadalsá Þar hófst veiði á sunnudag- inn var. Veiðin var ekkert lak- ari en yfirleitt gengur og gerist þar fyrst á vorin og frá þeim sjónarhóli urðu menn ekkert fyrir vonbrigðum. Hins vegar er venjan sú að ekkert veiðist þar í vertíðarbyrjun. Þessar fréttir frá Reykjadalsá í Borgarfirði eru því alveg eftir uppskriftinni. Yfirleitt gengur sáralítið af laxi í ána fyrr en upp úr miðjum júlí og fyrir kemur eins og t.d. í fyrra sumar, að laxinn sýnir sig lítið fyrr en í ágúst, hvað sem því veldur. „Sjálfstæðara starf ungl- ingareglunnar á Islandi” ,,ÞAÐ ER mitt álit að unglinga- reglan eigi að starfa sjálfstæðar en hún gerir innan bindinis- hreyfingarinnar," sagði Hilmar Jónsson stórgæzlumaður ung- lingastarfsins í samtali við Mbi. á Stórstúkuþingi. ,,Ég tel,“ hélt Konan látin KONAN, sem lenti í bflslysi á Ártúnshöfða s.l. þriðjudagskvöld og slasaðist alvarlega, lézt á gjör- gæzludeild Borgarspítalans í fyrrinótt. Konan var 49 ára gömul og búsett í Mosfellssveit. Ekki er hægt að birta nafn hennar fyrr en eftir helgi. hann áfram, ,,að við eigum að byggja starfið upp á sama grunni og Stórstúkan, en hins vegar að unglingastarfið eigi að skipa veg- legri sess til framkvæmda og ákvörðunar en gert hefur verið. Fjarri því að það sé eðlilegt að slíta á nokkurn hátt tengslin þarna á milli, heldur ráðast með meiri hraða og öðrum vinnu- brögðum í unglingastarfið. Við stöndum eða föllum með erinda- rekstri og samt sem áðir höfum við engan fastráðinn starfsmann, en innan unglingareglunnar eru um 3500 félagsmehn, og þar fyrir utan eru íslenzkir ungtemplarar með yfir 1000 félaga i 10 félög- um“. Shell hreinsar bíl- rúður en Esso ekki í VERÐAKVÖRÐUN á bensfni er tekið tillit til um 20 liða, en langstærsti hlutinn af verðinu, eða um 60%, fer til ríkisins. Einn liðurinn er álagning olfu- félaganna og ýmis þjónusta f sambandi við afgreiðslu á bensíni og olfum. Morgunblað- ið hafði samband við Olfufélag- ið Skeljung og Olfufélagið hf. og spurði hvaða þjónusta væri á boðstólum við afgreiðslu á bensfni og olfum til bfla, en reyndin hefur verið sú, að lftill hluti viðskiptavina olíufélag- anna hefur vitað um þá þjón- ustu sem boðið er upp á. Böðvar Kvaran sölustjóri hjá Skeljungi sagði að ef menn bæðu um ákveðna þjónustu væri hún veitt, svo sem olíu- tékkun, áfylling á vatnskassa og rúðusprautu, hreinsun á framrúðu og fleira smávægi- legt, sem er fastur liður á fiest- um bensfnstöðvum í Evrópu. „Aður var þetta þannig," sagði Böðvar, „að það voru sérstakir menn í þessu og þeir gættu að ákveðnum atriðum á bílnum, en síðan fór þetta úr föstum skorðum. En þessi þjónusta er til staðar ef menn biðja um.“ Hjá Olíufélaginu varð Þórar- inn Þórarinsson sölumaður fyr- ir svörum. Hann kvað bensínaf- greiðslur Olíufélagsins sinna oliutékkun á vél, vatnskassa- og rúðusprautuáfyllingu, en hins vegar kvað hann framrúður bíla ekki hreinsaðar þótt beðið væri um. Þórarinn benti einnig á að fyrr á árum hefði þessi þjónusta verið reynd sem fast- ur liður, en hún hefði ekki ver- ið vinsæl á íslandi þá. Allskon- ar kvartanir hefðu borizt svo sem að rúður væru rispaðar o.fl., en þess má geta að á flest- um bensinstöðvum Evrópu er þessi þjónusta fastur liður og rúðuhreinsun og öllu er lokið á meðan verið er að fylla geyma bílsins. • Áhöfnin eins og hún var skipuð f gærmorgun: f.v. E. Newbald Smith, sonur hans Lewis Smith, hjónin Toby og Paula Garfield, sem fara af f Reykjavík og fara í ferðalae um Island, annar sonur Smiths, Henry Lane og Orlin Donaldson. (Ljósm.: Mbl. Friðþjófur). Einn kemur þá annar fer í hreindýrsleiðangrinum • EINN kemur þá annar fer er ‘ reglan sem gildir hjá áhöfninni á skútunni Hreindýri, eða Rein- deer, frá Fíladelfíu í Banda- rikjunum sem kom inn á Reykjavíkurhöfn um kl. 3 í gærmorgun. Þau eru sjö alls, en áhöfnin tekur hins vegar breyt- ingum frá áfangastað til áfangastaðar. Þetta er rann- sóknaleiðangur sem að standa haffræðideild Delawereháskóla og eigandi skútunnar, E. New- bald Smith. Að því er einn úr áhöfninni, Orlin Donaldson frá New York, tjáði Morgun- blaðinu, er útsendarar þess gerðu leiðangursmönnum rúm- rusk í gærmorgun, eiga tveir leiðangursmenn að koma til móts við skútuna í Reykjavík, — koma flugleiðis frá Banda- ríkjunum, en þrír af hinum gömlu fara af hér. Verkefni leiðangursins er að taka haffræðileg sýnishorn. Þau lögðu upp 24. maí frá Fíla- delfíu en voru 11 daga á leiðinni frá Nýfundnalandi til íslands og hrepptu þrívegis fár- viðri með þeim afleiðingum af tvö segl hafa rifnað og fokið veg allrar veraldar. Af þeim 3000 mílum sem þau eiga að baki hafa þau þó siglt aðeins um 100 á vélarafli en skútan sem er 43 feta löng, smíðuð í Finnlandi 1969, er með dísel- vél. Að sögn Donaldsons, sem er ljósmyndari að starfi verða þau hér í Reykjavík fram á þriðjudag en þá er ferðinni heitið til Noregs, — Bodö, Tromsö, Hammerfest; síðan er • Hreindýrið í Reykjavfkurhöfn. það Svalbarði, Jan Mayen og aftur til íslands i kringum 9. ágúst. Þar sem nýr skipverji kemur um borð á Siglufirði og þau vonast til að verða komin aftur til Bandaríkjanna fyrstu vikuna í september. Þau voru hin hressustu yfir ferðinni, en hér í Reykjavík ætluðu þau fyrst og fremst að þvo þvottinn sinn, og dytta að fuilkomnu ratsjár- og miðunar- kerfi bátsins, sem einnig er búinn ýmsum þægindum, — meira að segja litlum arni. Þess má geta að Hreindýrið og eig- andi þess, Smith, hafa ýmsar langar siglingar að baki og Smith hefur t.d. orðið annar í hinni frægu Bermudakeppni. Stjórn SUS: Oryggishagsmunir einir ráði MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun frá stjórn Sambands ungra Sjálfstæðis- manna: „Stjórn Sambands ungra Sjálf- stæðismanna vill að gefnu tilefni Itreka þá stefnu sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur fylgt frá komu varnarliðsins, að öryggishags- munir einir verði látnir ráða því, hvort hér dvelst erlent varnarlið. FJÓRIR unglingspiltar 14 og 15 ára stálu í fyrrinótt bíl í Breið- holti. Sást til þeirra á Miklubraut og hóf lögreglan þá þegar eftirför. Elti hún drengina upp Heiðar- gerði, þar sem drengirnir stukku út úr bílnum en í hamaganginum láðist þeim að setja bilinn í gír og setja handhemílinn á. Jafnframt vill stjórnin vara við hverjum þeim tengslum, sem gert gætu þjóðina efnahagslega háða áframhaldandi herstöðvum. Stjórnin lýsir því andstöðu við þær hugmyndir, sem skotið hafa upp kollinurn að undanförnu að bandaríska varnarliðið verði látið borga með sér. Bandaríska varnarliðið er hér I þágu íslenzkra öryggishagsmuna, Afleiðingin varð sú að bifreiðin rann aftur á bak um leið og drengirnir höfðu yfirgefið hana. Rann hún á lögreglubilinn og skemmdust báðir bilarnir. Tveir piltanna náðust skömmu siðar á bilskúrsþaki i nágrenninu. Þeir voru að sjálfsögðu allir réttinda- lausir. auk þess sem herstöðvarnar eru framlag okkar til sameiginlegs öryggiskerfis Atlantshafsbanda- lagsins. Framlög til varnarmála eru einn stærsti útgjaldaliður allra okkar bandalagsþjóða. Is- lenzku þjóðinni er þess vegna ekki sæmandi að reyna að hafa fé út úr þátttöku i varnarsamstarfi, sem þjónar íslenzkum hagsmun- um. Gildir þar einu, hvort rætt er um beinar leigugreiðslur eða fjár- mögnun innlendra framkvæmda, þar sem varnarþörfin er einungis höfð að yfirvarpi. Öryggismál landsins verða að vera í stöðugri endurskoðun. En stjórn Sambands ungra Sjálf- stæðismanna leggur áherzlu á, að þjóðin haldi þannig á málum sín- um, að hún verði sjálfráð gerða sinna þegar sú stund rennur upp, að vera erlends varnarliðs sé Framhald á bls. 47. 14 og 15 ára stálu bíl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.