Morgunblaðið - 27.06.1976, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.06.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JUNI 1976 35 — Hver segir Framhald af bls. 20 skiptar um þetta efni sem flest önnur. — Ef það er svona erfitt að komast að endanlegri niðurstöðu i heimspeki, hvaða gagn er þá að heilabrotum heimspekinga? NÓG AF NYTSAMLEGUM HLUTUM í HEIMINUM. — Hver segir það eigi að vera gagn að hlutunum? Er ekki nóg af nytsamlegum hlutum í heiminum, allt frá niðursuðudósum til þrýsi- lofsflugvéla, til að ekki þurfi að fylkja heimspekingum í þann flokk? — Einhvern veginn hlýturðu að vilja réttlæta það að haldið sé uppi háskólakennslu í heimspeki. Hverjir eru til dæmis atvinnu- möguleikar þeirra stúdenta sem þið útskrifið? — Ég fæ alls ekki séð að nytja- sjónarmið hljóti að vera allsráð- andi um réttlætingu háskóla- kennslu og fræðiiðkana. Eða hver yrði þá réttlæting stafkrókafræð- innar, sem iðkuð er á Árnastofn- un? Mér þætti gaman að sjá það metið til fjár, ef úr því fengist skorið, hvort depill sé yfir til- teknu r-i í einni vísu Höfuð- lausnar f einu handriti Eglu. Fræðimennska af öllu tæi — rétt- nefnd fræðimennska, ætti ég kannski að segja — er fyrst og sfðast ögun hugans í viðureign við stranglega afmarkað viðfangs- efni. Um gagnsemi slikrar ögunar fáeinna þegna hvers þjóðfélags hljóta og eiga að vera skiptar skoðanir. En skeytum ekki um gagnsemina: frá mfnu sjónarmiði hefur heimspeki þann kost að vera tiltölulega mjög erfið fræði- grein. Rökfræslur heimspekinga að fornu og nýju eru flóknar og eftir því vandskildar, og þess vegna eru þær heillandi. Greining þeirra reynir bæði á rökvisi manna og ímyndunarafl. Og ef einu þjóðfélagi er þannig skipað að þar sé ekkert verk að vinna fyrir þá, sem agað hafa hugsun sína, jafnvel þótt af veikum mætti sé í viðureign við sumar tor- ráðnustu gátur mannsandans, fremur en kannski til dæmis fyrir þrautþjálfað tónlistarfólk eða íþróttafólk, þá held ég okkur væri nær að breyta þessu þjóðfélagi en að amast við heimspeki, tónlist eða íþróttum. — Ertu kannski að gefa í skyn að heimspeki eigi ekkert erindi við almenning? — Því fer víðs fjarri að ég geri það. Að vísu er mér aldrei alveg ljóst hvað fólk á við þegar það talar um ,,almenning“. Ef mér leyfist að miða við það fólk af öllu tæi sem ég hef kynnzt um dagana, þá veit allur þorri þess það mæta- vel af eigin raun hvað það er að heillast af óráðinni gátu á borð við þær sem heimspekingar glima við, rétt eins og flestir vita hvað það er að hrífast af fallegum söng eða limaburði íþróttamanns. Og á Islandi fer það sem betur fer ekki eftir atvinnu manna eða skóla- göngu hvort þeir hafa menntun til að kafa eins djúpt og þeir frekast komast eftir lausn á hin- um torráðnustu gátum, sem fyrir þeim hafar orðið, eða hvort þeir sækja alla vizku sina I dagblöð og sjónvarp. Við þetta bætist að hugsunar- aðferðir heimspekinga eiga sér hliðstæðu í hugsunarhætti hvers einasta manns. Ein dæmigerðasta hugsunaraðfeð heimspekings, þegar hann stendur andspænis einhverri þversögninni í viðtek- inni heimsskoðun, er að athuga nánar einhver þau hugtök sem vandanum virðast valda, svo sem eins og sjálfræðishugtakið, og freista sundurgreiningar á þeim í ljósi dæma um beitingu þeirra við sem margvíslegastar aðstæður. Þessa aðferð má rekja til Sókratesar og Platóns; á tuttugustu öld hefur hún verið fáguð svo mjög að oft er talað um byltingu í sögu hinnar hreinu heimspeki, sem menn rekja þá til Ludwigs Wittgenstein öðrum mönnum fremur; hann hygg ég sé óhætt að kalla fortakslaust mesta heimspeking veraldar síðan Immanuel Kant leið. Nú, hin hversdagslega hliðstæða við þessa hugsunaraðferð eru viðbrögð hugsandi manns við siðferðileg- um vanda, sem hann vill bregðast við af dýpstu alvöru. Slíkur maður finnur ef til vill til þeirrar freistingar að svikja ástvin í tryggðum eða að bregðast málstað sem hann trúir á; segjum að hann telji sér trú um að hann verði hamingjusamari fyrir vikið. I slíkum tilvikum getum við einatt sagt að tvær lifsreglur togist á um mann. önnur þeirra býður honum að standa við sitt og hin að freista gæfunnar. Milli þeirra tveggja er eins konar þversögn. Og með því að við gefum okkur að um hugsandi mann sé að ræða, þá má ætla að hann reyni með einhverj- um skynsamlegum hætti að leysa þversögnina eða þá færa rök fyrir öðrum hvorum kostinum, sem hann síðan kýs á grundvelli þess- ara raka. Og ein helzta aðferð, sem við höfum til að komast að skynsamlegri niðurstöðu i slikum vanda, er einmitt að spyrja spurninga um hugtök og leita dæma, raunverulegra eða ímyndaðra, um beitingu þeirra. Til dæmis gæti maður spurt: „Er ég svikari ef ég nú held mína eigin leið?“ Maður, sem þannig spyr, vill vita nákvæmlega hvað það er að vera svikari. Og sér til leiðsagnar um svar við þessari spurningu hefur hann ótal dæmi af svikum, allt frá Júdasi Iskariot til mannsins í næsta húsi, sem hafði fé af gamalli frænku sinni í fyrra. SIÐLEYSI ÁSTARINNAR — Bíddu andartak. Þú drepur þarna á sem dæmi freistinguna að svíkja ástvin í tryggðum. Þú flutt- ir á samdrykkjunni svonefndu í háskólanum erindi um „siðleysi ástarinnar", sem svar við hinum viðfrægu og nýstárlegu kenning- um próf. Philippu Foot um eðli siðferðis. Hverju varstu að halda fram þar? — Það var nú eitt og annað. T.d. reyndi ég að sýna fram á að notkun siðferðilegra hugtaka um ástalífið, svo sem þegar einhver afbrigði þess eru talin ósiðleg, hlíti allt öðrum reglum en önnur notkun þessara hugtaka, sem mér virðist vera eiginleg siðferðileg notkun þeirra. Og ég reifaði þá hugmynd, lauslega að vísu, að greinarmunurinn, sem gera mætti á þessum ólíku reglum, gæti komið í stað greinarmunar á einkasiðferði og almennu sið- ferði, en einhver slíkur greinar- munur er frumatriði allrar frjáls- hyggju. Frjálshyggja þykir mér raunar að fjölmörgu leyti fremur tortryggileg kenning. En hvað um það: við höfum aðrar ástæður en almennar efasemdir um frjáls- hyggju til að ætla að reglur um — Raftónleikar Framhald af bls. 19 leikar sem þessir voru í heild skemmtilegir, en slikir tónleik- ar eru þó á einhvern hátt nátt- úrulausir, fyrst og fremst vegna þess að fiutningur slíkr- ar tónlistar er án beinnar þátt- töku manna og eins og minning- arathöfn 1 framkvæmd. Þegar búin hafa verið til rafhljóðfæri, sem gera beinan flutning mögu- legan, verður raftónlist gædd þvi lífi, er skapast við lifandi flutning. Þyrfti að gróðursetja hundruð þúsunda birkiplantna árlega ástalífið liggi utan marka rétt- nefnds siðferðis. Taktu til dæmis að elskendur gera þá kröfu hvor til annars að hvor sé hjá hinum vegna þess að þar vilji hann vera og hvergi annars staðar; þeir una því ekki að þeir hangi saman, eins og í ástlausu hjónabandi, af ein- berri skyldurækni. Hér virðumst við ganga að vísum eðlismun á skyldu, sem er frumatriði eigin- legs siðferðis, og löngun sem hvöt- um til mannlegrar breytni — eða með öðrum og reyfaralegri orðum að ástalífið sé siðlaust í sjálfu sér. Hér kemur Philippa inn í dæm- ið, því hún heldur því fram og styður ágætum rökum að skylda sé óskiljanleg ástæða til breytni, nema gengið sé að einhverri löng- un vísri. Til þess að verja eðlis- muninn á skyldu og löngun þarfnast ég því ástæðuhugtaks, sem skilgreint sé með einni saman tilvísun til félagslegra reglna og skilnings manna á þeim. og þar með án alls tillits til hags- muna, óska eða löngunar. Hug- myndin að þvíllku ástæðuhugtaki er í höfuðatriðum komin frá Wittgenstein. Og þess má kannski geta, að Lars Hertzberg, prófessor i Helsinki, sem flutti erindi á sam- drykkjunni um réttlætingu refs- inga, reyndi að sýna fram á að slíkt ástæðuhugtak þyrfti til að leysa úr tiltekinni þversögn um mannlega ábyrgð. En hér stendur hnífurinn í kúnni. Philippu tókst á samdrykkjunni að sýna fram á alvarlegan galla á þessu ástæðu- hugtaki. — Semsagt, skilningur á sið- leysi ástarinnar hrekkur senni- lega ekki til að bjarga manni, þegar ástin grípur hann og taugarnar fara að titra, jafnvel ekki þó um sé að ræða prófessor og heimspeking, eða hvað? Við þessu fékkst ekkert svar. — E.Pá. AÐALFUNDUR Skógræktarfé- lags Borgarfjarðar 1976 var hald- inn í Borgarnesi 14. maf s.l. I ársskýrslu Daniels Kristjáns- sonar framkvæmdastjóra félags- ins kom fram, að 20 þúsund trjá- plöntur voru gróðursettar á s.l. ári á vegum skógræktarfélagsins og áhugamanna innan vébanda þess. Ennfremur var borinn á áburður í nokkrum girðingum, mikið grisjað og hreinsað frá plöntum og girðingar lagfærðar. I Hamarsgirðingu við Borgar- nes unnu unglingar úr Borgar- nesi skógræktarstörf undir stjórn og i umsjá skógræktarfélagsins. Skógræktarfélag Borgarfjarðar stendur að verðlaunaveitingum fyrir góða umgengni utanhúss á sveitabæjum i héraðinu ásamt þrem öðrum félagasamtökum. i. verðlaun fyrir bændabýli hlaut garðyrkjubýlið Víðigerði í Reyk- holtsdal. Ábúendur þar eru Erla Kristjánsdóttir og Kristján Bene- diktsson. Önnur bændabýli sem hlutu viðurkenningu voru Mela- leiti í Melasveit, Grund í Skorra- dal og Sleggjulækur í Stafholts- tungum. Auk þess voru veitt ein verðlaun fyrir kennarabústaði, iðnaðarbýli o.þ.h. Halut þau Lauf- ey Þórmundsdóttir i Reykholti. Félagsmenn Skógræktarfélags Borgarfjarðar eru alls 328. Félagið hefur lítið landrými til plöntunar i svipinn, en nú er útlit á, að úr þvi rætist og það fái til umráða talsvert land á Húsafelli. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt einróma: „Aðalfundur Skógræktarfélags Borgarfjarðar, haldinn í Borgar- nesi 14. mai 1976, mótmælir harð- lega þeirri hugmynd, að leggja niður plöntuuppeldi í Norðtungu- skógi. Jafnframt bendir fundurinn á, að tilfinnanlegur skortur er á birkiplöntum, en birkið er ein af undirstöðum skógræktar á Islandi i nútið og framtíð. I Borgarfjarðarhéraði þyrfti að gróðursetja hundruð þúsunda af birkiplöntum árlega i skjólbelti og i lítt gróið land, ef hugmyndin um gróðurvernd á íslandi á að rætast. Fundurinn skorar á Skóg- rækt ríkisins að halda áfram plöntuuppeldi í Norðtunguskógi og leggja sérstaka áherzlu á birki." Benedikt Guðlaugsson fráfar- andi formaður gaf ekki kost á sér lengur i stjórn félagsins vegna brottflutnings af félagssvæðinu. Voru honum þökkuð mikil og góð störf hans í þágu félagsins um Iangt árabil. Núverandi stjórn Skógræktar- félags Borgarfjarðar skipa Vífill Búason, Ferstiklu, formaður, Daniel Kristjánsson, gjaldkeri og framkvæmdastjóri, Þórunn Ei- ríksdottir, ritari, og meðstjórn- endur Þorbjörg Þórðardóttir og Kristján Benediktsson. I frumskógi umf erðarinnor eru sumir lipruri en ndrir. Hann hefur gott tak á veginum og rennir sér lipurlega í beygjurnar, án þess að kast- ast til og missa "fótfestu”. Með liðugu framhjóladrifi er Allegro þessum hæfileikum búinn. í þessum hressilega bíl leynist kraftmikil vél, sem minnir á rándýr. Vélin liggur þversum og er með hitastýrðri kæliviftu. í bílnum er fimm stiga gírkassi (1500-gerðin), ”tann- stangarstýring,” sérstaklega styrktir diskahemlar á framhjólum og ein- dæma góð fjöðrun, Hydragas, sem tryggir að hjólbarðarnir hafa öruggt tak á veginum. Það eina, sem reynt hefur verið að takmarka í Allegro, er reksturskostnaðurinn. Hann lætur sér nægja 8 lítra á hverja 100 kílómetra, varahlutaverð er hóflegt og sama má segja um verð á viðgerðaþjónustu. Það er ótrúlega ódýrt að eignast þetta ”hlaupadýr”. P. STEFANSSON HF. ^ HVERFISGÖTU103 REYKJAVÍK SÍMI 26911 PÓSTHOLF 5092

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.