Morgunblaðið - 27.06.1976, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.06.1976, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JUNI 1976 Strákurinn og einbúinn Eftir E. V. LUCAS En eftir kvöldmatinn þegar hann hafði náð sér ágætlega, sagði hann skipshöfn- inni greinilega frá því þegar hann var að kenna gamla manninum að vera strákur aftur. Skipstjórinn hló svo að hann var nærri sprunginn. — Já, þetta er nú saga handa henni frænku hans gömlu, sagði hann og hélt um magann. — Alveg held ég að kerlingin rifni, hahaha. Þeir sátu nú þarrta í káetunni og það var farið að dimma þegar þeir allt í einu sáu eitthvað í dyrunum, sem líktist grun- samlega gömlum manni með langt grátt skegg. — Hverslags? Hvað er þetta eiginlega, hrópaði skipstjórinn og hrökk i kút. Hver ert þú og hvað viltu? bætti hann við. Þessi undarlega vera kom nú inn í herbergið. — Strákur þekkirðu mig ekki tautaði hún. Hæ, þetta er Geitarskeggur! æpti Kjammi hljóp og þreif hendi gamla mannsins og hristi hana í ákafa, frá sér numinn af gleði yfir að hafa heimt vin sinn og lærisvein aftur. — Hamingjan góða, herra Ágúst, sagði þá skipstjórinn. Hvaðan ber þig að? Nú, það síðasta er þá dottið. V__________________________ ii J — Ég var í körfunni sagði hinn fyrr- verandi einbúi. Skipstjórinn og Kjammi styörðu hvor á annan og svo kallaði skiptstjórinn. Nú, svo þú ert þá laumufarþegi. Ja það má nú segja að þú sért farinn að læra töluvert. Og hann barði svo fast í borðið að allt skipið hristist og hló svo glumdi í öllu. Einbúinn beið rólegur meðan skip- stjórinn var að hlæja, en Kjammi glápti á hann með undrun og aðdáun. Þegar eitthvað lækkaði hláturinn í skipstjóranum, fór gamli maðurinn að skýra málið örlítið. Hann sagði: — Þessi drengur hefir breytt mér töluvert. Ég sé hlutina nú með nýjum augum. Og þegar ég stóð þarna við bátinn, fór mig að langa afskaplega til þess að fara burtu af eynni. — Já, námfús geturðu verið hr. Ágúst, sagði skipstjórinn og enn kipptist hann við af hlátri. — Já, og svo skreið ég niður í körfuna, hélt einsetumaðurinn áfram dálítið skömmustulegur. — Bravó! hrópaði Kjammi, þetta var ágætt. En ertu ekki svangur? — Svangur? át skipstjórinn eftir. Það skyldi ég nú halda. Bryti, bryti, komdu með eitthvað handa herra Ágúst að borða. Brytinn kom þjótandi inn í káetuna og varð allur ein augu þegar hann sá hinn ókunna. Þegar skipstjórinn sá það, hvernig honum varð við, fór hann aftur að skellihlæja. Vertu ekki hræddur, sagði hann við brytann. Hann er ekki aftur- genginn! — En ég sá ekki þenna herramann koma um borð, sagði brytinn, þegar hann loksins gat komið einhverju orði upp. — Nei, sagði skipstjórinn, ekki sá ég það heldur. Og það sá það víst ekki nokkur maður. Herra Ágúst hefir sér- staka aðferð til þess að stíga á skipsf jöl. Að þessu hló einbúinn líka og þá fór brytinn að átta sig og kom bráðlega með ágætan kvöldverð handa Ágústi. — Jæja, þá hafði ég það af að strjúka, Kjammi, sagði gamli maðurinn og enginn kennari gat náð mér þegar ég strauk. — Nei, það er ekki mikil hætta á því að þú látir ná þér, svaraði Kjammi. — Já, nú erum við saman aftur, sagði gamli maðurinn. En þegar við erum komnir til Englands, skulum við fyrst almennilega leika okkur. — Það verur gaman gamli Geitar- skeggur, sagði Kjammi hlæjandi. ENDIR. ekta skartgripina sína í kvöld. (*!>2 Ég var búinn að vara þig við hurðinni, elskan mín. Fyrir allmörgum árum efndi blað eitt í Bandaríkjunum til samkeppni meðal lesenda sinna og hét verðlaunum f.vrir beztar heilbrigðisreglur. — Eftirfarandi heilræði voru efst á verðlaunaiistanum: 1. Kepptu eftir því að hafa ætíð glaða lund. 2. Gerðu þér það að fastri reglu að reiðast ekki og ergja þig ekki ýfir smámunum. 3. Dragðu andann djúpt og ætíð með nefinu. 4. Sofðu aldrei lengur en 8 klukkutíma, þegar þú ert heil- brigður, og helzt í köldu her- bergi þar sem bæði loft og her- bcrgið cr hreint. 5. Borðaðu ekki mikið en tyggðu matinn vel. 6. Þú verður að vinna daglega og eyða ekki meiru en þú aflar. 7. Reyndu að vera sem mest f návíst heilsuhraustra manna, sem hugsa og tala skynsamlega. X Jón smali: — Alltaf kemui vatn f munninn á mér, þegar ég heyri lesið f Bjarnabænum. Þar er tfundað allt það sem vér þörfnumst til Ifknar, skjóls og svölunar sálum vorum. Húsmóðirin: — Hvers vegna kemur þér þá vatn f munn, Jón minn? Jón: — Mér dettur þá æfin- lega f hug það sem er Ifkaman- um fyrir beztu, kaffi og brenni- vfn. X — Hvaða tennur taka menn seinast? — Gervitennur. X — Mig dreymdi í nótt að ég hefði fengið atvinnu. — Það er auðséð á þér, þú ert svo þreytulegur. Höskadraumar Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 12 Persónurnar I sftgunni: Andreas Hallmann Björg — hona hans Kirl Jin Vlva börn hans Cirilia — lenxtfadAttir Andreas Hallmanns (iregor Isander — læknir fjölskyldunnar og náinn vinur Maiin Skoy — brádabirgtfaeinkaritarl Antfreas Halimanns Lars Petrus Turesson — ðkunnugur trausi- vekjandi maður ásamt metf Chrisler Wiik ekki út fyrir múrveggina. Hún gekk sér til skemmtunar f garðfn- um, sem var svo fagur og vfðáttu- mikill að hún fann ekki til ein- angrunar að innilokunarkendar. Hana langaði ekki eitt andartak til að komast f burtu, en hún vissi einnig með sjálfri sér að það staf- aði af þvf hversu annríkt hún átti og gafst ekki tóm til að hugsa um neitt annað. En hvernig ætli þeim hinum sé innanbrjósts hugsaði hún stundum. Þvf meiri áhuga sem hún fékk á fbúum Hall, þvf meira hugsaði hún um málið. Þegar hún kynnt- ist fólkinu betur fékk hún og tækifæri til að ræða málið við sum þeirra — en varfærnislega þó. Cecilia sem var með sfgarettu f munninum jafnvel þegar hún var að hnoða deig virtist hissa á spurningu hennar. Leiðinlegt? Nei, alls ekki. En við höfum nú ekki verið gfft nema f sextán mánuði og allt er ósköp nýtt fyrir mér, að minnsta kosti ennþá. Og ég er stórhrifin af öllu. Dásamleg fbúð, sjónvarp, engar peningaáhyggjur. Þetta er hreinasta lúxuslff... Hún þagnaði aðeins á meðan hún kveikti sér f nýrri sfgarettu og hélt áfram: — Það er ekki þar með sagt að manni fyndist ekki gaman að hitta einstöku sinnum fólk. Hing- að kemur aldrei sála — nema Gregor — það er læknirinn og enda þótt hann $é bæði vinalegur og skemmtilegur þá er það dálftið einhæft eins og þú getur skilið. En þar sem Jón þolir hvort sem er ekki að hafa marga f kringum sig þá býst ég við að það sé langbezt að hafa það eins og nú er. Kári var á öndverðri skoðun. Inni f herbergi hans ægði öilu saman... fötum, skóm, bókum og plötum. En þar röbbuðu Malin og hann um Iffið og tilveruna og einstöku sinnum barst talið að Andreas Hallmann. Stundum æst- ist Kári svo upp við að ræða um föður sinn að hann stökk á fætur og gekk fram og aftur um gólf- ið... án þess að gera sér grein fyrir þvf hversu mjög hann Ifktist á þeim stundum föður sfnum. — Þetta er óbærilegt — ekkert niinna en óbærilegt. Hann er þegar búinn að hlekkja Jón og Ylvu algerlega niður og nú reynir hann að færa sér f nyt peningana sfna til að neyða sfnum vilja einn- ig upp á mig. „Þú gerir svo vel og verður heima og lest þitt náms- efni hér,“ sagði hann við mig. „Það er hagkvæmt og Hall er rólegur og góður staður. Eg skal með eigin hendi skrifé prófess- ornum þfnum og sjá til þess að þú þurfir ekki að sækja fyrirlestra eða ganga upp f skriflegum próf- um.“ Augu hans skutu gneístum bak við gleraugun. — Hann er harðstjóri og hann er þá aðeins ánægður, þegar hann getur ráðskazt með okkur eftir sfnu eigin höfði. — En, skaut Malin inn í. — Hann ER snillingur. Eg hafði eig- inlega ekki gert mér grein fyrir hvað f þessu orði fælist fyrr en ég kynntist honum. — Ef svo er, þá er hann geggjaður snillingur, sagði Kári fýlulega. — Hugsaðu þér allar griliurnar hans. Hann þolir hvergi að hafa manneskur nema þar sem hann ákveður sjálfur. Hann þolír ekki að maður stari á hann, hann fær æðiskast ef hann sér blaðamann eða Ijósmyndara og svo framvegis f það óendan- lega. En hann er ekki hlédrægur eða feiminn eins og margir svona sérvitringar hafa verið. Hann er sterkur sálariega og tillitslaus, svo að það kæmi miklu betur heim og saman við hann og hans skapgerð ef hann gæfi dauðann og djöfulinn f þetta allt. Annars hugar færði Kári plötu til og settist í skrifborðið. — Víltu heyra mfna skýringu á hvernig allt er f pottinn búið — ég meina með Hall og klaustur- múrana og einangrunina? Eg held nefnilega alls ekki að frum- ósk Andreasar Hallmann sé að fá leyfi til að vera f friði... — Heldur hvað þá...? — Að hann vilji fá að hafa OKKUR f friði. Hafa okkur öll út af fyrir sig. Akveða allt fyrir okkur, njóta aðdáunar okkar, láta okkur þjóna honum án afskipta utan frá. Óskadraumur hans er þessi og honum hefur tekizt að láta hann rætast að mestu f krafti peninganna sem hann á, og vegna festu hans og hörku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.