Morgunblaðið - 27.06.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.06.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1976 23 l>etta gerðist líka .... Menningarlíf í Iran Ashraf prinsessa, systir íranskeisara, talaði dálitið óþyrmilega af sér i síðastliðinni viku þegar blaðamaður frá Times átti við hana viðtal i London og vék talinu að hinum þrálátu fréttum um pyndingar í Iran, þar sem að mati Amnesty International er gengið öllu fólskulegar til verks i þessum efnum en með flestum öðrum þjóðum i veröldinni. Blaðamað- urinn nefndi spánýja iranska uppfinningu: járnbekk, sem hægt er að gera hvitglóandi heitan með rafstraumi og sem fórnarlambið er hlekkj- að við. — Blaðamaðurinn lýsir þvi sem nú tók viðá þessa leið: Hún lét eins og hún skildi mig naumast og sagði: „Ég hef séð i nokkrum blöðum að fólk virðist halda að við brennum fanga . . . Ég man ekki enska orðið yfir það." Hér kom einn úr fylgdarliði prinsessunnar henni til hjálpar og sagði: „Steiktir, yðar hágöfgi." Þetta vakti hlátur fylgdarmanna. „Já, einmitt — steiktir," sagði prinsessan. „Nei, ég get fullvissað yður um að þessar fréttir eru uppspuni frá rótum. Og það eru enda til visindalegri aðferðir til þess að fá sannleikann uppúr fólki." „Hvaða aðferðir?" spurði ég. „Sprautur," sagði Ashraf prinsessa og varð aftur þannig á svipinn eins og hún skildi varla hvað ég væri að tala um. „Þetta eru heimskulegar ásakanir. Menning okkar er á mjög háu stigi." Iðrun á almannafœri Fólkið sem tók þátt í pólitísku uppþotunum í Kína i apríl síðastliðnum hefur orðið að gera yfirbót á opinberum fjöldafundum, að haft er eftir ýmsum heimildum. Opinberlega hefur ekkert verið skýrt frá afdrifum þeirra, sem þá voru handteknir, en sitthvað þykir þó benda til þess að þeir hafi ekki verið beittir líkamlegu harðræði. Samkvæmt fyrrgreind- um heimildum hafa hinir handteknu verið teknir i smáhópum á undanförnum vikum og leiddir fyrir fjölmenna borgarafundi þar sem þeir hafa verið auðmýktir á ýmsan hátt sem stuðningsmenn hins útskúfaða Teng Hsiao-ping. ítarlegt ákæruskjal hefur meðal annars verið lesið yfir þeim og þeim gert að standa álútir undir lestrinum með handleggina sperrta út i loftið fyrir aftan sig. Sumum er gefið að sök að hafa notfært sér ringulreið uppþotanna til þess að gera aðsúg að útlendingum. Loftkastalar? Timi ioftskipanna er vist ekki liðinn þótt flestir hafi liklega haldið það. Nú hyggst fyrirtæki nokkurt i Hamborg fara að smíða loftskip og hefur til þess einlægan stuðning borgarstjórnar- innar. Loftför þessi munu verða risastór og geta borið feiknabyrðar, en auk þess er talið að ódýrara verði að gera þau út en önnur flutninga- tæki. Þau ættu þvi að geta orðið vinsæl ef verður af smíðinni. — Að þvi er loftskipafrömuðirnir I Hamborg segja eru 2.000 ökumenn á 1.000 vörubíium í einn mánuð að flytja 40.000 tonn varnings frá Evrópulöndum til irans. En annars megi skutla þessu litilræði þennan spöl i þremur Zeppelinrisaloftskipum og geti 27 manns séð um það allt saman. Risaskipin eiga að vera 428 metrar á lengd en 90 í þvermál. Flughraði þeirra á að verða 250 km á klukkusund að jafnaði í 1600 metra hæð. Og þau eiga að geta borið 750 lestir varnings um 7.000 kilómetra veg. Hrollvekja í túpum Lím sem nú er komið i breskar verslanir, er svo skjótvirkt og gríp- ur svo harkalega, að ef menn vara sig ekki á einkennum þess geta þeir stórlega skaðað sjálfa sig. Þetta kemur fram í forsiðufrétt i Guardian, sem vitnar í bréf frá nafngreindum lækni, sem nærri var farið illa fyrir. Honum segist svo frá: „Augun á mér límdust saman og ennfremur fingurnir, en mér tókst að vera nógu snar að komast i uppleysi. Maður hugsar til þess með skelfingu hver afleiðingin yrði ef augnalok manna límdust saman." Límið, sem virkar á örfáum sekúndum, hefur um skeið verið notað i iðnaði, en er nú fyrst að komast í hendur almennings Það er self undir ýmsum nöfnum en aðvaranir á umbúðum þess kváðu i öllum litrikum vera bæði litlar og ófullkomnar. Þó er það svo sterkt að þar sem það nær að festa saman fingur til dæmis þarf að gripa til skurðaðgerðar til þess að aðskilja þá. Sitt lítið af hverju Stöðvarstjóri einn hjá suður-afrísku rikisjárnbrautunum fékk duglega ofanigjöf nýlega frá yfirboðurum sinum. Hann hafði gert þaðfrumhlaup að fjarlægja skilti á stöðinni þar sem sagði að svörtum væri bannað að halda sig á þessum stað, slík skilti erit almenn á brautarstöðvum i þessu landi kynþáttafasismans. Stöðvarstjórinn gaf þá skýringu á afglöpirm sinum að hann hefði aðeins viljað leggja sitt að mörkum við uppfyllingu þeirra loforða rikisstjórnarinnar að bæta sambandið milli kynþáttanna. En yfirstjórn járnbrautanna gaf út þá tilkynningu að hér hefði verið of langt gengið og „misskilningur" eins og það var orðað. . . i fyrsta skipti fá Bandarlkjamenn konu i embætti siðameistara ríkisins. Og hana ekki af verri endanum. Nú fyrir helgina staðfesti sem sé öldungadeild Bandarikjaþings út- nefningu Fords forseta á Shiriey Temple Black, (myndin) barna- stjömunni frægu sem nú er orðin 48 ára að aldri, í þetta embætti. Hún hafði áður verið sendiherra Bandarikjanna i Ghana i tvö ár og segir það hafa verið „mikilvæg- asta og kröfuharðasta starf sem ég hef nokkurn tima gegnt.". . . Höfuðborg Fiiipseyja, Manila, hef- ur átt í miklu basli og leiðindum að undanförnu vegna óskaplegs ágangs rottuhjarðar. Yfirvöld hafa nú lagt höfuðin i bleyti og komið upp með ráð til að sporna við rottufaraldrinum. Efnt hefur verið til fegurðarsamkeppni. Ekki fegurðarsamkeppni fyrir rottur, heldur eru þátttökuskilyrði með þeim hætti að hver þátttakandi verðgr að leggja fram 20.000 rottuhala til að fá að vera með. Og titillinn ábm keppt er um? Vitaskuld „ Heimsins fallegasti rottuveiðari": AND0FSK0NUR Herrarnir heita aðeins öðrum nöfnum KONURNAR sem stóðu í ' J, I fylkinarbrjósti i baráttunni gegn einræði rússnesku fT keisaranna eru um marga hluti nauðalíkar þeim kyn- systrum sínum sem berjast nú gegn harðstjórn p kommúnista á þessum sömu slóðum. (Sjá: „Pislarvottar liðandi stundar" hér í opn- unni) Þetta er niðurstaðan í tveimur bókum sem komu út ___ i Bretlandi í vetur og fjalla mtm báðar að meginefni urn kjör SxíœsMŒmðÆmi- rússneskra kvenna fyrir og eftir byltinguna. Þó sýnist munurinn sá, segir í nýlegri umsögn um bækurnar, að andófs- kornurnar, sem nú eru hundeltar og fangelsaðar fvrir austan tjald, eiga við jafnvel kænni og So^a per«vskaya miskunnarlausari and- «"d.r galganum. stæðinga aö etja en hinar sem stóðu i svipaðri baráttu á ofanverðri síðustu öld. Þá bar hátt nöfn rússneskra byltingarkvenna eins og Veru Figner og Sofyu Perovskaya, sem báðar voru flæktar í morðið á Alexander II árið 1881. Raunar voru þær beittar alveg óvenjulegri harðneskju á þeirra tíma mælikvarða. Vera Figner var dæmd til dauða, en síðan þyrmt á síðustu stundu og flutt fangaklædd og í járnum í ömannúð- legasta og rammgerðasta fangelsið sem keisara- stjórnin réð yfir, hið illræmda Sehlusselburg-virki. Hún sat þar í tuttugu ár og allan tírnan i ein- menningsklefa, önnur tveggja kvenna í þessari dýflissu sem annars hýsti einungis karlfanga. Hin kornunga Sofya, sem var af aðalsættum og döttir fyrrverandi umdæmisstjóra Moskvu, var hinsvegar hengd opinberlega. Hún var talin hafa verið höfuð- paurinn i morði keisarans og jafnvel að hafa stjórnað sjálfri árásinni, og var flutt á aftökustað- inn rammlega bundin aftan i opinni kerru og á brjósti hennar áletrað spjald sem lýsti glæp hennar. Andófskonurnar, sem nú eru læstar inni á geð- veikrahælum eða erfiða i fangabúðum Sovétkerfis- ins, hefðu raunar til skamms tima allt eins getað hlotið sömu örlög og Sofya. Stalin vílaði ekki fyrir sér að láta lifláta kvenfólk siður en karlmenn, þó að aftökurnar í valdatið hans færu að vísu fremur fram í kjöllurum Ieynilögreglunnar en á torgum eins og þegar keisarastjörnin vildi hafa mest við. 1 fyrrnefndri grein er vikið að nokkrum sovézk- um samtíðarkonum sem hafa orðið að gjalda skoðana sinna rétt eins og kynsystur þeirra fyrr á áfum. Þar má nefna Nataliu Gorbanevskayu til dæ'niis sem ásamt með örfáum löndum sínum dirfðist að mótmæla innrás Rauöa hersins í Tékkóslóvakíu og var handtekin fyrir tiltækið og send á geðveikrahæli — „sérdeildina" eins og það hét á máli stjórnvalda. Þá nefnir greinarhöfundur sérstaklega fjóra pólitíska fanga frá Ukraínu, þær Nadiu Svitlyehna, Erynu Stasiv-Kalynets, Ninu Strokata og Stefaniu Shabature. Þessar konur, sem sátu þá í fangabúöum við Barashevo í Mordoviu, báðu um áheyrn hjá ylir- manni búðanna og höfðu þá tvær óskir frarn að færa. I fyrsta lagi fóru þær þess á leit, að þær fáu rúblur sem hétu kaup þeirra i þrælkunarvinnunni yrðu látnar renna í sjóð, sem þær höföu einhvern- veginn haft fregnir af og ætlaðúr var til styrktar fórnarlömbum herforingjastjórnarinnar í t'.hile; og í öðru lagi hétu konurnar á yfirvöld að pólitískir kvenfangar í Sovétrikjunum fengju að kjósa eina úr sínum hópi — til þess að mæta fyrir þeirra hiind á ársþingi svonefndra Alþjöðasamtaka lýðræðis- sinnaðra kvenna, sem þá átti að halda i Austur- Berlín! Naumast þarf að taka frani að báðum óskunum var hafnað. Líknarsjöðurinn var því fáeinum aur- um fátækari, og „lýðra'ðissinnuðu" konurnar á stórþingi sinu i Austur-Berlín komust aldrei í þann vanda að þurfa að standa augliti til auglitis við fo'rnarlömb kerfisins, sent þær voru kornnar saman til þess að lofsyngja. Nadia, Eryne, Nine, Stefania -i- fjórar óbugaðar konur af þeini ótrúlega grúa sem síðast liðin fimmtíu ár hefur horfiö inn í gaddavirsstíur sovézku fangabúðanna. Þær eru arftakar kvennanna, sem börðust jafn ótrauðar gegn ofur- valdi keisaranna. ()g ekkert hefur því miður breytzt nema titlarnir á harðstjórunum. — DESI POWERS Á NÍLARBÚKKUM ■ EGYPZKA kvenfrelsishreyfingin er orðin furðu gömul. Má rekja rætur hennar allt til 1911. Það er lika furðu langt frá því, að jafn- ræði karla og kvenna var sett í egypzk lög. Þar segir m.a. að kon- ur og karlar skuli hafa jafnt kaup fyrir sömu störf, konur megi halda föðurnafni sínu áfram eftir giftingu, og þær skuli ráða fé sínu í hjónabandinu. bæði tekjum og erfðafé. Gerði þetta konum hæg- ara um vik en áður að ná rétti sínum. í stjórnartíð Nassers for- seta fleygði kvenfrelsismálum enn fram. Fjölgaði þá mjög kon- um i háskólum og á almennum vinnumarkaði. Enn er þó langt í land og eink- um úti á landsbyggðinni. Sveita- konur i Egyptalandi búa enn við fornar hefðir í flestum greinum og þær hefðir þykja heldur óhag- stæðar konum. Konur í borgum eiga hins vegar miklu meira frelsi að fagna. Og langskólagengnar konur í vinnu eru bezt settar allra. Þær eru fáar enn, en þær njóta virðingar. Það gerir þeim hægara um vik að spjara sig í karlasamfélaginu, að þjónustu- fólk er enn á hverju strái í Egyptalandi. Geta þær því sinnt störfunum, sem þær hafa kjörið sér, en látið þjónustufólk annazt börn og bú. Fáar egypzkar konur eru hátt settar. Á þingi sitja 350 manns og eru ekki nema átta konur. Einn ráðherra er kona; það er Dr.: Aisha Rateb, félagsmálaráðherra Hún er lögfræðingur að mennt og nam í Paris. Hún er önnur konan,; sem verður ráðherra í Egypta- landi. Eiginmaður hennar er pró- fessor í lyfjafræði. Eiga þau tvo syni og eru báðir í háskólanum i Kaíró. Aisha Rateb gegnir ekki aðeins ráðherraembætti; hún er einnig prófessor og heldur hún fyrirlestra um alþjóðarétt. Hún er gott dæmi um þær konur í Kaíró, sem hafa brotið af sér viðjar hinna fornu, islömsku hefða og komizt jafnfætis körlunum, sem Gamlar hefðir og gamaldags eiginmenn áður réðu öllu og ráða reyndar mestu enn. Þrátt fyrir lögin um jafnrétti er margt eftir, sem stendur konum fyrir þrifum. Má nefna lögin um hjónaband. Enn er fjölkvæni leyfilegt í Egyptalandi. Það er að vísu afar sjaldgæft nú orðið. En mergurinn málsins er sá, að karl- ar einir hafa rétt til fjölkvænis. Hjónabandslög hafa verið þeim • mjög í hag fram að þessu. Karl- .maður getur fengið skilnað frá konu sinni með auðveldum hætti. Hann þarf varla annað en fara fram á skilnað. Fyrir kemur jafn- vel, að kona fregnar það eftir á, að eiginmaður hennar sé skilinn við hana. Karlarnir eru nefnilega ekki skyldir að láta konurnar vita af þessu lítilræði. Hins vegar er konu öllu erfiðara að losna við mann sinn. Það er raunar sVo erfitt og tímafrekt, að það er varla gerlegt. En þess ber að geta, að Egyptar hyggjast laga skilnað- arlög sin senn hvað liður. Það hrekkur samt ekki til. Sá siður er enn yið lýði í Egyptalandi, að for- eldrar velji kornungum börnum sínum maka. Stúlkur fá yfirleitt ekki að fara einar út með karl- manni. Hjónaleysi verða helzt að fara saman í flokkum. Og þegar ungur maður dregur sig eftir stúlku verður hann að sannfæra foreldra hennar um ágæti sitt og sinna; þyki þjóðfélagsstaða fjöl- skyldu hans ekki sómasamleg er um tómt mál að tala. Ung kona, sem ég hitti í Kaíró, sagði mér sögu sína og er hún gott dæmi. „Ég var 17 ára, þegar ég giftist," sagði hún, „en eiginmað- ur minn 34. Við eignuðumst tvö börn. Hann dó stuttu seinna. Ég giftist þá lækni. Við eigum engin börn. Ég kæri mig ekki um fleiri. Foreldrum manns míns er mein- illa við mig. Ég rændi þau sem sé syni þeirra. Þar að auki vildu þau, að hann kvæntist hreinni meyju. Okkur þykir vænt hvoru um ann- að, en mér hefur oft komið til hugar að fara frá honum. Hann er ekki trúhneigður, en samt setur hann mér ótal siðareglur. Við bjuggum í Englandi á námsárum hans. Þar var ég hálfgerður fangi; ég mátti ekki heimsækja vini mína og ekki einu sinni fara í bfó með vinstúlkum minum. Stöku sinnum fórum við í samkvæmi, en ég var þá ævinlega dauðhrædd um það, að hann sæi mig á tali við einhvern karlmann. Yrði karl- menn á mig má ég ekki svara þeim. Þá er fjandinn laus. Ég er löngu orðin þreytt á þessu. En lífið hefur verið mér bærilegra en mörgum öðrum, því ég hef unnið úti og haft dálítil fjárráð." — JUDITH KIPPER.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.