Morgunblaðið - 27.06.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.06.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JUNI 1976 7 EIN af ritningargreinunum, sem við lærum i Bibliusögum barnaskólans og fermingar- undirbúningi, nefnist Gullna reglan. Jesús mótaði hana í þessum orðum: Allt, sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Mig langartil að hugleiða hana hér i dag. Til er saga frá því um 30 árum fyrir Krists burð, sem segir frá því, að heiðingi nokkur hafi komið til Schammaí, sem var einn af lærifeðrum Gyðinga, og heit- ið honum að taka Gyðinga- trú, ef hann gæti sagt honum aðalefni lögmálsins, meðan hann stæði á öðrum fæti. Schammaí brást reiður við og rak hann burt með harðri hendi. Þá fór heiðinginn til Hillels, sem einnig var þekkt- ur lærifaðir, og ýmsar kenningar hans eru þekktar enn þann dag í dag. Hann gerði Hillel sömu boð sem hinum fyrri. Hillel svaraði: Gjörðu ekki neinum það, sem þú vilt ekki, að þér sé gjört. — Það er allt lögmálið. Hitt er skýring. Far og lær það. Þarna birtist Gullna reglan okkur í neikvæðu formi og þannig var hún þekkt víðar fyrir Krists daga, t.d. bæði hjá Konfúsíusi og Plató. En mikill munur er á, hvort reglan er í neikvæðu eða jákvæðu formi, hvort aðeins er varast að vinna öðrum mein eða lagt kapp á að verða þeim til góðs eftir því sem hægt er. Fátt gerir okkur betur Ijósan muninn á Kristi og öðrum trúarbragðahöfund- um. í munni hinna er reglan dauð, hlutlaus, þess aðeins gætt að skaða ekki aðra. Þegar Jesús mótar hana, fær hún líf og meira að segja mjög kærleiksríkt líf, þvi hún Gullna reglan er ekki lengur hlutlaus, heldur hvetur til dáða, til góðra verka fyriraðra menn. Þessi regla hefur þó þann annmarka, að hún er aðeins ætluð siðferðilega þroskuð- um mönnum. Drykkjumaður- inn t.d. sem þráir sjálfur mest nautnir sínar, hann mundi leiða aðra til ills með þessari reglu. Hin gullna regla er því fyrst og fremst ætluð lærisveinum Krists, þeim sem þegar eiga eitt- hvað af hugarfari hans. Þeir, sern reyna að fylgja þessari reglu, munu svo brátt finna, hvernig hún kemur bæði þeim sjálfum og öðrum til þroska. Og væri henni fylgt i félagslegum samskipt um þjóða heimsins, þá mundi hún stöðva styrjaldir og hvarvetna greiða friðar- boðskap Krists leiðina. En því miður byggja ekki allar þjóðir athafnir sínar á orðum Krists, og þó svo eigi að heita í orði, þá er það ekki alltaf á borði. En lykillinn að friðsamlegri sambúð mann- anna er ekki stór. Kannski er það þess vegna, sem hann er vandfundinn og vandmeðfar- inn? Hann er það, sem við segjum, að sé einnig kjarni kristinnar siðfræði, orðin. Elska skaltu Þá er ekki sífellt verið að tala um að hefna fyrir þetta eða hitt, heldur að skilja og fyrirgefa, — elska. Þegar Jóhannes safnaðar- öldungur í Efesus, postuli Krists og guðspjallshöfund- ur, var orðinn mjög viðaldur, þá er mælt, að hann hafi eitt sinn verið borinn í ræðustól til að flytja ræðu, sem jafn- framt á að hafa verið hans síðasta ræða. Hún var ekki löng, aðeins 5 orð, en hún var því áhrifameiri og minnis- stæðari: Börnin mín, elskið hvert annað. Með því taldi hann allt fengið. Og þar er Gullna regl- an í verki. Engin regla er eins fábrotin og skýr og hún. Eng- in leiðir jafnörugglega til lífs- ins og hún. En samt veitist okkur mönnunum mjög örð- ugt að hlýðnast henni. Hvernig stendur á því? Ber það ekki vott um ærið mikla eigingirni okkar? — Svari þar hver fyrir sig. Er það af því, að hún er í huga okkar fyrst og fremst falleg setning, bara til aðfara með á fermingardegi eða sem svar á.prófi í Biblíusög- um? Er það af því, að við höfum ekki komið auga á hið mikla notagildi hennar í hversdagslífinu? Þar er ekk- ert svið undanskilið. Það má vel vera. Alla vega er eitt- hvað að Ég man vel eftir skilti, sem lengi stóð við veg, sem ég ók oft eftir. Þar stóð: Akið eins og þér viljið, að aðrir aki. En reglan getur líka gilt í heimil- islífinu og þá gæti hún verið þannig orðuð: Fyrirgefið eins og þér viljið, að aðrir fyrirgefi — eða: Elskið eins og þér viljið, að aðrir elski. Þannig er hægt að halda áfram næstum óendanlega. En vilt þú ekki gera það fyrir mig, þú sem þessar línur lest, — og gera það í þínu eigin lífi? Skák efíir JÓN Þ. Þór Opin mót í Svíþjóð SVlAR halda á vetri hverjum tvö opin mót, sem vakið hafa nokkra athygli á undanförnum árum. 1 vetur voru þau þó skip- uó lakari mönnum en oft áður, mest Dönum og Svíum. 1 opna mótinu f Gautaborg urðu úrslit- in þessi: 1. Ole Jacobsen (Danm.) 5,5 v„ 2. Karlson (Svf- þj.), Pytel (Póll.), Eslon (Sví- þj.), Holm og Bjerring (Danm.) 5 v. o.sv.frv. Á meðal þeirra, sem á eftir komu, má telja júgóslavneska stórmeist- arann Kurajica og Pólverjann Bednarski. I opna mótinu í Stokkhólmi sigruðu tveir Sviar, Janson og Kaizuri, með 7,5 v., 3.—5. Kurajica, Ögaard og Flesch 7 v. o.sv.frv. í þvi móti var eftirfar- andi skemmtileg skák tefld. Ilvftt: Nils Nilsson (Svfþj.) Svart: G. Iskov (Danm.) Spa'nskur leikur 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Bxc6 — dxc6, 5. « 0 — Dd6, (Þessi leikur nýtur alltaf nokkurra vinsælda). 6. d3 — Re7, (Sterkara en 6. — f6, sem áður var algengast). 7. Rfd2 (Harla skrýtinn leikur, en hugmyndin er að leika f4). 7. — Rg6, 8. Rc4 — Df6, 9. Dh5 — b5! (Ekki 9. — Be6 vegna 10. Bg5). 10. Ra5 — Bc5, 11 af ? (Hvítur vanrækir liðskipan- ina. Betra var 11. Rb3 eða 11. Be3). 11. — Bb6, 12. axb5? — axb5, 13. Rb3 — Hxal, 14. Hxal — Rf4, 15. Bxf4 — Dxf4, 16. g3 — Df6, 17. Rd2 — g6!, 18. Dh6? (Hvítur varð að draga drottninguna til baka). 18. — Bg4 (Hótar Be2 og vinnur). 19. Dh4 — Dxh4, 20. gxh4 — Hg8, 21. Kg2 — g5, 22. hxg5 — Hxg5, 23. h4 — Hg6, 24. Kh2 — Bc5 (Vinnur peð og þá eru lokin skammt undan). 25. Rab3 — Be7, 26. Hgl — Bxh4, 27. f3 — Bd7, 28. Hxg6 — fxg6, 29. c3(?) (Skárra var 29. d4). 29. — Bg5, 30. d4 — c5! 31. dxc5 — Be6! (Gefur peðið til baka. Hvítur getur sig nú hvergi hreyft). 32. Kg2 — h5, 33. Kg3 — Bf4, 34. Kg2 — Kf7, 35. Kf2 — h4, 36. Kg2 — Kf6, 37. Kf2 — h3, 38. Kgl — Kg5, 39. Kfl — Kh4. 40. Kgl — h2, 41. Khl — Bh3, 42. Rcl — Bxd2 og hvftur gaf. nf HJÓLHÚSA TJOLD ★ NOTIÐ FORTJÖLD Á HJÓLHÚSIN ★ TVÖFALDIÐ FLA TARMÁLIÐ ★ PANTIÐ TÍMANLEGA FYRIR SUMARIÐ E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGOTU 1 —3. HAFNARFIRÐI. — SIMI 51919 Mikið úrval nýkomið BIEBIHB (~f LAUGAVEGI 6 SIMI 1 4550 Finnsk glervara frá ARABIA WARTSILA FINLAND HELMI Minningarsjóður Vigdísar Ketilsdóttur og Ólafs Ásbjarnarsonar Ákveðið hefur verið að sjóðurinn veiti styrki, tveim læknum, til framhaldsnáms næsta skólaár. Umsóknum ásamt upplýsingum um hvaða sér- greinar væri að ræða, og aðrar, sem að um- sókninni lúta, sendist formanni sjóðsins Ásbirni Ólafssyni, Borgartúni 33, Reykjavík fyrir lok júlímánaðar. Sumarhús:9 x 3 metrar fullbúið með öllum húsgögnum, stofa, svefnherbergi, eldhús og baðherbergi með sturtu og W.C. MONZA hjólhýsi 0 — 12 — 14 — 16 — feta. Verð frá kr. 695.000. Fellihýsi amerísk: Fullbúið hjólhýsi uppsett m.a. með kæliskáp og hitaofni, en hefur kosti kerrunar á vegum. Tjaldvagn þýzkur: Innifalið er eldhúskrókur og fortjald, vagninn er rykþéttur og á 13" fólks- bíladekkjum. Jeppakerrur og fólksbílakerrur. Gísli Jónsson hf Klettagarðar 11 sími 86644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.