Morgunblaðið - 27.06.1976, Síða 3

Morgunblaðið - 27.06.1976, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JUNI 1976 3 Nýja Eyjavélin lendir f fyrsta sinn I Eyjum. Bœttar samgöngur milli lands og Egja BJARNI Jðnasson flugmaður { Vestmannaeyjum hefur nýlega aukið flugkost sinn með þvl að kaupa 10 sæta Islander vél af Vængjum. Enn bætast þvl sam- göngurnar við Eyjar, þvi Bjarni er búinn að starfrækja flug milli lands og Eyja I nokk- ur ár með góðum árangri. Mest hefur hann flogið til nærliggjandi sveita, með fólk, varning og t.d. hefur hann átt það til að fylla vél sína með nýjum fiski I fiskkössum og bregða sér á sveitabæina við Suðurlandsströndina með soðn- ingu. Þá er Bjarni að gera flug- völl í Þórsmörk og einnig er hann að huga að flugvallargerð annars staðar á Suðurlandi. Þá er talsvert um, að Bjarni fljúgi milli Reykjavíkur og Eyja með farþega, og einnig sjúkraflug. — á.j. Mosfellsprestakall Sala milliöls bönnuð ISviþjóðyegna aukins drykkjuskapar barna Sverrir fær frest til að ljúka við veginn „NU LÆT ég ekki draga mig á asnaeyrunum leng- ur, því að ég er orðinn vondur. Ég er ákveðinn í að taka á málinu föstum tökum.“ Þetta sagði Sverrir Runólfsson, er Mbl. spurði hann hvort rétt væri að Vegagerðin hefði gefið honum frest til 31. júlí til þess að ljúka við gerð tilraunakaflans á Kjalarnesi. Sverrir kvað það rétt vera, hann hefði fengið umbeðinn frest. Sverrir kvað ráðuneytið hafa heimilað frestinn, en samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur fengið, mun ráðuneytið hafa sagt, að það veitti hann, enda þótt erfitt væri að finna grundvöll fyrir honum, þar sem ekkert hafi verið unnið við kaflann í hálfan þriðja mánuð, sem liðinn er síðan Sverrir átti að ljúka honum. Fresturinn mun vera endanlegur og hann ekki framlengdur úr þessu. Sverrir Runólfsson sagðist þegar myndu hefja undirbúning að lokavinnunni við vegar- kaflann, en sem stendur vantar einkum möl, steinefni og tæki til þess að hann geti hafið fram- kvæmdir að nýju. EINS og komið hefur fram I frétt- um hefur Mosfellsprestakall verið auglýst laust til umsóknar og rann umsóknarfrestur út hinn 15. þ.m. Tveir umsækjendur eru um stöðuna, sr. Birgir Ásgeirsson, prestur á Siglufirði, og sr. Ingólf- ur Guðmundsson, lektor við Kennaraháskóla Islands. Kosning fer fram 11. júlí eða eftir að hvor umsækjandi um sig hefur messað. Sunnudaginn 27. júní mun sr. Birgir syngja messu og predika í Lágafellskirkju, en sr. Ingólfur prédikar sunnudaginn 4. júlí. Sr. Birgir, sem prédikar í dag, er fæddur I Reykjavík 9. marz 1945, sonur Ásgeirs M. Þorbjörns- sonar húsasmíðameistara og Sig- ríðar Bjarnadóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri vorið 1966 en kandidatsprófi I guðfræði frá Háskóla Islands haustið 1973. Frá 1. október 1973 hefur hann verið settur prestur á Siglufirði. Hann hefur annazt kennslu um 10 ára skeið, bæði i Reykjavík og á Siglu- firði. Þá hefur hann jafnan starfað mikið að félagsmálum og er nú m.a. formaður Æskulýðs- ráðs Siglufjarðar og ritstjóri Æskulýðsblaðsins I Hólastifti. Sr. Birgir er kvæntur Herdísi Ing- veldi Einarsdóttur kennara frá Akranesi og eiga bau 3 börn. Sr. Birgir Ásgeirsson Á STÓRSTÚKUÞINGI, sem nú stend- ur yfir. hefur meðal annars verið rætt um staðreyndir i sambandi við sölu áfengs öls á Norðurlöndum. Ölafur Haukur Árnason áfengis- varnaráðunautur sagði I samtali við Mbl. að það nýjasta í fyrirbyggjandi aðgerðum t.d. I Svlþjóð væri það að sænska þingið hefði samþykkt að banna framleiðslu og sölu svonefnds milliöls. „Sala þessi" sagði Ólafur Haukur, „var leyfð í Sviþjóð fyrir rúmlega 1 0 árum og þeir voru ófáir sem trúðu þvi að þetta öl væri skaðlaust, en það er rúmlega 3% áfengismagn í þvi Sumir töldu það hollt og að sála þess myndi draga úr neyzlu brennivins og annarra sterkra drykkja og þvi draga úr áfengis- bölinu Reynslan varð hins vegar þver- öfug og þó hefur reynsla Finna af áfengum bjór orðið enn hörmulegri, en nú hafa Svíar sem sagt samþykkt að banna sölu þessa milliöls eftir 1 júli n.k Sala þessa öls hefur ekki dregið neitt úr áfengisnotkun, allt hefur komið til viðbótar þvi sem fyrir var og drykkju- skapur unglinga allt niður á barna- skólaaldur hefur stórlega aukizt Þetta er þó ekki eins landlægt i Sviþjóð, þvi t d samkvæmt rannsókn, sem fram fór í Bandaríkjunum fyrir skömmu, á fjórð- ungur bandariskra táninga við áfengis- vandamál að striða og veldur bjór- drykkja þar mestu Þar sem ekki ómerkari stofnun en sænska þingið hefur á eftirminnilegan hátt viðurkennt að álit á nytsemi eða _a.m k skaðleysi milliöls, var rangt, er hægt að draga af þvi nokkurn lærdóm og baráttumenn sterks öls á íslandi Biskupinn predikar í Hallgrímskirkju VILLA slæddist inn í dagskrá útvarpsins i Morgunblaðinu i fyrradag. Þar er sagt að biskupinn yfir tslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, prediki í Dómkirkjunni kl. 11 í dag, sunnudag. Þetta er rangt, því að biskupinn predikar í Hall- grimskirkju á Skólavörðuholti klukkan 11. Hins vegar mun séra Örn Friðriksson predika í Dómkirkjunni, en séra Þórir Stephensen þjónar fyrir altari. Viðkomandi eru beðnir vel- virðingar á þessu mishermi i dagskránni. komast þvi vonandi bráðum í skilning um það að öl leysir engan vanda og ástæðulaust er að nota islenzka ungl- inga sem tilraunadýr I vimuefnamál- um. Slík tilraunastarfsemi hefur orðið sænskri æsku nógu dýrkeypt til þess að við ættum að kunna fótum okkar forráð i þeim efnum " = = =

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.