Morgunblaðið - 27.06.1976, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JUNÍ 1976
19
Hundertwasser við eitt hinna Iffrænu húsamódela sinna.
finningalegt og líkamlegt álag að
gera grafíklistaverk. . .“
Hér skilgreinir Hundertwasser
grafíkina rétt að þvi leyti, að hún
er erfið viðfangs og krefst ótrú-
legrar nákvæmni og vægðarlausr-
ar einbeitni af iðkendum sinum.
A sýningunni getur að líta
nokkur athyglisverð teppi, meðal
annars hið fræga teppi „Strákur
að pissa hjá skýjakljúf", sem lista-
maðurinn vann að öllu leyti sjálf-
ur á sex mánuðum i Vínarborg.
Teppi þetta varð til fyrir veðmál
við tvo atvinnuvefara, Riedl og
Schidl, sem héldu því fram, að
ekki væri hægt að vefa teppi
nema eftir teikningu sem væri
jafnstór sjálfu teppinu. Hundert-
wasser var á gagnstæðri skoðun,
og þar sem hann lét sig ekki,
lánuðu þeir honum vefstól. Hann
vann frá klukkan átta að morgni
til átta að kvöldi og áfram
mjakaðist þó aðeins nokkra milli-
metra á dag. Hann þurfti alltaf að
slá voðina með skeiðarhaldinu og
þannig urðu 5 sentimetrar að ein-
um og tveim millimetrum. Til eru
myndir af honum frá þessu tíma-
bili, þar sem hann er, líkt og api,
að vinna með öllum fjórum útlim-
um, — en hann vann veðmálið!
Máski kemur manneskjan og
tilfinningin fyrir hinu lffræna
bezt fram í húsamódelum lista-
mannsins, — þau eru mörg eftir-
tektarverð, einnig sú kenning
hans að leiða rör frá salerni upp á
þak í ræktunarskyni. Þetta eru
raunhæfar hugmyndir, þvi að
stöðugt er t.d verið að steypa vegi
og malbika og ekki er nema tíma-
spursmál þar til hnötturinn
verður þannig undirlagður að
gras verði jafnfáséð og malbikið
var áður.
Það verður fróðlegt að fylgjast
með þróuninni i list þessa manns i
framtíðinni en hann er aðeins 48
ára, sem ekki telst hár aldur í
heimi myndlistarinnar.
Sýning Regndags stendur til 12.
júlí og vil ég hvetja fólk til að láta
ekki þennan listviðburð fram hjá
sér fara því það kunna að liða
iangir tímar þar til slíka sýningu
rekur aftur á okkar fjörur.
Arið 2022. „Þctta er nefnt gras, — er mýkra undir fæti en steinsteypan
Raftónleikar
EKKI verður unnt að fjalla um
alla tónleika Norrænu músík-
daganna, þar sem íslenzku gest-
gjafatónleikarnir voru haldnir
að Bifröst í Borgarfirði og ann-
ir og önnur skyldustörf komu i
veg fyrir að undirritaður gæti
farið í svo langa ferð. Raftón-
leikarnir voru um margt for-
vitnilegir og alls ekki þreyt-
andi en raftónar eru margfalt
sterkari, eða ef svo má að orði
komast, þéttari í sér en óraf-
mótuð hljóðfærahljóð og því
hættara við að hlustendur
þreytist meir en á venjulegum
tónleikum. Til er saga um har-.
monikkuleikara sem lék oft fyr-
ir dansi úti á landi. Á einu balli
eitt sinn, hafði sérkennilegur
maður, kallaður hálfviti, tekið
sér sæti gegnt nikkaranum og
starað lengi á hann. Þessu
kunni nikkarinn illa og var far-
inn að verða órólegur i sæti
sínu og er hann hafði lokið
einni syrpunni, strauk hann yf-
ir hljómborð nikkunnar til að
losa loftið úr belgnum. Þá rak
hálfvitinn upp tröllslegan hlát-
ur og kallaði með miklum ofsa,
„strjúkt’ aftur, strjúkt' aftur“.
Þessi saga er undirrituðum
mjög kær, því í henni er fólgin
skýringin á því hvernig menn
skilja tónlist. Þegar hlustand-
inn veit eða getur við hlustun
gert sér grein fyrir myndunar-
aðferð og veit einnig hvers kon-
ar hljóð myndast við tiltekið
atferli, þá er hann farinn að
skilja tónlist. Einmitt þetta er
lykillinn að hlustun raftónlist-
ar. Viti hlustandinn nákvæm-
lega hvernig eitthvert hljóð er
búið til, fylgist hann með til
hlítar, en sérkennileg ogtorráð-
in hljóð veróur hann að hlýða
oftar á, eins á sér stað með góða
tónlist. Raftónleikarnir hófust
á rafverki eftir Hjálmar Ragn-
arsson, sem hann nefnir
Experiment og er unnið yfir
ljóðið Svarálfadans eftir Stef-
án Hörð Grimsson. Verkið var
ekki óskemmtilegt, unnið úr
mótuðum raddhljóðum, raf-
hljóðum og rafbreytingum á
valsi og er ástæða til að hvetja
Hjálmar til að gera meira af
slfku. Eftir Ragnar Grippe
(sænskur — 1951) var leikið
Variations de voix, sem er til-
brigði yfir raddhljóð með raf-
breytt hljóð og hrein rafhljóð á
milli. I formi var verkið skýrt
og skemmtilegt áheyrnar. Con-
serto nr. 2, fyrir píanó og tape
eftir Björn Fongaard (norskur
— 1919), var unnið úr raf-
breyttum gítartónum og hrein-
um rafhljóðum, en í samspili
við píanóið eyðilagðist allt sem
er skemmtilegt i verkinu.
Spectacle eftir Osmo Linde-
mann (finnskur — 1929) er
mjög söngrænt, unnið á
skemmtilegan hátt úr lághljóð-
um, stakkatónum. og suði
(sandhljóðum). Ekta rafverk.
„Meyenzeit ohne neidt“ eftir
Hermann Rechtberger (þýzkur
— 1947), er samkvæmt mati
undirritaðs tæplega hægt að
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
kalla rafverk, frekar en allar
upptökur á tónlist yfirleitt. 1
verkinu er of lengi dvalið við
sömu hljóðformin og er slíkt
leiðinlegt, þegar auðvelt er að
greina blæbrigðin. Phones op. 3
eftir Jukka Ruohomáki hófst á
hlátrum og ekkasogum en siðan
tók við hljóðbreytt hljóðfæra-
tónlist, byggð á þríhljómum i
svipuðum stil og hjá poppurum
og endaði verkið á barnagráti
og hjali. Eftir sama höfund var
einnig flutt verk, sem hann
kallar Adjö op. 2:1. Það er
hrein raftónlist, en hljóðin
minna á fuglahljóð. Með þess-
um fuglaklið brýzt fram „kraf-
birtingarhljómurinn” í liggj-
andi dúrhljómi og endar verkið
á einum klukkutóni. Raftón-
Framhald á bls. 35
Kórmessa
A SEINNI kirkjutónleikum
Norrænu músikdaganna komu
fram fjórir kórar; Karlakór
Reykjavíkur, kór Langholts-
kirkju, kvennakór söngskólans
f Reykjavik og Guðbrandskór
Þorlákssonar. Þessir kórar
stóðu sig með prýði einkum þó
hinn síðastnefndi, en stjórn-
endur þeirra voru (i sömu röð)
Snorri S. Birgisson, Jón Stef-
ánsson, Garðar Cortes og Mar-
teinn H. Friðriksson.
Tónleikarnir hófust með þvi
að Thorsten Nilsson (sænskui
— 1920) lék orgelverk sitt
Verwerfungen ásamt Reyni
Sigurðssyni á slagverk. Það
sem einkennir verkið er að
orgelparturinn er að mestu án
samspils við slagverkið, ef hægt
er að reiða sig á flutninginn. i
þessu verki bar fátt nýtt til
tíðinda. Þarna ægði saman
óháttbundnum stökum hljóð-
um, laglínubrotun og hljóm-
klösum sem framkvæmdir voru
með miklum handaslætti, sem
sagt ósköp venjulegt ekki neitt.
Það skiptir ekki máli hver upp-
bygging verks er, það er hljóð-
vist þess sem skiptir máli og ef
bygging þess skynjast ekki við
heyrn, inissir hljóðmálið merk-
ingu sína. I næsta verki, Ecce
jubile eftir Carin Malmlöf-
Forssling (sænsk — 1916) var
samstilling kórs og segulbands
vel útfærð, þar sem veðurhljóð,
dýrahljóð, rafhljóð og venjuleg-
ur söngmáti i gamallegu lagi
voru ofin saman á músikalskan
hátt. Eftir Svere Bergh (norsk-
ur) 1915) var flutt lag við texta
eftir Dylan Thomas, sem sver
sig í ætt við kórtónlist svipaða
og hjá Nepomuk-David og öðr-
um tónskáldum fæddum um og
fyrir aldamótin siðustu. Verkið
er lagrænt og áferðarfallegt.
Ragnar Björnsson dómorganisti
Iék þvi næst Triplex eftir Bent
Lorentzen. Verkið er byggt á
hljómklösum í margvíslegri
leikmeðferð, stækkandi frá ein-
um tóni og minnkandi klasi nið-
ur i einn tón. Annað sérkenni
var notkun veikra radda með
miklu „vibrato” og djúptóna
„effektum", sem voru nokkuð
langdregin. Leikur Ragnars var
sannfærandi en svona verk eru
ekki mikið eyrnagaman.
Aeterne rerum conditor eftir
Lasse Thoresen (norskur —
1949) er víða fallegt og stækkar
allt, er á það liður, bæði vex
notkun undirleikshljóðfæranna
og sömuleiðis kórþátturinn.
Sanctur eftir Kjell Mörk Karl-
sen (norskur — 1947) er samið
fyrir bariton básúnu og orgel
og þrátt fyrir góðan flutning er
ekkert sem réttlætir uppfærslu
þess. Síðasta verkið á þessum
tónleikum var messa eftir
Jouko Linjama, er hann nefnir
Missa de Angelis. Verkið er
skemmtilegt sambland venju-
legra þrihljóma í þverstæðum
samsetningum. Á milli koma
lagþættir, bæði einraddaðir og
með einföldum þríhljómum og
minnti það oft á Monteverdi,
bæði i hljómferli og hljóðfæra-
notkun.
Sýning í Alþýðubankanum
ÞAÐ er nokkuð algengt sums
staðar erlendis, að stofnanir
eins og bankar, þar sem mikill
erill er og margir staldra við,
haldi sýningar á listaverkum,
bæði skúlptúr og myndlist alls
konar. Má sérlega benda á
Norðurlönd, Bandaríkin og
Þýzkaland í þesu tilfelli, en
ekki man ég eftir að hafa rekizt
á slíkar sýningar í Frakklandi
eða Bretlandi, og ekki man ég
heldur eftir, að slíkar sýningar
hafi verið haldnar hér heima.
Ef svo er, hefur það farið
framhjá mér, nema hvað
sjúkrahús hafa lítillega tekið
upp þennan sið. Ég held, að
fagna megi því framtaki, sem
orsakað hefur þá sýningu, sem
nú stendur yfir í Alþýðu-
bankanum við Laugaveg. Þetta
er nýjung, sem ég vonast til, að
aðrir sjái sér fært að endurtaka
og lifga þannig upp umhverfi
manna, sem oft er nakið og
leiðinlegir steinmúrar, sem
jaðra við að vera ómanneskju-
legir.
DÖDERHULTAREN er gælu-
nafn eða viðurnefni, sem
Svíinn Axel Robert Peterson
Myndllst
eftir VALTY
PÉTURSSON
hlaut af því byggðarlagi, er
hann var borinn i. Hann mun
hafa verið Allbrokkgengur
furðufugi og byrjaði snemma
að fást við tréskurð. Ekki mun
hann hafa gert miklar kröfur
til að vera kallaður listamaður,
og verk hans eru það fyrirbæri
i myndlist, sem stundum hefur
verið nefnt alþýðulist. Ekki vil
ég leggja dóm á, hvort þetta er
réttnefni eða ekki. Hitt er aug-
ljóst, að hann hefur í þessum
litlu skúlptúrverkum, sem skor
in eru í tré, náð miklu meiri
árangri en margur sá, er
nefndur hefur verið mynd-
höggvari og jafnvel meistari.
Þarna á sýningunni eru ljós-
myndir, sem mikið eru
stækkaðar (sjálf verkin eru
mjög lítil að stærð), og þannig
eru hin stórkostlegu andlit og
efnismeðferðin dregin enn
skýrar fram en margur fær séð
í sjálfum verkunum. Þessar
ljósmyndir eru feiknalega vel
gerðar og njóta sín ágætlega í
húsakynnum bankans. Það er
smá-æviágrip listamannsins á
veggjum bankans, og þeim, sem
vilja um hann vita, er visað á
það. Sjálfur Albert Engström
var fljótur að finna gildi þesara
verka á sínum tima og sumir
listfræðingar á Norðurlöndum
hafa haldið þvi fram, að Döder-
hultaren hafi verið merki-
legasti tréskurðarmaður, sem
uppi hafi verið á Norðurlönd-
um á siðustu öldum.
Ég hafði mikla ánægju af
þessari sýningu í Alþýðu-
bankanum, og ég vil þakka
N.K.F. (Norræna myndlistar-
bandalaginu) fyrir að hafa
komið þessari litlu en merki-
legu sýningu á framfæri hér-
lendis. Og ég itreka þá ósk
mina, að fleiri fari að fordæmi
Alþýðubankans og noti hús-
næði «itt til að skemmta og
mennta viðskiptavini sina, um
leið og þeir veita þeim þjónustu
og hafa af þeim tekjur.