Morgunblaðið - 27.06.1976, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 27.06.1976, Qupperneq 22
22 MÖRGÚNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JUNÍ 1976 MANNFÓLKIÐ Allir vilja á mölina - og þvi fer sem fer NYLOKIÐ er í Vancouver ráð- stefnu fulltrúa 80 þjóða; var hún haldin á vegum Sameinuðu þjóð- anna og viðfangsefnið var flótti manna úr sveitum á mölina. Borgir víða í heiminum hafa stækkað svo á undanförnum ára- tugum, að uggvænlegt þykir. Á þetta bæði við um borgir með efnuðum og fátækum þjóðum. Ýmsar fátækar þjóðir eiga um þessar mundir í mestu mann- flutningum, sem um getur. Stór- borgir víða í þriðja heiminum stækka geysihratt og þar að auki með mjög ógæfulegum hætti. Sveitamenn drífur að í stórum stíl og fá þeir hvergi inni í mann- sæmandi húsum, en verða að hrófla sér upp kofaskriflum utan við borgirnar og lokast þær svo inni í hring slíkra hrófatildra og hann verður æ þykkari. I sumum löndum, sem koma við þessa sögu fjölgar borgarbúum tvöfalt hrað- ar en landsmönnum í heild. Fram til ársins 1940 fluttust einar 40 milljónir manna frá Evrópu ti! Bandaríkjanna. En á níu næstu árum munu líklega jafnmargir flytjast úr sveitum til bæja og borga. Þyki mönnum þetta ótrúlegt má geta þess, að 95 milljónir manna hafa flutzt úr dreifbýli til 24 stærstu borga heims frá því árið 1950. A ráðstefnunni í Vancouver voru að sjálfsögðu ýmis ráð upp um lausn þessa vanda. Kom m.a. fram, að fátækar þjóðir þyrftu að reisa svo gífurlegan fjölda íbúðar- húsa og vinnustaða handa nýjum borgarbúum, að ótrúlegt er með öllu, að það takist. Þessar bygg- ingar yrðu annars jafnmiklar að vöxtum og allt það, er byggt hefur verið í Evrópu, Japan og Norður- Ameríku síðast liðnar tvær aldir. í þokkabót þyrfti helzt að byggja þetta á tuttugu árum! En verði ekki af þessu ,,mun dágóður hluti jarðarbúa brátt búa við svo ömur- legar aðstæður, að naumast verð- ur úr þeim bætt — nema „fólks- kreppur“ eða „þjóðkreppur“ verði. En vonandi verður nú ekki af því, að slíkar „kreppur" leysi vandann. Efnaðar þjóðir eiga við nokk- urn annan borgavanda að stríða en þær fátæku. Bandaríkjamenn sjá fyrir sitt leyti fram á risaborg, sem muni ná alla leið frá Boston til Washington. Kalla þeir þennan væntanlega óskapnað Boswash og lízt að vonum ekki á blikuna. Jap- anir vænta þess, að þeir verði allflestír komnir til Tókíó um næstu aldamót. Og borgirnar á megmlandi Evrópu verða líklega komnar saman áður lýkur. Það yrði álitlegur bær, sem næði frá Amsterdam og Briissel til Parísar og borganna í Ruhrhéraðinu. Það er ekki von, að mönnum lítist á slíkar risaborgir, því líkast til verður nær ólíft í þeim. Þær krefjast geysilegrar orku, vega- lengdir milli bústaða manna og vinnustaða verða þar óhæfilega miklar, fátækrahverfi myndast og verða gróðrarstíur glæpa og síðast en ekki sízt breiðast borgirnar yfir ræktarlönd og óspillt svæði, sem menn þurfa sér til hvíldar og hressingar. Þótt undarlegt megi virðast eiga þessar risaborgir sér formæl- endur. Telja þeir, að það sé borg- arlífi aðeins til styrktar, að menn flytji þangað úr sveitunum. Muni þeir, sem flytjast á mölina hafa fullan hug á því að duga vel og verða velmegandi, einkum þeir, sem búið hafi við bágan hag í sveitunum. En þeir, sem vilja ekki risaborgir segja, að nær væri að rétta við hag manna I sveitum og fá þeim næga vinnu; benda þeir á Kínverja og Tanzaníumenn til dæmis um það, að sveitamenn eigi víst annarra kosta völ en flytjast til fátækrahverfa stór- borganna. — JEREMY BUGLER. PÍSLARVOTTAR líðandi stundar OKSANA Popovych heitir 47 ára gömul kona og er frá Ukraínu. Hún gekk ung til liðs við úkrainsku þjóðernishreyfinguna. 16 ára uömul var hún handtekin fyrir þær sakir ásamt einni stiillu sinr.i, Vinkonan var skotin, en Oksana hneppt í fangesli, og hefur hún ekkí beðið þess bætur. I fangeisinu var henni haldið að strítvinnu. Beið hún svo mikinn heilsubrest. að hún gekk ekki heil til skógar upp frá þvi. Hún var látin laus áríð 1955 og fór þá heim í sina sveit, Ivano-Frankivsk i Ukraínu. Kn hún fékk ekki búsetuleyfi þar. Varð hún að setjast að í moidarkofa með aldraðri rnóður sinni. Gamla konan er ekkja I.es M-artovych; hann var þekktur, úkrainskur rithöfundur. Oksana lauk prófí frá gagnfræða- og rnenntaskóla með nokkrum erfiðismunum og nam svo þýzku í tvö ár. Hún hugðist nú fara í háskóla. en var synjað um inngiingu Þá tók hún upp á þvi að lesa sögu; og varð hún ágætur sagnfræðingur. En heilsu hennar fór síhrakandi. Lagðist hún loks i sjúkrahús og var skorin þar upp, en sá skurður varð til einskis batnaðar. 1 17. grein sovézku stjórnarskrárinnar frá 1936 stendur meðal annars, að öllunt sambandslýðveldum í Sovétrikjunum beri réttur til þess að segja skilið við það rikjasamband. Felst í þessari klausu, að almennir borgarar í lýðveldunum megi halda slikri skilnaðar- stefnu fram hátt og í hljóði. . Þetty eru þvi rntður ekki annað en orð. Má ntinna á það, sem Lenoid Breznev, aðalritari sovézka kommúnistaflokksins, sagði einu sinni: „í sovézkum lögum er almenningi veitt mikið pólitiskt frelsi. En lögin verja kerfi okkar og hagsmuni sovézku þjóðanna jafnframt öllum tilraunum til misbrúkunar fyrrgreinds frelsis." Og það er lóðið. I Sovétrikjunum er ekki heldur gerður greinarmunur á „pólitískum afbrotum“ og brotum á venjulegum, enda á hann ekki „andsovézkur áróður" og út- En móðir hennar varð ein á báti, að vera til i sovézku þjóðfélagi. breiðsla svonefndra sjálfsút- og var henni boðið að bjargast Oksana Popovych heldur hins gáfna. Það er ýmislegt prent and- hjálparlaust svo sem hún gæti. vegar fast við það, að munur sé á spyrnumanna i Sovétríkjunum. Hún er nú orðin blind. þessu tvennu. Heldur hún áfram En „Andsovézkur áróður“ er allt Oksana Popovych starfaði að berjast fyrir sjálfsákvörðunar- það talið. sent miðar að því að siðast i rafstöð. Nú prjónar hún rétti til handa Ukraínumönnum, veikja stjórn Sovétrikjanna eða vettlinga i Mordóviu (u.þ.b. 450 enda þótt nokkuð sé af henni kollvarpa henni. Einnig „lygasög- km norðan við Moskvu) og mun dregið og hún gangi við hækjur ur" ttl hnjóðs sovézka ríkinu eða starfsaðstaðan ekki góð. Matur er nú orðið. sovézku þjóðskipulagi. vondur þar i betrunarbúðunum Réttarhöldin fóru þartnig að og hinir balnartdi fangar liða Arið 1974 átti að skera Oksönu Oksana var dæntd i átta ára nteringarskort Hins vegar er upp á nýjan leík til að hún fengí betrunarvinnu við strangan aga mjög brýnt fyrir þeim að prjóna bót meina sinna. En í nóvember á — og fimm ára útlegð. i fjarlæg- eftir áætlun ríkisins. Og prjóna- því ári var hún tekin höndum um stað undir ströngu eftirliti áætlun rikisins verður að öðru sinni og leidd fyrir rétt. árvökulla lögreglumanna. Oksana sfandast. . . . Henni var gefinn að sök beið enn uppskuröar, er þetta var. — D.WID WATTS Sovétríki: Oksana Popovych OKSANA — Fyrst tekin 16 ára og er nú enn horfin bakvið gaddavirinn. VÖRUSVIK FRANSKIR víngerðarmenn hafa ósjaldan orðið uppvísir að því að selja svikna vöru. Og nú er enn komið upp mikið vínsvikamál í Frakklandi. Er þó ekki nema ár liðið frá því annað ljótt mál kom upp þar. Nýlega var hafin gagnger rann- sókn á franskri víngerð vegna uppþota og óeirða vínbænda í Suðurfrakklandi. Er margt og misjafnt komið á daginn og þykja vínbændur hafa hagað sér glanna- lega, því stutt er frá því að þeim var ákveðinn búnaðarstyrkur úr sjóðum Efnahagsbandalags Evrópu. Einhverjir kváðu svo fast að orði, að 70% af því víni, sem selt er í Frakklandi yrðu tekin úr um- ferð áður en kæmu í verzlanir — ef frönskum iögum um víngerð væri fylgt sómasamlega. En þeim er víst ekki fylgt stranglega. Að vísu telja margir rannsóknar- menn Efnahagsbandalagsins þessa tölu fullháa. Þó telja þeir Glundur á fínum flöskum fulla ástæðu til þess að gruna franska víngerðarmenn um græsku. En ástæðan til þess, að frönsku vínbændurnir eru fyrst nú teknir til alvarlegra bæna er sú, að menn hafa haft allan hug- ann vió vínsvik ítala. Þeir eru jafnvel enn ósvífnari en Frakk- arnir, og einmitt nýlega voru tveir háttsettir, ítalskir embættis- menn og margir minni háttar glæpanautar þeirra ákærðir fyrir það að hafa bætt sykri í vín til að það gerjaðist fyrr en ella. Var þarna um hafsjó víns að ræða. Það eru mörg og kænleg brögð- in í þessari starfsgrein. Eitt er það að flytja inn ódýrt vín frá Alsír og ítalíu og setja á flöskurn- ar franska vörumiða. Þá mun al- gengt, að hvítvín sé litað rautt og það kallað rauðvín. Stundum er varnarefnum bætt í vín til að það geymist betur. Þetta er ólöglegt. En auk þess er óbragð af varnar- efnunum og það er verra. Er þá siður að bæta brennisteinssýru í vínið. Sýran vegur nefnilega upp á móti bragðinu af varnarefnun- um og þá er allt í lagi; Loks má Framhald á bls. 46 ENVER Hoxha, leiðtogi Albana, er að hreinsa til í rfki sínu um þessar mundir og eiga and- stæðingar hans í stjórn- málum engri miskunn að mæta. Er haft eftir dipló- mötum, sem komið hafa til Albaníu undanfarið, að aðfarir þessar minni mjög á menningar- byltinguna í Kfna forð- um. Hreinsanirnar eru allvíðtækar. Yfirmanna- lið hersins hefur verið grisjað og mörg hundruð opinberra starfsmanna verið rekin. Að sögn ferðamanna má og vfða á almannafæri sjá vegg- blöð þar sem greint er frá slæmum „göllum“ ýmissa framámanna f stjórnkerfinu. Hoxha hefur líka gefið út margar tilskipanir um „endurbætur“ að undan- förnu. Til dæmis hefur hvftflibbamönnum verið skipað að vinna fram- leiðslustiirf í mánuð á ári hverju og segir f tilskip- uninni, að „engar undan- tekningar" verði frá því. Þá hefur öllum fram- haldsskólanemum verið gert að skyldu að vinna f verksmiðjum eða á sam- yrkjubúum f eitt ár áður en þeir Ijúki námi. A að endurskoða allt mennta- kerfið f Albanfu og reyna með einhverjum hætti að „sameina fullkomlega andlegt og líkamlegt starf“. Hoxha sagði f ræðu fyrir skömmu, að farin yrði herferð gegn öllum „fjandmönnum og svik- urum“, sem vildu stía sundur Albönum og einu bandamönnum þeirra, Kfnvérjum, en ganga til liðs við „sovézka endur- skoðunarsinna". Það er almennt álit diplómata sem fyrr voru nefndir, að margir Albanir séu orðnir. allleiðir á utan- rfkisstefnu Hoxha, en hún er slík, að Albanir hafa ekki átt neina vini í heiminum nema Kfn- verja. Er talið að fjöl- margir hermenn og menntamenn séu orðnir Hoxha andsnúnir af þess- um sökum. Erfitt er manni að gera sér grein fyrir þvf, hve hreinsanirnar f Albaníu eru víðtækar. Þó stóð það f blaði alhanska kommúnisfaflokksins ný- Hoxha tekur fram sópinn — EINVALDURINN — Menningarbylting að kín- verskri fyrirmynd. lega, að „fleiri skrif- finnar" hefðu verið „reknir frá störfum á undanförnum mán- uðum“ en í annarri hreinsun á árunum 1966 og 1967. Og þá voru fleiri en 15000 opinberir starfs- menn reknir úr stöðum sfnum og sendir út á sam- yrkjubú. Þessar tölur birtu Albanir sjálfir á sínum tíma. Þeir hafa hins vegar flutt fáar frengir af átökunum núna og hef ég orð vestrænna sér- fræðinga fyrir þvf, að helztu misklfðarefnin í Albaníu séu efnahags- stefnan og utanríkis- stefnan. Er vitað að sum- ir Albanir vilja treysta bönd við fleiri þjóðir en Kínverja eina. Það mega Hoxha og stjórnarfélagar hans aftur á móti ekki heyra nefnt og er það ekki furða, því stefnu- breyting f utanríkismál- um yrði þeim sennilega að falli. Þeir eru því ákveðnir að halda fast vináttuna við Kínverja og hvika hvergi. Albanir og Kfnverjar hafa verið einkavinir frá þvf árið 1960, er Hoxha sagði skil- ið við Sovétmenn. En Hoxha hefur ráðið ríkjum f Albanfu frá þvf að heimsstyrjöldinni seinni lauk, og hann ætlar bersýnilega ekki að láta af því núna. — DUSKO DODER VANGASVIPUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.