Morgunblaðið - 27.06.1976, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.06.1976, Blaðsíða 48
ALGLVSINGASIMINN ER: 22480 2H«rgunl>I«bit> AUGLÝSINGASIMINN ER: 22480 2H«r0unbI«bib SUNNUDAGUR 27. JUn! 1976 Hassolíu smyglað Er 10 sinnum sterkari en hass — Grammið kostar 8-10 þúsund krónur Fálkaungarnir fimm á Keldum f gær, tveir þeir yngstu eru ekki mjög rismiklir, en hinir þrír, sem að öllum lfkindum eru úr öðru hreiðri, bera sig mun betur eins og tslandsfálka sæmir. Ljösmynd Mbl. Friðþjófur. Með 5 Islandsfálka í farangrinum MORGUNBLAÐIÐ hefur öruggar heimildir fyrir þvf, að ffkniefna- mál það, sem rannsóknarlögregl- an í Keflavík vinnur að rannsókn á, snúist um smygl og dreifingu á svokallaðri hassolfu. Mun þetta LITLI drengurinn sem fórst f um- ferðarslysinu, sem getið var í Mbl. í gær, hét Sverrir Gunnars- son til heimilis að Þórufelli 6, Reykjavík. Hann var nýlega orðinn 7 ára gamall, sonur hjón- anna Elfnar Sjafnar Sverris- dóttur og Gunnars Þórs Indriða- sonar, prentara. SIBROTAPILTURINN 16 ára, sem Morgunblaðið skýrði frá á miðvikudaginn, hefur enn einu sinni verið úrskurðaður í gæzlu- varðhald. I þetta skipti var hann úrskurðaður f sakadómi Reykja- vfkur f allt að 60 daga gæzluvarð- hald og gert að sæta geðrannsókn. Er þetta fjórða gæzluvarðhald piltsins sfðan í febrúar, og sam- tals hefur hann verið úrskurðað- ur f 117 daga gæzluvarðhald á árinu. ALLVERULEG hækkun hefur orðið á gjaldskrá Hitaveitu Húsa- vfkur frá þvf er heitavatnskaupa- samningur var gerður við jarð- hitaeigendur árið 1970, og stafar þessi hækkun af því að vatns- verðið er f samningi bundið olfu- verði. Þegar samningurinn var gerður kostaði olfulftri rúmlega 3 krónur, en kostar nú rúmlega 20 krónur. Upphaflega keypti Hita- vera fyrsta mál sinnar tegundar á tslandi. Morgunblaðið spurði Hauk Guðmundsson rannsóknar- lögreglumann um þetta f gær, en hann kvaðst ekkert geta tjáð sig um málið að svo stöddu, en sagði að það myndi vafalaust skýrast á næstu dögum. Hassolía er margfalt sterkari en venjulegt hass, a.m.k. 10 sinnum sterkari. Verðið er einnig miklu hærra, eða 8—10 þúsund krónur hvert gramm hér innanlands, samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér. Hefur hassolíunni verið smyglað til landsins í litlum glösum, og er blaðinu kunnugt um að lögreglan hefur eitt slíkt glas í sínum fór- um. Hassolía mun hafa náð mik- illi útbreiðslu erlendis enda fyrir- ferðarminni en hass og auðveld- ara að smygla henni milli landa. Vegna þessa máls hefur einn maður um tvítugt setið í gæzlu- varðhaldi hjá lögreglunni í Kefla- vík og var gæzluvarðhaldsvist hans framlengd á fimmtudaginn um allt að 15 daga. Hjá fíkniefna- dómstólnum sitja í varðhaldi 5 ungir menn vegna þriggja að- skildra fíkniefnamála, sem kom- izt hefur upp um á síðustu vikum. Eins og kom fr,am í frétt blaðs- ins hefur pilturinn alltaf tekið upp afbrotaiðju um leið og hann hefur losnað úr gæzluvarðhald- inu. Á föstudaginn var rannsóknarlögreglumaður einn staddur í banka í viðskiptaerind- um. Sá hann að pilturinn beið þar eftir afgreiðslu. Þar sem piltur- inn kemur varla inn i slikar stofnanir nema svikja, kannaði lögreglumaðurinn málið og kom Framhald á bls. 47. veita Húsavfkur sekúndulftrann á 10 þúsund krónur á ári, en nú er verð hans á sjöunda tug þúsunda. Samtals kaupir Hitaveitan 50 sekúndulftra á ári og er þvf gjald- ið sem jarðhitaeigendum er greitt orðið á fjórðu milljón króna, en var 500 þúsund krónur f upphafi. Morgunblaðið bar þessa frétt undir Hauk Harðarson bæjar- stjóra á Húsavfk og kvað hann Smygl á fálkaungum „UNG erlend hjón um þrftugt fóru áberandi seint um borð f eina flugvélina sem fór héðan til Þýzkalands f gærmorgun,“ sagði Grétar Haraldsson. stöðvarstjóri á Keflavfkurflugvelli, þegar Morgunblaðið spurði hann um, hvort þeir vissu hverjir hefðu ætlað að flytja fálkaungana fimm úr landi, en fálkarnir fundust á kvennasalerni f flugstöðinni um kl. 7 f gærmorgun. Grétar kvað það þó að sjálf- sögðu óvíst hvérjir hefðu verið með ungana á sínum snærum, en hins vegar tóku Flugleiðamenn þá snarlega i sina vörzlu eftir að afgreiðslustúlkur á Vellinum höfðu fundið ungana i tveimur handtöskum. Var þeim gefið hrátt nautakjöt og tóku allir ungarnir vel til matar sins, nema einn, en Flugleiðamenn gátu þó komið tveimur titum ofan í hann með lagni. „Það var einhver lumpa í greyinu," sagði Grétar, „en hann var annar tveggja unganna sem eru mun minni en hinir þrír.“ Ekki náðist í neinn fuglafræðing í Reykjavík í gær þar sem þeir eru úti á landi við rannsóknir, en um hádegisbil í gær hafði lögregl- rétt, að vatnsverðið væri bundið olíuverði. Samningar við jarðhita- eigendur hefðu verið gerðir á þeim árum, þegar olíuverð var mjög stöðugt og þá hafi enginn getað séð fyrir þær gífurlegu hækkanir sem siðar urðu á oliu- verði. Haukur sagði þó að hann vildi ekki dæma um það, hvort samningurinn væri óhagkvæmur eða hagkvæmur. í honum væri margt, sem einnig spilaði inn i, sem taka þyrfti með i reikning- inn. Haukur kvað hitaveitunefnd Húsavíkur hafa rætt þessi mál stöðvað í Keflavík Ferðatöskurnar sem fálkaungarn- ir voru geymdir f þar til þeim var bjargað úr prfsundinni á Kefla- vfkurflugvelli á elleftu stundu. an flutt fálkana að Keldum þar sem Sigurður Richter dýrafræð- ingur og Sigurður Sigurðarson dýralæknir á Keldum tóku á móti þeim. Þeim var þegar gefið að borða þar og spændu þeir í sig talsvert og hann kvað enga á- kvörðun hafa verið tekna um það hvort óskað yrði eftir viðræðum við jarðhitaeigendur á grundvelli þessa — hvað sem svo yrði. Upp- haflega hafi verið gefið fyrir sekúndulftrann 10 þúsund krónur á ári, en nú kostaði hann vegna olíuhækkana rúmlega 60 þúsund krónur. Árleg greiðsla til jarð- hitaeigenda væri því um 3,5 milljónir króna. Hins vegar sagði Haukur að Hitaveita Húsavíkur hefði borunarréttindi á jarðhita- svæðinu og i sambandi við Framhald á bls. 47. kindalifur og annað góðgæti og ekki leið á löngu áður en þeir voru farnir að láta í sér heyra og bera sig. vel, ef komið var nærri þeim. En þegar þeir voru teknir fyrst upp úr handtöskunum á Keflavikurflugvelli í gærmorgun, hreyfðu þeir hvorki legg né lið. Þegar Morgunblaðsmenn komu að Keldum um hádegisbil i gær voru Sigurðarnir báðir að kanna miða sem þeir fundu i annarri handtöskunni. Þar var miði frá KEA á Akureyri stimplaður 18. júní, svo Iíklegt er að fuglasmygl- ararnir hafi verið á Akureyri þann dag, en að öllum likindum eru ungarnir teknir á Norður- landi. Hins vegar hafa þeir ekki lagt i að fara með ungana i gegn- um vopnaskoðunina á Keflavíkur- flugvelli, en nú fer fram slík skoð- un fyrir allt flug. Grétar Haralds- son stöðvarstjóri taldi hins vegar liklegt að smygl á fálkaungum væri ekki ný bóla, því heyrzt hefði að verð á Islandsfálka er- lendis væri mjög hátt þegar búið væri að temja fuglinn. Hlúð verður að fálkunum á Keldum, en Finnur Guðmundsson fuglafræðingur, sem um þessar mundir er i Hrísey, mun ákveða hvað gert verður við þá, hvort unnt verður að sleppa þeim þegar þeir eru orðnir fleygir. Hjúígæzlu- varðhald KARL og kona voru á föstu- daginn úrskurðuð i allt að 10 daga gæzluvarðhald hjá saka- dómi Reykjavíkur fyrir ávísanafals. Höfðu hjúin svik- ið 120 þúsund krónur út úr bönkum á fimmtudaginn og eytt öllum peningunum í sukk. 80 hvalir hafa veiðzt SAMTALS höfðu veiðzt í gær 80 hvalir er Mbl. hafði samband við Hvalstöðina í Hvalfirði, 13 búr- hvalir og 67 langreyðar. Fyrstu tvær vikur veiðitúmans, sem hófst 30. maí, var heldur treg veiði, en siðari tvær vikurnar hef- ur hún verið ágæt. Síbrotapilturinn kominn í gæzluvarð- hald enn einu sinni Hitaveituverð á Húsa- vík bundið olíuverðinu Samningar voru gerðir á meðan olíu- verð var stöðugt og enginn sá fyrir olíuverðhækkanir — segir bæjarstjórinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.