Morgunblaðið - 14.08.1976, Page 1

Morgunblaðið - 14.08.1976, Page 1
28 SIÐUR 177. tbl.63. árg. LAUG ARDAGUR 14. ÁGÚST 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Istanbul: Ellefu særðir Isra- elar fluttir heim — krafizt verður dauðadóms yfir skæruliðunum Tel Aviv Istanbul 13. ág. Reuter ELLEFU tsraelar sem særðust í árás Palestfnuskæruliða á Yesilkoyflugvelli við Istanbul á miðvikudaginn voru fluttir heim til Tel Aviv I dag. Miklar varúðar- ráðstafanir voru gerðar er fólkið var flutt til vallarins. Fjórir aðrir tsraelar sem særðust í árásinni — ;n þá létu fjórir lífið — eru enn I sjúkrahúsum f Istanbul og eru tveir þeirra taldir f Iffshættu. Þá verða lfk þeirra tveggja tsraela sem dóu flutt heimleiðis á morgun. Tyrkneska lögreglan fór með tvo Palestínuskæruliða til flug- vallarins í dag að boði saksóknara og var hluti flugvallarsvæðisins lokaður af á meðan á vettvangs- könnun þessari stóð. Skæru- liðarnir tveir voru handjárnaðir við tvo stælta lögreglumenn og tíu lögreglumenn í skotheldum vest- um og að sjálfsögðu vopnaðir verðir gættu þess að enginn nálgaðist þá. Eins og fram hefur komið særðust 30 manns í árásinni, þegar Palestínumennirnir hófu að kasta handsprengjum inni í flugstöðvarbyggingunni, en þeir höfðu áður hugsað sér að reyna að ræna EL AL flugvél sem var að leggja upp til Tel Aviv. t fréttum kemur fram að Palestínumennirnir hafa enn ekki verið formlega ákærðir en saksóknari sagði í dag að þeir Framhald á bls. 16 Bretar mótmæla kvóta sínum á Norðursjávarsíld London 13. ág. Ntb. Reuter BREZKA ríkisstjórnin til- kynnti í dag að hún hefði ákveðið að samþykkja ekki veiðikvóta upp á 9.700 tonn af Norðursjávarsíld sem henni var úthlutaður fyrir árið 1976. I Reuters-fréttum segir að vegna þess að Norðmenn hafi mótmælt kvóta sínum á fundi Norðausturatlantshafsfisk- veiðinefndarinnar, hafi Bretar ákveðið að láta einnig í sér heyra. Aftur á móti er tekið fram að fiskimáladeild sjávar- og landbúnaðarráðuneytisins muni hefja viðræður við for- ystumenn fiskiðnaðarins um hvaða takmarkanir þeir geti fallizt á af fúsum og frjálsum vilja það sem eftir er ársins. Bretar segjast vera þess al- búnir að hætta öllum veiðum á Norðursjávarsíld til ársloka 1977, svo fremi ríkisstjórnir annarra landa, sem hlut eiga að máli, samþykki að gjöra slikt hið sama. Norðausturatlantshafsfisk- veiðinefndin hefur nýlega lagt til að leyfður hámarksveiði- Framhald á bls. 16 Grikkir og Tyrkir virð- ast sáttfúsari en áður Aþenu, SÞ. 13 ág. Reuter NTB. SVO VIRÐIST sem sáttfýsi sé meiri nú með Grikkjum og Tyrkjum en undanfarna daga og báðir aðilar endurtóku I dag fyrri tilboð um beinar viðræður milli fulltrúa landanna til að þar væri unnt að komast að niðurstöðu um umráð yfir Eyjahafi. I New York var málið rætt hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og grfski og tyrkneski fulltrúinn munu hitta Henry Kissinger á morgun og eiga viðræður við hann um málið. I yfirlýsingu grísku stjórnar- innar sagði að Grikkland hefði aldrei litið á Eyjahaf sem „grískt stöðuvatn" og ekki væru bornar á það brigður að Tyrkland ætti nokkurn rétt á þessu svæði og þvi væri ítrekað tilboð um milliliða- lausar viðræður. Hið umdeilda tyrkneska skip, Framhald á bls. 16 Lögreglan leiðir á brott einn skæruliða Palestínuaraba eftir sprengjuárásina á flugvöllinn við Istanbul á miðvikudag. Sýrlendingar loka landamærunum Beirut, Damaskus, ' 13. ág. Ntb. Reuter SYRLENZKA stjórnin neitaði í kvöld þeim fréttum frá Beirut að hún hefði látið loka landamærun- um við Lfbanon vegna sfvaxandi flóttamannastraums þaðan. Aftur á móti sagði í tilkynningu hennar að gerðar hefðu verið ákveðnar ráðstafanir til að umferð um landamærin væri með sem eðli- legustu móti. Verða ferðamenn sem ætla til og frá Lfbanon og Sýrlandi að fá nú sérstakt leyfi til fararinnar. Náfhykur liggur yfir rústunum af flóttamannabúðunum Tel Al- Zaatar að sögn fréttamanna sem fóru um þær i dag. Segja þeir aðkomuna ólýsanlega og þar sé eyðileggingin svo ægileg að þvi verði vart trúað. Um tvö þúsund lík liggi eins og hráviði um stræt- in og larfalákar fari þar um rænandi og ruplandi. Ekki nóg með það heldur hafi einnig sézt til fjölskyldna fara um rústirnar til að leita að einhverju nothæfu og fólk hefur sést fara á brott með sjónvörp, útvörp og jafnvel hús- gögn. I búðunum bjuggu áður um 25 þúsund palestinskir flótta- menn og fátækir Líbanir. I fréttum segir að það muni hafa bætt hugarástand fólks, einkum Rán og gripdeild- ir í El-Zaatar meðal vinstri manna, að svo virðist sem hægrimenn hafi ;yft óbreyttum borgurum f búði ,ium að fara leiðar sinnar efti. fall þeirra án þess að skerða hár á höfði þeirra. Þó ríkir kvfði og Framhald á bls. 16 Míkill viðskiptahalli í júli hjá Bretum og Frökkum London, París, 13. ágúst. Reuter. VERULEGUR halli varð á við- skiptajöfnuði Bretlands í júlf- mánuði sl., að því er tilkynnt var í London I dag, og sömu sögu er að segja af viðskiptajöfnuði Frakk- lands, skv. tilkynningu franska f jármálaráðuneytisins. Hallin f viðskiptajöfnuði Breta nam 524 milljónum sterlingspunda. sem er næstmesti halli sem um getur þar f landi. t nóvember 1974 varð A afmæli múrsins: A-þýzkir verðir stöðva 100 manna á leið til V-Berlínar Vestur-Berlfn — 13. ágúst — Reuter AUSTUR-þýzkir landamæra- verðir ráku til baka mörg hundruð V-Þjóðverja, sem í dag ætluðu með langferðabif- reiðum til Vestur-Berlfnar, en til að komast að borginni þarf að fara um austur-þýzkt land- svæði. Hópurinn ætlaði til Vestur-Berlínar til að taka þar þátt I mótmælaaðgerðum vegna þess, að ( dag eru liðin 15 ár frá þvf að Berlfnarmúrinn ill- ræmdi var reistur. Vestur-þýzka lögreglan segir, að um 1200 manns hafi verið á leiðinni í 25 langferðabflum, en 11 bflum hafi verift snúið aftur á þeirri forsendu, að grunur léki á að ferðalangarnir væru að misnota samgönguleiðir til V-Berlínar. Sjónarvottar við landamærin segja, að farþegar í bílunum hafi haft uppi spjöld sem merkt voru flokki kristi- legra démókrata, en æskulýðs- samtök flokksins efndu til ferð- arinnar. Fregnir hafa borizt af hertu eftirliti austur-þýzku lögregl- unnar við aðalumferðaræðina til Vestur-Berlfnar vegna dags- ins. » Við múrinn sjálfan var tölu- verður mannsöfnuður þegar blómsveigar voru lagðir við minnismerkið um þá, sem fallið hafa þegar þeir hafa reynt að Framhald á bls. 16 hallinn meiri, 548 milljón pund. Hallinn ( viðskiptum Frakka við önnur lönd varð mun minni eða sem nemur 200 milljónum sterlingspunda. Framhald á bls. 16 Tíðindalitið í S-Afríku Höfðaborg 13. ágúst. Reuter. KYRRARA var ( kvöld í útborg- um Höfðaborgar en undanfarið, en þar hafa óeirðir og bardagar kostað 29 manns lffið sfðustu tvo dagana, eins og fram hefur komið ( fréttum. Talsmaður lögreglunn- ar sagði að einvörðungu hefði komið til minni háttar árekstra. Hann sagði að allt væri með kyrr~ um kjörum, en þó virtist mikil ólga undir niðri og þyrfti ekki mikið út af að bera til að syði upp úr á ný. Hópur fólks reyndi að kveikja í tveimur byggingum ( Nyangahverfi, en skemmdir og tjón urðu ekki miklar og hópnum var dreift án þess að til verulegra tfðinda drægi. Enda þótt rólegt hafi verið að sögn er haft fyrir satt að Winne Mandela, éiginkona þjóðernis- Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.