Morgunblaðið - 14.08.1976, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 14.08.1976, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 14. AGUST 1976 7 Skattsvik og ólögmæt gjaldeyris- viðskipti í leiðara dagblaðsins Vísis í gær segir orðrétt: ,,Að undanförnu hefur athygli manna f ríkari mæli en áður beinst að svikastarfseminni f þjóð félaginu. Stjórnvöld hafa jafnvel tekið sjónaukann frá blinda auganu og viðurkennt, að ýmiss kon- ar svikastarfsemi fari hér fram. Áður mátti helst ekki nefna slikt á nafn. Umræður um þessi efni hafa síðustu vikur einkum snúist um skattsvik og ólögmæt gjaldeyrisvið- skipti. Einn þáttur i þess- ari svikastarfsemi er sá háttur innflytjenda að halda eftir umboðslaun- um, sem greidd eru i erlendum gjaldeyri. Eng- um vafa er undirorpið, að hér er um aII verulega svikastarfsemi að ræða. Fram til þessa hafa hvorki gjaldeyrisyf irvöld né innflytjendur viljað viðurkenna opinberlega, aðmenn ráðstöfuðu þann- ig gjaldeyri með ólögmæt um hætti. Á þessu hefur hins vegar orðið breyting upp á siðkastið. Það er fyrsta skrefið, ef taka á þessi mál föstum tökum. Bæði viðskiptaráðherra og einn af aðstoðarbanka stjórum Seðlabankans hafa lýst yfir þvi Í viðtöl- um f þessu blaði, að þeim sé kunnugt um, að mörg fyrirtæki fái umboðslaun sfn greidd i gjaldeyri, sem aldrei komi til skila For stöðumaður gjaldeyris- eftirlits Seðlabankans hefur einnig greint frá þvi, að bankinn telji að það hafi farið vaxandi að menn ráðstöfuðu þessum tekjum erlendis. Það liggur í augum uppi, að mjög erfitt er fyrir stjórnvöld að hafa hendur í hári þessara svik- ara. Hér er um að ræða tiltölulega auðvelda leið fram hjá gjaldeyrislögum og til þess að svikja tekjur undan skatti. Ljóst er að leggja verður mikla áherslu á aukið samstarf milli skatta- og gjaldeyris- yfirvalda i helstu við- skiptalöndum okkar til þess að stemma stigu við þessari starfsemi." Höftin og verðmynd- unarkerfið Blaðið segir ennfremur, orðrétt: „Alkunna er, að ólög- mæt meðferð gjaldeyris og svartmarkaðsviðskipti eiga rætur að rekja til haftareglna, sem setja mönnum óeðlilega þröng- ar skorður. Höftin eru yfir leitt hvati að óheilbrigð- um viðskiptaháttum. Þessi atriði verður að hafa i huga í baráttunni gegn svikastarf seminni. Björn Tryggvason aðstoðarseðlabankastjóri sagði í viðtali við Visi fyrir skömmu, að það sem helst sé treyst á i þvi skyni að umboðslaun inn- flytjenda komi til skila sé annars vegar eðlileg verð- myndun i landinu, þ.e. samkeppni í vöruverði, og hins vegar, að innflytjend ur fái leyfi til þess að flytja frilistavörur inn fyrir umboðslaunin, án þess að fá gjaldeyrisyfirf ærslu. Hann bendir einnig á i þessu sambandi, að ein höfuðforsendan sé raunsæ gengisskráning. Hér er um mjög veiga mikið atriði að ræða. Það er engum vafa undirorpið, að úrelt og gölluð verð- myndunarloggjöf á rikan þátt í þeim umboðslauna svikum, sem hér viðgang ast. Nýsköpun á þvi sviði yrði þvi án nokkurs vafa eitt áhrifamesta ráðið til þess að koma í veg fyrir starfsemi af þessu tagi. En hvað sem Ifður mein- gallaðri viðskiptalöggjöf er alveg Ijóst, að stjórn völd verða að gera ráð stafanir til þess að koma i veg fyrir slika svikastarf- semi. í þessu sambandi verður einnig að taka með i reikninginn, að umboðs launasvikin eru um leið þáttur í almennum skatt- svikum." Þessi stórglæsilegi Charger SE 1974 er til sölu. Allar upplýsingar veittar á Bílasölu Guðfinns Suðurlandsbraut 2. Bændur og bústjórar Ný hljómplata með íslenzkum þjóðlögum UM ÞESSAR mundir eru að koma út tvær nýjar plötur frá SG hljómplötum. Á annarri s.vngja þau Þurfður Sigurðardóttir og Ragnar Bjarnason lög eftir Jónatan Olafsson en á hinni flvt- ur Elfsabet Erlingsdóttir fslenzk þjóðlög við undirleik Kristins Gestssonar. Að sögn Svavars Gests hefur nú um nokkurra ára bil verið skortur á islenzkri þjóðlagaplötu og kvaðst hann vera mjög ánægður með plötu Elfsabetar. Elísabet Er- lingsdóttir stundaði nám í Þýzka- landi og lauk því árið 1968, en síðan hefur hún starfað bæði sem söngkona og söngkennari hér heima. Hún hefur komið viða fram, m.a. sungið á þremur lista- hátiðum og frumflutt verk margra fslenzkra nútímatón- skálda. Hún syngur á plötunni mörg ævaforn íslenzk þjóðlög við gamlar þjóðvfsur, en útsetningu laganna önnuðust þeir Þorkell Sigurbjörnsson og Fjölnir Stefánsson. öll ljóðin, sem Elísa- bet syngur, eru prentuð á sér- staka örk, sem fylgir plötuumslag- inu. Plata Þuriðar og Ragnars Bjarna er eingöngu með lögum eftir Jónatan Ólafsson píanóleik- ara. Textarnir eru flestir eftir Núma Þorbergs, sem m.a. samdi ljóðið við lag Jónatans í landhelg- inni, sem hefst á orðunum „Þau Elisabet Erlingsdóttir. eru svo eftirsótt íslandsmið...“ sem þeir sömdu, þegar íslending- ar færðu landhelgina út í tólf milur. Upptaka fór fram hjá Tóntækni hf. undir stjórn Sigurðar Arna- sonar, en hönnun plötuumslaga annaðist Grafik hf. Jtlcsður á morgun Guðspjall dagsins: Matt. 7:15—23. Gætið yðar fyrir falsspá- mönnum, er koma til yðar f sauðaklæðum, en eru hið innra glefsandi vargar. Litur dagsins: Grænn. Táknar vöxt, einkum vöxt hins andlega Iffs. DÖMKIRKJAN. Messa kl. 11 árd. Séra Öskar J. Þorláksson dómprófastur. LAUGARNESKIRKJA. Messa kl. 11 árd. Séra Garðar Svavars- son. KIRKJA Óháða safnaðarins. Messa kl. 11 árd. Séra Emil Björnsson. Grund — elli og hjúkrunar- heimili. Messa kl. 2 sfðd. Séra Jón Kr. ísfeld messar. Fél. fyrrv. sóknarpresta. NESKIRKJA. Guðsþjónusta kl. 11 árd. Altarisganga. Séra Guð- mundur Óskar Ólafsson. HALLGRlMSKIRKJA. Messa kl. 11 árd. Séra Karl Sigur- björnsson. Landspftalinn. Messa kl. 10 árd. Séra Karl Sigurbjörnsson. ASPRESTAKALL. Messa kl. 2 síðd. að Norðbrún 1. Séra Árni Pálsson messar. Athugið breyttan messutíma. Sóknar- nefnd. LANGHOLTSPRESTAKALL. Guðsþjónusta kl. 11 árd. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. FÍLADELFtUKIRKJAN. Al- menn guðsþjónusta kl. 8 síðd. Einar J. Gíslason. GRENSÁSKIRKJA. Messa kl 11 árd. Séra Halldór S. Gröndal. BORGARSPÍTALINN. Messa kl. 9.45 árd. Séra Halldór S. Gröndal. KATEIGSKIRKJA. Messa kl. 11 árd. Séra Jón Þorvarðsson. DOMKIRKJA KRISTS kon- ungs Landakoti. Lágmessa kl. 8 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lág- messa kl. 2 síðd. VIÐEYJARKIRKJA. Guðs- þjónusta kl. 3 síðd. Ferðir úr Sundahöfn. Séra Bjarni Sig- urðsson. KÓPAVOGSKIRKJA. Messa kl. 11 árd. Séra Árni Pálsson. KÁLFATJARNARKIRKJA. Guðsþjónusta kl. 2 sfðd. Séra Bragi Friðriksson. KEFLAVlKURKIRKJA. Guðs- þjónusta kl. 11 árd. Séra Ólafur Oddur Jónsson. GRINDAVlKURKIRKJA. Messa kl. 11 árd. Sóknarprest- ur. UTSKÁLAKIRKJA: Messa kl. 11 árd. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA. Messa kl 2 sfðd. Sóknarprestur. FÍLADELFÍA Selfossi. Al- menn Guðsþjónusta kl. 4.30 sfðd. Guðmundur Markússon. SKÁLHOLTSPRESTAKALL. Messa f Bræðratungu kl. 2 siðd. Messa í Skálholtsdómkirkju kl. 5 sfðd. Sóknarprestur. ODDAKIRKJA. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Séra Stefán Lárus- son. AKRANESKIRKJA. Messa kl. 10.30 árd. Séra Björn Jónsson. HALLGRÍMSKIRKJA í Saur- bæ. Séra Björn Jónsson á Akra- nesi messar. Sóknarprestur. HÓLAR í HJALTADAL. Hóla- hátið. Hátíðarmessa á morgun kl. 2 e.h. Sr. Bolli Gústafsson i Laufási predikar. Vígslu- biskup, sr. Pétur Sigurgeirsson, þjónar fyrir altari ásamt pró- föstunum sr. Sigurði Guð- mundssyni, Grenjaðarstað, sr. Stefans Svævar, Dalvík, og sr. Pétri Þ. Ingjaldssyni. Skaga- strönd. Krikjukór Sauðárkróks syngur. VigslaKirkjugarðsins. LANDSPlTALINN. Messa kl. 10 árd. Séra Karl Sigurbjörns- son. Við höfum fyrirliggjandi fóðurblöndu, sem er sérstaklega auðug af Magnesium. Ef kýrnar þjást af Magnesiumskorti, þá gefið þeim þessa sérstöku blöndu. SAMBANDIÐ INNFLUTNINGSDEILD S? Nýtt o\ pepp Fyrir bæði bensín og dieselolíu. Eftirfarandi sýnir ótvíræðan árangur, þegar Pepp er blandað saman við bensin: -----------^ B.4l393l Hornet model 1972. Keyrt án PEP blöndu frá 30/6.'75 km.64.434 (mælir) tll 17/7.'75 ” 65.389 n Samtals keyrt km. 955 Eldsneytisnotkun 148.1 lítri bensín e<5a 15-51 1/100 l^m. Keyrt með PEP blöndu frá 17/7*'75 kjn.65.389.7 (mælir) til 3/8.'75 ” 68.567.9 ” Samtals keyrt km. 3.178.2 Eldsneytiseyösla 404 lítrar eða 12.71 1/100 km. Niðurstöður: EMdsneytiseyðsla án-PEP blöndu 15-51 1/100 km. -do- með PEP blöndu 12.71 1/100 km. Bensln-sparnaður 18.05$. þegar keyrt var meö PEP blöndu. Jmí Helgason tælmifr. Þetta er eðlilegur árangur, því PEPP hreinsar um leið og það smyr véiina. Betri og jafnari gangur, lágmarks eídneytiseyðsla Við stöðuga notkun PEPP endist vélin allt að helmingi lengur og verður minni viðgerðakostnaður. PEPP vinnur best þegar vélin er heit um lengri tíma Hafið því PEPP með í ferðalög PEPP fæst á bensínstöðvum B P og Shell E. EGILSSON, Garðarstræti 2, Simi 11933

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.