Morgunblaðið - 14.08.1976, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 14. AGUST 1976
11
Er algengt að menn þurfi að
vera eftir?
,,Það kemur helzt fyrir um
helgar á sumrin. Flestir þurfa
flutning á föstudagskvöldum
og laugardagsmorgnum og
alltaf er líka fullt i ferðirnar frá
Akranesi á sunnudagskvöld-
um Við höfum bætt aukaferð-
um við um helgar en þess
gerist ekki lengur þörf þar sem
nú fer að dimma fyrr á kvöld-
in."
Hverjir notfæra sér þessa
þjónustu helzt?
,,Það er mjög mikið af Borg-
firðingum, og Akurnesingum
náttúrlega, og núna fara ná-
lega allir mjólkurflutningar frá
Borgarfjarðarhéraði um Akra-
borgina Auðveldlega er hægt
að aka tankbilunum um borð
Kevnt er að nýta hvern fersenti-
metra og þá verður oft að færa
bflana til með handafli.
I brúnni. Skipstjórinn (standandi) er Þorvaldur Guðmundsson og hjá honum situr Halldór Guðmunds-
son, en hann var áður skipstjóri á gömlu Akraborginni.
og ferðin er fljótlegri og þægi-
legri á þann hátt, i flestum
tilvikum Á sumrin er svo mikið
af einkabílum, fólk, sem er að
fara vestur og norður um fer oft
með okkur, en það er auðvitað
minna um það að vetrarlagi.
Þess vegna höfum við haft
færri ferðir á veturna, þær eru
þrjár á dag yfir vetrarmánuð-
ina, en fjórar á sumrin Við
fáum lika miklu meira af flutn-
ingabílum að vetrinum, á sumr-
in geta þeir ekki treyst eins
mikið á að fá alltaf far
Þá ræddi Þorvaldur næst um
áhöfn skipsins og hann var
spurður um hvort stundum
væri vont i sjóinn:
„Áhöfn skipsins eru niu
menn auk þjónustuliðs i kaffi-
teriunni, en að auki eru svo
menn sem leysa af i fríum, svo
við höfum t d aukavélstjóra,
stýrimann og háseta og líka er
aukafólk til að skipta í þjón-
ustuliðinu
Það er stundum slæmt i sjó-
inn og þá geta orðið töluverð
læti Þetta er grunnsævi og
stramkvika og við verðum varir
við að fólk vill síður fara með
okkur ef slæmt er i sjö. Skipið
sjálft er skinandi gott, það er
um 10 ára gamalt og var keypt
frá Noregi."
i þessari ferð sem blaðamað-
ur fór með skipinu var sléttur
sjór og sólskin, en Þorvaldur
sagði að undanfarna daga
hefði verið fremur slæmt veð-
ur, rok og rigning, eins og
Sunnlendingar vita Ein trilla
var á leið á ýsumiðin, en Þor-
valdur sagði að þær væru oft
nokkuð margar og stundum
kæmi fyrir að þær og aðrir sem
væru á siglingu um flóann
héldu sig ekki nógu vel frá
skipinu
Oftast þarf ekki að binda
bílana niður í skipinu, en .það
kemur þó fyrir ef veltingur er
mikill og það fer lika eftir þvi
hvort þeir eru hlaðnir mikið eða
ekki Ferðin upp á Akranes tók
tæpan klukkutima, en Akra-
borgin er heldur lengur að sigla
til Reykjavikur þar sem hún
þarf að snúa tvisvar á leiðinni
Skipið er samt mjög snúnings-
lipurt, þar sem það er útbúið
skiptiskrúfum og þegar Þor-
valdur var að leggjast uppað i
Reykjavíkurhöfn mátti líkja
snúningum hans með skipið
viðsmábil i borgarumferðinni
Þegar fullt er ( bflageymslunni
eru bflar hffðir upp á dekk.
Hestamenn á Snæfellsnesi
vígja nýjan skeiðvöll
heimsækja hann. Meðan hann
dvaldi I vinnubúðum nr. 35
tókst Bukovsky í félagi við ann-
an fanga þar, geðlækninn
Semyon Gluzman, að semja
mjög merkan bækling um
hvernig Sovétstjórnin misnotar
geðlæknisvísindin i pólitísku
skyni til þess að loka inni þá
sem berjast fyrir auknum
mannréttindum þar í landi og
aðra andófsmenn.
í innganginum að riti þeirra
Bukovskys og Gluzmans, en það
heitir „A Dissident’s Guide to
Psychiatry" í enski þýðingu
sem kalla mætti Handbók um
geðlækningar fyrir andófs-
menn, segir svo:
„Eins og nú standa sakir er
vitað um mörg dæmi þess að
andófsmenn í Sovétrikjunum
hafi verið úrskurðaðir geðveik-
ir og ástæða er til þess að óttast
að þessari aðferð verði enn
frekar beitt í framtíðinni. Þetta
er ekki erfitt að skýra. í fyrsta
lagi er þessi aðferð mjög þægi-
leg fyrir yfirvöldin. Hún gerir
þeim kleyft að loka fólk inni
um óákveðinn tíma og halda því
í algerri einangrun. Þau geta
notað geðlyf til að „endur-
mennta” þetta fólk og aðferð
þessi gerir erfiðari baráttuna
fyrir opnum réttarhöldum og
því að fólkið verði látið laust
(þvi jafnvel óhlutdrægasti
maður mun alltaf hafa ein-
hverjar efasemdir um andlegt
heilbrigði „sjúklings", ef hann
þekkir hann ekki persónulega).
Með þessu móti er hægt að
neita fórnarlambinu sem þessi
aðferð er notuð á um þau fáu
réttindi sem fangar njóta. Og
þetta gerir yfirvöldum kleyft
að varpa rýrð á hugmyndir og
gerðir andófsmanna. Og þannig
mætti halda áfram.
En það er einnig um aðra og
ekki þýðingarminni ástæðu að
ræða. Því enda þótt andófs-
menn séu að jafnaði vel að sér
um lög og rétt, svo þeir geri
ekki mistök meðan rannsókn og
réttarhöld fara fram, þá hefur
komið i ljós að þeir eru gersam-
lega varnarlausir þegar þeir
standa frammi fyrir æfðum
geðlækni sem hefur fyrirmæli
að ofan um að úrskurða þá
óábyrga gerða sinna. Þetta hef-
ur óhjákvæmilega valdið ótta
og ruglingi í röðum andófs-
manna. Þetta er ein ástæðan
fyrir hinum nýlegu og óvæntu
„afneitunum” og afturköllun-
um. Óttinn sem áður fylgdi rétt-
arrannsóknum og búið var að
vinna bug á með þekkingu álög-
um og hvernig á að beita þeim
hefur endurvaknað vegna þess-
arar réttargeðlæknisfræði.
Glötunartilfinning — það að
vera ekki megnugur þess að
gera neitt til að berjast gegn
þessari aðferð — er orðin mjög
útbreidd.
Allt þetta gerir það að verk-
um að nauðsynlegt er að skýra
frá i lítilli handbók reynslu sem
fengizt hefur við margar réttar-
geðrannsóknir og jafnframt
undirstöðuatriðum i geðlæknis-
fræði til að fórnarlömb geti
hagað sér á þann hátt sem sízt
er til þess fallinn að gefa til
kynna að viðkomandi sé ekki
sjálfum sér ráðandi. Höfundur
þessa rits, fyrrverandi „geð-
sjúklingur” og fyrrverandi geð-
læknir, vona að sameinuð þekk-
ing þeirra og reynsla verði til
þess að rit þetta veri gagnlegt.
Handbókinni er ekki ætlað að
vera endanleg úttekt á vanda-
málum geðlæknisfræðinnar.
Viss atriði hafa viljandi verið
einfölduð þar sem þessi bók er
ætluð almenningi til lestrar."
MÓÐIR BUKOVSKY
HELDUR AFRAM
BARATTUSINNI
Eftir endurkomuna i Vladi-
mir-fangelsið hefur Bukovsky
haldið áfram hugdjarfri bar-
áttu sinni fyrir réttíndum sam-
fanga sinna. Hann hefur neitað
að vinna i mótmælaskyni við
þær aðstæður sem fangar búa
við í nauðungarvinnu þeirri
sem þeir inna af hendi. Hann
hefur mótmælt brotum á rétt-
indum fanganna með þeirri
einu aðferð, sem honum var
tiltæk: hungurverkfalli.
Nina Bukovskya, móðir
Bukovskys, og margir þekktir
fræði- og visindamenn utan
Sovétrikjanna hafa margmót-
mælt réttarhöldunum yfir
Bukovsky og þeirri meðferð
sem hann sætir, og hafa þrábeð-
ið sovézk yfirvöld um að láta
hann lausan. Nina Bukovskya
hefur snúið sér til fjölmargra
aðila á Vesturlöndum og beðið
þá um að beita áhrifum sínum í
Sovétríkjunum til að hjálpa
syni hennar. Hún hefur m.a.
skrifað Kissinger, Harold Wil-
son Helm., Schmidt, Giscard
d’Estaing ofc; leiðtoga franska
kommúnistaflokksins, George
Marchais. Sá eini sem svarað
hefur bréfum hennar er banda-
ríski verkalýðsleiðtoginn
George Meany.
I nýlegu viðtali við franska
blaðið Le Monde skýrir Nina
Bukovskaya frá þvf að henni sé
gert að greiða 72 rúblur
(16—17000 ísi. krónur) á sex
mánaða fresti til fangelsisyfir-
valda í Vladimir-fangelsinu,
þar sem sonur hennar hafi neit-
að að vinna I fangelsinu. Auk
þess er henni meinað að heim-
sækja hann nema á u.þ.b. átta
mánaða fresti og bréf fær hún
ekki að senda syni sínum nema
á tveggja mánaða fresti.
Le Monde virðist hitta nagl-
ann á höfuðið þegar blaðið seg-
ir, að sovézk yfirvöld hafi
aldrei getað fyrirgefið
Bukovsky að hafa verið einna
fyrstur, ef ekki sá fyrsti, til að
afhjúpa misnotkun Sovétyfir-
valdanna á geðveikrahælum.
(B.vggt á upplýsingum sem aflað var hjá
Amncsty International f London fyrir
milligöngu íslandsdeildar samtakanna.)
HESTAMENN á Snæfellsnesi
vfgðu laugardaginn 31. júlf sl.
nýjan skeiðvöll og þennan sama
dag efndi félag þeirra,
Snæfellingur, til hestamanna-
móts á nýja skeiðvellinum á
Kaldármelum. Auk kappreiða og
gæðingakeppni Snæfellings fór
fram sérstök gæðingakeppni
barna og unglinga og dómnefnd
dæmdi nokkurn hóp kynbóta-
hrossa.
Að aflokinni hópreið hesta-
manna um svæðið lýsti Þorkell
Bjarnason, hrossaræktarráðu-
nautur dómum kynbófahrossa.
Einn stóðhestur var sýndur á mót-
inu og var það Sörli frá Stykkis-
hólmi, eign Jónasar Þorsteins-
sonar, Ytra -Kóngsbakka í Helga-
fellssveit og hlaut hann einkunn-
ina 7,92.
Sörli er undan Sörla 653 frá
Sauðárkróki og Þotu frá Innra-
Leiti, eign Leifs Kr. Jóhannes-
sonar í Stykkishólmi, en Þota
hlaut fyrstu verðlaun á mótinu
fyrir afkvæmi og einkunnina
8.09. Dóttir Þotu Hryðja eign
Leifs Kr. Jóhannessonar, stóð efst
af hryssum 6 vetra og eldri og
hlaut einkunnina 8.00. Af fimm-
vetra hryssum stóð efst Assa frá
Krossholti, eign Sigurðar
Kristjánssonar í Stykkishólmi
með einkunnina 7,63, en i flokki
fjögra vetra hryssna hlaut beztan
dóm Elding, Eysteins Leifssonar i
Stykkishólmi.
Sýndir voru þrjátíu og sjö
gæðingar á mótinu og i flokki
alhliða gæðinga stóð efstur
Reykur Njáls Þorgeirssonar
Stykkishólmi, einkunn 8,16. Af
klárhestum með tölti var Bjarna-
Skjóni eign Bjarna Einarssonar,
Barðastöðum, Staðarsveit,
dæmdur bezti klárhesturinn á
mótinu og hlaut hann einkunnina
7.81.
Úrslit í 250 metra skeiði á
mótinu urðu þau að beztan tima
hafði Kolbakur Braga Ás-
geirssonar, knapi Ragnar Hinriks-
son, eða 26,8 sek. önnur varð Nótt
Eddu Hinriksdóttur, knapi
Ragnar Hinriksson á 28,7 sek., en
þriðji Grettir Valentinusar
Guðnasonar, Knapi Halldór Sig-
urðsson, á 29,5 sek.
í 250 m unghrossahlaupi sigraði
Goði, eig. og knapi Guðrún Fjeld-
sted, á 21.0 sek. og I öðru sæti
varð Fluga, eig. og knapi Bjarni
Eyjólfsson, á 21,1 sek. I þriðja
sæti varð Litli-Asi Hinriks Braga-
sonar, knapi Einar Karelsson á
21,2 sek. Eyfirðingur, eig. og
knapi Guðrún Fjelsted, sigraði i
300 m stökki á 23,6 sek. og annar
varð Trantur eig. og knapi
Unnsteinn Tómasson, á 23,8 sek. I
þriðja sæti hafnaði Þrasi Eddu
Hinriksdóttur á 23,9 sek.
Þjálfi Sveins K. Sveinssonar,
knapi Guðrún Fjelsted, sigraði i
800 m stökkinu á 69,2 sek. Annar
varð Logi, eig. og knapi Halldór
Sigurðsson, á 74,6 sek. og þriðji
Ljómi, eig. og knapi Svanur Aðal-
steinsson á 76,0 sek. í 800 m
brokki sigraði Máni Halldórs Sig-
urðssonar á 2 mín. 7,1 sek. og
annar varð Logi Kristjáns Eyþórs-
sonar á 2 min. 11,4 sek., en i
þriðja sæti varð Þruma, Ragnars
Tómassonar, knapi Tómas
Ragnarsson.
Að siðustu voru gæðingar ung-
linga 16 ára og yngri dæmdir og
stóð þar efstur Sprækur eign
Kristmanns Jóhannessonar i
Ólafsvík.