Morgunblaðið - 14.08.1976, Síða 25

Morgunblaðið - 14.08.1976, Síða 25
MORGL'NBLAÐIÐ. LAUC.ARDAGUR 14. AGUST 1976 25 VELVAKAIMDI Velvakandi svarar I slma 10-100 kl 14—1 5, frá'mánudegi til föstu- dag's % Takið tillit til reiðhjóla og gangbrauta Unfíur vegfarandi hefur sent Velvakanda eftirfarandi bréf oft talar af reynslu sem hjólreiða- maður í umferðinni í Reykjavík: ,,Ka*ri Velvakandi. Ég er tólf ára og fer nokkuð oft að hjóla. Þá hef ég oft tekið eftir því að bílstjórar taka ekki tillit til reiðhjóla. Til damiis þegar ég er að hjóla á aðalbraut og bíll kemur út úr hliðargötu inn á aðalbraut- ina, stöðvar hann ekki, heldur svínar fyrir mann. Hvers vegna er ekki tekið tillit til okkar á hjólun- um? Bílstjórar hugsa um okkur eins og eitthvað rusl, sem fýkur eftir götunum. Mér finnst einnig að lögreglan eigi að gera eitthvað i þessu. Eg vona bílstjórar hegði sér betur við alla, sem eru á hjól- um. En það er ekki nóg með að bilstjórar taki ekki tillit til reið- hjóla, heldur líka til gangandi fólks, því þeir stöðva oftast ekki við gangbrautir. Þess vegna getur fólk alveg eins farið yfir göturnar þar sem engar gangbrautir eru. Eg vona að þetta lagist sem allra fyrst og lögreglan tali við þá bil- stjóra sem ekki hlýða þessu með hjólin og gangbrautirnar. Hver veit nema það fa'kki umferðar- slysunum? Það er laukrétt hjá þessum u.nga hjólreiðamanni að mjög litið tillit er tekið til þeirra sem eru hjólandi i umferðinni. Þessu man Velvakandi eftir frá því aö hann var sjálfur hjólandi hér í Reykja- vik og var a.m.k. einu sinni ekinn niður. Ökumenn sjá hreinlega oft ekki að það eru reiðhjól á ferli og halda að þau séu eitthvert ,,rusl sem fýkur eftir götununT', eins og J.S.M. orðar það i bréfinu. Þetta er eitt þeirra atriða í umferðar- menningu okkar sem þarf aö lag- færa ásamt svo mörgu öðru. 0 Öngþveiti í ávísanaviðskiptum Húsmóðir með meiru skrif- ar: „Avísanir eru taldar nauðsyn- legar í viðskiptum, en væri ekki heillaráð að draga stórlega úr notkun þeirra? Bankayfirvöld munu nú ætla að setja strangari reglur um ávísanaviðskipti i þeirri von að ástandið batni, en það er alveg óviðunanlegt. Hneyksluð á öllu því öngþveiti sem þessi þáttur viðskipta veldur hafði ég 'hugsað mér að leggja niður minn litla ávísanareikning, sem engan veginn getur talizt nauðsynlegur. En ég ákvað aö setja mér reglur um hann, sem auðvelt yrði að halda og þykist reyna að gera mitt til að koma í veg fvrir að vandræði htjótist af ávisanaviðskiptum mínum. Reglurnar eru þessar: 1) Stíla : ldrei ávísun á handhafa. 2) Hafa ávisanir sem fæstar og hæstar. 3) Hafa ávísanaheftið yfirleitt ekki nieð að heiman, heldur einungis það eða þau eyðublöð, sem a'tlun- in er að nota í hvert skipti, og að sjálfsögðu blað til útreiknings. 4) Taka út af innsta'ðunni eftir þörf- um, er ég á leiö fram.hjá við- skiptabanka mínum. llúsmóðir með meiru." Avísanaviðskipti eru orðið a 11- alvarlegt vandamál svo sem mörg- um er kunnugt um og stundum getur verið erfitt að hafa strax upp á þeirn sem eru að falsa ávísanir. Þetta gerir þennan við- skiptamáta að sjálfsögðu tor- tryggilegan fyrir þeim sem eru heiðarlegir. Þeir eru rengdir ekki siður en aðrir og getur það komiö mjög illa niður á fólki. Þessum hugmyndum húsmóðurinnar er hér með komið á framfa'ri ef ein- hver skyldi vilja taka sér þa-r til fyrirmyndar. 0 Eftirmáli við sögu úr föstudags- umferðinni Eins og lesendur rekur sjálf- sagt minni til var um daginn í Velvakanda rakin lítil saga úr umferðinni i miðba'num þar sem ökuniaður nokkur ók á móti ein- stefnu og olli smávandamáli, sem þó leystist fljótt úr. Nokkrir hafa haft samband við Velvakanda, sem þekkja til ökumannsins. og segja hann vera einstakt piúð- menni, sem hafi orðið þarna á smáva'gileg yfirsjön og það sé mjög ólíkt honum að hafa farið að steyta hnefann og flauta. Þessu er hér með kornið á framfæri, en þaö getur vissulega hent prúðmenni ekki síður en aðra að gera villur i umferðinni. En þaö er aöalatriðið að fylgjast með öllum umferðar- merkjum og vera vakandi við aksturinn. ingja sé þá að ræða f sfðara skipt- ið — hefur Isander læknir einnig tekið á sig sökina vegna morðs númer tvö? Er hann að halda hlffiskiidi yfir einhverjum? Christer andvarpaði. — Einhver er að hlffa einhverj- um. Það er alveg ljðst. Ef svo værl ekki myndi þetta ekki vefjast svona fyrir okkur. En biddu mig ekki um að skera úr um það hver er að burðast við að hjálpa hverj- um. Swennung geispaði og klæddi sig f regnfrakkann. — Kjarni málsins er vitanlega sá að við höfum ekki handtekið saklausan mann ... ég er hrædd- ur um að slfkt gæti aldeilis hitað okkur sfðar. Og sem stendur hef ég mlnni áhuga á þvf hvort Isand- er hafi sprautað eitri f eitt eða fleir salöt. Ég fer heim og fæ mér blund og ef þú ert með viti gerir þú það lika. En ýmislegt átti eftir að gerast, áður en Christer komst til hðtel- herbergis sfns. Hann var að setj- ast inn fbflinn sinn, þegar hann kom auga á Petrus úti f rigning- unni. — Nei, blessaður, ert þú ekki útiáHalI? HÖGNI HREKKVÍSI „Önnur mús í kjallaranum á Fressgötu 3!“ ELDLILJAN og frœnkur hennar Einar Helgason garðyrkju- stjóri . nefnir eldlilju (Lilium bulbiferum) ! bókinni „BJARKIR" árið 1914 og þegar ég kom til Reykjavikur 1929 töluðu blómakonur mikið um stóru rauðu liljuna hennar Guðbjargar í Múla- koti, þ.e. eldliljuna. Þetta er líka Ijómandi falleg um metra há jurt, sem ber stóra blóma- klasa. Blómin eru upprétt og Blómin eru lútandi, mörg en fremur smá, purpurarauð með dökkar doppur. Krónu- blöðin aftursveigð Kranslilj- an var snemma ræktuð í klausturgörðum í Mið- og Suðurevrópu og barst þaðan til Norðurlanda. Hefur þar sumsstaðar breiðst út eink- um innan um tré og runna ! fremur rökum jarðvegi. Þrífst bæði móti sól og i nokkrum stór, trektlaga gulrauð á lit með svartar doppur. Þegar liður á sumarið myndast rauðir æxlilaukar i blaðöxlun- um og má sá þeim eins og fræjum. Jurtir sem upp af þeim vaxa geta borið blóm á þriðja eða fjórða ári, og síðan árlega. Eldliljan vex villt í Miðevrópu. Hún er prýðileg skrautjurt, harðgerð og fög- ur BRANDLILJA (Lilium croceum) frá Alpafjöllum lík- ist eldlilju, en vantar æxli- lauka, blaðaxirnar og engar doppur eru í blóminu. Hún þrífst vel hér TÍGURLILJA (L. tigrinum) frá Austur-Asíu vex einnig allvel á íslandi og er svipuð eldlilju að stærð og blómalit, en blómblöðin eru sérkennilega aftursveigð og æxlilaukarnir í blaðöxlunum eru svartir. Blöðin frerriur mjó, dökk- græn og gljáandi KRANSLILJA öðru nafni TÚRBANLILJA (L. martagon) hefur breiðari blöð sem sitja i krönsum á stönglinum. skugga. Til er afbrigði með hvit blóm og grænan blett i miðju. Mikið er unnið að liljukyn- bótum og eru margir álitlegir bastarðar á markaði erlendis, t.d „hollenskar liljur" eða garðaliljur, Lilium holland icum þykir bæði fagur og harðgerður bastarður. Flestar liljur þrifast best móti sól í vel framræstri góðri garðmold Þeim er aðallega fjölgað með æxlilaukum og svo auðvitað með fræsáningu. Varasamt þykir að bera sterkan búfjár- áburð að liljum. Að lokum skal nefnd KÓNGALILJAN (L. regale) frá fjöllum Vestur-Kina. Hún er fremur viðkvæm en mjög skrautleg. Ber stór, hvít ilm- andi blóm á grönnum, stinn- um blöðóttum stönglum Að utan eru blómin með daufum rauðleitum blæ. Fræflar gul- ir Þarf sól og skjól og vel framræsta fremur kalkborna mold Verður 50— 100 sm á hæð. I.D. EFÞAÐER FRÉTT- NÆMTÞÁER ÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.